Vestfirska fréttablaðið - 08.04.1988, Qupperneq 7
t5
VEStfirska
TTABLADIÐ
7
Hnífsdal, og er að gera það upp.
Ég segi stundum í gamni að þang-
að ætli ég að flytja í ellinni. Tvö
börnin okkar eru búsett í Svíþjóð.
Dóttir okkar hefur verið þar í átta
ár og sonur okkar í tvö ár. Pau
koma reglulega heim til íslands,
svo manni finnst þau ekki vera
neitt ógurlega langt í burtu.
Ég byrjaði að vinna hjá honum
pabba mínum fyrir þrjátíu árum,
og vann þá í eitt ár. Síðan vann ég
alltaf þar á sumrin við afleysingar
á skrifstofunni og flutti þá venju-
Iega í mánuð út í Hnífsdal. Seinna
byrjaði ég svo aftur í fullu starfi.
Tölvuöldin hefur breytt öllu í þess-
ari vinnu.
LÁ Á SJÚKRAHÚSINU í TÍU
DAGA OG FÉKK AÐEINS
EINU SINNI HEIMSÓKN.
Ég lenti í því þegar ég var níu
ára að fá járnplötu í höfuðið í af-
takaveðri. Þá gekk illa að ná í
lækni en á endanum kom Baldur
Johnsen. Ég lá í tíu eða ellefu daga
á sjúkrahúsinu hér, því það kom í
ljós að ég hafði fengið heilahrist-
ing. Ég lá uppi á lofti með gömlu
fólki, og það kom enginn að heim-
sækja mig allan tímann, nema
pabbi minn kom einu sinni labb-
andi utan úr Hnífsdal. Petta þætti
nú ekki ungum börnum bjóðandi í
dag, en starfsfólkið á sjúkrahúsinu
var mér mjög gott. Mér er minnis-
stæð þýsk hjúkrunarkona sem lét
sér mjög annt um mig.
KALLI GEIRMUNDS VAR
AÐ FARA MEÐ KVÆÐIÐ
„ÉG ELSKA YÐUR ÞÉR ÍS-
LANDS FJÖLL“ ÞEGAR
YFIR REIÐ STERK VIND-
HVIÐA OG SKÓLINN FAUK.
ÞAKIÐ FLAUG AF, GAFL-
ARNIR LÖGÐUST ÚT OG
HÚSIÐ BÓKSTAFLEGA
JAFNADIST VIÐ JÖRÐU.
Ég var líka stödd í skólanum í
Hnífsdal þegar hann fauk í miðri
kennslustund 27. febrúar árið
1953. Skólinn stóð þá þar sem
Finnbogi Jósepsson býr núna
handan götunnar þar sem núver-
andi skóli er.
Pað var ágætis veður um morg-
uninn og við fórum í skólann eins
og venjulega. Pegar leið á morgun-
inn fór að hvessa af suðvestri. í
frímínútunum fór ein stalla okkar,
en við vorum fjórar jafnöldrur, að
segja okkur að sig hefði dreymt
svo illa um nóttina og hún væri
hrædd um að eitthvað kæmi fyrir.
Petta var hún Sigrún Vernharðs-
dóttir. Hún hafði reyndar ekki vilj-
að fara í skóiann um morguninn,
en mamma hennar vildi ckki hlusta
á vitleysuna í henni og rak hana af
stað. Hún átti heima uppi á
Brekku rétt hjá Heimabæ.
Ekkert gerðist fyrr en í þriðja
tíma sem var skólaljóðatími.
Kennarinn hafði lokið við að hlýða
okkur yfir kvæðin sem við höfðum
lært heima og var að útskýra þau.
Kalli Geirmunds var að lesa kvæð-
ið „Ég elska yður þér íslands
fjöll“. Hann sat fyrir aftan mig og
var kominn aftur að „hin heiðu
kvöld“ þegar við heyrðum í geysi-
mikilli vindhviðu. í því augnabliki
sást ekkert nema hvítt snjókófið
út um gluggann. Síðan skeði allt í
einni svipan. Fyrst brotnuðu allir
gluggarnir. Allir stukku uppúr sæt-
um sínum og ætluðu að rjúka út,
en ultu langar leiðir eftir gólfinu,
því nú tókst þakið á loft og gaflarn-
ir rifnuðu frá og fuku í burtu.
Börnin hentust sitt í hverja áttina
æpandi og hljóðandi, sum lágu þar
sem þau voru komin, en önnur
hlupu heim til sín eða í næstu hús.
Hafliði í Hvammi lenti til dæmis
inni í prédikunarstól og sakaði
ekki. Stína Kristjáns var frammi á
gangi þegar skorsteinninn hrundi,
og leit því út eins og svertingi á
eftir. Áður var hún Ijóshærð, en
nú var hún dökkhærð. Fólk kom
undireins á vettvang til hjálpar,
því allir héldu að við værum nær
dauða en lífi. Bráðlega komu líka
læknar og fleira lið frá ísafirði, og
þeir sem verst voru leiknir voru
fluttir á sjúkrahús. Allir sem sáu
þennan atburð furðuðu sig á að
ekki hefðu orðið meiri slys. Þegar
við áttuðum okkur sáum við ekk-
ert nema grunninn og spýtnabrak
í kring. Ekki sást urmull eftir af
borðunum, og orgelið fór í smá-
mola. Lestrarfélagið hafði bæk-
urnar sínar í skólanum, og þyrluð-
ust þær upp eins og annað. Það
sem fannst af bókum var tínt upp
í poka og hirt: Það sem eftir var
vetrar og fram að nýári var kennt
í gamla samkomuhúsinu sem var
þar sem Félagsheimilið stendur
nú. Eftir áramót var flutt í tvær
stofur í núverandi skólahúsi sem
þegar var hafin bygging á. Petta
fékk óskaplega mikið á mig og ég
var mjög veðurhrædd lengi á eftir,
við lokuðum okkur oft niðri í kjall-
ara þegar vont var veður.
NÚ VORU ÍSAFJÖRÐUR OG
EYRARKREPPUR SAMEIN-
AÐIR ÁRIÐ 1972. ÞEGAR
LITIÐ ER TIL BAKA, VAR
ÞETTA RÉTT ÁKVÖRÐUN?
Það er erfitt að segja hvort þetta
var rétt. Ef það hefði verið staðið
við það sem var lofað við samein-
inguna, að Hnífsdælingar misstu
ekkert af þjónustu, þá væri þetta í
lagi. En það hefur ekki verið gert.
Við Hnífsdælingar misstum póst-
hús og símstöð, og það hefur orðið
mikil breyting á skólarekstri, með
auknum akstri barnanna inná ís-
afjörð.
Stærsti þátturinn í sameining-
unni var sá að ísafjarðarkaupstað
skorti landrými til bygginga. Flest-
ir sem að sameiningunni unnu
gerðu sér þetta Ijóst og studdu það,
þótt þeir væru í hjarta sínu á móti
því.
HANSÍNA VAR SÆMD TITL-
INUM „GUÐMÓÐIR KNATT-
SPYRNULIÐS ÍSAFJARÐ-
AR“ FYRIR NOKKRUM
ÁRUM. HÚN SEGIST ENDA
EIGA HEILAN HER AF
STRÁKUM ÞÓ HÚN SÉ EKKI
MAMMA ÞEIRRA ALLRA.
Ætli það hafi ekki verið fyrir það
hvað ég var dugleg að gefa þeim
að borða. Strákarnir mínir hafa
flestir verið á kafi í fótbolta, nema
Einar Valur sá elsti, hann keppti á
skíðum. Þetta þýddi það að þegar
lið komu í heimsókn, þá var hluti
af liðinu hýstur hér. Þjálfarar
bjuggu hér og hingað komu menn
til að fagna sigri. Það sama hefur
svo verið uppi á teningnum í sam-
bandi við skíðin. Ég á þessvegna
heilan her af strákum út um allt
land sem líta svolítið á mig sem
mömmu. Það tíðkaðist ekki hér
áður að fótboltalið gistu á hótelum
þegar farið var til keppni annars
staðar. Þegar við vorum að byrja
að búa, þá kom aldrei svo lið hing-
að að keppa að við tækjum ekki
tvo eða þrjá og stundum fleiri í
mat og gistingu. Þá bjuggum við í
tveggja herbergja íbúð, tæplega 50
fermetra, og þótti ekkert mikið að
kippa nokkrum ókunnugum inn í
mat.
Nú, Kristján hefur verið viðloð-
andi fótbolta síðan ég kynntist
honum. Hann segist hafa verið
voðalega góður á þeim árum þegar
hann spilaði sjálfur. Að minnsta
kosti er ekki annað að skilja á hon-
um þegar hann og gömlu félagarnir
eru að ræða saman. Ég fór nú ekki
á alla fótboltaleiki í sumar, en yfir-
leitt hefur maður reynt að mæta á
hvern einasta leik í gegnum árin.
ER ÞAÐ RÉTT SEM NÚ ER
VERIÐ AÐ RÆÐA, AÐ
LEGGJA KNATTSPYRNU-
RÁÐ NIÐUR OG STOFNA
EITT KNATTSPYRNUFÉ-
LAG ÍSAFJARÐAR?
Ég álít að það sé óþarfi að hafa
tvö félög til þess að hafa ríg. Mér
finnst að við eigum að hafa eitt
félag. Hvað varðar fjármál Knatt-
spyrnuráðs, þá vil ég segja að ég
hef sjálf verið í Knattspyrnuráði
og þá gekk vel að reka það. En
þegár verða miklar mannabreyt-
ingar þá má alltaf eiga von á vand-
ræðum vegna reynsluleysis.
VIÐ GRIPUM TIL ÞESS RÁÐS
AÐ MÁLA HESTANA TIL
ÞESS AÐ MERKJA ÞÁ.
SÝSLUMAÐURINN ERFÐI
ÞAÐ EKKI VIÐ OKKUR.
Ein af mínum skemmtilegustu
minningum úr þessu knattspyrnu-
basli var það þegar grasvöllurinn
hérna varð til. Þá skorti ísfirðinga
ekki samstöðu. Bæjarfélagið að-
stoðaði við tæknivinnu, og útveg-
aði mann til þess að skera þökurn-
ar. Það var ekki sett nein bein fjár-
veiting í þetta heldur í raun aðeins
gefið leyfi til þess að verkið yrði
unnið. Það þurfti að semja við
ýmsa aðila í kerfinu. Við fengum
bóndann á Seljalandi til þess að
samþykkja að grasið yrði tekið af
túninu hans. Það var besta grasið
sem völ var á hér í nágrenninu,
harðgerður túnvingull. Bílstjór-
arnir óku þökunum í sjálfboða-
vinnu. Og það var unnið dag og
nótt í sjálfboðavinnu. Hér var
staðið og smurt brauð og hellt
uppá kaffi svo tugum lítra skipti.
Allir sem unnu við verkið voru
skráðir og reyndust vera rúmlega
tvöhundruð þegar upp var staðið.
Það voru fengnar lánaðar allar
hrífur sem til voru í firðinum og
birgðir af verkfærum keyptar upp
bæði hér og í Bolungarvík. Jón
Baldvin gaf bekkjunum í Mennta-
skólanum frí til þess að vinna í
þessu. Stundum mættu of margir
svo að við áttum ekki verkfæri fyrir
alla. Við vorum góð saman í því
að bera saman rúllur af torfi, við
Benni á Mánakaffi.
Svo fraus heldur snemma og það
vantaði sáralítið uppá að okkur
tækist að klára völlinn fyrir haust-
ið. Honum var svo lokið strax um
vorið.
Síðan þegar völlurinn var svo til-
búinn, þá hafði maður alltaf auga
með hrossunum sem þá léku
lausum hala hérna í bænum.
Seinnipart sumars sá ég einu sinni
út um gluggann þar sem ég stóð
við uppvaskið, hvar hrossastóð
kom steðj andi inn í bæinn. Það var
oft búið að hringja í hrossaeígend-
ur án árangurs og ekki þýddi að
tala við lögregluna. Það varð því
úr að við sonur minn fórum af stað
með málningardós og merktum
nokkra hestana sem voru að
traðka á vellinum. Síðan hringdum
við í lögregluna. Við vorum ekki
kærð fyrir athæfið, en það hefðu
verið hæg heimatökin hjá yfirvald-
inu, því Þorvarður Kjerúlf þáver-
andi sýslumaður átti nokkra af
hestunum sem voru málaðir. Þetta
var nú reyndar vatnsmálning svo
að skepnunum varð ekki meint af.
MÉR FINNST AÐ BÆJAR-
MÁL ÆTTU EKKI AD SNÚ-
AST UM PÓLITÍK, SEM MÉR
FINNST VERA MANN-
SKEMMANDI. ÉG HEF
ALDREI KOSIÐ PÓLITÍSKT
TIL BÆJARSTJÓRNAR.
Hér er aldrei talað um pólitík.
Það er stundum rifist um fótbolta
hér á heimilinu, en pólitík er ekki
rædd. Mér finnst nóg fyrir Kristján
að eiga við slíkt úti í bæ. Pólitík
getur verið mannskemmandi eins
og hún er stundum rekin. Ég er
algjörlega á móti því að bæjarfélag
sé rekið pólitískt. Ég hef aldrei
kosið eftir flokkslínum í bæjar-
stjórn og mun aldrei gera það. Ég
kýs fólk en ekki flokka. Það kom
fyrir meðan pabbi minn var hér
inni á heimilinu að rætt var um pó-
litík á landsmælikvarða.
ísfirðinga skortir samheldni.
Fólk vill fá allt uppí hendurnar en
vill ekkert láta í staðinn. Það vant-
ar þennan manneskjulega þátt.
Við þurfum að vinna meira á sam-
eiginlegum grunni. Fólk horfir
ekki á eðli málsins heldur á það
hvort viðkomandi maður er í rétt-
um flokki. Það er ekki hægt að
ráða þennan mann í þetta verk,
það er ekki hægt að styðja þetta
mál, það má ekki ráða þennan
kennara. Allt vegna þess að við-
komandi er ekki af réttum pólitísk-
um lit. Ég hef aldrei skipt mér sjálf
af pólitík en ég starfaði lengi með
JC á ísafirði.
BÖRNIN VORU DAUÐ-
HRÆDD UM AÐ MAMMA
SEGÐI EITTHVAÐ SEM
EKKI MÁTTI SEGJA.
Það var á fyrstu árum sjónvarps-
ins þá fór ég til Reykjavíkur ásamt
tveimur öðrum konum úr JC-
klúbbnum á ísafirði og keppti í
spurningaþætti sem hét Gesta-
leikur og var undir stjórn Ólafs
Stephensen. Með okkur í þætt-
inum voru tveir karlar úr Borgar-
nesi. Þetta var ógurlega spennandi
á þessum tíma. Þegar heim var
komið þá vildi svo til að þátturinn
var sendur út sama kvöldið og
Þorrablót Hnífsdælinga var. Við
sátum hérna allar fyrir framan tæk-
ið ásamt mönnum og börnum. Við
áttum allar mann sem hét Kristján,
með mér voru þær Helga Svein-
bjarnar og Ásthildur Hermanns.
Og mér er minnistætt að börnin
mín voru með lífið í lúkunum yfir
því að nú myndi mamma segja
eitthvað sem ekki mætti segja í
sjónvarpið.
Ég starfaði einnig með Litla
Leikklúbbnum á upphafsárum
hans. Lék einhverja kellingu í
Línu langsokk, sem var, ef ég man
rétt, fyrsta verkefni klúbbsins und-
ir stjórn Sigrúnar Magnúsdóttur.
Stðar tók ég þátt í fleiri sýningum,
t.d „Ég vil fá minn mann“ og „Við
byggjum baðhús" undir stjórn
Kára Halldórs. Ég vann líka oft
fyrir klúbbinn þó ég væri ekki að
leika. Ég hef alltaf sterkar taugar
til Litla Leikklúbbsins síðan og
mæti alltaf á sýningar.
ÞAÐ HEFÐI VERIÐ LEIKUR
EINN AÐ SKRIFA HEILA
BÓK UM HANA HANSÍNU.
EN ÞETTA VERÐUR AÐ
NÆGJA í BILI, MEÐ KÆRRI
ÞÖKK FYRIR KAFFIÐ OG
RJÓMAPÖNSLURNAR OG
QSTANA.
Umlá tölvuvindan
veiðir fyrir þig
DNG tölvu-
vindan er
óþreytandi
vinnukraftur,
algjör sjálf-
virkni með tölvu
stýringu eykur hraða og
sparar ómælda vinnu.
DNG tölvuvindan er
byggð úr seltuþolnu áli
og ryðfríu stáli.
Stjórnkerfið er þakið
plastefni til varnar
titringi, höggum og raka.
Vindan er þrýstiprófuð í
vatni áður en hún fer frá
verksmiðju, þannig er
tryggt hámarks öryggi
og lágmarks viðhald.
Pjónustu-
aðilum
DNG fjölgar
sífellt um
allt land.
Kappkostað
er að hafa
þjónustuna mjög góða.
Pað er á fœri flestra að
eignast það besta, DNG
tölvuvindu, því við
bjóðum góð greiðslukjör
og kaupleigusamninga.
Óseyri 4, Akureyri. Pósthólf 157