Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Page 8

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Page 8
8 Erum með slátursölu fimmtudaga og föstudaga í sláturhúsinu frá kl. 2 til 6 eftir hádegi. Tekið á móti pöntunum í síma 3266 (skiptiborð). Þær þurfa að berast fyrir kl. 15.00 á þriðjudag ATHUGIÐ! Okkur sárvantar svíðingameistara strax KAUPFÉLAG ÍSFIRÐINGA > ÍSAFIRÐI Þegar þú kemur suður, þá tekur þú við bílnum frá okkur á Reykjavíkurflugvelli. Svo skilur þú hann eftir á sama stað, þegar þú ferð. Bílaleiga IjfJlj 1 iJ I IV Carrental BORGARTÚNI 24 — REYKJAVÍK — SÍMI 11015 LÍFEYRISSJÓÐUR VESTFIRÐINGA BRUNNGÖTU 7 — 400 ÍSAFIRÐI ATVINNA Lífeyrissjóður Vestfirðinga óskar nú þegar eftir starfsmanni til tölvuskráningar og annarra skrifstofustarfa. Um er að ræða heilsdagsstarf. Bolungarvík: Fjölmenni við jarðarför Jarðarför Guðmundar Krist- jánssonar bæjarstjóra í Bolung- arvík fór fram frá Hólskirkju í Bolungarvík á laugardag að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin fór fram á vegum Bolungarvík- urkaupstaðar. Guðmundur Kristjánsson hóf störf sem skrifstofustjóri hjá Hólshreppi árið 1956 og gegndi því starfi til 1972 en þá var hann ráðinn sveitarstjóri Hólshrepps og tók síðan við starfi bæjar- stjóra 1974 þegar Bolungarvík gegndi starfi bæjarstjóra í Bol- fékk kaupstaðarréttindi. Hann ungarvík allt til dauðadags. t5 vEstíirska TTABLASIS Kristinn Gunnarsson bæjarfulltrúi í Bolungarvík Fjórðungssambandið tók skakkan pól í hæðina — auðveldara að sýna fram á sparnað sem jarðgangna gerð leiðir af sér Það, sem stjórnvöld horfa einkum til, þegar þau vega og meta í hvaða verkefni skal ráðist í vegagerð er arðsemi fram- kvæmdanna. Þá eru bornar saman tvær stærðir, kostnaður- inn við framkvæmdirnar og sparnaðurinn sem af þeim hlýst. Fram til þessa höfum við eink- um horft á kostnaðarþáttinn. Framlag Fjórðungssambands Vestfirðinga á síðastliðnu sumri var fólgið í því að leggja fram skýrslu, sem sýna átti fram á að kostnaðurinn væri allt að 40% minni en Vegagerð ríkisins hafði áður áætlað. Hugsunin var sú að því minni kostnaður þeim mun meiri líkur á að af framkvæmdum verði. En þegar áætlanirnar tvær voru bornar saman kom í Ijós að gefnar voru mismunandi for- sendur og það skýrði að miklu leyti mismuninn á áætluðum kostnaði. SKÝRSLAN BÆTTI ENGU VIÐ ÞEKKINGU MANNA Ég tel að Fjórðungssambandið hafi tekið skakkan pól í hæðina. Skýrsla þess bætti ekki miklu við þekkingu manna um kostnað við jarðgangagerð, heldur virðist miklu fremur sem tölur Vega- gerðarinnar séu ekki fjarri lagi, miðað við fyrirliggjandi upplýs- ingar um jarðgangnasvæðið. Vilji menn gera kostnaðaráætlun með betri nákvæmni verður að rannsaka svæðið betur og Vest- firðingar eiga að leggja mikla á- herslu á að það verk verði hafið þegar á næsta ári. MÁLIÐ KOMST AÐ í FJÖLMIÐL- UM Ávinningurinn af skýrslu Fjórðungssambandsins er að mínu mati nær einvörðungu sá að málið fékk þó nokkra umfjöll- un í fjölmiðlum og jarðgangna- gerð á Vestfjörðum komst í svið- sljósið um tíma. Því eigum við að fylgja eftir, ekki með því að rökræða við Vegagerð ríkisins um kostnaðar- tölur, heldur með því að benda á þann sparnað sem leiða má rök að muni leiða af jarðgöngum. Takist okkur að sýna fram á að má móti útlögðum kostnaði við Kristinn Gunnarsson bæjarfulltrúi í Bolungarvík skrifar um sparnad af jarðgangna gerð. jarðgöngin komi sparnaður fyrir ríki og sveitarfélög og jafnvel at- vinnureksturinn höfum við lagt fram þung rök málinu til stuðn- ings. SVÆÐIÐ FRÁ ÞINGEYRI TIL ÍSAFJARÐAR SÉ EIN HEILD Til þess að gera okkur grein fyrir sparnaðinum veröum við að ímynda okkur að svæðið frá Þingeyri til ísafjarðar sé ein heild með öruggum samgöngum allan ársins hring, tengt með jarð- göngum milli Skutulsfjarðar, Súgandafjarðar og Önundar- fjarðar og komin sé brú yfir Dýrafjörð. Það fyrsta sem kemur á óvart er hversu stutt er á milli byggð- arlaga. Frá ísafirði til Suðureyrar um 15 mín. akstur eða eins og milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar svo dæmi sé tekið. Það þýðir að við verðum að hugsa út frá allt öðrum forsendum en nú er gert. í stað þess að miða samfé- lagslega þjónustu við þarfir byggðarlagsins eða fjarðarins þá verður viðmiðunin svæðið allt. MESTUR SPARNAÐUR HJÁ VEGAGERÐINNI Augljósasti sparnaðurinn er hjá Vegagerð ríkisins. Vegirnir verða einfaldlega styttri, þá er augljóst að á hverju ári muni sparast töluvert fé í snjómokstri, jafnvel þótt snjómokstur á lág- lendi aukist eitthvað frá því sem nú er. Skólamál: Það verður ekki nauðsynlegt að byggja full- komna aðstöðu fyrir alla grunn- skólanemendur í sérhverju byggðarlagi. Nú verður hægt að hafa sameiginlega aðstöðu að einhverju leyti. Þar er sparnaður hjá ríki og sveitarfélögum bæði í stofnkostnaði og rekstri. 1 - 2 FLUGVELLIR í STAÐ 4 ÁÐ- UR Flugmál: Nú duga væntanlega 1 — 2 flugvellir ístað fjögurra nú. Hafnargerð: Á samgöngu- svæðinu verða 6 hafnir. Þarna opnast möguleikar á því að nýta betur einhverja tiltekna höfn í stað þess að leggja í dýrar fram- kvæmdir við aðra sem t.d. þyrfti að stækka til að anna umferð í henni. Þannig má áfram telja t.d. heilbrigðismál, uppbyggingu framhaldsskóla og íþróttamann- virkja svo eitthvað sér nefnt og eru þó atvinnumálin alveg ó- nefnd. EKKI HÆGT AÐ REIKNA ALLT í KRÓNUM OG AURUM Hér hefur eingöngu verið bent á beinan fjárhagslegan ávinning af öruggum samgöngum, atriði þar sem hægt er með nokkurri vinnu að leggja fram áætlaðan sparnað í beinum tölum. En auðvitað yrðu áhrifin miklu víð- tækari og ekki alltaf unnt að reikna þau í krónum og aurum. Að mínu mati er afar nauðsyn- legt að við nýtum fyrri hluta vetr- ar til þess að safna sem bestum gögnum um beinan fjárhagsleg- an ávinning af jarðgöngum og leggja þau gögn fyrir Alþingi þegar í vetur. Kristinn H. Gunnarsson. Netagerð Vestfjarða hf. ATHUGIÐ! Það geta ekki allir orðið viðskiptafræðingar, lögfræðingar eða læknar. Hvernig væri þá að reyna að læra veiðarfæragerð. Getum bætt við okkur nemum í veiðarfæragerð. Ef þú hefur áhuga, hafðu þá samband sem fyrst við Magna í síma 3413 eða 3475. Netagerð Vestfjarða

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.