Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 31.10.1985, Blaðsíða 6
vestfirska FRETTABLAÐID Sembaltónlelkar Opið á laugardögum kl. 10:00—13:00 Blómabúðin Sími 4134 Síminn okkar er 4011 Helga Ingólfsdóttir, semballeikari. Á þessu árí eru liftin 300 ár frá fæðingu þríggja tónsnillinga, J.S. Bachs, G.F. Hándels og D. Scar- lattis, og hefur Evrópuráðift helgaft þetta ár tónlistinni af því tilefni. Tónlistarfélag ísafjarðar vill minnast þessa afmælisárs með því að gangast fyrir Bachtónleikum í Isafjarðarkirkju n.k. sunnudag kl. 17.00. Þá mun Helga Ingólfsdóttir semballeikari leika verk eftir J.S. Bach, en hún hefur einmitt sérhæft sig í flutningi verka hans. Helga er landsmönnum að góðu kunn fyrir list sína. Hún lauk ein- leikaraprófi í semballeik frá Tón- listarháskólanum í Múnchen árið 1968, en síðan hefur hún sótt ýmis námskeið í semballeik og túlkun barokktónlistar. Hún hefur haldið mikinn fjölda tónleika bæði hér heima og erlendis og leikið inn á 3 hljómplötur. Árið 1975 hóf hún, á- samt Manuelu Wiesler, „Sumar- tónleika í Skálholti” og hlutu þær Menningarverðlaun Dagblaðsins fyrir þá árið 1980. Helga mun einnig halda nám- skeið á vegum Tónlistarskóla ísa- fjarðar dagana 2. og 3. nóvember fyrir tónlistarkennara og eldri nemendur í túlkun barokktónlistar, einkum með verk Bachs í huga. Tónleikar Helgu á sunnudaginn eru 2. áskriftartónleikar Tónlistar- félags Isafjarðar á þessu starfsári, en að sjálfsögðu er öllum heimill aðgangur og verða aðgöngumiðar seldir við innganginn. Þeir, sem ekki hafa þegar sótt áskriftarkort sín, geta vitjað þeirra hjá Gunn- laugi Jónassyni í Bókaverzlun Jón- asar Tómassonar. Ætla má, að mörgum leiki hugur á að nota þetta einstaka tækifæri til að heyra Helgu leika á sembalinn snilldarlega tónlist meistara Bachs og fjölmenni í Isafjarðarkirkju á sunnudaginn. Veitingahús Skeiði © 4777 OPIÐ: Fimmtudag .......kl. 21.00 — 23.30 Föstudag.........kl. 19.00— 3.00 Laugardag........kl. 19.00— 3.00 Sunnudag ........kl. 21.00 — 23.30 Helgarmatseðill 1. — 2. nóvember 1985 ★ FORRÉTTIR: ★ Rjómakremuð súpa Miss Betsy — • — Djúpsteiktur humar Orly m/tartarsósu ★ AÐALRÉTTIR: * Innbakaðir sjávarréttir i butterdeigi — • — Marinerað lambainnlæri m/piparsósu — • — Ofnsteikt villigæs m/einiberjasósu — • — Sýrópssteikt, reykt grísakótiletta m/rauðvínssósu — • — Camembertfyllt nautabuffsteik m/sherrybættri sósu ★ EFTIRRÉTTUR: ★ Vanilluís m/sósu Mozart Matur framreiddur frá kl. 19.00 Símar 4777, 3221 og 3850 Upppantað í mat laugardag /if NORSKU NÆLON LUFFURNAR ERU KOMNAR VERÐ FRÁ KR. 270,- Nú bjóðum við sjónauka í Sporthlöðunni Margar stærðir og qerðir Verðsýnishorn: 7X35 8X40 7X50 8x21 í vasann 8x56 vatnsheldur 7x50 næturgler kr. 2.875, kr. 3.030, kr.f.540, kr.5.23 krA20P, kr;|É4l 'V, KARHU kuldaskór Léttirog þægilegir Stærðir 36 tii 47 Verð kr. 2.250,- I SPORTHLAÐAN H.F. SILFURTORGI 1 400 ÍSAFIRÐI SÍMI 4123

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.