Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Blaðsíða 2
2 1 vesilirska ■iifoW.W.VII'l i ( J< ' .rs # A rpBfc-: Clu am L'%'*sf 0»% . m ■ ■ rnmMM Búið án leyfls í hjarta bæjarins í hlíðinni fyrir ofan ísafjarðarkanpstað halda þeir Garðar Einarsson, Ólafur Vilhjálmsson og Andrés Jónsson um það bil 150 kindur í trássi við reglugerðir bæjarins. Leyfi til sauðfjárhalds innan bæjarmarkanna er aðeins veitt til eins árs í senn. Þarna er ekki ætlunin að sauðfjár- búskapur verði til frambúðar. Seinast var veitt leyfi til fjárhalds þarna í hlíðinni haustið 1984 og þá til eins ars. Síðan hefur ekki verið hirt um að endurnýja leyfið, né heldur hefur verið gengið eftir því að hálfu bæjaryfirvalda að svo væri gert. Eins og myndirnar bera ótvírætt með sér er tæpast mikil bæjarprýði að þessum hrófatildrum sem kallast eiga fjárhús og lítil von til þess að Isafjörður fái rekið af sér slyðruorð í sóðaskap og slæmri umgengni meðan slíkt viðgengst óátalið. Reykhólahreppur: Seint og illa smalað — enn ekki smalað næst varnarlínunni. Ekkert eftirlit með samgangi fjár Talsverð brögð hafa verið að því að undanfarin ár að fjall- skilum væri ill eða ekki sinnt í Múlahreppi á Barðaströnd sem nú heyrir undir hinn nýja Reyk- hólahrepp. Þannig var til að mynda ekki smalað þar síðast- liðið haust fyrr en komið var fram í nóvember og þá við erfið- ar aðstæður. Enn hefur ekki verið smalað á þessu svæði sem af er hausti. Engir ábúendureru á þessu svæði og hefur svo verið í nokkur ár að aðeins hefur dvalist fólk á bæjum í sumrum. Vitað er að bændur bæði í Nauteyrarhreppi og Kollafirði hafa af þessu nokkrar áhyggjur þar sem fé gengur eftir sem áður um þessar afréttir en þarna ligg- ur einmitt girðing sem skilur að sýkt og ósýkt riðuveikisvæði. Girðingin sem liggur úr ísa- firði í Djúpi yfir í Kollafjörð var endurnýjuð á árunum 1977-79 og er að sögn kunnugra vel fjárheld. Þó getur fé alltaf slæðst yfir og erfitt að fullyrða af eða á um hugsanlegan sam- gang meðan svæðið að sunnan- verðu er illa eða ekki smalað. Sudureyri: Af litlum neista verður oft mikið bál Bílbruninn á Suðureyri sem við sögðum frá í seinasta blaði virðist ætla að hafa nokkra eft- irmála. í fyrsta lagi var rang- hermt í fréttinni að bömin sem völd urðu að brunanum með fikti sínu með eldspýtur voru alls ekki í neinni hættu stödd. Að sögn móður eins þeirra munu þau hafa hent logandi eldspýtu inn í bílinn og hlaupið síðan í burtu. Bíllinn var mann- laus og yfirgefinn og var ekki verið að vinna við hann eins og skilja mátti af frásögn í síðasta tölublaði. Hitt er svo annað mál að menn greinir á um það hver eigi að bæta tjónið. Að sögn heim- ilda blaðsins mun sonur bíleig- andans hafa verið einn þeirra sem valdur varð að íkveikjunni, en eigandinn fer fram á að for- eldrar hinna barnanna bæti honum tjónið að fullu. Því vilja foreldrarnir ekki una og telja að hann eigi að bera sinn hluta tjónsins þar eð sonur hans var einn pörupiltanna. Eftir því sem næst verður komist mun mál þetta enda fyrir dómstólum vegna þessa á- greinings. 1 þessari færð er ekki heiglum hent að skreppa til Þingeyrar til þess að taka myndir í sláturhúsinu. Þessa mynd tók Vf í sláturhúsinu í Bolungarvík af þessum unga manni sem fór fagmannlegum höndum um skrokkana. Þingeyri: 40% af kjöti sumra bænda verðfellt vegna fitu „Það er misjafnt eftir bæjum, en það mesta sem ég hef vitað um eru rúm 40% frá sama bæn- um sem var flokkað í 0 og 00 flokk. Svo eru aðrir sem sleppa nær alveg við verðfellingu vegna fitu,“ sagði Sigurbjöm Sigurðsson sláturhússtjóri á Þingeyri í samtali við Vestfirska fréttablaðið. Slátrun er langt komin á Þingeyri en áætlað er að slátra þar alls um 9900 fjár í haust. Sigurbjöm sagði að slátrun hefði fram að þessu gengið samkvæmt áætlun og hefði yf- irleitt verið slátrað um 450 fjár á dag. Spurður um ástæður þess að bændur fengju svo misjafnlega mikið fellt vegna fitu sem raun bæri vitni sagðist Sigurbjöm reikna með því að mjög mis- jafnt væri hversu mikið bændur beittu iömbun á ræktað tún fyrir slátrun. Endanlegar niður- stöður um fallþunga liggja fyrir í lok sláturtíðar en Sigurbjörn sagði að meðalþungi virtist hjá mörgum bændum vera meiri en í fyrra.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.