Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 28.11.1985, Blaðsíða 8
JÓLABÆKUR Nýju bækurnar streyma nú að Þær liggja frammi í Bókhlödunni á 2. hæð. Gerið jólainnkaupin tímanlega. Það er hagkvæmt fyrir báða. BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR SÍMI3123 ÍSAFIRÐI vestfirska FRETTABLAflD ERNIR ? ISAFIROI Símar 3698 og 3898 BILALEIGA hefur heyrt Kindur hamla flngi - FlugYÖIIurinn á Patreksfirði varla fjárheldur Að ríkisstarfsmaður á Vest- fjörðum sem starfa síns vegna hefur bíl til umráða, hafi keypt 1000 lítra af bensíni á þriggja vikna tímabili nýverið. Sé þetta þriggja vikna notkun og framreiknað til ársnotkunar kemur í Ijós að viðkomandi starfsmaður eyðir 600 þús- und krónum á ári í bensín, sem er nokkuð drjúgt, sé tek- ið tillit til þess að hann þarf aldrei að fara á milli fjarða. Að útlit sé fyrir mikia fjölgun refabúa á ísafirði. Bygging tveggja búa er langt komin sem kunnugt er og nú liggja fyrir bæjarráði umsóknir um ióðir undirtvö slík bú í viðbót. Það er þvf útlit fyrir 100 pró- sent aukningu í greininni fáist umsóknirnar samþykktar. Um helgina unnu björgunar- sveitarmenn á Patreksfirði við að girða flugvöllinn þar og gera hann fjárheldan, en nokkur brögð höfðu verið að þvf að kindur sæktu inn á völlinn. Skapaðist af þessu talsverð hætta og í síðustu viku stóð tii að fella niður póstflugið frá Isafirði til Patreksfjarðar vegna þessa. Af því varð þó ekki þar eð lögreglan á Patreksfirði sá um að smala vallarsvæðið. Þetta vandamál á rætur sínar að rekja til þess að þegar slegin var sandgræðsiugirðing sem þama er skemmdist girðingin kring- um flugvöllinn og var þá greið leið fyrir kindur um brautina, en sandgræðslugirðingin hafði verið notuð nokkuð til beitar frá nærliggjandi bæjum. Aðeins einn starfsmaður er á flugvell- inum á Patreksfirði og er vall- arsvæðið erfitt yfirferðar og nær ógerlegt fyrir einn mann að smala það ef ekki er fjárheld girðing um svæðið. V estfir ðingar enn efstir — Guggan á toppnum AÐ til standi aö gefa dagvtst- unarheimilum á Isafirði nöfn. Hafa heyrst ýmsar tillögur sem flestar hníga í sömu átt. Þar á meðal eru nöfn eins og Villingaholt, Grenjaðarstaðir, Gaulverjabær... Að krosstré bregðist eins og aðrir raftar. Þannig hugsi fyrrum formaður flokksfélags Alþýðubandalagsins sér að fara út íeinkarekstur, en hann vill ásamt tveimur vinnufélög- um sínum annast rekstur skíðaskálans á Seljalandsdal á vetri komanda. Munu þeir félagar ætla að nota þessa aðferð til þess að drýgja tekj- ur sínar hjá því opinbera, en þeir eru allir menntaskóla- kennarar. f nýlegri skýrslu LÍÚ yfir afla og aflaverðmæti togaranna kemur fram að Guðbjörg fS er enn í efsta sæti. Skýrslan tekur yfir tímabilið frá áramótum til ágústloka og á þeim tíma er meðalskiptaverðmæti Guðbjargar tæpar 279 þúsund krónur á hvem úthaldsdag. Heildaraflamagn var 3.607 tonn á þessum tíma. Harðbakur EA var með nákvæmlega sama tonna- fjölda á sama tíma en meðal- Á fundi sínum í gærkvöld sam- þykkti bæjarstjórn ísafjarðar að skora á hlutaðeigandi yfirvöld að hefja nú þegar undirbúning að starfrækslu landshlutaútvarps á Vestfjörðum, sem starfaði með líku sniði og ríkisútvarpið á Akureyri og byrjað yrði nú þegar með því að skiptaverðmæti á hvern úthaldsdag var hins vegar aðeins tæpar 166 þúsund krónur. Næstur Guðbjörgu í meðalskiptaverðmæti var Júlíus Geirmundsson fS með um 228 þúsund krónur á dag en afli hans var 3.025 á þessu tímabili. Þriðja aflahæsta skipið frá áramótum til ágústloka var Ottó N. Þorláksson með 3.568 tonn en meðalaflaverð- mæti á hvem úthaldsdag um 184 þúsund krónur. ráða fréttamann við Ríkisútvarpið með aðsetur og starfssvið á Vest- fjörðum. Tillagan, sem Þuríður Péturs- dóttir flutti utan dagskrár var sam- þykkt samhljóða af öllum við- stöddum bæjarfulltrúum. Landshlutaútvarp á Vestfjörðum? r 'POLLINN1 Tilboð á jólastjörnun Verð aðeins kr. 300,- Aðventuljós í stórkostlegu úrvali Verð frá kr. 910,- Verslun, sími 3792 Rafþjónusta, sími 3092 Kvenfélagið Hlíf: Gefur skólanum myndbandstæki Kvenfélagið Hlíf á fsafirði af- henti hinum nýja Grunnskóla á fsafirði góða gjöf á siðasta fimmtudag. Kvenfélagskonur gáfu skólanum forláta myndbandstæki og skjá. Helga Sigurðardóttir afhenti gjöfina fyrir hönd kvenfélagsins. Það var Jón Baldvin Hannesson skólastjóri sem veitti gjöfinni við- töku, og flutti hann kvenfélaginu þakkir sínar. Athöfn þessi fór fram í Húsmæðraskólanum Ósk, og að afhendingu lokinni var sýnd þar vi- deo upptaka frá kynningardegi í Grunnskólanum. Þessar ungu stúlkur frá Súðavík héldu nú um daginn tombólu til styrktar Rauða krossi íslands. Söfnuðu þær 1320 krónum og komu við hjá fréttablaðinu á leið sinni til fulltrúa Rauða krossins. Stúlkumar heita Belinda Ýr Hilmarsdóttir, Guðrún Elvarsdóttir, Steina Björk Jónatandsóttir, Lína Þóra Friðbjömsdóttir og Hulda Hrönn Frið- bjömsdóttir. Rækjuveiði hefur verið dræm frá því að veiðar voru leyfðar að nýju. Fæstir bát- arnir hafa náð að veiða upp í skammtinn sinn, nema hvað allir Súðavíkurbátarnir klár- uðu sinn skammt. f síðasta afladálki var fariö rangt með afla Framness fs, hann var sagður hafa verið 10 tonn en rétt tala mun hafa verið 32 tonn. Það má segja að það sé orðin undantekning ef togar- ar koma ekki inn á mánudegi, en það mun vera til að ná í skip með þann fisk sem fluttur er út í gámum. Línuveiði gengur nokkuð vei og eru iínubátarnir að fá þetta 11 — 12tonn ádag, og uppundir40 — 50 tonn á viku. GUÐBJARTUR landaði á mánudaginn um 130 tonnum. GUÐBJÖRG kom inn á mánudaginn með rúmfega 150 tonn, af því fóru fimmtíu tonn í gáma. PÁLL PÁLSSON landaði 126 tonnum á mánudag, þar af fóru tæplega fimmtíu tonn í gáma TÁLKNFIRÐINGUR landaði 91 tonni á mánudaginn, af því var helmingur þorskur, en af- gangurinn var mest gráiúða. GYLLIR landaöi á ÍSáfirði á sunnudaginn í tvo gáma, og á mánudaginn landaði hann á Flateyri. Hann veiddi alls 48,6 tonn í túrnum. BESSI iandaði um 90 tonnum af blönduðum afla á mánu- daginn SIGUREY seldi í Þýskalandi í síðustu viku, er enn ekki far- inn á veiðar. DAGRÚN landaði á mánu- daginn 130 tonnum, þar af voru 110 tonn af þorski. HEIÐRÚN kom inn á mánu- dag með 80 tonn, mest þorsk. FLOSI var með um 40 tonn. ÞRYMUR fékk 36 tonn í síð- ustu viku. SLÉTTANES landaði á þriðjudag 104 tonnum á Þingeyri, en hafði áður land- að 75 tonnum í Hafnarfirði. GÍSLI PÁLL fékk 5 tonn í síð- ustu viku. GUÐMUNDUR B. ÞORLÁKS- SON fékk 2,5 tonn í síðustu viku. BÍLALEIGA Nesvegi 5 - Súöavik S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 - V/Miklatorg S 91-25433 Afgreiösla á ísafjarðarflugvelli S 94-4772 Sendum bílinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.