Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 2
2 VBstfirska TTAELADID FRETTABLASID Vestfirska fréttablaöið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka aö Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13: til 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Árni Sigurðsson. Blaðamaöur Yngvi Kjartansson Stórholti 17. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Ritstjórnarg rei n Innflutnings- frjálshyggja Kjartan Ólafsson ritaði athyglis- verða grein í blaðið Vestfirðing nú á dögunum og birti þar upplýsingar frá Seðlabanka íslands, sem sýna fram á hroðalega villu í fjármálastjórn, þar sem gífurlegar upphæðir eru með stjórnvaldaaðgerðum færðar frá frumgreinum atvinnulífsins yfir til verslunar og þjónustu. Þær tölulegu upplýsingar, sem Kjartan birtir, þær sanna og undir- strika það sem Vestfiska fréttablað- ið hefur lengi haldið fram og telur vera höfuðorsök þeirrar slagsíðu sem myndast hefur í efnahagslífi ís- lendinga. Hinsvegar veður Kjartan í villu og svima, þegar hann telur að frjáls- hyggju sé um að kenna. Þá stefnu, sem nú er fylgt í efnahagsstjórn mætti e.t.v. kalla innflutningsfrjáls- hyggju. Frelsið í peningamálum er nefnilega aðeins fyrir þá sem eyða gjaldeyri, en ekki fyrir þá sem afla hans. Þar liggur meinsemdin og þar á verður að skera! Seigur er Davíð! Það var sannarlega sigurvegari, sem stóð upp úr stól Davíðs Odds- sonar eftir spurningaþátt Ingva Hrafns á miðvikudagskvöldið. Davíð sat fyrir svörum um borgarmálefni, en spyrjendur voru átta fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Þeir komu til leiks ráðnir í því að klekkja á borgarstjór- anum. Það fór þó á annan veg. Davíð svaraði því sem til hans var beint af þekkingu, öryggi og festu, en sumir spyrjendur opinberuðu vanþekkingu sína og ofstæki fyrir áheyrendum. Sólrisa Sólrisuhátíðin sem nú stendur yfir á ísafirði er fastur liður í starfi Menntaskólans. Það eru nemendur sem undirbúa og sjá um þennan ár- lega menningarviðburð og ár eftir ár hafa þeir fengið hina ágætustu lista- menn innan bæjar og utan til þess að koma fram á hátíðinni. Nokkuð örlar á þeim misskilningi að sólrisuhátíð sé einungis fyrir skólanemendur eða æskufólk. Því fer fjarri. Það er skólafólkið, sem tekur að sér að bjóða okkur til lista- hátíðar og tekur þá fjárhagslegu áhættu, sem því fylgir. Við ættum að þakka því og listafólkinu á þann hátt sem öllum er til ánægju og sóma, það er með því að mæta til leiks og njóta þess sem fram er borið. Lesendadálkur Sameinaður grunnskóli — Hvers vegna? — Til hvers? Skólamál eru mikið rædd þessa dagana. Mest ber reyndar á umræðu um kjaramál kennara. En fleiri mál eru einnig rædd. Mál sem snerta skóla og fræðslu í ýmsum myndum. Einn mála- flokkur er ef til vill meira ræddur í ráðum og nefndum hins opin- bera en manna á meðal, en það eru skipulagsmál skóla og skólabyggingar. Þegar skipulagsmál skóla eru rædd þarf oft að sætta ólík sjón- armið. Tvö sjónarmið eru þó jafnan sem mest hlýtur að bera á. í fyrsta lagi mannlegi þátturinn. Þ.e. að þannig sé búið að öllum sem við skólann starfa að hverj- um og einum líði sem best og hver einstaklingur geti unað við viðfangsefni sem best er við hæfi hverju sinni. Þetta á að sjálf- sögðu fyrst og fremst við nem- endurna en ætti einnig að taka til kennara og annarra starfsmanna skólans eftir því sem við á. Hitt sjónarmiðið er hag- kvæmnissjónarmiðið. Að það fé sem til skólamála er veitt á hverj- um tíma nýtist sem best. Skipulagsmál grunnskóla á Isafirði eru í deiglunni þessa dagana og fleira að gerast þar en bæjarbúar almennt hafa haft að- stöðu til að fylgjast með, en ættu þó að láta sig varða um og taka afstöðu til, að minnsta kosti þeir sem eiga börn á grunnskólaaldri. Undanfarna mánuði hefur starfað hér í bæ nefnd, sem var falið það verk að semja tillögur um framtíðarskipulag skóla á ísafirði. Nefnd þessi er í þann veginn að Ijúka störfum. Boðaði hún til fundar með grunnskóla- kennurum og formönnum for- eldrafélaga fimmtudaginn 7. mars. Á fundi þessum voru kynntar þær tillögur um framtíð- arskipulag grunnskóla á ísafirði sem nefndin hyggst leggja fyrir bæjaryfirvöld og síðar verða sendar menntamálaráðuneyti til umfjöllunar. Efni þessara tillagna er mjög samhljóða tillögum sem skóla- nefnd grunnskóla á ísafirði samdi í fyrra og sendi ýmsum aðilum til að leita eftir umsögn þeirra um tillögurnar. Þær tillög- ur voru svo aftur mjög líkar hug- myndum sem Björgvin Sighvats- son, fyrrverandi skólastjóri reif- aði í grein í Vestfirska fréttablað- inu fyrir tæpum þrem árum, eða um líkt leyti og hann lét af störf- um. Tillögur nefndarinnar eru í stuttu máli þær að á Isafirði skuli allt grunnskólanám fara fram í einni stofnun, Grunnskóla ísa- fjarðar. Núverandi barnaskóli í Hnífsdal verði útibú frá Grunn- skóla Isafjarðar og kennsla yngstu árganga grunnskóla- barna sem búsett eru í Hnífsdal fari þar fram. Öðrum grunn- skólanemendum í Hnífsdal verði ekið inn á eyri. Ef hagkvæmnissjónarmið er látið sitja í fyrirrúmi en mannlega þættinum stjakað ögn til hliðar eru vissulega til rök fyrir því að sameina grunnskólana 3 undir einn hatt. Mér finnast þó léttvæg rök þegar talað er um betri nýt- ingu á tækjum og húsnæði sem þegar er að fullu nýtt. Eitt var þó í rökum nefndar- innar sem mér finnst ástæða til að staldra við, en það er, að í heildstæðum grunnskóla sé auðveldara að fylgjast með þroska og framförum hvers ein- staks nemanda frá forskóla til loka grunnskóla. Þetta er vissu- lega mjög sterk röksemd. En þetta vekur upp spurningu: Er á- stæðan fyrir því að þessi rök koma fram sú, að veruleg brota- löm hafi verið á yfirferð um námsefni eða öðrum þáttum í ferli nemenda um svið grunn- skólanna? Ég þekki það ekki og tel að því ætti ekki að vera til að dreifa. Kennarar gagnfræða- skólans hafa oft leitað til okkar í barnaskólanum til að frétta hvað við höfum sýnt þeim börnum sem þeir eru að taka við. Hver skyldi þá verða ávinning- urinn? Ef ætlunin er að segja upp störfum þrem skólastjórum og einum yfirkennara og ráöa í staðinn einn skólastjóra og einn yfirkennara og ekkert annað verður gert og kalla þær aðgerðir sameiningu þá á ég mjög erfitt með að koma auga á ávinning af því. Og ég vil taka það strax fram að ég hvorki get hugsað mér né hef hugsað mér að starfa við sameinaðan grunnskóla á fsa- firði sem þannig yrði til kominn. Skólastarfið yrði að mestu ó- breytt frá því sem nú er, eina breytingin væri sú, að yfirmenn- irnir, sem þurfa að standa í þvíað kljást við hið opinbera, yrðu færri og næðu þar af leiðandi síður árangri í baráttu sinni. Nú kynni einhver að spyrja hvort sameinaður grunnskóli kæmi alls ekki til greina. Jú, það mætti hugsa málið. Hugsum okkur að grunnskóla- nemendum á ísafirði fækkaði úr tæpum 700, sem nú eru, í um 500 um næstu aldamót. Hugsum okkur líka að gamla barnaskóla- húsið verði fjarlægt og á þeim stað verði byggt hús sem rúmaði alla þá árganga sem nú eru kall- aðir barnaskólanemendur í öll- um bóklegum greinum, auk full- kominnar vinnuaðstöðu fyrir kennara. Þá væri hægt að flytja 7. — 9. bekk [ ,,nýja barnaskólann" og það hús sem nú er kallað gagnfræðaskóli yrði notað undir verkmenntakennslu og þar gæti líka verið félagslegt afdrep fyrir nemendur skólans. Þá myndi núverandi stjórnunar- álma vera í miðju þess svæðis sem aðalstarf skólans færi fram og innangengt til beggja átta. Að þessu fengnu finnst mér vel koma til álita að slíkur skóli yrði undir einni stjórn. En ég verð ef- laust löngu hættur að kenna þegar eitthvað þessu líkt verður komið til framkvæmda. Svo væri líka hægt að hugsa sér aðra þróun. Hugsum okkur að sá draumur okkar „gömlu fsfirðinganna" rættist að bærinn taki allt í einu fjörkipp og stækk- aði svo um munaði. Þá myndu ekki allir grunnskólanemendur á l’safirði komast fyrir í skóla á eyr- inni, hvorki í nýjum eða gömlum byggingum. Þá yrði ekki hjá því komist, að setja á stofn annan grunnskóla, annarsstaðar í bænum. Um þetta mætti margt fleira segja. En það skiptir ekki mestu Þessi grein mín er skrifuð í tilefni af grein er Vestfirska fréttablaðið birti 21. febr. 85 eftir Einar Hreins- son. Þar segir Einar að iðnfræðslu- mál á Vestfjörðum séu illa stödd. Ég tek undir það með honum, vegna þess að ég hef bæði séð og heyrt um aðstöðumuninn á Iðn- skóla ísafjarðar og öðrum skólum. Ég ætla ekki að far að rekja muninn hér. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér muninn á Iðnskólan- um og öðrum skólum þurfa ekki annað en skoða Iðnskólann og bera saman við aðra skóla. Einar segir einnig að frumorsökin sé áhuga- leysi bæjarfulltrúa, en þá hlýtur að vanta meiri þrýsting á þá og sá þrýstingur á að koma frá bæjarbú- um og þó sérstaklega frá iðnaðar- mönnum og iðnnemum, en þar er áhugaleysið svo mikið að furðulegt þykir. Fyrir skömmu á fundi nemenda Iðnskólans var ástand skólans rætt og kom þar ein tillaga frá einni af þremur aðaldeildum skólans um að best væri að leggja hann niður. Vegna hvers? Spurðu margir. máli hvað sagt er, heldur hvað gert er. í þessu máli er brýnast að hafa það í huga að það sé gert og það eitt sem verður til mests hagræðis fyrir nemendurna, börnin, því þeirra vegna er skól- inn til. Ég enda þennan pistil með vísukorni sem varð til hér á kennarastofunni í fyrra þewgar þessi mál voru rædd þar: Börnin verða býsna þreytt og boðum treg að gegna ef þeim virðist breyttu breytt breytinganna vegna. Gústaf Óskarsson Svarið var einfalt hjá þeim. Þeir telja að um fleiri atvinnu- möguleika væri að velja fyrir þá ef skólinn væri lagður niður. Ég ætla að vona að þeim hafi ekki verið alvara er þeir sögðu þetta, en ef svo hefur verið, þá gleyma þeir sér vegna þess að þeir sögðu um leið að þeir ætluðu flestallir að fara suður í haust og klára þar sitt nám, en þangað eða eitthvað annað gætu þeir sem eru að byrja nám einnig farið. Er það kannski vilji Vestfirðinga að við verðum öll flutt á Reykja- víkursvæðið, en það eru ailtaf fleiri að taka undir þá skoðun að það eigi að flytja okkur þangað. En ef það er ekki vilji okkar Vestfirðinga, þá bið ég ykkur, og þó sérstaklega iðnaðarmenn og iðnnema að vakna af dvala og berjast fyrir bættum Iðnskóla á Vestfjörðum, því að iðnaður er ein af undirstöðum undir byggð hér á Vestfjörðum. Stöndum saman. Snorri Sigurhjartarson, Formaður Iðnnemafélags Isafjarðar og nágrennis Meira um iðnfræðslu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.