Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Qupperneq 6

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Qupperneq 6
6 vestíirska 1 vestlirska TTAELADIfi 7 Bolungarvík: „Mjög gód sala í slátri og fá færri en vilja“ — segir Geir Guðmundsson sláturhússtjóri í Bolungarvík „Slátursala hefur verið mjög góð og suma daga hefur slátrið næstum selst upp hjá okkur“ sagði Geir Guðmundsson sláturhússtjóri hjá E.G. í Bol- ungarvík í samtali við Vest- firska fréttablaðið. Slátrið kostar 173 krónur með ósviðn- um haus en 218 kr. með sviðn- um haus. Geir lét þess getið í samtali við Vf að það tíðkaðist enn í Bolung- arvík. sem nú er aflagt víða ann- ars staðar, að verka vélindu sér- staklega. Sagði hann að vélindum fylgdu ávallt slátrinu í Bolungar- vík og fengju færri en vildu því ntarga fýsti að kaupa aukavél- indu. Þessu fylgdi góð sala í huppum en þá notar fólk til þess að fylla vélindum með og þykir herramannsmatur. Reynt að komast fyrir lekann Um þessar mundir eru menn Ornólfs Guðmundssonar verktaka í Bolungarvík að vinna að viðgerðum á vegskálanum við Steinsófæru á Oshlíð. Vegskálanum var lokið í fyrra en þá þegar og í vetur ollu lekar ■ skálanum nokkrum vandræðum. Nú er unnið að því að grafa frá vegg skálans að ofanverðu til þess ða reyna að komast fyrir lekann. Skálinn sem er 90 metra langur er annar af tveimur vegskálum sem rísa eiga á Oshlíð. 1 haust lýkur vinnu við seinni vegskálann sem er helmingi styttri en sá við Steinsófæru. Það eru Gunnar og Guðmundur h/f, verktakar úr Reykjavík sem annast það verk. Viðgerðinni á vegskálanum við Steinsófæru lýkur fljótlega og ætti hann þá að halda vatni hér eftir. Þessi brosmilda Bolungarvíkurmær var að kanna fitulag á dilkunumí sláturhúsinu í Bolung- arvík. Reyndist fitan of þykk voru skrokkarnir dæmdir í þann illræmda 00 flokk. Bolungarvík: Ekki mikið um 00 flokk — fleiri hrútar en gimbrar Hjá Einari Guðfinnssyni hf í Bolungarvík er búist við að slátrað verði tæplega 6000 dilkum í ár. Það er nokkuð meira en í fyrra en þá var slátrað 5200 dilkum í Bol- ungarvík. Að sögn Geirs Guðmunds- sonar sláturhússtjóra er ekki mikið um verðfellingu í 00 flokk vegna fitu í Bolungarvík. Sagð- ist Geir halda að vegna þess hve veðurfar hefði verið þurrt í sumar hefðu lömbin ekki safn- að mikilli fitu á sig. Hann sagði að fallþungi væri góður. Að sögn Geir er mun meira af hrútlömbum en gimbrum sem kemur til slátrunar í Bolungar- vík. Þetta þýðir það að sviðin eru vænni en venjulega og inn- maturinn betri. Enga skýringu kunni Geir á þessari fremur dularfullu kynskiptingu meðal dauðadæmdra ferfætlinga í Bolungarvík. Það var með naumindum að Guðmundur Kjartansson festist á filmu, slíkur var at- gangurinn við fláninguna, en við fláningu er unnið í akkorði og því enginn tími til þess að stilla sér upp fyrir forvitna Ijósmyndara. Úr Byggðaáætluii fyrir Vestfírði: Aðelns vestfirskir sjómenn yfir meðallaunum landsmanna — vestfirskir starfsmenn í öUum öðrum atvinnugreinum fyrir neðan meðaUaun á landinu 1985 „Þó ber að geta þess að í fiskvinnslu eru meðallaun á ársverk lægri á Vestfjörðum en annars staðar.; Svo segir í þriðja kafla loka- handrits Byggðaáætlunar fyrir Vestfirði, sem kynnt var á Fjórðungsþingi í Reykjanesi fyrir nokkru. Er þar vísað til upplýsinga fyrr í sömu skýrslu um ársverk og meðallaun í hverri atvinnugrein. Auk þess kemur þar fram hvernig með- allaun á Vestfjörðum voru árið 1985 miðað við aðra hluta landsins. Sá samanburður er Vestfjörð- um ekki hagstæður. Aðeins laun við fiskveiðar eru þar hærri en annars staðar á landinu að með- altali. Samkvæmt skýrslunni höfðu sjómenn á vestfirskum skipum 10% hærri laun að með- altali en félagar þeirra annars staðar á landinu. I öðrum atvinnugreinum voru meðallaun Vestfirðinga lægri að meðaltali en landsmeðaltal ársins 1985 ef ráða má af skýrslunni um Byggðaáætlun á Vestfjörðum. I landbúnaði voru laun á Vest- fjörðum 12% fyrir neðan lands- meðaltál árið 1985. í fiskvinnslu var munurinn 3%, í iðnaði l%,í byggingariðnaði8%, í verslun 11%, í samgöngum 12% í bankastörfum o.fl. 12%, í þjón- ustu 3%. Árið 1985 störfuðu 38%; Vest- firðingá við fiskveiðar og fisk- vinnslu og rúmlega 17% við þjónustu. Vegna þess að þessar greinar er þær sem annað hvort eru fyrir ofan landsmeðaltal (fiskveiðar 10%) eða rétt fyrir neðan það þá voru meðallaun á Vestfjörðum samkvæmt skýrsl- unni 3%: hærri en meðaliaun annarra landsmanna. Á fjórðungsþinginu mótmælti Jón Páll Halldórsson þessum töl- um. Benti hann á, að hér væri byggt á útreikningi samkvæmt svokölluðum siysatryggðum vinnuvikum. Túlkun slysatryggðra vinnu- vikna væri mjög misjöfn eftir skattaumdæmum og því vær'i ekki hægt að byggja á þeim ná- kvæman útreikning á meðaltekj- um landsmanna. Sigurður Guðmundsson for- stöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar sagði að við út- reikning væri byggt á upplýsing- um frá Hagstofu íslands og taldi hann ekki ástæðu til annars en að þær upplýsingar væru jafnréttar hvað varðaði Vestfirði og aðra landshluta. Vestfirska fréttablaðið ræddi við Ólaf Heiga Kjartansson skattstjóra Vestfjarðaumdæmis en það embætti leggur á slysa- tryggingariðgjald og út frá því eða gjaldstofni þess mun Hag- stofa Islands birta skrá sína um slysatryggðar vinnuvikur. En þær eru síðan notaðar til að finna út fjölda mannára og meðallaun á hvert mannár. „Slysatryggingariðgjald er lagt á gjaldendur á grundvelli 36. greinar laga um almannatryggingar," sagði Ólaf- ur Helgi skattstjóri. „Aldrei hefur verið að þessum útreikningum fundið þann tíma (3 ár) sem ég hef verið hér við embættið. Þar af leiðandi hef ég ekki ástæðu til að halda að útreikningar á slysa- tryggðum vinnuvikum séu öðru vísi reiknaðir fyrir Vestfirði held- ur en aðra landshluta." Japanir í heimsókn Japanska skipið Kaivo Maru sem er 4999 brúttólestir að stærð lagðist að bryggju á ísafirði á sunnudag. Hingað kom skipið frá Noregi til þess að lesta frysta grálúðu á Japansmarkað. Héðan var ferðinni heitið til Hafnaljarðar og síðan átti að sigla til Japans um hálfan hnöttinn..

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.