Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 13.06.1985, Blaðsíða 3
I vEStíirska FRETTAELADID Slegið á þráðinn ______________________________ ........... ipii ii TTmnrmmwnwiii ir "i.— .—***—*****—— Er gaman að vera forseti, Kristján? Á fundi bæjarstjórnar ísa- fjarðar s.l. fimmtudagskvöld var Kristján Jónasson, fulltrúi Al- þýðuflokks, kjörinn forseti bæj- arstjórnar í stað Guðmundar Sveinssonar, Framsóknarflokki. Vf. sló á þráðinn til Kristjáns og spurði hann fyrst hvort það væri gaman að vera forseti. „Ja, þú segir nokkuð. Sjálf- sagt er það gaman stundum, en stundum er það miður gaman og stundum erfitt.“ — Hvenær er það gaman og hvenær erfitt? „Þegar allt gengur vel hlýtur það að vera gaman“. — Hvert er hlutverk forseta bæjarstjómar? „Hann er fyrst og fremst sá sem stjómar bæjarstjórnarfundum, undirbýr þá að hluta ásamt bæjarstjóra. Hann er oddviti bæjarstjómar út á við og inn á við reyndar líka og yfirleitt oddviti meirihluta.“ — Felur það ekki í sér mikil veisluhöld og fleira þviumlíkt að vera forseti? „Jú, en kannski ekki utan Kristján Jónasson. bæjarins, frekar héma í pláss- inu þegar koma gestir. Það má segja að hlutverk oddvitans út á við sé í því formi að knýja á um ýmsa fyrirgreiðslu sem bærinn á rétt á samkvæmt lögum en þarf að ganga eftir því við ríkisvald- ið. Einnig þarf hann að hafa samskipti við lánastofnanir á- samt bæjarstjóra.“ — Er þetta timafrekt starf? „Ja, það er nú ekki tímafrek- ara heldur en að vera í bæjar- ráði til dæmis. Það er tímafrekt starf að vera bæjarfulltrúi yfir- leitt. Það tekur þó nokkum tíma, mestan að vísu utan vinnutíma, en það getur alltaf komið inn í vinnutíma líka.“ — Gefur þetta eitthvað í aðra hönd? „Ánægjuna ef vel tekst til. Þú getur ímyndað þér málara sem sér fallegt málverk rísa upp. Hann er mjög ánægður með það án tillits til séstaks ábata. Sama gildir held ég um stjóm- málamenn. Ef þeir sjá eitthvað verða til fyrir sína atbeina, þá gefur það örugglega ánægju sem ekki er í neinum tengslum við ábata“. — Ertu þá í þessu fyrst og fremst til að láta gott af þér leiða frekar en til að hafa völd? „Ég byrjaði ekki í pólitík til að hafa ákveðin völd heldur til að hafa áhrif á ýmsa mála- flokka sem mér fannst lítið ganga í. Menn segja nú að völd spilli, en ég vona samt að þau hafi ekki gert það ennþá“. — Ætlarðu að beita þér fyrir einhverjum sérstökum málefn- um sem forseti? „Alveg þeim sömu og ég hef verið að beita mér fyrir, ásamt með flestum bæjarfulltrúum sem betur fer. Sannleikurinn er sá að það er yfirleitt meiri blæ- brigðamunur á stefnu flokk- anna heldur en grundvallar- munur. Það fylgja allir bæjar- fulltrúar góðu málefni. Það er frekar deilt um leiðir en mark- mið eða þá um forgang ef illa stendur fjárhagslega“. — Hvemig hefur samstarfið innan meirihlutans gengið? „Það hefur verið ágætt. Reyndar finnst mér samstarfið við minnihlutann hafa verið gott líka“. Kristján verður forseti út kjörtímabilið, en hann var einn- ig forseti fyrsta ár kjörtímabil- sins. Fyrsti varaforseti verður Guðmundur Sveinsson og annar varaforseti Bjöm Hermanns- son. Hið nýja bæjarráð, sem einnig var kosið i, er skipað þeim Guðmundi Sveinssyni, Áraa Sigurðssyni og Bimi Her- mannssyni. Gerðu það sem þig langar til — er kjörorð íþrótta- og æskulýðsdaganna að Núpi Eins og við höfum áður greint frá verða haldnir íþrótta- og æskulýðsdagar að Núpi 28. — 30. júní næstkomandi. Nú hefur okkur borist dagskrá mótsins og sjáum við ekki betur en þetta ætti að verða hið skemmtileg- asta mót, enda kjörorð þess „Gerðu það sem þig langar til án þess að ónáða aðra.“ Hátíðin verður sett kl. 15:00 föstudaginn 28. júní. Meðal þess sem verður til skemmtunar næstu tvo daga er morgunleik- fimi, frjálsar íþróttir, knatt- spyma, göngu-, og skoðunar- ferðir, sigling á bátum, útreiðar, víðavangshlaup, kvöldvökur með skemmtiatriðum, skáta- tívolí, og diskótek. Ennfremur verður kveiktur varðeldur og efnt til ýmissa annarra við- burða. Og síðast en ekki síst mun hljómsveitin Grafík 1111 iiii ini iíjj iij | iii iii | iií iiil Eigum til ýmisiegt gott í þjóðhátíðardags- maltíðina: — Nýtt, reykt og kryddað lambakjöt — Nautakjöt - — Kjúklinga — Unghænur SUNDSTRÆTI 34*4013 skemmta bæði föstudag og laugardag. Það ætti ekki að verða auðvelt að láta sér leiðast að Núpi þessa daga. Aðstað til svona mótshalds er mjög góð að Núpi. Þar er í- þróttavöllur, tjaldstæði, svefn- pokapláss í heimavist matsalur, samkomusalur, íþróttahús, sundlaug og góð hreinlætisað- staða. Það eru öll sveitarfélögin á Vestfjörðum sem hafa samein- ast um að halda þetta mót í til- efni af ári æskunnarr. Til- nefndir voru fulltrúar í fram- kvæmdanefnd sem hefur starf- að að undirbúningi í samráði við HVÍ sem hefur með alla aðstöðu að Núpi að gera í sum- ar. Formaður framkvæmda- nefndar er Viðar Benediktsson, formaður íþróttaráðs Bolung- arvíkur. Þessi skemmtilega teikning er á veggspjaldi sem gert var í tilefni hátíðarinnar. SUMARBÚSTAÐIR Til leigu eru sumarbústaðir í Selárdal í Súg- andafirði. Lausar eru nokkrar vikur í júní, júlí og ágúst. Verð kr. 2.600,00 pr. viku. í húsunum er allt nema sængurfatnaður. Upplýsingar hjá Sigrúnu í síma 91-686777 og eftir kl. 19:00 í síma 91-30448. i'FASÍ'EÍGNA-j j VIÐSKIPTI j | ÍSAFJÖRÐUR: I Seljalandsvegur 12, (Þórs- I I hamar), 2x65 ferm. einbýlis- ■ I hús. Laust eftir samkomulagi. • I Fjarðarstræti 59,3 herb. íbúð | | á 1. hæð. I Krókur 1, lítið einbýlishús úr I I timbri. Laust fljótlega. I Sundstræti 27.3ja herb. íbúð g I ál.hæð. Engjavegur 30, einbýlishús. j , Laust eftir samkomulagi. I Sundstræti 25,3 herb. íbúð á I I 1. hæð. I Strandgata 5, 3 — 4 herb. | I íbúðáneðrihæð ítvíbýlishúsi. I , Urðarvegur 80,2 herb. íbúð á J I 1. hæð, tilbúin undir tréverk og | I málningu 1. sept. n.k. | Aðalstræti20.3jaog4raherb. ! I íbúðá2. hæðog3jaherb. íbúð j I á 4. hæð. J Stórholt, 3 og 4 herb. íbúðir. | Hlíðarvegur 35, 3 herb. íbúð | I á 1. hæð. I Túngata 13, 2 herb. íbúð f j I kjallara í þríbýlishúsi. [ Mjallargata 8, einbýlishús ■ J ásamt bílskúr, getur verið laus J , strax. I Pólgata 5, 4 herb. íbúð á 1. I ■ hæð í þríbýlishúsi ásamt íbúð- I [ arherbergi í kjallaraog bílskúr. j I Pólgata 5, 3 herb. íbúð á efri i I hæð í þríbýlishúsi ásamt risi I I og kjallara. Laus fljótlega. I Silfurgata 11, 4 herb. íbúð á g | 2. hæð. | J Lyngholt 11, rúmlega fokhelt ! ■ einbýlishús ásamt tvöföldum j I bílskúr. [ Stekkjargata 4, lítið einbýlis- ■ * hús. I Strandgata 5a, lítið einbýlis- I 1 hús. Laust. Selst ódýrt á góð- I * um kjörum. 2 BOLUNGARVÍK: Holtabrún 2, 2x130 ferm. ! ■ ófullgert einbýlishús. Laust j ■ fljótlega. I Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. ■ [ hæð. | Skólastígur 20, 5 herb. fbúð I I á tveimur hæðum í parhúsi. I I Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýl- ■ I ishús. J Miðstræti 6, eldra einbýlishús J í góðu standi. Grunnflötur 70 J ■ ferm. Laust fljótlega. I Hóllll, einbýlishúsásamtstórri ■ ■ lóð. | Holtabrún 3, 130 ferm. ófull- | | gert einbýlishús. Skipti mögu- g | leg á eldra húsnæði í Bolung- | I arvfk. I ! SÚÐAVÍK: I Njarðarbraut 8, einbýlishús úr ■ I timbri, kjallari hæð og ris. i ARNAR GEIR i i HINRIKSS0N,hdl. | Silfurtorgi 1, I ísafirði, sími 4144 I k.___________ .......J Atvinna Starfsfólk óskast í kjötvmnslu K. í. Upplýsingar á staðn- um eða í síma 3991. Kaupfélag ísfirðinga

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.