Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 7
y vestfirska TTA8LA0ID 7 Fréttaskýring eftir Jón Ðirgi Pétursson Skýrsla Flugslysaneftidar og FlMgmálastjómar vegna flugslyssins í Ljósufjölliim: Veðurstofan ein hafði réttu upplýsingarnar um hvernig veðrið í rauninni var — Flugmannsmistök, segir skýrslan, þegar ekki er annað að sjá en að hann hafí í einu og öUu farið eftir reglunum Nýbirt skýrsla Flugslysa- nefndar og Flugmálastjómar vegna flugslysslns í Ljósufjöll- um 5. apríl á síðata árl hefur vaklð undrun og reiðl margra flugmálamanna hér vestra. Þyklr þar margt fullyrt, sem engan veglnn getl staðist. Elnkum þykir skýrslan og nlðurstöður hennar varpa sök á flugmann vélarinnar að ósekju. Fjölmlðlar í Reykjavík hafa birt nlðurstöðurnar hráar og vlrðast ekkl hafa spurt neitt nánar út í rannsóknlna. En sé skýrslan bylgjunum sem mynduðust um þetta leyti dagsins yfir Snæfells- nesfjallgarði, þegar TF-ORM átti leið um, nema þá e.t.v. Veðurstof- an. I skýrslunni segir m.a.: „Greinilegar fjallabylgjur voru yfir Snæfellsnesi og þær virtust hafa verið hvað atkvæðamestar á veðurtunglamyndum teknum kl. 12.29 og kl. 14.09. Vindur var að aukast á þessum tíma og samspil við breytingu bylgna, ásamt land- fræðilegum aðstæðum styrkti bylgjumyndun yfir Ljósufjöllum í þessari vindátt. hugmynd um það sem í vændum var. Mitt á upplýsingaöld virðast upplýsingar milli stofnana og fyr- irtækja ferðast of hægt. Nýjustu fréttir af bótum í þessum efnum, samvinnu Veðurstofu og Flug- málastjómar, eru bestu fréttir sem lengi hafa birst flugmálamönnum. Greinilegt er af fjarskiptum milli flugstjómarmanns og radarmanns í Reykjavík og eins viðskipti við flugmann TF-ORM að enginn uggði að sér. Flugmaðurinn heldur áfram för sinni þrátt fyrir að á móti blási og hann „rétt tommi áfrarn" lesin, hljóta að vakna áleitnar spumingar. LAGT UPP (GÓÐRI TRÚ. Vestfirska fréttablaðið hafði tal af Grími Jónssyni, flugumferðar- stjóra, en hann var á vakt í flug- tuminum á Isafjarðarflugvelli þeg- ar flugvélin TF-ORM hélt upp frá flugvellinum laugardaginn 5. apríl 1986 kl. 12.30. Grímur var spurður um þá staðhæfingu sem fram kem- ur að flugmaðurinn hafi ekki kynnt sér veður á flugleiðinni sem skyldi. „Það er útilokað annað en að flugmaðurinn hafi kynnt sér veður eins og best hann gat. Hann kann- aði veður á tölvunni hjá Flugleið- um hér í byggingunni, það eru nýj- ustu fréttir frá Veðurstofunni hverju sinni, þetta hlýtur að vera staðfest í skýrslunni. Svo þykir mér afar ósennilegt annað en að hann hafi hringt suður til að fá nánari fréttir. Þetta veit ég ekki með vissu, en þykir það afar sennilegt.“ — Hvemig var veðrið á Isafjarðar- flugvelli, þegar vélin fór í loftið? „Það var frekar ljúfur vindur miðað við flugvélategund mundi ég segja og ekkert til fyrirstöðu að fara í loftið. Á flugleiðinni til Reykjavíkur var heldur hvergi meiri vindur en 45 hnútar sam- kvæmt þeim upplýsingum sem fyr- ir lágu.“ UPPLÝSINGAR SEM LÁGU FYRIR EFTIR SLYSIÐ Ljóst er að flugvélin hefur hreppt talsverðan mótvind yfir Breiðafirði og sóttist flugið seint. Samkvæmt flugáætlun flugmannsins reiknaði hann með að lenda í Reykjavík eftir 57 mínútna flug. Slysið í Ljósufjöllum varð hinsvegar eftir 56 mínútna flug frá Isafirði. Ljóst er að enginn vissi af fjalla- TF-ORM. Veðurstofan telur, að bylgju- lengdin hafi verið nokkuð breyti- leg, en milli gervitunglamynda sem teknar vom kl. 12.29 og 14.09, virðist hún hafa aukist úr 18 km í 27 km og það þykir benda til þess að vindur í fjallahæð (700—1200 m) hafi verið 60—65 hnútar kl. 12.29, en allt að 80 hnútar kl. 14.09, og þá líklega nálægt hámarki. Þá hafi hraði loftsins í upp- og niður- streymi í bylgjunum verið 1800 til 2400 fet/ mín. og miklu meira í niðurstreyminu yfir norðanverðum fjöllunum. Einnig telur Veðurstofan, að all- sterkur „rotor“ eða hvirfilský, hafi verið í fyrstu hlébylgju norðan Ljósufjalla og hefur leið flugvélar- innar legið gegnum bylgjuna ná- lægt Stykkishólmi. Þá segir einnig í skýrslu Veður- stofunnar að líklegt megi telja að skýjatoppar á flugleið TF-ORM hafi verið í u.þ.b. 8000 til 11000 feta hæð. Frostmark líklega í 3000 til 3500 feta hæð í bylgjutoppum yfir Breiðafirði. Líklegt sé að allmikil ísing hafi verið í bylgjutoppum yfir Breiðafirði. Líklegt sé að allmikil ísing hafi verið í bylgjutoppunum, einkum í fyrstu hlébylgju og í efri hluta rotorsins í henni. Veðurstofan segir ennfremur að sé tekið tillit til fráviks frá málhita og áhrifa vindsins, sem streymdi yfir fjallgarðinn, þá hafi mátt reikna með því að í 5000 feta hæð norðan hans, hafi hæðarmælar TF-ORM sýnt 515 fetum hærri hæð en hún raunverulegá var í. Þessar upplýsingar lágu fyrir eftlr slysið. Enda þótt Veðurstofan kunni að hafa fengið upplýsingar um yfirvofandi hvassviðri og fjallabylgjur á svæðinu, þá er það víst að hvorki Flugstjóm í Reykja- vík, né heldur flugmenn, höfðu amir gera athugasemdir við það að flugvélin var komin yfir skoðun, þ.e. 18 tíma fram yfir 100 tíma skoðun og 10 tíma yfir 50 tíma skoðun. Þá hefur nefndin ýmislegt að segja um ástand vinstra hreyfils, og segir að það hafi ekki verið gott og „hugsanlegt að hann hafi ekki gengið á fullu afli er slysið varð“, eins og segir í skýrslunni. Ekki telur flugslysanefnd þó að það sé ástæð- an fyrir slysinu. Fram kemur gagn- rýni á vinnubrögð flugvirkja, en Flugfélag Norðurlands annast um allt viðhald og eftirlit með vélum Emis h.f. Hörður Guðmundsson flugmað- ur og einn eigenda Emis h.f. sagði um þetta: „Ég tel eins og margir að aðrir að FN sé með eitthvert al- besta viðgerðar- og eftirlitsverk- stæði sem til er hér á landi fyrir flugvélar. Þjónusta þeirra hefur verið afbragðs góð og ömgg. Flug- vélin var í besta lagi og alveg út í hött að kenna flughæfni hennar um slysið. Vélamar okkar fara á ca 3 vikna fresti í skoðanir og gangast undir þær viðgerðir sem gera þarf. Auk þess voru vélarnar skoðaðar daglega á Isafirði. Það er líka algjör undantekning að vélamar fari fram úr tíma. I þessu tilfelli held ég að vélin hafi verið komin 4 tíma fram yfir, þarna hafi orðið á mistök í færslum í leiðarbók. Allavega skiptir þetta ekki sköpum, flugvélin var í góðu lagi.“ VEL BÚIN ÖRYGGISTÆKJUM Þá kemur fram að flugvélin TF- ORM var vel búin öryggistækjum til atvinnuflugs og blindflugs. Hún hafði m.a. ísvarartæki á vængjum og á framrúðu flugmanns. Flug- vélin var búin hæðarmæli með radarsvara og radarsvarinn alltaf stilltur á málþrýsting 1013,2 mb. HVAÐA REGLUR GILDA? Það kemur dálítið á óvart að Flugslysanefnd og Flugmálastjóm skuli senda frá sér skýrslu þar sem sök er varpað á látinn mann. Margir spyrja þeirrar spumingar, hvaða reglur gilda um birtingu á niðurstöðum rannsókna sem þess- ara? Því miður eru slys af öllu tagi alltof algeng á Islandi, þar á meðal flugslys og óhöpp í fluginu. Ekki virðist Flugslysanefnd þó hafa neina viðtekna reglu á birtingu á niðurstöðum sínum. Stundum — stundum ekki. Hvað ræður? spyrja menn. Þeir sem eru harðastir telja að þessar birtingar eigi einkum við þegar minni aðilamir í fluginu eigi hlut að máli. Ekki skal neitt fullyrt neitt um þetta, en bent á að vinnu- brögð sem þessi geta ýtt undir þá skoðun að ekki séu allir jafnir í þessum efnum, sumir séu betur kynntir í flugráði en aðrir. Og eiga þar að sjálfsögðu við Flugleiðir, risann í flugmálum okkar. Að sjálfsögðu á flugslysanefndin að eiga sér fastmótaða reglu í þessu efni sem öðrum, enda vinnur hún án efa mikið og gott starf, oft við hinar verstu aðstæður. I þessu til- felli hefðu hún þó mátt láta eiga sig að kasta fram lítt rökstuddum full- yrðingum. eins og flugstjómarmaðurinn orðar það í símtali við radarmanninn, sem fylgist með flugvélinni á skermi sínum, enda ekkert óvenju- legt að flogið sé gegn stífum vindi. Ekki verður séð að hægt sé að réttlæta þau ummæli skýrslunnar um flugslysið að flugmaðurinn hafi ekki kynnt sér veður eða hann hafi ekki farið eftir ákvæðum flug- rekstrarbók Emis h.f. hvað varðar flug í sterkum vindi. Sama má segja um það atriði að þegar flugmaðurinn lækkaði flugið í lágmarkshæð fyrir blindflug, að hann hafi ekki tekið tillit til ytri aðstæðna, þ.e. vindstraumsins yfir fjallgarðinum. Eins og fyrr segir var bæði honum, svo og flugmálayfir- völdum ókunnugt um breyttar að- stæður á flugleiðinni. Hefðu réttar upplýsingar legið fyrir í Flugstjóm eða á ísafjarðarflugvelli, hefðu mál örugglega ekki þróast eins og þau áttu eftir að gerast. I skýrslunni segir að TF-ORM hafi verið flogið yfir fjöllin í lág- marksblindflugshæð. Sterkur vind- urinn hafi valdið hæðarmælis- skekkju eins og fyrr segir og raun- veruleg flughæð hennar aðeins rúmlega 1400 fet yfir hæsta hluta fjallanna. Er ekki sennilegt að Flugstjóm hefði beint flugvéhnni yfir á flug- leiðina fyrir austan þar sem lands- lag er lægra, hefði hún búist við því heljarveðri, sem flugvélin hefur lent í yfir fjöllunum? Á því getur vart nokkur vafi leikið. GETGÁTUR UM HREYFILBILUN I skýrslu flugslysanefndar og Flugmálastjórnar má lesa að hleðsla vélarinnar og þungamiðja hafi verið innan réttra marka, en hún hlaðin upp í hámark. Ennfremur kemur í ljós að aðil- Matar- hornið Það er Jarþrúður Ólafsdóttir kennari í Bolungarvík sem annast Matarhomið að þessu sinni. Einn vinsælasti fiskrétturinn á heimilinu er ýsa í rauðri rjóma- sósu, ódýr en frábærlega góður matur. í réttinn þarf eftirfarandi efni: 50 gr. smjörlíki 1 meðalstór laukur 1 gulrót 1 lárviðarlauf 1 tsk. salt Vi tsk. tarragon 2Vi dl. rjómi Vi dl. tómatsósa 500 - 700 gr. ýsa Bræðið smjörlíkið á pönnu. Gulrót og laukur er saxað fremur smátt og blandað smjörlíkinu ásamt salti, tarragon og lárviðar- laufi. Látið krauma í smjörlíkinu í 20 mín. Tómatsósu og rjóma er því næst blandað saman við og lár- viðarblaðið fjarlægt. Fiskurinn er skorinn í bita og settur út í sósuna. Hann er soðinn í sósunni við væg- an hita á opinni pönnunni. Þegar fiskurinn er soðinn, berið þið hann fram með soðnum hrísgrjón- um og grænmetissalati. Hvítl- aukssnittubrauð hentar einnig vel með rétti þessum. Skerið djúpar skorur í snittubrauðið á 5 cm. millibili og setið smjörklípu og svolítið lauksalt á milli sneiðanna. Bakið brauðið síðan stutta stund í velheitum ofni. Ég vona að ykkur bragðist rétt- urinn vel. Bestu kveðjur, Jarþrúður. Ég skora á Guðrúnu Bjarn- veigu Magnúsdóttur í Bolungar- vík að gefa ykkur góða uppskrift, en hún er mikill snillingur í mat- argerðarlist. Netagerð Vestfjarða Óskum að ráða starfsfólk til viðhalds og framleiðslu veiðarfæra. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 3413 Netagerð VestQarða Grænagarði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.