Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.03.1985, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 21.03.1985, Page 1
11. tbl. 11. árg. vestfirska 21. mars 1985 FRETTABLASIS TIL REYKJAVIKUR TIL AKUREYRAR FLUGLEIÐIR Nýjar vörur vikulega VERSLIÐ HEIMA — AUKIN ÞJONUSTA Verslunín CpLö ísafiröi sími 3103 Verður Isafjarðarflugvöllur fluttur út á Arnarnes? —Sighvatur Björgvinsson spyr samgönguráðherra hvort hann sé tilbúinn til að láta kanna möguleika á byggingu flugvallar við Arnarnes. Nýlega lagði Sighvatur Björgvinsson, varaþingmaður Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, svofellda fyrirspurn fyrir sam- gönguráðherra: „Er samgöngu- ráðherra reiðubúinn til þess að láta fara fram frekari athugun á nýju flugvallarstæði fyrir fsa- fjörð við Arnarnes?“ Hugmynd þessi sem hér um ræðir mun í fyrstu hafa komið frá Kristjáni Jónassyni á ísafirði en í samtali við Vestfirska þann 3. febrúar 1983 segist hann hafa fengið hugmyndina er hann beið eftir flugfarþega á ísa- fjarðarflugvelli í blíðskapar- veðri en vélin gat ekki lent vegna óhagstæðrar vindáttar. Gerir hugmyndin ráð fyrir að flugvöllurinn verði hlaðinn upp í sjónum fyrir framan Arnar- nesið og verði þar tvær flug- brautir, önnur með stefnu NV — SA og hin með stefnu NA — SV (sjá mynd). Á þingi fylgdi Sighvatur þessari fyrirspum úr hlaði með nokkrum orðum þar sem m.a. kom fram að ísafjarðarflug- völlur er, ásamt Akureyrarflug- velli og Egilsstaðaflugvelli, einn þeirra þriggja flugvalla utan Suðvesturhornsins þar sem umferð er mest, ef mælt er í fjölda farþega og magni flutn- ings sem um völlinn fer. Frá því um miðjan septemberog fram á vor er ekki um aðrar sam- gönguleiðir að ræða en flugið, nema þá á sjó en farþegaflutn- ingar með skipum hafa lagst niður. Sighvatur sagði enn- fremur að komið hefði fram á- hugi hjá bæjarstjórn ísafjarðar á því að athuga nánar um flug- vallarstæði framan við Arnar- nes og því legði hann þessa fyr- irspurn frarn. I svari sínu sagði santgöngu- ráðherra m.a. að þegar ísa- fjarðarflugvöllur var hannaður árið 1958 hefðu staðhættir á Arnamesi verið kannaðir og þá hefðu þær niðurstöður fengist að ekki kæmi til greina að reisa flugvöll þar. Meðal ástæðna sem hann tiltók voru þessar: Ekki væri hægt að byggja nægilega langa flugbraut á þessum stað. hliðarhalli væri mikill og uppfyllingar því dýr- ar, staðurinn væri varhuga- verður vegna misvindis og hætta á að vindhnútar gætu komið út Arnardal og Skutuls- fjörð og vegalengdin frá flug- velli til Isafjarðar og Bolungar- víkur lengdist um 5 — 6 km og á þann hluta gætu snjóskriður fallið. Matthías kvaðst telja það verkefni brýnna í samgöngum á þessu svæði að bæta vegasam- göngur milli þéttbýlisstaðanna í * V-ísafjarðarsýslu með brú og fyllingu yfir Dýrafjörð og jafn- framt væri það framtíðarstefn- an að gera jarðgong í gegnum Kort Þetta sýnir hu8sanIe8a staösetningu flugvallar á Arnarnesi. Framhald á bls. 3 Guðbjartur í slipp Guðmundur og Daníel sköruðu framúr — Fáir keppendur á góðu Þorramóti Togarinn Guðbjartur ÍS 16 er í Slippstöðinnl á Akureyri þar sem unnið er að gagngerum endurbótum á skipinu. Verið er að skipta um skrúfu, setja stærri í stað þeirrar gömlu og setja gír í skipið í stað beins aflúttaks. Eftir þessar breyting- ar verður vélin alltaf keyrð á sama hraða, þeim mesta sem framleiðendur telja ráðlegan en hraða skipsins stýrt með gírn- um. Með þessu er talið að hægt sé að spara um 20 — 30% af oliu og fá um 30% meiri togkraft. Við gírinn verður svo tengdur rafall sem á að leysa Ijósavél- arnar af og framleiða allt það rafmagn sem skipið þarf á meðan það er á sjó. Ljósavél- arnar verða áfram um borð en aðeins til vara. Afgasketill verður settur við vélina og er meiningin að hann kyndi upp íbúðirnar í stað miðstöðvar. Síður skipsins verða hækkaðar og reyndar byggt að hluta yfir efra þilfar skipsins. Guðbjartur fór í slipp 18. febrúar og er gert ráð fyrir að endurbótum ljúki 27. apríl. betta er fyrsta verkefni Slipp- stöðvarinnar við svona gagn- gerar breytingar á togara en þessar breytingar eru mjög í líkingu við þær sem gerðar voru á Júlíusi Geirmundssyni í Nor- egi á síðasta ári. Hið árlega Þorramót var haldið á Seljalandsdal um síð- ustu helgi. Þorramótið er liður í Bikarkeppni SKÍ og komu keppendur víða að af landinu. Besta veður var og nægur snjór og fór mótið í alla staði vel fram. I Alpagreinum karla voru landsliðsmennirnir Guðmundur Jóhannsson og Daníel Hilmars- son í nokkrum sérflokki og skiptu þeir efstu sætunum á milli sín í báðum greinum. Næstur á eftir þeim kom svo Ólafur Harðarson frá Akureyri og fór hann reyndar nálægt tíma Dan- íels í stórsviginu. SVIG KARLA: 1. Daníel Hilmarsson, D 88.58 2. Guðmundur Jóhannsson, í 89.16 3. Ólafur Harðarson, A 93.98 4. Guðjón Ólafsson, I 94.28 5. Valdimar Valdimarsson, A 95.15 Aðrir keppendur féllu úr keppni. STÓRSVIG KARLA: 1. Guðmundur Jóhannsson, I 138.70 2. Daniel Hilmarsson. D 141.17 3. Óiafur Harðarson. A 141.23 Keppendur voru 11 og luku 9 keppni. I Alpagreinum kvenna voru Akureyrsku stúlkurnar í efstu sætum, eins og svo oft áður, á- samt Snædísi Úlriksdóttur frá Reykjavík sem sigraði í stór- sviginu. SVIG KVENNA: 1. Guðrún H. Kristjánsd., A 77.10 2. Tinna Traustadóttir, A 78.08 3. Freygerður Ólafsd., I 86.54 4. Jenný Jensdóttir, í 86.60 5. Sigrún Sigurðardóttir, I 99.27 Fleiri keppendur luku ekki keppni. STÓRSVIG KVENNA: 1. Snædís Úlriksdóttir, R 117.84 2. Guðrún H. Kristjánsdóttir, A 117.91 3. Tinna Traustadóttir, A 118.53 Keppendur voru 11 og luku allir keppni. ísfirsku stúlkurnar héldu á- fram sigurgöngu sinni í göng- unni og röðuðu sér í öll efstu sætin í sínum flokkum. Strák- unum gekk ekki jafn vel og náðu þeir aðeins í tvö brons, enda var okkar besti maður, Einar Ólafsson, fjarri góðu gamni. 13 — 15 ÁRA STÚLKUR 2,5 KM 1. Auður Ebenesersd., í 8.16 2. Ósk Ebenesersd., I 8.20 3. Eyrún Ingþórsd., I 9.11 4. Magnea Guðbjörnsd., Ó 9.39 5. Herdi's Pálsdóttir, Ó 9.43 6. Ólöf Einarsdóttir, Ó 10.10 7. Margrét Traustadóttir, Ó 10.42 16— 18ÁRA STÚLKUR 3,5. KM 1. Stella Hjaltadóttir, I 12.54 2. Málfríður Hjaltadóttir. Í 17.02 Framhald á bls. 6 X % Daníel Hilmarsson kemur í mark í stórsviginu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.