Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 29.08.1985, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 29.08.1985, Blaðsíða 3
vestlirska I FRETTABLASID Hvað er Slunkaríki? Slunkaríki er sýningarsalur Myndlistafélagsins á fsafirði. Er hann til húsa að Aðalstræti 22, ísa- firði. Myndlistafélagið var stofnað 11. nóvember 1984. Það tók á leigu lítinn sal í eigu Brunabótafélags ís- lands, að Aðalstræti 22, og var sal- urinn formlega opnaður 2. mars 1985 með sýningu á verkum Ingólfs Amarsonar. Sýningar hafa síðan verið haldnar að meðaltali á þriggja vikna fresti. Þeir sem haldið hafa sýningar í Slunkaríki það sem af er em: Ingólfur Arnarson, Thor Vil- hjálmsson, Sigurður Ármannsson, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Kristín Guðbjartsdóttir, Tryggvi Ólafsson, Sara Vilbergsdóttir, Svala Jóns- dóttir, Ólafur Már Guðmundsson, Lára Gunnarsdóttir og nú stendur yfir sýning á verkum Helga Vil- bergs, skólastjóra Myndlistaskól- ans á Akureyri. Væntanlegar eru sýningar á verkum Sólveigar Jóns- dóttur, Jóns Sigurpálssonar, Péturs Guðmundssonar, Halldórs B. Gjafir til Leikskólans Nýlega bárust leikskólanum við Eyrargötu að gjöf 75.000 krónur frá íshúsfélagi ísfirðinga og er fyrirhugað að verja þeim peningum til kaupa á leiktækjum fyrir skólann. Frá því farið var að rcisa leikskólann við Eyrargötu hafa honum borist gjafir frá ýmsum aðilum hér í bæ. Hraðfrystihúsið í Hnífsdal gaf í apríl 1979: kr. 10.000,00 íshúsfélag ísfirðinga gaf í september 1979: kr. 15.000,00 Lionsklúbbur ísafjarðar gaf í september 1979: kr. 5.000,00 íshúsfélag ísafjarðar gaf í júlí 1982: kr. 25.000,00 íshúsfélag ísfirðinga gaf í júlí 1985: kr. 75.000,00 Þessar höfðinglegu gjafir sýna áhuga íshúsfélagsins og annarra á því að auðvelda barnafólki að komast út á vinnumarkaðinn og er bæjarstjórnin mjög þakklát fyrir þetta framtak. Leikskólinn við Eyrargötu. I iii III iíii iiii l,i | | iii iii | m iii Léttreyktir lambahryggir s a 198,00 kr. kg. Pn SUIMDSTRÆTI 34»40I3 Frá sýningu Thors Vilhjálmssonar. Runólfssonar og Gallerí Lang- brókar. Það má því með sönnu segja að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Slunkaríki. Allar sýningar í Slunkaríki eru sölusýningar og er athygli vakin á því að unnt er að semja um greiðslur af verkunum. Einnig er fólki bent á að aðgangur er ókeypis. Aðsókn á sýningarnar hefur verið nokkuð góð. Opnunartími er yfir- leitt frá 15 — 18 um helgar og þriðjudaga, fimmtudaga og föstu- daga kl. 17 — 19 (stundum 16 — 18). Myndlistafélagið leggur enga áherslu á boðskort, það eru allir velkomnir á sýningar og við opn- anir. Yfirleitt eru sýningamar opn- aðar á laugardegi. Að lokum vill Myndlistarfélagið hvetja alla sem áhuga og vilja hafa að koma og sjá það sem Slunkaríki hefur upp á að bjóða. Verið velkomin. Jónína S. Guðmundsdóttir, formaður Myndlistarfélagsins á ísafirði. Námskeið fyrir að- standendur fatlaðra barna á Vestfjörðum Helgina 13. — 15. september verður haldið námskeið fyrir að- standendur fatlaðra bama á Vest- fjörðum í Reykjanesi við Isafjarð- ardjúp. Það em ýmis samtök fatl- aðra og aðstandenda fatlaðra sem gangast fyrir þessu námskeiði og er hér um brautryðjendastarf og til- raunastarfsemi að ræða, sem mikils er um vert að vel takist. Þetta er í fyrsta skipti utan höf- uðborgarsvæðisins, að foreldrum er stefnt saman til þess að kynna þeim stöðu hins fatlaða barns þeirra, stöðu þeirra og rétt gagnvart samfélaginu og þeim gert kleift að skiptast á skoðunum og miðla reynslu sinni. Námskeiðið miðar við að öll fjölskyldan taki þátt. Áð- ur hefur slíkt námskeið verið hald- ið í Ölfusborgum, í nóvember s.l. Bæði foreldrar og böm sem tóku þátt í því voru á einu máli um að það hefði tekist vel og verið skemmtilegt og lærdómsríkt. Gert er ráð fyrir þátttöku 20 — 26 fullorðinna aðstandenda, og er ekki skilyrði að fólk búi í þeim landshluta sem um ræðir. Hæft starfsfólk annast bömin meðan fundir standa yfir, en ýmislegt verður gert til skemmtunar bæði bömum og fullorðnum. Kostnaði vegna þátttöku verður stillt í hóf en án ferða verður hann um kr. 1500. fyrir fullorðinn einstakling, um kr. 750. fyrir bam. Ferðir verða skipulagðar sé þess óskað, og reynt verður að koma til móts við ferða- kostnað þeirra sem eiga langt að sækja. Þátttaka tilkynnist starfsmanni námskeiðanna, Sigurlaugu S. Gunnlaugsdóttur í síma 91-84999, herb. 25, eða 91-24089(heima). I vestfirska FRETTABLASID Viðskiptavinir Krismu athugið! Opnunartími í september verður kl. 13:00 — 18:00 virka daga og kl. 10:00 — 13:00 laugardaga Vorum að taka upp haustlitina frá Helenu Rubenstein Sendum í póstkröfu KRISMA 3 FASTEIGNA-j VIÐSKIPTI i ÍSAFJÖRÐUR: Mánagata 2, 3ja herb. íbúð. Aðalstræti 20, 3ja og 4ra herb. | íbúðir á 2. hæð og 2ja herb. ibúð ■ á 4 hæð. Afhendist tilbúnar undir . tréverk og málningu. Fjarðarstræti 59, 3 herb. íbúð á | 1. hæð. | Krókur 1, lítið einbýlishús úr I timbri. Laust fljótlega. I Sundstræti 25, 3 herb. íbúð á 1. ■ hæð. Strandgata 5, 3 — 4 herb. íbúð . á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Urðarvegur 80, 2 herb. íbúð á 1. | hæð, tilbúin undir tréverk og j málningu 1. sept. n.k. Aðalstræti 20. 3ja og 4ra herb. | íbúð á 2. hæð og 3ja herb. íbúð | á 4. hæð. | Hlíðarvegur 35,3 herb. íbúð á 1. I hæð. I Mjallargata 8, einbýlishús ásamt ■ bílskúr, getur verið laus strax. Pólgata 5, 4 herb. íbúð á 1. hæð . í þríbýlishúsi ásamt íbúðarher- . bergi í kjallara og bílskúr. Pólgata 5,3 herb. íbúð á efri hæð j I þríbýlishúsi ásamt risi og kjall- | ara. Laus fljótlega. Lyngholt11,rúmlegafokheltein- | býlishúsásamttvöföldumbílskúr. | Stekkjargata 4, lítið einbýlishús. I BOLUNGARVÍK: I Skólastígur 12, 3ja herb. íbúð á I 1. hæð. Góð kjör. | Holtabrún 7, 2x130 ferm. ófull- | gert einbýlishús. Laust fljótlega. | Stigahlíð 2, 3 herb. íbúð á 2. I hæð. Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á ■ tveimur hæðum í parhúsi. Hlíðarstræti 20, nýlegt einbýlis- . hús. Hóll II, einbýlishús ásamt stórri ■ lóð. Holtabrun 2, 130 ferm. ófullgert | einbýlishús. Skipti möguleg á | eldra húsnæði í Bolungarvík. | SÚÐAVÍK: Njarðarbraut 8, einbýlishús úr | timbri, kjallari hæð og ris. ARNAR GEIR Í HINRIKSSON.hdl. ! Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 | /j / / /1 / 1 i /1 / / / / /\ / J, p 1/1 /j 1 / 1 ísafirdi sími 4414

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.