Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 8
adidas - HUFUR VERÐ FRÁ KR. 125,00 adidas ^ ====- EYRNASKJOL VERÐ KR. 240,00 ít SFORTHLAÐAN hf SILFURTORGI 1 400 ÍSAFIRÐI — ~ SÍMI4123 Stjórn Hlífar: vestfirska r 'RÉTTABLASZS f ERNIR P Símar 3698 og 3898 I ISAFIROI BÍLALEIGA Hyggst stofna bygg i ngarsam vi n n ufélag með þátttöku aldraðra Á næstunni mun starfshópur á vegum bæjarstjórnar og stjórnar Hlífar, íbúða aldraðra á ísafirði gangast fyrir kynningu á fyrir- hugaðri byggingu húss sem öldruðum verður gefinn kostur á að kaupa íbúðir í og verður það staðsett á lóð við hlið íbúða aldraðra. Ætlunin er að stofna bygg- ingarsamvinnufélag þar sem félagar yrðu væntanlegir kaup- endur og bæjarsjóður sem þjónustuaðili. Stjórn Hlífar hefur frá hausti 1984 unnið að því að undirbúa þá hugmynd að byggja sölu- eða eignaríbúðir fyrir aldraða. Nú er málið komið á það stig að frumteikn- ingar af húsinu eru að verða tilbúnar frá hendi arkitekts sem er Ingimundur Sveinsson. í húsinu verða líklega 36 — 42 íbúðir og verður stærð þeirra breytileg eða á bilinu 45 — 70 ferm. Fljótlega verður auglýstur kynningarfundur og undirbún- ingsstofnfundur væntanlegs húsnæðissamvinnufélags og er ætlast til að þangað komi allir þeir sem áður hafa lýst áhuga sínum á málinu, svo og þeir sem kynnu að fá áhuga á þessu máli. Þá verður þetta kynnt þannig að fólk geti á skömmum tíma á- kveðið hvort það vill ges-ast fé- lagar í þessu byggingarsam- vinnufélagi. Þetta hús er ætlað þeim sem orðnir eru 60 ára eða eldri og telja stjórnarmenn Hlífar að þessar íbúðir verði það hag- kvæmar að fólk geti komist úr óhentugu húsnæði og farið þarna inn án þess að taka á sig mjög stórar fjárhagslegar skuldbindingar. Hugsanlegt er að sveitarfé- lögum við Djúp verði gefinn kostur á íbúðum í húsinu og liggur tillaga þar að lútandi fyrir fundi bæjarstjórnar í kvöld. Allir þeir sem áhuga hafa á að fá að vita eitthvað meira um þetta mál eða gerast félagar er bent á að fylgjast vel með aug- lýsingum urn væntanlegan kynningarfund, sem verður eins og áður segir, haldinn fljótlega. Atli Einarsson til Lokeren — er byrjaður að leika með b-liðinu M. I. kaupir kennslutölvur Menntaskólinn á ísafirði hef- ur tekið í notkun 7 tölvur af gerðinni Apple Ile ásamt disk- ettustöðvum og prentara. Auk þess fylgir hverri tölvu teikni- forrit og fleiri forrit hafa verið keypt. 2. bekkur í verslunardeild lærir nú tölvuforritun en auk þess er þetta valfag og eru 8 piltar að læra þetta í vali á þessari önn. Þeir eru að læra að meðhöndla svokölluð vinnslu- forrit (Apple works) fyrir bók- hald, ritvinnslu og gagna- vinnslu (data base). Áhugi nemendanna er mikill enda bjóða þessi tæki upp á ó- hemjumikla möguleika fyrir þá sem með þau kunna að fara. Atli Einarsson knattspyrnu- maður hefur frá áramótum æft og leikið með b-liði Belgíska knattspyrnuliðsins Lokeren. Fyrir jól var sagt frá því í Vestfirska fréttablaðinu að Atli væri farinn til St. Niklaas í Belgíu, en hann stoppaði nú stutt við þar og var skýringin á því sú, að sögn Einars Vals Kristjánssonar föður Atla, að þegar til átti að taka voru for- ustumenn félagsins ekki reiðu- búnir að standa við það sem þeir höfðu boðið varðandi launagreiðslur og þ.h. Þegar svo var komið bauðst Lokeren til að taka við Atla með svipuðum kjörum og til hafði staðið að Hvað varð um Kvöldskólann? Björn Teitsson skólameistari Menntaskólans á ísafirði hefur sent bæjarstjórn ísafjarðar bréf þar sem hann vekur á því athygli að ekki hefur verið starfræktur Kvöldskólinn á ísafirði, nú í vetur. Björn hvetur bæjarstjórn til að endurvekja skólann og býð- ur Kvöldskólanum ókeypis af- not af tölvum þeim er Mennta- skólinn hefur nýlega fengið til kennslu í tölvufræðum. Vf spurði Harald L. Haralds- son bæjarstjóra að því af hverju Kvöldskólinn hefði ekki verið rekinn nú í vetur. Hann sagði skýringuna einfaldlega þá að ekki hefði tekist að ráða skóla- stjóra á þessum vetri. Hann sagði að sér litist vel á þetta boð Menntaskólans en gerði ekki ráð fyrir að kennsla yrði á veg- um kvöldskólans í vetur. Hins vegar mætti reikna með að skólinn yrði starfræktur næsta vetur, líkt og undanfaran vetur og þá kæmi það sterklega til greina að taka upp kennslu í tölvufræðum. © PÓLLINN HF Isafirói Sími3792 Raímagnshandverkíæri f rBOSCH Á 1 r SKIL Á á l ^HITACHI Á I V MAKITA Á Við bjóðum aðeins topp merki í verkfærum • Borvélar • Slípirokkar Iðnaðarborvélar m/hleðsluraihlöðum í úrvali • Stingsagir • Hjólsagir • Pússikubbar • Fræsarar hann fengi hjá St. Niklaas. Ekki tókst að fá neinar nákvæmar upplýsingar um það hver kjör þau eru en eftir því sem Vf kemst næst er honum séð fyrir húsnæði og fæði, auk einhverra launagreiðslna. Þessi samning- ur gildir til vors og óráðið hvort hann verður áfram hjá þessu félagi en það hefur lýst áhuga sínum á því að svo verði. Framhaldið hlýtur þó að ráðast eftir því hvernig Atla gengur í vetur, byrjunin lofar góðu, en hann hóf nýlega að æfa með A- liði félagsins. Eins og sagt er I frétt annars staðar í blaðinu er ekki útlit fyrir að rækjuveiðar í (safjarðardjúpi geti hafist í bráð. Forráðamenn rækjuverksmiðja á ísafirði hafa haft allar klær úti við að útvega hráefni til vinnslu þannig að ekki þurfi að stöðva starfsem- ina. Óvíst er þó að takist að afla öllum verksmiðjunum nægi- lega mikils hráefnis til lengri tíma. Kaupfélag Dýrfirðinga hefur hafið vinnslu á skelfiski á Þing- eyri og er fiskurinn veiddur í Dýrafirðinum. Sigurvon frá Suðureyri er farin í endurbyggingu suður í Reykjavík. Ætlunin er að smíða nýja brú og efra þilfar og skipta um Ijósavélar og raflagnir. BESSI kom inn á þriðjudaginn með 60 — 70 tonn, mest þorsk. GUÐBJARTUR eráveiðum. PÁLL PÁLSSON landaði 35 tonnum á þriðjudaginn, mest þorski. GUÐBJÖRG er á veiðum. jULlUS GEIRMUNDSSON er að veiða í siglingu og selur í Þýskalandi þann 18. febrúar. HEIÐRÚN kom úr slipp á laug- ardaginn og er á veiðum. DAGRUN eráveiðum. SÓLRÚN eríslipp. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR landaði 28 tonnum á þriðju- daginn. GYLLIR er að fiska í siglingu. Selur sennilega í Cuxhaven þann 20. febrúar. SLÉTTANES landaði 42 tonn- um í gær, mest þorski. FRAMNES I. landaði 94 tonn- um á þriðjudaginn af blönduð- um afla. SÖLVI BJARNASON er á veið- um en væntanlegur inn á morgun. TÁLKNFIRÐINGUR landaði á fimmtudaginn tæpum 62 tonn- um. Þar af var meirihlutinn karfi. Kom aftur inn í gær með eitthvað um 100 tonn. SIGUREY eráveiðum. HAFÞÓR er á rækjuveiðum. ÐILALEIGA Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.