Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 14.03.1985, Blaðsíða 8
Maraþonknattspyrna i 231/2 tíma 10 knattspyrnumenn úr vænt- anlegu annarrar deildar liði ÍBÍ spiluðu knattspyrnu í 23.5 klukkustundir um helgina. Til- gangur þess var að safna pen- ingum til æfingaferðar til Belg- íu, sem þeir áforma að fara í í vor. Hópnum var skipt i tvö lið og léku 3 í hvoru liði í einu. Loka- tölur leiksins urðu þær að A- liðið sigraði B-liðið með 411 mörkum gegn 278. Á myndinni má sjá tvo leikmannanna hvíla sig en þeir skiptust á þannig að hver maður lék í 45 mínútur í senn og hvíldi sig svo í 30 mín. Keflavíkur- stöðin — áætlanir og framkvæmdir Öryggismálanefnd hefur gefið út ritgerð sem ber heit- ið „Keflavikurstöðin: Áætl- anir og framkvæmdir“ og er höfundur hennar Gunnar Gunnarsson. Ritgerðin fjall- ar um áætlanir og fram- kvæmdir er varða Keflavík- urstöðina sem verið hafa til umræðu hérlendis upp á síðkastið og undanfarin ár. Hér er átt við olíugeyma og olíuhöfn í Helguvík, styrkt flugskýli, nýjar gerðir orr- ustuflugvéla og fjölgun þeirra, endurnýjun ratsjár- stöðva sem fyrir eru og upp- sétningu nýrra á Vestfjörð- um og Norðausturlandi. í ritgerðinni eru settar fram ýmsar upplýsingar um þess- ar áætlanir og framkvæmdir en meginefni hennar er hinn hernaðarlegi bakgrunnur sem leitast er við að varpa ljósi á. Ritgerðin er i fjölriti og er 39 bls. að stærð. Hún er til sölu í helstu bókaverslunum en má einnig fá gegn póst- kröfu frá skrifstofu Öryggis- málanefndar, Laugavegi 170. vei stfin sk< 1 1 P ÉT TAB LA Flateyri: Maður skotinn í lærið — Rannsókn stendur enn Tveir af leikmönnum hvíla sig í stuttu hléi. Svo sem kunnugt er orðið af fréttum útvarps og dagblaða varð maður fyrir skoti á Flateyri síðastliðinn fimmtudag. Um klukkan 10 um morgun- inn var óskað eftir sjúkrabíl að Loksins var kominn nægur snjór: Úrslit í Vestfjarðamóti í stórsvigi Hörður og Ármann gengust fyrir Vestfjarðamóti í stórsvigi á Seljalandsdal á laugardaginn var. Það hafði snjóað nægilega mikið til að hægt yrði að halda mótið og gekk það ágætlega eftir að það hófst, en þar sem veður var slæmt um morguninn voru menn á báðum áttum um það hvort hægt yrði að halda mótið. ÚRSLIT: 13— 14ÁRA STÚLKUR 1. Ólöf Björnsdóttir 2. Ásta Halldórsdóttir, S 3. Margrét Rúnarsdóttir, S 4. Ágústa Jónsdóttir, Á 5. Þórunn Pálsdóttir, V 13— 14ÁRA DRENGIR 1. Ólafur Sigurðsson, Á 128.61 129.05 130.47 130.68 132.87 2. Jón Ólafur Ámason, Á 118.81 3. Kristján Flosason.Á 122.80 4. Rafn Pálsson, V 123.91 5. Einar Gunnlaugsson, H 124.00 6. Axel Jóhannsson, Á 128.74 7. Amór Gunnarsson Á 132.10 15— 16ÁRA STÚLKUR 1. Freygerður Ólafsdóttir, H 125.85 2. Jenný Jensdóttir, H 126.73 3. Guðbjörg Ingvarsdóttir, Á 127.40 4. Sigrún Sigurðardóttir, Á 128.19 5. Linda Björk Steinþórsdóttir, V hætti 15— 16 ÁRA DRENGIR 1. Kristinn Grétarsson, Á 118.37 2. Bjami Pétursson, Á 119.74 3. Ólafur Gestsson, V 121.60 KONUR 17 ÁRA OG ELDRI 1. Kristín Úlfsdóttir, H 128.89 2. Sigríður Gunnlaugsdóttir V 132.16 2. Guðjón Ólafsson, H 115.83 3. Hafsteinn Sigurðsson, S 117.56 4. Rúnar Jónatansson, H 118.27 5. Halldór Antonsson H 119.12 6. Þorlákur Baxter, S 126.37 7. Amar Ámason, Á hætti 8. Ásgeir Bjarnason, V úr leik húsi á Flateyri þar sem maður hafði fengið skot úr riffli í lærið. Lögreglan fór einnig á staðinn og flutti húsráðanda til ísa- fjarðar í gæslu. Mennirnir munu hafs setið tveir einir að drykkju og kom upp einhver misklíð sem leiddi til þess að byssa var tekin fram og hlaðin. Óljóst er með hvaða hætti þaðbar að, að skotið hljóp úr byssunni og í læri mannsins. Kúlan hljóp í gegnum lærið og rauf þar m.a. slagæð og varð þetta því allmikið sár. Sá sem varð fyrir skotinu liggur enn á Sjúkrahúsinu á ísafirði, hinn er í gæsluvarðhaldi. Rannsókn málsins stendur enn yfir og er hún í höndum rannsóknarlög- reglunnar á ísafirði. Lögreglan á ísafirði: Viðburðalítil helgi KARLAR 17 ÁRA OG ELDRI 114.80 1. Guðmundur Jóhannsson, H 113.17 Sérkennsla við grunnskóla Isafjarðar Að sögn Braga Beinteinsson- ar yfirlögregluþjóns var síðasta helgi ósköp viðburðalítil hjá lögreglunni á ísafirði. Á fimmtudag í síðustu viku varð vinnuslys um borð í Reykjafossi þar sem verið var að vinna í honum við Isafjarð- arhöfn. Einn skipverja klemmdist á milli gáma en mun ekki hafa meiðst alvarlega. Á sunnudaginn var tilkynnt um innbrot í Barnaskólann á Þingeyri og aðfararnótt mánu- dags var brotin rúða í húsi Pósts og síma í Súðavík. Þar var ný- lega búið að setja upp þjófa- varnakerfi og fór það í gang á lögreglustöðinni um leið og rúðan brotnaði. Lögreglan fór þegar í stað inneftir og náði þar þremur drukknum mönnum sem munu hafa verið valdir að rúðubrotinu. Ákveðið hefur verið að stofna sérdeild við grunnskóla ísa- fjarðar, sem er ætlað að þjóna öllu fræðsluumdæmi Vestfjarða. Að sögn Péturs Bjarnasonar hefur lengi verið þörf fyrir þessa deild og þegar Bræðratunga kom til sögunnar síðastliðið sumar varð ekki lengur undan því vikist að stofna þessa deild og hefur hún reyndar verið starfrækt í vetur, án fjárveiting- ar og án sérmenntaðra kennara, en Pétur sagði það mjög brýnt að fá a.m.k. 2—3 sérmenntaða kennara að deildinni. Reynir Adólfsson tekurviðnýjustarfi Ekkert hefur gengið saman í kjaradeilu Sjómannafélags ísa- fjarðar og útvegsmanna á Vestfjörðum. Sjómenn hafa boðað verkfall frá og með 21. mars á togurum og úthafs- rækjuveiðiskipum og frá mán- aðamótum á öðrum fiskiskipum yfir 30 brúttólestum. Útvegs- menn hafa vísað deilunni til sáttasemjara. Afli hefur eitthvað minnkað á línubátum frá því sem verið hefur fyrr í vetur og hefur steinbítur verið að taka við af þorskinum í línuafla nú á síðustu dögum. Það kvað vera eðlilegt á þessum árstíma. Engin loðna hefur enn komið í bræðslu hér fyrir vestan, en vart hefur orðið við loðnu á miðum út af Látrabjargi þannig að þeir eru farnir að vonast eftir að fá loönu til bræðslu í Bol- ungarvík og sjálfsagt einnig á Patreksfirði. BESSI landaði 92 tonnum, mest þorski, á laugardaginn. GUÐBJARTUR eríslipp. PALL PÁLSSON er í hafrann- sóknarleiðangri. JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landaði rúmum 85 tonnum, mest þorski, á laugardaginn. GUÐBJÖRG seldi 246 tonn í Bremerhaven á mánudag og þriðjudag. Megnið af aflanum var karfi og fengust 30.65 krónur að meðaltali fyrir hvert kg- HEIÐRÚN landaði 95 tonnum af þorski á laugardaginn. DAGRÚN landaði 75 tonnum af þorski síðastliðinn fimmtudag og var megnið af því þorskur. SÓLRÚN er á rækjuveiðum. ELÍN ÞORBJARNADÓTTIR er biluð í höfn á Suðureyri og ekki útlit fyrir að hún komist á veiðar fyrr en eftir helgi. GYLLIR erá veiðum. FRAMNES I landaði 88 tonnum af þorski á mánudaginn. SLÉTTANES landaði 72 tonn- um af þorski á þriðjudaginn. TÁLKNFIRÐINGUR landaði á mánudaginn, 110 tonnum af þorski. SIGUREY kom inn á mánudag með 110 tonn af þorski. HAFÞÓR er á rækjuveiðum. Reynir Adólfsson fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Vestfjarða hf hefur sagt upp starfi sínu og er á leið úr bænum í byrjun sumars. Hann mun taka við starfi á vegum Norðurldaráðs við sér- stakt verkefni sem er að koma á auknum samgöngum á „norð- vestursvæðinu“, þ.e. á milli Grænlands, Færeyja og íslands. Reynir mun þá einnig víkja úr sæti sínu í Bæjarstjórn en þar situr hann sem fulltrúi Óháðra. Ekki hefur verið ákveðið hver tekur við sæti hans þar, en sá sem það gerir verður formaður bæjarráðs út kjörtímabilið. Reynir Adólfsson. BILALEIGA Nesvi Greni li 5 - Súðavík S 94 - 4972 - 4932 svegi 77 - Reykjavík S 91-37688 Sendum bílinn Opið allan soiarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.