Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 2
2 ■iJ vestlirska TTABLADIO t 2 vestfírska Vestfirska fréttablaöið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30 Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00. Síminn er 4011. Blaðamaður: Páll Ásgeirsson. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, ritstjóri, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf., (safirði. Verð í lausasölu kr. 40,00. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað hálfsárslega eftirá. Oeigingjörn störf í þágu annarra Hið óeigingjama líknarstarf kvenfélaganna stendur á gömlum merg. I ys hverdagsins verðum við ekki mikið vör við starf þeirra, enda er það ekki stundað í auglýsingaskyni, heldur af samúð með okkar minnstu bræðmm. Fyrir skömmu var Kvenfélagið Ósk á ísafirði 80 ára gamalt. Það ötula félag hefur í gegnum árin barist fyrir og einbeitt sér að húsmæðrafræðslu, enda er hin glæsilega bygging húsmæðraskólans óbrotgjam minnisvarði um áratuga starf. Stutt er síðan kvennadeild Slysavamarfélagsins gaf slysavamarsveitinni Skutli flotbúninga. Það eru ófáar stórgjafimar sem slysavamarkonur hafa safnað fé til kaupa á, með frábærri elju og dugnaði. Konur úr kvenfélaginu Hlíf fara ekki sjaldnar en einu sinni í mánuði í heimsókn til íbúanna á elli- heimilinu á ísafirði. Þessar heimsóknir þeirra veita birtu inn í fábreytta tilveru hinna öldmðu, og em í sumum tilfellum einu heimsóknimar sem gamla fólkið fær. Nú styttist í hið árlega Hlífarsamsæti þar sem eldri borgumm er boðið til veislu. Vestfirska fréttablaðið ámar Ósk heilla á merk- isafmælinu. Það er von okkar að við megum um ókomin ár njóta krafta og óserhlífni kvenfélaganna við störf að líknarmálum. Sigurður Líndal með fyrirlestur Menningarráð ísafjarðar og Menntaskólinn á ísafirði hafa á- kveðið að fá Sigurð Líndal, pró- fessor við lagadeild Háskóla ís- lands til að halda almennan fyrir- lestur á ísafirði laugardaginn 21. febrúar 1987. Fyrirlesturinn verður haldinn í bókasafni Menntaskólans á ísa- firði og hefst kl. 15.30 (hálf- fjögur). Efnið, sem Sigurður ætlar að tala um, nefnist: „Hvemig er stjómskipun landsins að þróast? Eru tök Alþingis og ríkisstjómar á stjórnkerfinu að riðlast?" Eins og margir vita er Sigurður Líndal meðal áheyri- legustu og skemmtilegustu fyrirlesara þjóðarinnar. Þess má vænta að hann komi í erindi sínu m.a. að nýlegum deilumálum t.d. valdsvið bankastjóra og fræðslustjóra landsins. Svört skýrsla frá Verðlagsstofniin: HeUdsöluverð hærra á ísaflrði — Lítil samkeppni. Afkoma matvöruverslana rýr. Verðlagsstofnun gerlr reglu- legan samanburð á verðlagl í matvöruverslunum víðs vegar á landinu. Bygglst hann á verð- könnun á um 370 algengum vörutegundum. [ slíkri könnun á síðasta árl kom í Ijós að verðlag á ísaflrði og reyndar í Vestmannaeyjum var miklu mun hærra en annars staðar. Þóttl mönnum að mun- urlnn yrðl ekki skýrður á hefð- bundinn hátt með flutnings- kostnaði og meiri kostnaði við birgðahald í lltlum verslunum. Því var gerð sérstök rannsókn á verðlagl og verðmyndun á þessum tvelmur stöðum og hafa niðurstðður þeirrar rannsóknar verið gefnar út. Athugunin fór þannig fram að starfsmenn Verðlagsstofnunar könnuðu heildsölu og smásöluverð skv. innkaupanótum, áttu ítarlegar viðræður með stjómendulm fyrir- tækjanna og gerðu samanburð á upplýsingum frá ísafirði við upp- lýsingar annars staðar frá. Á ísafirði eru starfrækt þrjú um- boðs- og heildsölufyrirtæki með mat og hreinlætisvöru. Hvergi á landinu er jafn umfangsmikil starfsemi umboðs- og heildsölufyr- irtækja sé höfð hliðsjón af stærð markaðarins. Rekstur þeirra leiðir til margs konar hagræðis fyrir smásöluversl- animar. Kostnaður þeirra vegna birgðahalds er minni og flutnings- kostnaði haldið í lágmarki vegna magninnkaupa. Tekjur umboðsfyrirtækjanna myndast að mestu sem afsláttur frá framleiðendum og heildsölum. Einnig er nokkuð um beinan inn- flutning erlendis frá á ýmsum pakkavörum. Samkvæmt þeim gögnum sem athuguð voru var erlent innkaups- verð svipað á þeim vörum sem fluttar voru beint til ísafjarðar og á sams konar vörum sem fluttar voru inn af heildsölum í Reykjavík. Flutningskostnaður varanna til ísafjarðar erlendis frá var hins vegar hærri en til Reykjavíkur vegna flutningskjara þannig að hlutfallsleg heildsöluálagning sem var svipuð og í Reykjavík lagðist á hærra kostnaðarverð. Heildsölu- verð var þar af leiðandi hærra á ísafirði en í Reykjavík. Flutningskjör munu nú vera orðin sambærileg á ísafirði og í Reykjavík sem mun leiða til lægra kostnaðarverðs innfluttrar vöru á ísafirði. Verðlagning á gosdrykkjum á Isafirði sker sig úr verðlagningu annars staðar á landinu að Vest- mannaeyjum frátöldum. Umboðsmaður gosdrykkja á Isafirði leggur sérstaka álagningu á gosdrykkina auk þess sem hann fær umboðslaun í formi afsláttar frá verksmiðju. Hin sérstaka álagning umboðsmannsins veldur því að gosdrykkjaverð þar var með því hæsta á landinu á síðasta ári. Lítil bein verðsamkeppni er á milli matvöruverslana á ísafirði. Verðmunur milli verslana er all- nokkur. Þrátt fyrir þjónustu sem millilið- irnir veita sem ætti að geta minnk- að kostnað smásöluverslana, hefur álagning ekki lækkað heldur hækkað í sumum tilvikum. Þrátt fyrir kostnaðarsparandi þjónustu milliliða og háa smásölu- álagningu er afkoma matvöru- verslana á ísafirði rýr. Ómarkviss innkaupastefna veld- ur því í einstaka tilfelli að veltu- hraði vörubirgða og fjármagns er lítill. Með öðrum orðum þá er of- fjárfesting bæði í vörubirgðum og húsnæði í sumum matvöruverslun- um á Isafirði. I niðurstöðum, könnunarinnar er sagt að fjöldi og stærð þeirra umboðs- og heildverslana sem þjóna ekki fleiri matvöruverslun- um en raun ber vitni, hljóti að hafa áhrif til hækkunar vöruverðs nema álagning í smásölu lækki vegna þjónustu milliliðanna. 7% verðmun- ur milli mat- vöruverslana á ísafírði Verðkönnun sú, sem Verð- lagsstofnun lét framkvæma hinn 15. september s.l. vakti að vonum mikla athygli og hafa niðurstöður hennar orðið tilefni mikillar og þarfrar um- fjöllunar. Matvöruverslanir á ísafirði komu afar illa út úr könnun- inni og hafa jafnan verið settar undir einn hatt i umræðum um hana. Menn hefur þó lengi fýst að vita hvort jafnt hafi verið á komið með þeim öll- um, en upplýsingar um það hafa ekki legið á lausu. Vestfirska fréttablaðið hef- ur nú aflað sér áreiðanlegra upplýsinga um könnunina og verð hjá þeim þremur versl- unum, sem teknar voru til at- hugunar, þ.e. Bjömsbúð, Matvömverslun Kaupfélags ísfirðinga og Vöruval. I ljós kom við samanburð þeirra á milli, að 120 vöruteg- undir af þeim 370, sem athug- aðar voru, fengust í öllum þessum þremur verslunum. Samanlagt verð þessara 120 tegunda hjá Kaupfélaginu var kr. 14.930, 13. Hjá Bjömsbúð kostaði pakkinn 15.073,67, en dýrastur var hann hjá Vöru- vali, eða kr. 15.929,78. Björnsbúð var þama nánast með sama verð og Kaupfélag- ið, en Vöruval 6,7 % hærra. 182 sömu vörutegundirnar fengust í Vöruvali og Kaup- félaginu. Sá pakki kostaði kr. 25.365,47 í Vöravali, en kr. 24.250,11 í Kaupfélaginu. Þar var Vöruval sem sagt 4,6% dýrari en Kaupfélagið. Hótel ísafirði sunnudaginn 22. febrúar ki. 14:00 Lárusdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, alþingiskona ALLIR VELKOMNIR! UNDIRBUNINGSNEFND.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.