Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 15.05.1985, Blaðsíða 5
vestfirska 4 rHETTABLADIS vestlirska rRETTABLASID 5 Isafjarðarkaupstaðnr Frá áttunda aðalfundi Orkubús Vestfjarða Hlíf, íbúðir aldraðra — starfsmaður — Starfsmaður óskast til símavörslu- og af- greiðslustarfa. Um er að ræða 65% starf. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 3805. Viðtalstími Föstudaginn 17. maíverðabæjarfulltrúarn- ir Árni Sigurðsson og Þuríður Pétursdóttir til viðtals við bæjarbúa á bæjarskrifstofunni kl. 17:00 — 19:00. Bæjarstjórínn. Fjórðungssjúkrahúsið Endurhæfingastöð ísfirðingar—Nágrannar Opnir tímar til líkamsæfinga með leiðsögn þjálfara verða á nýju Endirhæfingardeild- inni alla virka daga frá kl. 17:00 — 21:00. Tímapantanir og upplýsingar í síma 4518, frá kl. 8:00— 16:00. Einnig verða sundtímar fyrir eldri borgara, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10:00 — 11:30. Póstur og sími Næturvörður 50% staða næturvarðar á loftskeytastöð er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 7. júní n.k. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri. PÓSTUR OG SÍMI Útboð—Uppsteypt hús Tilboð óskast í 1. áfanga Stjórnsýsluhúss á Isafirði. Steypa skal húsið upp og ganga frá kjallara að utan. Húsið er kjallari og fjórar hæðir auk einnar hæðar viðbygging- ar. Samtals 16.160 rúmm. að stærð og skal uppsteypu vera lokið 1. ágúst 1986. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Ármúla 4 Reykj- avík og Aðalstræti 24 ísafirði frá og með þriðjudeginum 14. maí 1985 gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til bæjarsjóðs ísafjarð- ar, Austurvegi 2, ísafirði eigi síðar en mán- udaginn 3. júní 1985 kl. 11:00 þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðend- um sem þess óska. V erkf ræðistof a Sigurðar Thoroddsen hf. Aðalstræti 24 — 400 ísafirði 8. aðalfundur Qrkubús Vestfjarða var haldinn í Félagsheimilinu í Hnífsdal dagana 10. og 11. maí. Fundinn sóttu fulltrúar allra sveitarfélaga á Vest- fjörðum og fulltrúar ríkisins auk gesta. Meðal gesta á fundinum var Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra. Einnig voru þar þrír þingmenn Vestfjarða, þeir Matthías Bjarnason, Karvel Pálmason og Þor- vaidur Garðar Kristjánsson. Þeir Steingrímur Her- mannsson og Olafur Þ. Þórðarson afboðuðu komu sína vegna samgönguerfiðieika og anna. Rekstrarafkoma árið1984hagstæð um 6,8 milljónir í formála að ársskýrslu O.V. segir svo um rekstur fyrirtækis- ins á síðasta ári: „Árið 1984 var Orkubúi Vest- fjarða á margan hátt hagstætt. Rekstrartruflanir voru með minnsta móti, fyrirtækið varð ekki fyrir neinum teljandi á- föllum sökum óveðurs eða náttúruhamfara og afkoma fyr- irtækisins á árinu reyndist góð. Helsta framkvæmd ársins var framhald á byggingu 66kV línu milli Mjólkár og Tálknafjarðar ásamt aðveitustöðvum henni tengdri. Alls var 77 Mkr. varið til framkvæmda, þar af voru 30 Mkr. fengnar að láni og framlög úr orkusjóði námu 8,4 Mkr. Heildarorkuöflun fyrirtækis- ins jókst um 2,5% frá fyrra ári og nam alls 175,5 GWst. Eigin orkuvinnsla var 76,8 GWst. eða 43,8% og orkukaup af Lands- virkjun og Rafmagnsveitum ríkisins voru 98,7 GWst. eða 56 ,2% af heildarorkuöfluninni. Orkusala jókst um 5,4% frá fyrra ári og nam alls 146 ,7%GWst. Stærsti hlutinn er til húshitunar eða 69,7% af heild- arorkusölu Orkubúsins. Gjaldskrár Orkubús Vest- fjarða voru óbreyttar allt árið 1984, þrátt fyrir hækkun á heildsöluverði raforku. Þetta er í fyrsta sinn í tíð Orkubús Vest- fjarða að gjaldskrár þess hækka ekki í heilt ár. Rekstrartekjur Orkubús Vestfjarða 1984 voru alls 328,0 Mkr. og rekstrargjöld alls 321,2Mkr. Rekstrarafkoma 1984 var því hagstæð um 6,8 Mkr. og er það í fyrsta sinn síð- an 1978 að rekstrarafkoma er jákvæð. Eigið fé Orkubús Vestfjarða nam í árslok 1984 541,6 Mkr. og var um 39% af heildarfjármagni.“ Guðmundur Ingi Kristjánsson: Vísa, ort í til- efni ,af fjarveru Ólafs Þ. Þórðarsonar Á aðalfundi Orkubúsins var Guðmundur Ingi Kristjánsson. Hann er landskunnur hagyrð- ingur og setti saman nokkrar vísur á fundinum. Ein þeirra varð til vegna orðsendingar frá Ólafi Þórðarsyni þess efnis að hann ætti við áfengisvandamál að stríða og kæmi því ekki. Ólafur farinn er í kaf eitruðum bjórs í skálum. Syðra tepptur er hann af áfengisvandamálum. Krístján Haraldsson, Orkubússtjóri flytur ræðu sína. Aðveitustöð Keideyri. Unnið við uppsetningu rafbúnaðar. Mynd: Þórður Skúlason. Það mál sem hæst bar á 8. aðalfundi Orkubús Vestfjarða var tillaga sú sem hér fer á eftir: „Attundi aðalfundur Qrkubus Vestfjarða lýsir yfír að öll sveitarfélög, sem eru aðilar að O.V. skuli hafa heimild til þess að hagnýta sér orku í löndum sínum, sem O.V. nýtir ekki í náinni framtíð til virkjana er samrýmast tilgangi O.V. samkvæmt 2. gr. laga nr. 66 frá 31. maí 1976 um Orkubu Vestfjarða.“ Haraldur telja að lögin um Orkubúið veittu ekki þessi rétt- indi. I þeim væri einungis talað um að ráðherra gæti heimilað Orkubúinu að taka eignamámi jarðhitaréttindi sem nauðsynleg eru til framkvæmda samkvæmt lögum um Orkubúið. Haraldur sagði: „Ég'tel að lögin veiti ráðherra ekki rétt til að heimila Orkubú- inu eignarnám á hitavatnsrétt- indum í Reykjanesi, þar sem Orkubúið hefur lýst því yfir, að í dag muni það ekki nýta sér þann hita í Reykjanesi til að veita þjónustu, eins og er meg- inmarkmiðið með Orkubúinu.“ 2. Ég tel það mjög varasamt af hálfu Orkubúsins og það skorti lagaheimild til þess að fara út í áhættubúskap í þeim tilgangi að útvega heitt vatn fyrir fisk- eldi einkaaðila.“ Haraldur sagði Orkubúið hafa verið stofnað til að veita þjónustu á þessu svæði á sviði orkuöflunar og dreifingar en ekki til að standa í áhættubú- skap við öflun vatns fyrir fisk- eldi einkaaðila. Það gæti aftur á móti verið hlutverk sveitarfé- laga eða annarra landeigenda. 3. „Fyrstu samningarnir sem orkubúið gerði, áskildu orku- búinu miklu víðtækari réttindi en gert var ráð fyrir í lögunum. I síðari samningnum samþykkti stjórn orkubúsins ýmsa fyrir- vara frá sveitarfélögunum. Ég tel það vera óréttlátt að ætlast til þess að aðeins 3 sveitarfélög af 32 gefi út svo víðtækt afsal, sem ég hef gert hér að umræðuefni og tel það ekki vera í anda framangreindra stefnuyfirlýsingar.“ Þessir fyrirvarar sem Harald- ur nefnir þarna eru á þá leið að viðkomandi sveitarfélög á- Enn deilt um hitaréttindi í Reykjanesi Tilefni þess að þessi tillaga var lögð fram er ágreiningur milli bæjarstjórnar ísafjarðarog stjórnar Orkubúsins um það hver eigi að hafa rétt til ráð- stöfunar á heitu vatni í Reykja- nesi til fiskeldis. íslax hf hefur nú um nokkurt skeið unnið að undirbúningi fiskeldis í stórum stíl í Reykjanesi og á Nauteyri. Haraldur L. Haraldsson bæj- arstjóri á ísafirði fylgdi tillögu þessari úr hlaði með allítarlegri ræðu þar sem hann lagði fram þrenn rök til stuðnings tillög- unni og fara þau hér á eftir í stuttu máli. 1. „Tel ég afsal bæjarsjóðs vera ógilt þar sem samþykki ráðherra liggur ekki fyrir.“ í 13. grein orkulaga segir svo: „Landeigandi má ekki undan- skilja landareign sinni jarðhita- réttindi, nema með sérstöku leyfi ráðherra. Um kaup á slík- um réttindum fer sem um skildu sér, við afsal orkumann- landakaup.“ virkja og réttinda til orkunýt- Umrætt leyfi ráðherra hefur ingar, ákveðin réttindi. í sam- ekki verið fengið og sagðist eiginlegu afsali Snæfjalla- og Talning atkvxða. Nauteyrarhrepps segir svo: „Jafnframt afsala þær til Orkubúsins öllum rétti til virkj-• unar vatnsafls, jarðhita og fall- vatns, sem þær eða rafveita Snæfjalla eiga eða kunna að eiga í löndum hreppanna, raf- veitunnar eða annars staðar og hrepparnir kunna að hafa sam- ið um. Hreppunum er þó heim- ilt að hagnýta sér þessi réttindi á sinn kostnað að því leyti sem Orkubúið vill ekki hagnýta þau.“ Stjóm Orkubúsins hefur ekki fallist á þá skoðun bæjarstjórn- ar ísafjarðar sem kemur fram í Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra. rökum Haraldar og telur að hvers kyns orkuöflun og dreif- ing eigi að vera undir stjórn O.V. og að ef Orkubúið ætli ekki sjálft að hagnýta sér þenn- an rétt sinn í einstökum tilfell- um þá geti það leyft sveitar- stjómum eða öðrum aðilum að gera það en O.V. eigi ekki að afsala sér þessum réttindum í Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Isafjarðar. hendur landeigenda. Ekki tókst að fá skorið úr þessu máli á fundinum þar sem Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra lagði fram svohljóð- andi frestunartillögu á þeim forsendum að hann hefði ekki Ólafur Kristjánsson, stjómarformað- ur Orkubús Vestfjarða. kynnt sér málið og gæti því ekki tekið afstöðu að svo stöddu: „Leggjum til að atkvæða- greiðslu um tillögu Árna Sig- urðssonar og fleiri, um heimild til handa aðildarfélögum O.V. að hagnýta orku, verði frestað til næsta aðalfundar í trausti þess að stjórn Orkubúsins og tillögumenn nái að leysa málið innan þess tíma.“ Amdís Steinþórsdóttir, full- trúi fjármálaráðherra var með- flutningsmaður tillögunnar. Tillagan var samþykkt með 10194 atkvæðum gegn 5280. Auðir seðlar voru 691. „Óvenju höfðingleg gjöf“ Ólafur Kristjánsson formað- ur stjórnar Orkubús Vestfjarða flutti á fundinum skýrslu stjóm- ar og kom hann víða við þó að mestur hlutl ræðu hans fjallaði um ágreining stjómar O.V. og bæjarstjórnar ísafjarðar um rétt til hagnýtingar jarðhita í Reykjanesi. En Ólafur sagði einnig frá ó- venjulega höfðinglegri gjöf sem barst Orkubúinu á síðasta ári. Ólafi sagðist þannig frá: „Á 152. stjómarfundi þann 29. ágúst 1984 barst stjóm Orkubús Vestfjarða óvenju höfðingleg gjöf. Vélagæslumaður Orkubúsins við Reiðhjallavirkjun, Syðridal í Bolungarvík, hr. Benedikt Þ. Benediktsson, færir þá í bréfi og með afsali Orkubúi Vestfjarða til eignar jörð sína Hjallkárs- eyri, Auðkúluhreppi í Vestur- ísafjarðarsýslu með gögnum og gæðum. Er jörðin nú þinglýst eign Orkubús Vestfjarða. Ég verð að játa það hér, að mér hlýnaði um hjartarætur að finna slíkan stórhug starfs- manns til fyrirtækisins.“ SEGLBRETTI fyrir byrjendur, verð kr. 19.700,- hanskar, skór, vesti o. fl. Jfc SFORTHIAÐAN h.f. viðkomandi seglbretta- SILFURTORGI 1 siglingum. 400 ÍSAFIRÐI Fyrirhugað er að halda námskeið í segl- seglbrettasiglingum í byrj- un júní. Þeir sem hafa áhuga, hafi samband í Sporthlöðuna.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.