Vestfirska fréttablaðið - 20.04.1988, Qupperneq 2
2
vestlirska
I vestfirska I
FRETTABLADIÐ
Vestfirska fréttablaöið kemur út vikulega. Ritstjórn og auglýsingar:
Aðalstræti 35, ísafirði, sími 4011 og 3223. Heimasími vegna auglýs-
inga er 4057. Útgefandi: Grafíktækni h.f., (safirði. Ritstjóri og ábyrgð-
armaður: Hlynur Þór Magnússon. Prentun: Prentstofan (srún h.f.,
(safirði. Verð í lausasölu kr. 70. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað
hálfsárslega eftir á.
RITSTJÓRN:
Mikií
viðbrögð
Undanfarið höfum við á Vestfirska fréttablaðinu
fengið meiri viðbrögð frá lesendum en okkur gat órað
fyrir. Bæði jákvæð og neikvæð. En yfirleitt ánægjuleg!
Neikvæðu viðbrögðin hafa yfirleitt beinst að því
áformi okkar að minnka brot blaðsins, að hafa það í
tímaritsstærð. Viðbrögðin við þessu hafa verið svo
kröftug, að við erum hættir við það! Fólk hefur t.d.
haldið því fram, að það sé ekki stærðin sem skiptir máli,
heldur hvernig hluturinn er notaður, að við ættum fyrst
að reyna að bæta innihaldið áður en við förum að hringla
mikið með umbúðirnar. Margir hafa spáð illu um slíka
breytingu, sagt að það sé nóg að hafa eitt BB, og þar
fram eftir götunum. Þessi viðbrögð hafa vissulega snert
viðkvæman streng íhaldsseminnar í hjörtum okkar, og
við höldum jafnvel að innst inni höfum við alltaf verið
á móti breytingunni. A.m.k. erum við fegnir að vera
áfram með alvörublað í alvörustærð í höndunum, með
þeim möguleikum sem það býður upp á. Fyrir okkur,
og fyrir lesendur. Þess vegna hafa hin neikvæðu við-
brögð reynst okkur sérlega ánægjuleg!
Jákvæðu viðbrögðin hafa líka verið kröftug. FjÖldi
fólks hefur hringt til okkar víðsvegar af Vestfjörðum,
og hvatt okkur til þess að standa við það að gera Vest-
firska að sterku vestfirsku blaði. Við treystum því að
þetta fólk, og margir aðrir, hjálpi okkur í þessu verki,
því að annars er það ekki hægt. Blaði er ekki aðeins
nauðsyn á lesendum til að lesa það, heldur einnig til að
skapa það. Við viljum og verðum að hafa sem best
samband við lesendur um alla Vestfirði (og reyndar
áskrifendur okkar sem eru hundruðum saman utan
Vestfjarða), og fá frá þeim fréttir og ábendingar (við
gætum fyllsta trúnaðar við heimildarmenn ef þess er
óskað). Við viljum fá frá þeim greinar og samantektir,
og við aðstoðum við frágang á slíku ef menn vilja. Takið
eftir því, ef ykkur er annað tamara en ritstörf.
Hafið samband!
ÁSKRIFT —NÝJUNG
Hingað til hafa áskrifendur
Vestfirska eingöngu getað fengið
blaðið í pósti, en ekki borið í hús
eins og tíðkast um dagblöð. Nú
breytum við þessu. Þeir sem búa
í bæjum og þorpum á Vestfjörð-
um munu framvegis geta fengið
blaðið borið til sín um leið og það
kemur út eða kemur á staðinn.
Petta verður samt ekki til þess að
börnin sem hafa gengið í hús til
að selja blaðið missi neins. Þvert
á móti.
Tökum dæmi af ísafirði. Blað-
sölukrakki þrammar í hús við til-
tekna götu og býður blaðið til
sölu, og fær ákveðna upphæð (kr.
21) af hverju seldu eintaki. Hann
hefur áskriftarlistann meðferðis,
og þar sem áskrifendur búa, lætur
hann blaðið umyrðalaust inn um
lúguna, en fær sömu upphæð fyrir
og áður. Við þetta ætti margt að
vinnast: Við seljum fleiri blöð,
því að oft er enginn heima þegar
krakkinn bankar upp á. Þetta
hlífir fólki við ónæði, en það fær
blaðið samt heim, líka þegar eng-
inn er heima. Þetta flýtir fyrir
krökkunum og léttir þeim starfið,
og þau hafa meira upp úr sér á
skemmri tíma.
Hafið samband!
Verðlaunakrossgáta
nr. 1 af 5
forn fjallveg- ur við ísafjörð - 'W Satans klikkuð ► ^ fiskana heilagur Frans frá...
samtal aðgæta
varkára leynd
býli í Skutuls- firði ántilefnis ► brenni- steinn hræði- legir ►
▼
fugli spretta upp ►
narts ílát ►
r* lemur sex ►
ball ► drykk öxull ► upp- hrópun keyra ► kjarna- sýra
51 blað sam- tenging
▼
(lat.) einnig fiskur ► hlössin síðast ►
>► hraðara ►
Þessi heimabakaða vestfirska krossgáta er snöggtum minni en krossgátan í síðasta blaði.
Hún er líka ein af fimm gátum, sem verðlaun verða veitt fyrir í einu lagi. Við viljum ekki fá
lausnirnar sendar eina og eina, heldur allar fimm saman í einu lagi þegar þar að kemur. Takið
vel eftir því.
Safnið því gátunum saman, og sendið okkur (eða komið með til okkar) í einu umslagi þegar
búið er að ráða allar fimm.
Verðlaunin verða góðl Þau verða tilkynnt síðar.
Við gróðursettum ofurlítinn vísi
að DAGBÓK í síðasta blaði. Þar
eiga að vera upplýsingar um það
sem er á döfinni, um fundi,
skemmtanir, sýningar og aðrar
samkomur, hvenær stofnanir eru
opnar, og allt þar fram eftir götun-
um. Og auðvitað er þetta ókeypis.
Við biðjum lesendur að hringja
eða koma og láta okkur fá upplýs-
ingar í dagbókina. Ókeypis!