Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 4
4 Leikskóli v/Hlíðarveg 3 stöður starfsmanna eftir hádegi eru laus- ar til umsóknar. Um er að ræða 65% störf. Upplýsingar veitir Jóhanna Hlöðversdóttir í síma 3185.___________________ Dagheimili og leikskóli v/Eyrargötu 3 stöður starfsmanna eru lausar til um- sóknar. Um er að ræða heilar stöður, en hlutastörf koma einnig til álita. Upplýsingar veitir Ragnhildur Sigmunds- dóttir í síma 3685.____________ Dagmæður Dagmæður óskast nú þegar á ísafirði og 1 Hnífsdal. Upplýsingar í síma 3722._______ Heimilisþjónusta Starfsmaður óskast í 75% — 100% starf í heimilisþj ónustu. Upplýsingar í síma 3722._______ Húsnæði óskast! 75 — 100m2 íbúð eða eldra hús, helst á Eyrinni, óskast til leigu fyrir starfsmann ísafjarðarkaupstaðar. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 3722. ______________Félagsmálastjórí. íþróttahúsið, ísafirði verður opnað fyrir almenna tíma þann 16. september n.k. _______________íþróttafulltrúi. Kvöldskólinn á ísafirði — Fræðsla fullorðinna — Framlengdur er frestur um stöðu forstöðu- manns til 27. september n.k. Upplýsingar um starfið veitir formaður skólanefndar grunnskólans, í síma 3580. ____________________Skólanefnd. Grunnskólinn á ísafirði Innritun barna í forskóladeild fer fram mán- udaginn 16. september og þriðjudaginn 17. september, kl. 13:00 — 15:00. F oreldrar vinsamlegast hringið í síma 3031, eða komið í skólann og látið skrá börn ykkar. Skólastjórí. VEGAGERÐ RÍKISINS HEFURÐU ÁHUGA Á VEGAGERÐ? Vegagerð ríkisins, ísafirði óskar að ráða veghefilsstjóra. Einhver reynsla af vélum æskileg, en aðal- atriðið er að fá áhugasaman mann til starfa. Upplýsingar um starfið veitir Björn Jóhann- esson, verkstæðisformaður og Kristinn Jónsson, rekstrarstjóri, Vegagerð ríkisins, Dagverðardal. V egamálast j óri. vestfirska I FRETTABLADID Það var á sólfögrum föstudegi fyrir allnokkru síðan, að fréttasnápur Vf. sat bældur í huga yfir ritvélinni og grét tíðindaleysið á þessum veraldarútnára. farþegar á einum Þá hringdi síminn og í tólinu mátti þekkja engilblíða rödd Torfa Einarssonar rekstrar- stjóra flugfélagsins Ernis. En Torfi er einna mestur neftó- baksmanna núlifandi, og tekur upp í sig. En það eru aðfarir sem flest venjulegt fólk þarf að sjá til þess að trúa. „Heyrðu elskan”, sagði Torfi, „ má ekki bjóða þér í stutta flugferð. Við þurfum að fara smáskreppu.” Fréttasnápur tók snarlega gleði sína á ný og tölti inná flugvöll. Lagt var af stað frá ísafirði kl. 13:00 og farkosturinn ekki af verri endanum, nefnilega flaggskip félagsins TF-ORF sem flaug eins og nefið vísaði út fjörðinn og var stefnan sett á Akureyri. I flugstjórnasætinu sat Stefán Stefánsson vaskur maður og gætinn í hvívetna, enda Norðlendingur. Honum til halds og trausts í vinstra sæt- inu var Smári Ferdínandsson. í för með okkur voru fótbolta- kappar frá ÍBÍ., voru þeir á leið norður til þess að berja á Akur- eyringum í fótbolta. Báru þeir sig karlmannlega og virtust hvergi smeykir við Akureyring- ana, enda kannski engin ástæða til. Við stungum okkur úr 9000 feta hæð gegnum þykka skýja- hulu, til lendingar á Akureyri. Var höfð örstutt viðdvöl, og síðan svifið í loftið á ný og var nú förinni heitið til Sauðár- króks, en það er höfuðborgin í Skagafirði og heitir „Sheep riv- er hook” á útlensku. Þar var sama skýjaþykknið og sást ekk- ert til byggða, fyrr en flugvöll- urinn skaut allt í einu upp koll- inum rétt við nefið á vélinni. Þar voru mættir á vellinum starfsmenn Hólalax hf. með farþegana 20.000 talsins og voru þeir á leið til Arngerðar- eyrar. Hér var um að ræða laxaseiði sem íslax hf. hafði fest kaup á. Nú voru sætin tekin úr flugvélinni og þeim staflað aft- ast. Laxaseiði eru flutt í plast- pokum, og svamla þau í vatni og sterkri súrefnisblöndu. Pok- unum var staflað á gólfið og síðan haldið af stað. Smári að- stoðarflugmaður bauð farþeg- Stefán flugstjóri lítur yfir hópinn með velþóknun.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.