Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 4
vestfirska I FRETTABLADra PÓSTUR OG SÍMI Lausar stöður Laus er 50% staða póstafgreiðslumanns og staða línumanns/símsmiðs. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember. Upplýsingar veitir umdæmisstjóri. PÓSTUR OG SÍMI, ÍSAFIRÐI Til bama og foreldra í ísafjarðarprestakalli Kirkjuskólinn er hafinn og verður eftirleiðis á laugardögum kl. 10.30 í Hnífsdalskapellu, kl. 11.15 í ísafjarðarkirkju og á miðvikudögum kl. 15.30 í félagsheimilinu í Súðavík. Á ísafirði ekur sem áður strætisvagn að og frá kirkju. Vagninn fer úr Holtahverfi kl. 11.00 og ekin verður gamla skólaleiðin um Hafraholt og Stórholt. PRESTUR. Nætnr- helmsókn í hljóðver Messur í Isafjarðar- prestakaUi í nóvember verða sem hér segir: 3. nóvember. Allraheilagramessa: Hnífsdalur kl. 11.00, ísafjarðarkirkja kl. 14.00. Minnst þeirra sem látist hafa á árinu. 10. nóvember: ísafjarðarkirkja kl. 14.00. Fjölskylduguðsþjónusta. Súðavíkurkirkja kl. 15.15. 17. nóvember. Kristniboðsdagurinn. ísafjarðarkirkja kl. 14.00. Altarisganga. 24. nóvember. Síðasti sunnudagur kirkjuársins. Hnífsdalskapella kl. 11.00. ísafjarðarkirkja kl. 14.00. Fjölskylduguðsþjónusta. PRESTUR. I GUTTO laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00 OPIÐ FYRIR ALLA I.O.G.T. húsið, sími 3172. Þegar þú kemur suður, þá tekur þú við bílnum frá okkur á Reykjavíkurflugvelli. Svo skilur þú hann eftir á sama stað, þegar þú ferð. GEYSIR Bílaleiga Car rental BORGARTÚNI 24 — REYKJAVÍK — SÍMI 11015 Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að isflrska hljómsveitin Grafík hefur slegið í gegn. Hér skrifa ég ísfirsk, því ég þykist vita að ísfirðingar telji sig eiga talsvert í þessari hljómsyeit... Tengsl þeirra við þetta slor-tónlistar-menningarpláss eru margvísleg og flókin. Hér slitu sumir þeirra barnsskónum, hér stigu þeir fyrstu sporin á sviði í ýmsum hljómsveitum. Allt frá því að þeir félagar sungu um húsið sem er að gráta alveg eins og ég, hefur leið þeirra legið upp á við. Mönnum er eflaust í fersku minni útsending sjónvarpsins úr Laugardal þar sem Helgi B jörnsson steig villtan dans fyrir aðdáendur sína íklæddur pilsi og söng um manninn sem er klæddur 1 kvenmannsföt. Það kom glöggt í Ijós þar að Grafík á miklu fylgi að fagna meðal yngstu aldursflokka. Þeir kumpánar eru nýverið koinnir heini frá Kaupmannahöfn þar sem þeir tróðu upp fyrir hönd mörlanda í sameiginlegum samnorrænum konsert, nefndum NOR-RQKK. Þeir sitja nú um þessar mundir í stúdíói, eða hljóð- veri, eins og það heitir á spariíslensku, og eru að leggja síðustu hönd á plötu sem á að koma út á næstunni. Blaðamaður Vf. sat með þeiin seinni part úr kvöldi og fram á nótt og fylgdist með því sem fram fór. Nú er þetta ekki nákvæm lýsing á því hvernig svona vinna gengur fyrir sig, þegar hér er komið sögu var grunnur kominn að tónlistinni inn á band. Það eru grunnhljóðfærin, bassi og trommur. Það sem lá fyrir þessa umræddu nótt var að spila inn gítarleik. Sá eini úr hljómsveitinni sem mættur var til leiks var því Rúnar Þórisson gítarleikari. Samtal þetta átti sér stað í Stúdíó Mjöt sem er á Klappastíg í Reykjavík. Einnig var þarna viðstaddur hinn ómissandi upptökumeistari sem stýrir tökkum og tækjum af mikilli kúnst, þetta er rauðhært heljarmenni ættað austan af fjörðum úr annarri háborg tónlistar á landsbyggðinni, nefnilega Norðfírði. Tryggvi Herbertsson heitir maðurinn og hafði ýmislegt til málanna að leggja enda skynsemdarpiltur og greinilega aðdáandi Grafíkur númer eitt. Þetta viðtal hófst yfír kaffibolla og við fórum að tala um væntanlega plötu... MJÖT HREPPTI HN0SSIÐ — Hverjir gefa plötuna út? Það er Stúdíó Mjöt, að vísu eru þetta aðskilin fyrirtæki, það er að segja dreifingin og stúdíóið. Það voru viðræður í gangi við aðra aðila en þeir höfðu flestir að- eins áhuga á að dreifa plötunni ekki að gefa hana út. Við reiknum með að í þetta fari um það bil 200 stúdíótímar, en það eru aðeins fjögur lög sem eru tekin upp hér í Mjöt. önnur fjögur voru tekin upp í Hljóðrita í sumar. Það er ekki búið að ákveða hvað platan á að heita en hún á að koma út í kringum 20. nóvember. — Er þetta ólíkt því sem þið hafið verið að gera? Þetta er náttúrulega ákveðin þróun. Ég held að það sem við höfum unnið héma í Mjöt verði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.