Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 2
vestfirska 2 vestfirska TRETTABLADtD vestíirska J rHETTABLADID Vestfirska fréttablaöiö kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 17:00. Síminn er 4011. Blaðamenn: Páll Ásgeirsson og Arnar Þór Árnason. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, (safirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan (srún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð kr. 140,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. SIMINN OKKAR ER 4011 fRETTABLADID Atvinnumál á Vestfjörðum rædd á fjórðungsþingi — Kaflar úr framsöguræðum MÖGULEIKAR SJÁVARÚTVEGSINS ALDEIUS ÚTRULEGIR Einar Kr. Guðfinnsson, Bolung- arvík, flutti framsöguerindi um sjá- varútveg og fiskvinnslu. Vitnaði hann í skýrslu sem fulltrúar Félags fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum rituðu í samráði við fulltrúa þing- manna Vestf jarða á siðasta vori. Er lýsing sú sem skýrslan gefur af stöðu sjávarútvegs og fiskvinnslu á Vestfjörðum mjög alvarieg og sagði Einar það ekki síst vegna þess, að Vestfirðir eru öðrum landshlutum fremur háðir sjósókn og fisk- vinnslu. Einar sagði, að í orði ríkti víðtæk stjómmálaleg samstaða með þing- mönnum allra flokka um almenna efnahagsstjóm í samræmi við yfir- lýsingar Sambands fiskvinnslu- stöðva. Á næstu vikum myndi koma í ljós hversu vel fæm saman orð og efndir. Þær efnahagsað- gerðir sem sjávarútvegsmenn legðu mest áherslu á væm eftirfarandi: „Stjómvöld verða að beita ströngu aðhaldi í peningamálum á þessu ári til þess að draga úr um- frameftirspum eftir vinnuafli, þenslu og launaskriði. í því skyni ber að leggja sérstaka áherslu á: Að heimildir til erlendra vöru- kaupalána verði ekki iýmkaðar og vandlega verði fylgst með því að núverandi heimildir verði ekki misnotaðar. Að séð verði til þess að banka- kerfið auki ekki erlendar lántökur að öðm leyti en sem samsvarar af- urðalánaviðskiptunum og að tryggt verði að nettóskuldastaða þjóðar- búsins breytist ekki við kerfis- breytingu afurðalánaviðskiptanna. Að staðið verði við lánsfjárlög og að lántökur ríkissjóðs, opinberra fyrirtækja og ríkisstofnana aukist ekki frá því sem þau mæla fyrir um. Að stefnt verði að því að helm- ingur lánsfjármagns í sjávarútvegi verði innlendur á hagkvæmum kjömm. Við gerð efnahagsáætlana fyrir árið 1986, ár útflutningsins, verði þess gætt að utanríkisviðskipti verði hallalaus og að skuldasöfnun erlendis verði stöðvuð. Lántökur opinberra aðila verði lækkaðar eft- ir þörfum til þess að ná þessum markmiðum. Komið verði á frjálsri verðmyndun á gjaldeyri.” Einar kom inn á það að stærri hluti mannafla gengi nú til starfa í þjónustugreinum og væri það ekk- ert sér-íslenskt fyrirbæri. Árið 1983 hefðu 14% íslendinga unnið við fiskveiðar og fiskvinnslu, en tölur fyrir Vestfirði sýndu að um 41,4% unnu við sjávarútveg það ár. Af því mætti ráða hið gríðarlega mikil- vægi sjávarútvegsins fyrir vest- firskar byggðir umfram önnur landssvæði. í uppbyggingu þessarar atvinnu- greinar. Tækifærin munu bíða okkar í nánustu framtíð. En til þess að við getum „gripið þau greitt” þarf að búa greininni þau efna- hagslegu starfsskilyrði, að hún sé þess megnug. Á því veltur efna- hagsleg gifta okkar litlu þjóðar. að sér þessa verkþætti. Hér gæti verið um hlutafélag að ræða sem væri í eigu hagsmunaaðila þ.e.a.s. málm- og rafiðnaðarfyrirtækja, fiskvinnslufyrirtækja og annarra sem gætu miðlað af þekkingu sinni. Starfsmenn fyrirtækisins væru hugsanlega þrír, einn markaðs- maður og tveir tæknimenn. Áhersla yrði lögð á að koma með heildar- lausnir. Öll þróunarvinna yrði unnin í nánu samstarfi við notend- ur og framleiðendur. Framleiðsla íhluta og samsetning yrði í höndum hluthafanna sjálfra. Ég tel ekki að það ætti að vera vandkvæðum bundið að fjármagna svona fyrirtæki. I dag er tiltölulega jákvætt andrúmsloft gagnvart ný- iðnaðarhugmyndum og t.d. á að vera hægt að fá nýstofnað þróun- Fyrsta loðnan á vertíðinni kom til Bolungarvíkur s.l. mánudag. Smáauglýsingar TIL LEIGU Til leigu er 3 til 4 herbergja íbúð i Holtahverfi. Tilboð sendist í pósthólf 334 á ísafirði fyrir 16. september n.k, ATVINNA ÓSKAST Óska eftir atvinnu í október- mánuði. Flest störf koma til greina. Jóna Benediktsdóttir. Upplýs- ingar á Galtarvita gegnum loft- skeytastöð. HÆ Ég heiti Steini og er fimm ára. Um daginn eignaðist ég litið, blátt tvíhjól sem heitir Vi-Vi. Núna er ég búinn að týna hjól- inu. Þeir sem gætu hjálpað mér, eru beðnir að hringja í síma 4186. BLAKSTELPUR! Förum að byrja. Tilkynnið þátttöku. Nýjar velkomnar. Upplýsingar hjá Fríðu, sími 3178 og Rögnu, sími 4368 á kvöldin. ÚRBEINING Nú um sláturtíðina úrbeinum við nautakjötið og pökkum fyrir þá sem vilja. Hafið sam- band og athugið hvað við get- um gert fyrir ykkur. Lágt verð, góð þjónusta. Hafið samband við Helga eða Gest í síma 4006. GOÐUR BÍLL TIL SÖLU Til sölu er bifreið af gerðinni Datsun 120Y station, árgerð 1977. Er í góðu standi, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 7309. TAKIÐ EFTIR Sá sem tók bláa dúnúlpu af snúrunum við Túngötu 18, laugardagskvöldið 31. ágúst s.l., vinsamlegast skili henni á sama stað. ÍBÚÐ ÓSKAST Óskum eftir lítilli íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 3341 á kvöldin. ÓSKA AÐ KAUPA BÍL Óska eftir að kaupa ódýran bíl. Verðhugmynd ca 100.000. Upplýsingar í síma 4329. 2 BÍLAR TIL SÖLU Rússajeppi Gas 69 diesel með mæli og AMC Hornet, árgerð 1974. Upplýsingar í síma 4152. TIL SÖLU hringstigi. Verð kr. 25.000. Upplýsingar í síma 4152. TIL SÖLU Vel með farin borðstofuhús- gögn úr furu. Skápur með gleri, stækkanlegt borð og 6 stólar. Upplýsingar í síma 3676. TIL SÖLU ný Honda MTX 80 CC. Hentug til nota í vinnu. Upplýsingar í síma 3721. Einar fjallaði um þá þróun sem átt hefði sér stað í sjávarútvegi á allra síðustu árum, kvótakerfið, aukningu rækjuveiða, gámaflutn- ingana og fjölgun frystitogara, og ályktaði sem svo, að við værum að sigla í gegnum ákveðið breytinga- tímabil í útgerðarháttum okkar. Þessi þróun kallaði á ákveðið end- urmat innan sjávarútvegsins. I lok erindis síns sagði Einar: „Ég hefi mjög rætt um nauðsynina á aukinni tæknivæðingu. Ég hefi ennfremur komist að þeirri niður- stöðu að gámaútflutningur á fersk- um fiski og aukning í útgerð frysti- togara væri viðvarandi ástand. Allt þetta hlýtur að kalla eftir skýrari svörum • á þessum vettvangi við spurningunni hvort þessi þróun muni ekki leiða af sér atvinnubrest í kjördæmi þar sem lífsafkoman byggist svo mjög á störfum í hinni hefðbundnu fiskvinnslu. Ég er þeirrar skoðunar að engin ástæða sé til að óttast slíkt. Reynsl- an hefur sýnt að þróunar og út- þenslumöguleikar sjávarútvegsins eru aldeilis ótrúlegir. Þvert ofan í svartagallsraus liðinna ára, þá er sjávarútvegurinn enn atvinnugrein sem getur fætt af sér ný atvinnu- tækifæri. Möguleikamir eru allt í kring um okkur, ef við bara höfum þekkingu og fjármuni til þess að nýta okkur þá. Einstök staða okkar á öflugustu fiskmörkuðum heims vestan hafs og austan, ásamt mikilli verkþekkingu hér innanlands gerir stöðu okkar á margan hátt ein- staka. Þess vegna fer því svo víðs fjarri, að sjávarútvegurinn sé á nokkurn hátt „atvinnugrein gærdagsins”, eins og stundum hefur verið gefið í skyn. Þvert á móti bendir allt til þess að á næstu árum eigum við eftir að sjá margvíslegar breytingar UPPBYGGING IÐNAÐAR Á VESTFJÚRÐUM Sturla R. Guðmundsson, deildar- stjóri hjá Iðntæknistofnun íslands, flutti framsöguerindi um uppbygg- ingu iðnaðar á Vestfjörðum. Skýrði hann frá þvf að hann og Örn Jóns- son frá Iðntæknistofnun hefðu ferðast um Vestfirði og heimsótt öll helstu fyrirtæki. Tilgangur ferðar- innar hefði verið að kanna stöðu fyrirtækjanna og framtíðaráform og möguleika. Þrátt fyrir einhæft atvinnulff hefði komið þeim á óvart fjölbreytileikinn, en leitt hefði verið að sjá hve lítill hluti hans væri ís- lenskur, þótt ánægjuiegar undan- tekningar væri að finna. Um fram- tíðaruppbyggingu iðnaðar á Vest- fjörðum sagði Sturla: Skoðun mín er sú að það eigi að leggja megináherslu á að byggja upp framleiðsluiðnað í nánum tengslum við sjávarútveginn sem nýtir sér þá þekkingu og það hrá- efni sem til staðar er. Sem dæmi um slíkan iðnað má nefna: Matvæli, fullvinnslu á matvælum, málm- og rafeindaiðnað, tækja- búnað til fiskvinnslu, upplýsinga- iðnað og hugbúnað. Ef við tökum til dæmis málm- iðnaðarfyrirtækin og skoðum þau aðeins, þá kemur í ljós að þau eru smá og hafa hingað til lagt áherslu á viðgerðir og sérsmíðar. Fæst þeirra hafa mannskap, tíma eða fjármuni til að þróa vélar og fá þær prófaðar áður en fjöldaframleiðsla hefst. Að markaðssetja vöru, t.d. á erlendan markað krefst mikillar þekkingar og er mjög kostnaðar- samt, og er ekki á færi lítilla fyrir- tækja. Því hefur sú hugmynd komið fram að stofnsett verði þróunar- og markaðsfyrirtæki sem taka myndi arfélag Islands til að leggja fé á móti heimamönnum. Uppbygging nútímaiðnaðar krefst sérfræðiþekkingar því er mikilvægt að skólakerfið sé í farar- broddi. Eg tel að þurfi að koma upp öflugum Verk- og tæknimennta- skóla á Vestfjörðum. Það gæti orð- ið til þess að auka áhuga ungs fólks á iðn- og tæknimenntun auk þess sem kennarar skólans gætu tekið að sér að leysa ýmis tæknileg verkefni. I þessu sambandi má hafa í huga breytingu á áherslusviðum Menntaskólans á Isafirði. Að lokum, til að ná árangri í hinni gífurlegu hörðu samkeppni sem alls staðar ríkir í heiminum í dag verða menn að vera fremstir hver á sínu sviði. Styrkur Vestfirð- inga liggur í sjávarútveginum og greinum honum tengdum. Þar haf- ið þið möguleika á að vera fremstir. HEFÐBUNDNAR BÚGREINAR ÁFRAM UNDIRSTAÐA Engilbert Ingvarsson, Mýri, flutti framsöguerindi um landbúnað á Vestfjörðum á Fjórðungsþinginu. I máli hans kom fram, að á tímabilinu 1971 — 1983 hefði hlutfall mannafla í landbúnaði á Vestfjörðum lækkað úr 21,6% í 7,0%. Á svipuðu tímabili, eða frá 1973 — 1984, hefði býlum fækkað úr 351 í 301. Þó hefði framleiðsla í hefðbundnum búgreinum ekki dregist mikið saman og því sýnilegt að framleiðniaukning hefði orðið veruleg. Þessar greinar yrðu áfram undirstaða að dreifbýlisbyggð á Vestfjörðum, en efla þyrfti annað atvinnulíf til þess að treysta tekju- öflun og búsetuskilyrði svo grund- völlur gæti orðið fyrir eðlilegt Framhald á bls. 3

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.