Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 4
4 í3 vestfirska TTADLABID Isafjarðarkanpstaður V/útlána bókasafnsins Frá 1. júní n.k. breytist útlánatími bóka- safnsins þannig: Aðalsafnið verður opið alla virka daga kl. 4 til 7 e.h., nema laugardaga kl. 2 til 4 e.h. Safnið í Hnífsdal verður lokað eins og áður. Þessi útlánatími gildir út september. Afgreiðslutími á sjúkrahúsi og elliheimili verður óbreyttur frá því sem verið hefur. Bifreiðaskoðun á r r Isafirði og í Isafjarðar- sýslu 1985 Aðalskoðun bifreiða á ísafirði fór fram 1. mars til 19. aprfl 1985. Aðalskoðun og endurskoðun bif- reiða í ísafjarðarsýslu og endurskoðun á ísafirði fer fram sem hér segir: Aðalskoðun í Súðavík 11. og 12. júní. Skoðað verður að Nesvegi 5 frá kl. 9:00 — 12:00 og kl. 13:00 — 16:00. Aðalskoðun á Þingeyri 18., 19. og 20. júní. Skoðað verður við Stefánsbúð frá kl. 10:00 — 12:00 og kl. 13:00 — 17:00. Aðalskoðun að Núpi, Dýrafirði, fyrir Mýrahrepp 21. júní. Skoðað verður að Núpi frákl. 10:00 —12:00 ogkl. 13:00 — 16:00. Aðalskoðun að Hrafnseyri fyrir Auðkúluhrepp 22. júní. Skoðað verður að Hrafnseyri frá kl. 13:00 — 16:00. Aðalskoðun á Flateyri fyrir Flateyrar- og Mosvalla hrepp 24., 25. og 26. júní. Skoðað verður við hafnarvogina á Flateyri frá kl. 9:00 — 12:00 og kl. 13:00—16:00. Aðalskoðun á Suðureyri 1., 2. og 3. júlí. Skoðað verður við hafnarkantinn við Freyju hf. frá kl. 9:00 — 12:00 og kl. 13:00 16:00. AÐALSKOÐUN í ÍSAFJARÐARDJÚPI: 16. júlí. í Ögri fyrir Ögurhrepp frá kl. 10:00 — 12:00. Við Djúpmannabúð frá kl. 14:00 —16:00 fyrir Mjóafjörð og Reykjafjarðarhrepp. 17. júlí. í Reykjanesi fyrir Reykjafjarðarhrepp frá kl. 9:00 —12:00 Amgerðareyri fyrir Nauteyrarhrepp frá kl. 15:00. 18. júlí. Að Bæjum fyrir Snæfjallahrepp frá kl. 11:00 — 14:00. Að Melgraseyri fyrir Nauteyrarhrepp frá kl. 15:00. AÐALSKOÐUN LÝKUR 18. JÚLÍ 1985. Endurskoðun á ísafirði 27. og 28. júní, 4., 5., 10., 11., 12., 19. og 26. júlí á venjulegum skrifstofutíma. Endurskoðun í Súðavík 15. júlí kl. 10:00 — 16:00. Endurskoðun á Þingeyri 22. júlí kl. 10:00 — 16:00. Endurskoðun að Núpi 23. júlí kl. 13:00 — 16:00. Endurskoðun á Flateyri 24. júlí kl. 10:00 — 16:00. Endurskoðun á Suðureyri 25. júlí kl. 10:00 — 16:00. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskír- teini og skilríki fyrir greiðslu bifreiðaskatts og þunga- skatts skv. mæli auk lögboðinnar vátryggingar og skoð- unargjalds. í skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðálljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. október 1984. Vanræki einhver að koma með bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum skv. umferðarlögum og bifreið hans tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. 4. júní 1985 Bæjarfógetinn á ísafirði. Sýslumaðurinn í Isafjarðarsýslu. Pétur Kr. Hafstein. Síminn okkar er4011 ts vestíirska TTABLASIS Þessi mynd var tekin um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Eins og sjá má er löng röð eftir kókinu, enda er það vinsæll drykkur hjá smáfólkinu, sérstaklega þegar það fæst frítt. Sjómannadagurinn: í siglingu Haldið var upp á Sjómanna- daginn um nýliðna helgi. Að vanda gerðu menn sér margt til hátíðabrigða, þó veðrið hafi haldið þeim sið sínum að vera frekar vont en gott á þessum degi og má kannski segja að það sé táknrænt fyrir starf hins ís- lenska sjómanns. Ekki létu menn það þó aftra sér frá að taka þátt í hátíðahöldunum, þó menn sem komnir eru til vits og ára kvarti undan því að hver Sjómannadagur sé öðrum líkur og sumir haldi því meira að segja fram að nóg sé að lesa ákveðna bók til að vita dagskrána, maður þurfi ekkert að mæta á höfnina! Hvað um það, unga kynslóðin virtist vera nógu spennt fyrir að fara í siglingu á laugardaginn þegar efnt var til hópsiglingar frá ísafirði. Ljósmyndari okkar fór með og tók þessar myndir. í brúnni á Júlíusi. Ungdómurinn fylgist grannt með því hvernig Hermann Skúlason, skipstjóri ferð að því að stýra skipinu. Skipin voru vel hlaðin fólki. Þarna er Guðbjörgin að leggja frá.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.