Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 2
2 í5 VEStfirska ITABLACIÐ I vestfirska ~~l FEETTABLAÐIÐ Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudðgum kl. 17-:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Ritstjóri: Ólafur Guðmundsson. Blaðamaður: Rúnar Helgi Vignisson. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Mér fannst þetta asnalegt — Segir Sigríður Jakobsdóttir Sigríður Jakobsdóttir starfar í Gosa nú í sumar. í haust hefur hún nám í 3. bekk Menntaskóf- ans á Isafirði. Kynning Vestfirska frétta- blaðsins á 17. júní dagskránni á ísafirði hefur verið umdeild. Sigríður Jakobsdóttir, sem fyrirhugað var að kæmi fram sem Fjallkona, segist hafa hætt við vegna umfjöllunar blaðsins. Blm. fór á fund Sigríðar og ræddi við hana um málið. — Hver urðu viðbrögð þín þegar þú last um 17. júní í Vf? Reiði. — Hvers vegna? Mér finnst þetta vera niður- lægjandi umfjöllun. Þarna stóð t.d. „...fegurðardrottningin Sig- ríður Jakobsdóttir...“. Ég hef aldrei verið titluð fegurðar- drottning og kæri mig ekkert um að ganga með titil sem mér ekki ber. Mér finnst að þarna sé verið að gera litið úr mér og þátttöku minni í fegurðarsam- keppninni. Mér finnst það alls ekkert eiga skylt við 17. júní. Eins finnst mér ósvífið hvemig skrifað er um Fjallkonuna, að hún komi ekki fram á sundbol og flytji e.t.v. ljóð um fegurðar- samkeppnir. Fjallkonan flytur venjulega ættjarðarljóð og kemur fram á skautbúning,' það veit hver maður. Ég býst við að þetta hafi átt að vera fyndið, en það hittir bara ómögulega í mark. Mér finnst þetta ekkert sniðugt. Ef þið hefðuð viljað fjalla eitthvað um að ég hefði tekið þátt í fegurðarsamkeppni eða um fegurðarsamkeppnir yfir- leitt, þá hefðuð þið getað skrif- að sér grein um það, en ekki rugla því saman við 17. júní og fjallkonuna. Það var þess vegna sem ég hætti við að koma fram sem Fjallkonan. — Hefurðu orðið fyrir ein- hverju aðkasti í kjölfar þátttöku þinnar í keppninni? Ekki öðru en þessu. Mér finnst fólk hafa verið mjög já- kvætt og spennt fyrir því hvemig þetta hafi verið og hvort þetta hafi verið gaman. Þess vegna fannst mér þessi umfjöllun í Vestfirska svo asnaleg. — Hefur umræðan og at- hyglin sem þessi keppni hefur fengið eitthvað breytt afstöðu þinni til fegurðarsamkeppn- innar? Nei, það finnst mér ekki. — Hefurðu eitthvað pælt í framtíðinni? Já, já, maður er alltaf að pæla í framtíðinni. — Er það eitthvað sérstakt sem þú stefnir að? Ég held ég vilji ekkert tjá mig um það, því það getur átt eftir að breytast. Okkur hjá Vestfirska frétta- blaðinu þykir leitt að umrædd frétt skuli hafa valdið þessum leiðindum, því það var aldrei ætlun blaðsins að gera lítið úr þátttöku þessarar geðfelldu ís- firsku stúlku í fegurðarsam- keppni, né heldur að draga úr virðuleika Fjallkonunnar í hátíðarhöldum þjóðhátíðar- dagsins. Fornleifauppgröftur í Skutulsfirði Verða merkarfornminjar látnar hverfa? Vantar möl segir bærinn Fremst á myndinni sjást tóftir Idrkjunnar á Kirkjuholi. Hún hefur verið með steingólfi, sem virðist að hhita hafa verið teldð til annars brúks. Undanfamar 3 vikur hefur verið unnið að fomleifaupp- greftri í landi Kirkjubóls í Skut- ulsfirði. Það er Magnús Þor- kelsson, fornleifafræðingur, sem stjómar verkinu og er hér um merkar fornminjar að ræða að hans mati. Þessar minjar munu þó hverfa innan tíðar því þær em í miðju malamámi ísafjarðar- bæjar og góð möl er ekki á hverju strái i landi bæjarins. Það er þjóðminjavörður sem hefur kveðið upp þann úrskurð að þessar minjar megi hverfa. —Magnús var spurður um tildrög þess að ákveðið var að rannsaka þessar tóftir. ísafjarðarbær telur sig þurfa að nýta mölina sem er hérna undir. Því var haft samband rétta boðleið frá presti til bisk- Smáauglýsingar TIL SÖLU Daihatsu Charmant, árgerð 1980, ekinn 34 þús. km. Upplýsingar í síma 3518. TIL SÖLU 5 bása pláss í hesthúsi á Búð- artúni. Upplýsingar í síma 3649 á kvöldin. JÓN FRIÐGEIR EINARSSON AUGLÝSIR: Zetor 5011, model ’82 með á- mokstursútbúnaði, með eða án loftpressu. Mazda pick-up B 1800, árgerð ’82, ekinn 22 þús. km. Mazda B 1800, árgerð 78, ekinn 53 þús. km. Skodi 120L, árgerð 79, ekinn 45 þús. km. 100 I. hrærivél aftan í dráttar- vél. Upplýsingar í síma 7351, 7243 á kvöldin. TIL SÖLU 10 gíra kvenmannshjól. Verð 10 þús. kr. Upplýsingar í síma 4036. TIL SÖLU Mercury Comet, árgerð 1974, með bilaða vel. Gjafverð ef samið er strax. Upplýsingar í síma 4926. SVARTUR KÖTTUR (kettlingur) með hvítt á fótum (sokka) og gult hálsband, merkt C-111, fannst á flækingi inni í skógi. Hringið í Rut í síma 3228. upsstofu og kannað undir hvers umsjá þessi kirkjugarður er, hvort hann mætti vikja og hver ætti að hafa umsjón með því verki. Það kom í ljós að garð- urinn er aflagður og telst því til fomminja og heyrir þar af leið- andi undir Þjóðminjasafnið. Þá var haft samband við þá í Þjóð- minjasafninu og þeir sendu fornleifafræðing hingað vestur nú í maí til að líta á garðinn. I kjölfar þess samþykkti bæjar- stjóm ísafjarðar að veita fé til þess að rannsaka kirkjuna og kirkjugarðinn áður en þessar minjar hyrfu. Menn vildu enn- fremur flytja jarðneskar leyfar þess fólks sem hér er grafið og endurjarðsetja þær og forðast þannig að hrófla við viðkvæm- um málum. Allt er þetta gert með fullri vitund hlutaðeigandi aðila. Þjóðminjasafnið hafði síðan samband við mig og við komum hingað vestur um síðustu mán- aðamót, Ingimar F. Jóhannsson og ég. Við höfum haft okkur til aðstoðar Sigurjón Kjartansson og Atla Geir Jóhannesson. Við höfum rétt um mánuð til að vinna verkið, verðum til næstu mánaðamóta. Það er vonandi að okkur takist að ljúka verkinu á þeim tíma. Þegar okkar verki lýkur verða þessar leifar fjarlægðar og möl- in nýtt sem er undir. Þau bein sem ekki verða endurjarðsett verða send suður í Haskólann og rannsökuð af beinasérfræð- ingum. Það er vonandi að þær rannsóknir geti sagt okkur eitt og annað um fólkið sem h ema bjó, því það er margt hægt að lesa út úr beinaleifum. Megnið af beinaleifunum verður aftur á móti endurjarðsett í nýja kirkjugarðinum eftir þeim for- merkjum sem menn hafa um það innan kirkjunnar Að þessu loknu er talið að allir megi vel við una. — Hvernig finnst þér verið hafa gengið? Þetta er farið að ganga rösk- lega núna. Við fengum litla að- stoð fyrstu vikuna, vorum bara tveir, þá gekk þetta hægt. Eftir að við fengum jarðýtu til að ýta efsta laginu ofurvarlega ofan af og fengum tvo aðstoðarmenn þá hefur þetta gengið vel. Við munum þvi líklega klára þetta á tilsettum tíma. Þetta er neyðar- gröftur og er því unninn á meiri hraða en tíðkast. Þetta er verk sem ætti að vinna á einu sumri ef vel ætti að vera. Þó er verkið að sjálfsögðu unnið eftir þeim leiðum sem vísindagreinin krefst. — Eru þetta það merkar fomminjar að í þeim sé einhver eftirsjá? Ég sem aðkomumaður er e.t.v. ekki rétti aðilinn til að dæma um það, en mér finnst Framhald á bls. 6 Aðalfundur Sambands vestfirskra kvenna Aðalfundur Sambands vest- firskra kvenna verður haldinn í Reykjanesi 22. — 23. júnf n.k. í boði kvenfélags Nauteyrar- hrepps, kvenfélagsins Sunnu f Reykjafjarðarhreppi og kven- félagsins Bjarkar í ögurhreppi. Á dagskrá verða auk venjulegra aðalfundastarfa: Á laugardag- inn 22. júní mun Ingþór Bjarna- son, sálfræðingur, flytja erindi um unglingsárin, og á sunnu- daginn 23. júní mun Áslaug Jensdóttir flytja erindi um námsstefnu Kf í fjölmiðlun. öllum kvenfélagskonum er heimil fundarseta.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.