Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.04.1988, Side 4

Vestfirska fréttablaðið - 08.04.1988, Side 4
4 vesllirska Einbýlishús til sölu Til sölu er húseignin Tangagata 7, ísafirði. Laus eftir samkomulagi. Arnar Geir Hinriksson, hdl. Silfurtorgi 1, ísafirði, sími 4144 AÐALFUNDUR Aðalfundur Hótels ísafjarðar h.f. verður haldinn á Hótel ísafirði 19. apríl kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. Stjórnin. Byggðastofnun RAUÐARÁRSTlG 25 • SlMI: 25133 • PÓSTHÓLF 5410 • REYKJAVlK Byggðastofnun auglýsir til sölu hraðfrystihús á Patreksfirði Byggðastofnun auglýsir til sölu hraðfrysti- hús á Vatneyri við Patreksfjörð (áður eign Vatneyrar hf.) ásamt tilheyrandi eignarlóð. Eignin er til sölu í heilu lagi en einnig kemur til greina að selja einstaka hluta hennar. Til- boðum í ofangreinda eign skal skilað fyrir 15. apríl nk. til lögfræðings Byggðastofnunar, Karls F. Jóhannssonar, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, sími 91-25133, semjafnframt veit- ir nánari upplýsingar. * / Utvegsbankinn Isafirði verðlaunaður Nú nýlega veitti bankaráð Útvegsbanka íslands hf. Útvegsbankanum á ísafirði verðlaun fyrir góða frammistöðu á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru afhent, en ætlunin er að veita þau árlega. Verðlaunaafhendingin fór fram í hófi sem haldið var fyrir stjórnendur bankans. Högni Þórðarson útibússtjóri á ísafirði tók við verðlaunum fyrir hönd starfsfólks útibúsins. Guðmundur Hauksson bankastjóri færði honum veglegan verðlaunagrip sem Jens Guðjónsson gullsmiður smíðaði, auk 75.000 króna sem renni í sameiginlegan sjóð starfsmanna Útvegsbankans á ísafirði. Útvegsbankinn á ísafirði er ein af traustustu rekstrareiningum Út- vegsbankans. í sumar mun Útvegsbankinn á fsafirði flytja í hið nýja stjórnsýsluhús sem nú rís á ísafirði. Þar gefst starfsmönnum Útvegs- bankans á ísafirði tækifæri til að standa sig enn betur í nýju húsnæði með betri aðstöðu bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Á myndinni eru f.v. Guðmundur Hauksson og Högni Þórðarson. HUdur Einarsdóttir: Gullnar stundir í félagslífi í Bolungarvík Leikfélag Bolungarvíkur tvítugt Leikfélag Bolungarvíkur á 20 ára afmæli um þessar mundir. Leikstarfsemi hefurþó verið iðkuð hér allt frá aldamótum. Frá því ég man eftir, hefur oft verið mikill áhugi fyrir leiklist. Sveinn Hall- dórsson, skólastjóri hér, var mjög áhugasamur og duglegur að setja upp leikrit og skrautsýningar með okkur barnaskólakrökkunum, og það fannst mér óskaplega spenn- andi. Góðtemplarareglan var í fullu fjöri á þessum árum. Hér var þá starfandi barnastúkan Lilja og stúkan Harpa. Jens E. Níelsson, sem var kennari hér í áratugi, hafði þar forystu. Góðtemplarahúsið var eina samkomuhús staðarins. Þar var leiksvið, og þar var tekizt á við list- ina. Hulda Runólfsdóttir, sem var kennari hér á árunum 1938-1941, stofnaði kór með okkur krökkun- um, og við sungum á barnamessum í Hólskirkju og á skólaskemmtun- um. Hún var einnig mjög liðtæk í leikstarfseminni. Á mínum unglingsárum var hér mikið félagslíf. UMFB var í fullum blóma. Þar var stofnaður kór inn- an félagsins, og einnig stóð það fyr- ir því að settar voru upp leiksýn- ingar, t.d. „Skugga-Sveinn“ sem oft var sýndur, „Gift eða ógift“ árið 1946, o.fl. Ég var kornung, þegar ég gekk í kvenfélagið „Brautin“. Fastur liður í starfsemi félagsins var að halda skemmtun á nýársdag. Þar var leiksýning og sitthvað fleira. Auk þess var ævinlega reynt að vanda til árshátíðar, sem haldin var einu sinni á vetri fyrir gamla fólkið. Þá var það fastur liður, að flutt var klukkustundar leikrit. Oftast var einnig söngur eða skrautsýning á þessum skemmtun- um. Ég hafði bæði gagn og gaman af að vera þátttakandi í þessu skemmtilega mannlífi, og því fylgdi mikil sjálfsbjargarviðleitni í félagslífi. Á þessum árum var hér mikill áhugi fyrir leikstarfsemi. Árið 1952 höfðum við fengið Félags- heimilið til afnota. Þar var mikil og góð aðstaða til leikstarfseminn-

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.