Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Qupperneq 10

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1987, Qupperneq 10
10 Patreksfjörður: Kaupfélagið fær 3 mánaða greiðslustöðvun Sýslumaður Barðastrand- arsýslu veitti Kaupfélagi Vesturbarðstrendinga greiðslustöðvun til þriggja mánaða við lok síðustu viku. Félagið, sem rekur nýlendu- vöruverslun á Patreksfirði auk byggingarvöru og ben- sínafgreiðslu á sama stað, hefur átt í verulegum rekstr- arerfiðleikum að undanförnu. Sýslumaður heimilaði greiðslustöðvun eftir athugun á stöðu kaupfélagsins og í kjölfar þess að Samband íslenskra samvinnufélaga féllst á að fella niður30 milljónir af um það bil 70 milljóna skuld sinni við fé- lagið. Niðurfellingin er háð því að aðrir kröfuhafar felli niður sama hlutfall af sínum inneign- um hjá Kaupfélagi Vesturbarð- strendinga. vestfirska Suðureyri: Amór stýrir Bylgjunni Arnór Stefánsson, 27 ára gamall útgerðartæknir tók í júlí síðastliðnum við starfi fram- kvæmdastjóra hjá Bylgjunni hf á Suðureyri. Arnór kemur frá Keflavík en þar var hann út- gerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf um þriggja ára skeið. Hann lauk prófi í útgerðar- tækni frá Tækniskóla Islands árið 1982 og starfaði síðan í rúmlega eitt ár hjá Afurðalána- deild Landsbanka íslands eða þar til hann hét til starfa í Keflavík. Arnór Stefánsson er kvæntur Onnu Ingvarsdóttur og eiga þau hjón tvö börn. Fjórðungsþingið: Hvað sparast við gerð jarðgangna? „Fjórðungsþing Vestfirðinga 1987 felur stjórn sambandsins að meta beinan sparnað sem mun leiða af jarðgöngum á norðanverð- um Vestfjörðum.“ Þannig hljóðaði ályktun, sem samþykkt var á Fjórðungsþinginu, sem haldið var í Reykjanesi í fyrri mánuði. Flutningsmenn tillögunn- ar bentu á að nauðsynlegt væri, að benda á þann mikla sparnað, sem verða mundi af jarðgöngum, sem tengja mundu saman byggir á norðanverðum Vestfjörðum. Væri nauðsynlegt að sá sparnaður væri ljós, þegar og jafnhliða og rætt væri um hve mikið kostaði að gera jarð- göngin. I viðtali Vestfirska fréttablaðsins við Jóhann T. Bjarnason fram- kvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfjarða kom fram að ekki hefur enn verið hafist handa við fram- kvæmd verksins enda hefur skrif- stofa sambandsins verið lokuð vegna orlofs undanfarnar vikur. Jóhann sagði að ekki væri vafi á að margt mætti telja fram af sparnað- arliðum en hinu mætti ekki heldur gleyma, að marga liði, sem vinnast mundu við gerð jarðganga væri ekki hægt að reikna til peninga. Þar væri hinsvegar um ýmiskonar fé- lagsleg atriði sem ekki væri neinn ágreiningur um að til hagsbóta væru. Suðureyrarkirkj a hálfrar aldar Sóknarkirkja Súgfirðinga á Suðureyri á fimmtíu ára afmæli á þessu ári. Unnið hefur verið að endurbótum á kirkjunni í tilefni afmælisins og verður hátíðarmessa af þessu tilefni fljótlega. Svo virðist sem að, í Bolungarvík séu hlutirnir ekki eins dýrir og af er látið. Rangt verð á kartöflum og kakómalti Tvær leiðar villur slæddust inn í verðkönnun blaðsins, sem birtist í fyrri viku. Báðar varða þær Verslun Einars Guðfinns- sonar hf. í Bolungarvík. Nes- quik kakómalt var I könnuninni talið kosta kr. 183,7 í 400 gr. pakkningum. Þetta var ekki rétt þarna var um að ræða verð á Nesquik kakómalti í 700 gr. pakkningum. Rétta verðið á Nesquik kakómalti í 400 gr. pakkningum hjá Verslun Einars Guðfinnssonar hf. er kr. 103,00. Hin vörutegundin er kartöfl- ur, en í verðkönnuninni var gefið upp verð á 2 kg. pakkn- ingu I stað verðs á einu kílói. Verð á einu kílói af kartöflum var því 48,00 krónur hjá Verslun Einars Guðfinnssonar hf., þeg- ar könnunin fór fram. Það mun reyndar vera komið niður í 35,00 krónur í dag. Vestfirska fréttablaðið biðst velvirðingar á sínum þætti í mistökum þessum. Skípað gæti ég væri mér hlýtt Fræðslufundur um aga var haldinn með öllumkennurum í grunnskólanum á Isafirði, Bolung- arvík, Þingeyri, Flateyri og Suður- eyri. Á fundinum var fjallað um aga og agavandamál sem kennarar í grunnskólum þurfa að glíma við. Fyrirlesari á námskeiðinu var Sól- veig Ásgrímsdóttir, sem er kennari og sálfræðingur að mennt og hefur starfað sem siíkur. „Þetta var afar gagnlegt námskeið" sagði Ingibjörg Þor- leifsdóttir útibússtjóri grunnskól- ans í Hnífsdal í samtali við Vest- firska fréttablaðið. „Það hefði mátt vera lengra og hefði mátt vinna í hópum ef tími hefði gefist til. Þarna var fjallað um aga í ýmsum mynd- um, og hvemig foreldrar og kenn- arar eiga að hjálpa börnunum til nokkurs þroska með jákvæðum aga. „Mikið var rætt um hvernig beita mætti aga á jákvæðan hátt og hvaða kröfur mætti gera til hvaða aldurshjóps fyrir sig. Það er Kennaraháskólinn sem hefur forgöngu um fundi sem þessa. ísafjörður: Kírkj uskólinn tekur til starfa KIRKJUSKÓLINN Á ISAFIRÐI VERÐUR 1 SAL GRUNNSKÓL- Nú er kominn vetur og allir ANS Á SUNNUDAGSMORGN- skólar að berða byrjaðir. Kirkju- UM KL. 11.00 skólinn á ísafirði mun starfa áfram þrátt fyrir kirkjuleysið. Forráða- menn grunnskólans hafa góðfús- lega leyft að kirkjuskólinn verði til húsa í samkomusal skólans fram að áramótum en aðstæðna vegna er heppilegast að hann verði þann tíma á sunnudagsmorgnum. Við reynum að hafa allt skóla- haldið sem líkast því sem við erum vön að þessu undanskildu, að við verðum á öðrum stað og öðrum tíma. Öll böm eru hvött til þess að koma og vera með frá byrjun. Æskilegt væri að yngstu bömunum yrði fylgt. Strætisvagninn fer sína venjulegu leið úr Holtahverfi. Börn á Urðarvegi, Seljalands- vegi og Túnunum athugi það!

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.