Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 7
vestfirska iITABLADlll Þorrablót Djúpmanna verður haldið í Gúttó, laugardaginn 16. febrúar og hefst kl. 20:00. Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar leikur fyrir .dansi. Miðapantanir hjá eftirtöldum: Þóru Karlsdóttur, sími 3105 Ingólfi Ólafssyni, sími 4292 Frosta Gunnarssyni, sími 4928 Nefndin. Leðurlíki svart, grátt og vínrautt Kaupf élag ísf irðinga V ef naðarvörudeild TYROLIA Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarritari: Ég vona að þér batni Karvel Karvel Pálmason, alþingis- maður, kunningi minn og fyrr- verandi flokksbróðir, sendir mér kveðju með skíkasti í síðasta tölublaði Vestfirska fréttablaðs- ins. Ástæðan mun vera sú að hann telur mig höfund nafn- lausrar greinar, er birtist í Vf fyrir skömmu, en í þeirri grein er Bol- ungarvíkurgoöinn krafinn skýr- inga á því m.a. að ísafjarðarhöfn varð útundan í fjárveitingum rík- issjóðs á þessu ári. Ekki átti ég von á því að Karvel teldi mig þann eina af íbúum Vestfjarðakjördæmis, sem hefði eitthvað við störf hans sem þing- manns að athuga, og því síður átti ég von á að hann teldi mig svo feiminn og óframfærinn eða kjarklausan gagnvart sér að ég þyrfti að skýla mér á bak við nafnleynd. Ég hef hingað til getað sagt meiningu mína við Bolungarvík- urgoðann og á ekki von á að það breytist. Þetta er að sjálfsögðu gagnkvæmt eða hefur verið fram til þessa. Við höfum þó ekki verið með skítkast í hvor annars garð fyrr en nú, að Karvel sýnir á sér nýja hlið og mun ég ekki ræða við þingmanninn á þeim nótum. Ég veit ástæðuna fyrir því, Karvel, að þú telur mig höfund umræddrar nafnlausar greinar. Hún er vafalaust sú, að ég hring- di til þín fyrir skömmu, í nafni bæjarráðs Isafjarðar, og spurðist fyrir um m.a. hvort verið gæti að fallið hefði niður, úr prentun fjár- laga fyrir árið 1985, nafn ísa- fjarðarhafnar. Það var ekki ó- eðlilegt að bæjarráð fæli mér að kanna slíkt hjá eina fulltrúa Vest- firðinga í fjárveitinganefnd Al- þingis. í leiðinni spurði ég þig um ástæður fyrir því að ísafjarðar- kaupstaður hefði farið varhluta af fjárveitingum í ár, ekki síst með tilliti til þess að ýmsir aðrir staðir hefðu komist vel á blað (ég nefni engin nöfn). Áheyrendur að samtali þessu voru ekki margir, en því getur þú treyst, Karvel, að það hefurverið tekið eftir því hver hlutur Isa- fjarðarkaupstaðar varð í fjárlög- unum. Og það er ekki óeðlilegt að áhugasamir bæjarbúar, t.d. um byggingu íþróttahúss hér í bænum, óski skýringa frá fjár- veitingamanninum, ef hann vildi vera svo vænn að gefa þær. Það eru því fjölmargir, Karvel minn, að minnsta kosti hér á ísafirði, sem hafa ástæðu til að skrifa þér og kvarta, þótt ekki sé undir nafni, í lesendadálki Vf. Og þú mátt með engu móti halda að ég sé sá eini sem virði þig viðlits. Það er alveg af og frá að ímynda sér það, kæri vinur, þótt ólíkt minna fari nú fyrir þér á þingi en áður fyrr. En haldir þú samt sem áður að nú sé þannig komið að þú eigir fáa viðmæiendur, m.a. af því að þú hafir slegið slöku við í þinginu, þá er ekkert auðveldara en að kippa því í liðinn með þróttmiklu starfi, eins og hér áður fyrr og gæta þess að gefa ekki höggstað á sér, t.d. með því að gleyma Isafjarðarhöfn. Ég vona svo að þér batni, Karvel minn, og að þú hættir að dæma menn (og það gamla vini þína) á jafn hæpnum forsendum og hér hefur verið drepið á. Bið þig svo vel að lifa. Magnús Reynir Guðmundsson bæjarritari, Skipagötu 2, l'safirði. Sími:3783 Pétur Bjarnason, fiskimatsmaður: Nokkur orð um nefndir og ráð Það er mikið um nefndir og ráð á íslandi. Eitt slíkt er Náttúru- verndarráð. Það sendi frá sér grein í blöðunum fyrir skömmu, þar sem vakin er athygli fiski- ræktarmanna á 29. grein nátt- úruverndarlaga. Ekki veit ég hve margir hafa hafið framkvæmdir án þess að hafa leitað álits Náttúruverndar- ráðs. Hitt veit ég mikið betur að það hefur gengið illa að fá svör við erindum, sem beint hefur verið til ráðsins, eins og eftirfar- andi dæmi sýna. Árið 1981 er sótt um leyfi til Náttúruverndarráðs og Náttúru- verndarnefndar N-ísafjarðar- sýslu fyrir hafbeitarstöð Djúplax hf. í Reykjarfirði, 16.5.1981. Jákvætt svar frá Náttúru- verndarnefnd sýslunnar barst 2. júní eða eftir 17 daga. Frá Náttúruverndarráði barst svar 12. ágúst eða eftir 88 daga um að ráðið sæi ekki ástæðu til afskipta af því, sem gert hafi ver- ið með heimild Náttúruverndar- nefndar sýslunnar, en setur skil- yrði um góða umgengni, og á þar eflaust við 15. grein þar sem getið er um hrynjandi hús á eyðibýlum og rústir þeirra svo og ryðgaðar búvélar og bifreiðar úti um hvippinn og hvappinn og fúnandi skip á fjörum. Hinn 13.9.1984 er sótt um leyfi til Náttúruverndarráðs og Nátt- úruverndarnefndar N-ísafjarðar- sýslu fyrir fiskeldisstöð í Reykja- nesi við ísafjarðardjúp. Jákvætt svar barst frá Náttúruverndar- nefnd sýslunnar hinn 18. 9. eða eftir 5 daga. Hinn 4. desember berst loks svar Náttúruverndar- ráðs dagsett 27. nóv. eða eftir 75 daga þar sem óskað er frekari upplýsinga og tilkynnt að sendur verði fulltrúi til þess að kanna aðstæður og afla upplýsinga. Ekkert kemur fram í 75 daga bréfinu, sem skýrir hinn langa meðgöngutíma svarsins, né heldur hversvegna við megum ekki taka mark á jákvæðum svörum frá Náttúruverndar- nefndum sýslunnar, sem við höfum álitið að væru stað- bundnir umboðsmenn hins háa Cansellíis í Reykjavík. Svar okkar til Náttúruverndar- ráðs, þar sem gefnar eru upplýs- ingar um það sem um er beðið, er dagsett 5. des. 1984 og þar í er eftirfarandi um það atriði, sem mest áhersla er ráð lögð á. Varðandi frárennslisatriðið, er það að segja, að ef ykkar álit verður á þann veg að þessi starfsemi valdi meiri mengun í Hveravík en þau frárennsli sem þar eru fyrir og hafa verið þar um langa tíð án ykkar afskipta, þá er hægur vandinn að leggja frá- rennslið út fyrir hverasvæðið svo langt, sem þurfa þykir. Ekkert svar hefur ennþá borist við þessu erindi. Hér getur varla heitið að hafi komið föl á vegi allan þann tíma, sem liðinn ersíðan 13. sept. og til þessa dags og við höfum staðið hér og mænt vonaraugum suður heiðar og vænst fulltrúans og blessunar Cansellísins. Kannski kemur svo heiðbjartur sumardagur næsta sumar að af ferðinni geti orðið og sjálfsagt hefur okkur verið ætlað að bíða þangað til. Það er einmitt þetta atriði sem mig langar til að gera að um- ræðuefni, hvort ekki sé einhver ákveðin venja, þó ekki séu lög, um hvað lengi opinberar nefndir og ráð geti látið hjá líða að svara bréfum og erindum manna, sem til þeirra eru skyldaðir að leita. Ekki síst þegar afgreiðsla þeirra gengur þvert á jákvæða af- greiðslu viökomandi umboðsað- ila á staðnum. í þessu tilfelli Náttúruverndarnefnd N-ísafjarð- arsýslu. Hinn almenni borgari virðist standa algjörlega varnarlaus fyr- ir því hvort erindi hans fáist af- greidd innan eðlilegs tíma eða ekki. Ef oddviti einhverrar nefndar eða ráðs er andvígur því erindi, sem um er sótt, getur hann legið á málinu og tafið framgang þess að eigin geðþótta án þess að viðkomandi fái rönd við reist. Hann getur líka, ef honum sýnist svo afgreitt málið strax og jafnvel farið með fundinn heim til umsækjanda og afgreitt málið við eldhúsborðið. Slíks eru dæmi. Um fiskeldistilraunina í Reykjanesi er það að segja, að vegna þess hvað tímafrekt reyndist að fá svör frá þeim op- inberu nefndum, sem til þurfti að leita, tafðist verkið svo að við misstum af haustfiskinum og fá- um ekki seiði fyrr en á þessu ári, sem þýðir það að tilrauninni seinkar um eitt ár og þeir fjár- munir, sem í henni eru bundnir verða arðlausir ári lengur en þörf var á og má það þó vera nokkurt gleðiefni þeim sem helst hafa sett sig á móti henni. En nú hefur sólin risið hér upp fyrir fjallatindana og við inn- fæddir ísfirðingar og aðrir að- fluttir, höfum drukkið sólarkaffið. Uppúr því gerast vindar suð- lægir og sólin hækkar og von- gleðin vex, og kannski ber blær- inn að sunnan með sér lítið blað frá einhverju stóru Cansellíi í Reykjavík, þar sem segir að vió sem erum borin hér og barn- fædd, megum líka lifa hér, ef við dönsum eftir þeirra pípu en séum ekki með neinn uppsteyt. Hver veit? ísafirði 27. janúar 1985 Pétur Bjarnason Silfurgötu 2 ísafirði FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: 2 herb. íbúðir: Túngata 3, 65 ferm. íbúð í kjallara í sambýlishúsi, nýupp- gerð 3 herb. íbúðir: Stórholt 13, 85 ferm. á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Sólgata 8, 2 — 3 herb. íbúð á 1. hæð í þríbýlishúsi. Heimabær 5, 80 ferm. íbúð á e.h. í sambýlishúsi. Mjallargata 6, rúmlega 100 ferm. snyrtileg íbúð á n.h. í þrí- býlishúsi ásamt geymslu og lóð. 4 — 5 herb. íbúðir: Hjallavegur 8, 135 ferm. íbúð á neðri hæð. Pólgata 5, 110 ferm. 5 herb. íbúð á n.h. í þríbýlishúsi, ásamt bílskúr. Pólgata 5, 105 ferm. 5 herb. íbúð á e.h. í þríbýlishúsi. Stórholt 9, 4 — 5 herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Lítur mjög vel út. 5 — 6 herb. íbúðir: Fjarðarstræti 27, ca. 95 ferm. íbúð í tvíbýlishúsi, með stórum garði á góðum stað. Einbýlishús/raðhús: Seljalandsvegur 28, 160 ferm. einbýlishús á tveim hæðum. Er á góðum stað, fal- legt útsýni. Fagraholt 11, nýtt fullbúið steinhús ásamt góðum garði. Urðarvegur steinsteypt, nýtt einbýlishús ásamt bílskúr og garði. Árgerði 140 ferm. einbýlishús, byggt 1971, steinsteypt. Heimabær 3, 5 herb. einbýlis- hús, á tveimur hæðum, auk riss og kjallara. Nýklætt. BOLUNGARVÍK: Holtabrún 16, 100 ferm. 3. herb. íbúð í fjölbýlishúsi. Holtabrún 7, 2x31 ferm. nýtt einbýlishús. Hagstæð greið- slukjör. Holtabrún 2, 2x83 ferm. nýtt einbýlishús úr timbri. Móholt 4, 108 ferm. raðhús á einni hæð. Traðarland 8, 150 ferm. nýtt einbýlishús, ásamt bílskúr. Traðarstígur 5, 70 ferm. ein- býlishús með kjallara og stórri lóð. Vitastígur 8,108 ferm. einbýl- ishús vikurhlaðið. Vitastígur 21, 3 herb. íbúð á n. hæð í tvíbýlishúsi. Völusteinsstræti 13, 105 ferm. 5 herb. einbýlishús, byggt 1962. Þjóðólfsvegur 16, 54 ferm. 2 herb. íbúð í sambýlishúsi. Vitastígur 25, 3 herb. íbúð, aukgeymslu, áe.h. í nýju húsi. Tiyggvi Guðmundsson Hrannargötu 2, ísafirði sími 3940 Góð auglýsing gefur góðan arð Auglýsinga- síminn er 4011 vesttirska FRETTABLADID

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.