Vestfirska fréttablaðið - 20.04.1988, Qupperneq 5
vestfirska
TTABLACID
SMÁ KRIMMI
Eftirmirmilegur
sjón varpsþáttur
Mörgum þykirgaman að koma fram
í sjónvarpinu. Ekki síst í vinsælum
skemmtiþáttum. En stundum getur
gamanið kárnað...
Fred Taylor stóð upp, tók bjórflöskuna sína, rumdi
mæðulega, og rölti út á svalir. Vissulega hefði hann
viljað horfa á leikinn í sjónvarpinu. En á hinn bóginn
gat hann vel unnt konu sinni að horfa á spurningaþáttinn
hjá Tommy Fox, sjónvarpsmanninum vinsæla með kjaftinn
óborganlega, skallann margfræga, og bakföllin þegar hann
hló. Hann vareinmitt uppáhaldið hennar Barböru; hún mátti
helstaldrei missaaf neinu þegarTommy Foxvaráskjánum.
Fred Taylor elskaði konuna sína. Þau höfðu gengið í
hjónaband fyrir sex árum, skömmu eftir að hann kom og
settist að í þessum bæ. Og hér bjó hann með konu sinni,
augljóslegá sterkefnaður maður, og virtist lifa venjubundnu
lifi sem heiðvirður tryggingamiðlari.
Hvorki Barbara né nokkur af nágrönnunum vissi neitt um
það, hvernig hann hafði komist í álnir. Og enginn í smábæn-
um Dexton í Arizona gat vitað, að Fred Taylor hafði eitt sinn
verið lögreglumaður í Chicago, meira segja háttsettur hjá
fíkniefnalögreglunni.
Honum hafði þá verið falið það hlutverk að koma upp um
eiturlyfjasmyglhring, og hafði fengið eina milljón dollara til
ráðstöfunar. Þá peninga átti að nota til þess að komast í
viðskiptatengsl við smyglarana og leggja fyrir þá gildru.
Þetta tókst. Glæpamennirnir ginu við agninu, og brátt sátu
þeir í fangelsi. Fred Taylor var hins vegar búinn að koma
sér upp nýju nafni og nýjum skilríkjum, enda hæg heimatök-
in í tæknideildinni hjá lögreglunni. Þar var einmitt flugu-
mönnum eða svikurum í hópi glæpamanna séð fyrir slíku
og þeim hjálpað til þess að hefja nýtt líf á nýjum stað, óhultir
fyrir hefndaraðgerðum fyrri félaga.
Og Fred Taylor var óneitanlega vel undir það búinn fjár-
hagslega að hefja nýtt líf, því að í viðskiptum sínum við
glæpamennina hafði hann ekki notað milljónina góðu, held-
ur falsaða seðla sem lögreglan hafði lagt hald á einhvern
tímann fyrir löngu. Hann var raunar dálítið hissa á því, hvað
þetta gekk allt saman vel upp.
Og nú var Fred Taylor kvæntur maður í góðum efnum,
virtur borgari í góðri stöðu, óhultur bæði fyrir armi réttvísinn-
ar og refsivendi mafíunnar.
En nú hrökk hann upp úr hugsunumsínum, þarsem hann
stóð úti á svölunum í mildu kvöldhúminu. Barbara var eitt-
hvað að kalla, og hann fór inn. „Hugsaðu þér, elskan".
hrópaði hún, „Tommy Fox ætlar að koma hingað til Dexton
og taka upp þátt!“
„Mér þykir þú segja fréttirnar", svaraði Fred.
„Já, hann kemur eftir þrjár vikur og þátturinn verður send-
ur út beint hérna úr Félagsheimilinu! Þú verður að fara strax
í fyrramálið og ná í miða handa okkur!“
Fred Taylor leið einhvern veginn ekki vel þegar hann
hugsaði til þess að þurfa að vera í Félagheimilinu troðfullu
af fólki. Honum fannst nýi jakkinn óþægilega þröngur, oa
Barbara var svo spennt og hélt svo fast í handlegginn á
honum, að hann langaði mest til að rífa sig lausan.
Byrjunarstef þáttarins hljóðnaði, og Ijóskastararnir
beindu geislum sínum að sjálfum Tommy Fox. Gest-
irnirtvöþúsund í Félagsheimili Dexton-bæjarfögnuðu
honum með dynjandi lófataki.
„Hann er ennþá myndarlegri í raun og veru en hann
sýnist vera í sjónvarpinu", hvíslaði Barbara æst.
„Jájá, þetta er ekkert ómyndarlegur maður", ansaði Fred
með ískyggilega mikilli þolinmæði í röddinni.
Þátturinn gekk fyrir sig með venjulegum hætti, Tommy
Fox hló með bakföllum, hagyrðingar muldruðu einhvern leir-
burð um kynþokka tímavarðarins og skallann á stjórnandan-
5
um, og heimavinnandi húsmóðir í Dexton söng óperuaríur
við undirleik skrifstofumanns hjá kaupfélaginu.
Fred Taylor var alveg að sofna. Hann var löngu hættur
að fylgjast með því sem fram fór. Hann laumaðist til að líta
á úrið sitt. Bara tuttugu mínútur enn. Væntanlega mundi
hann lifa það af.
En þá gerðist nokkuð. Allt í einu kippti Barbara í ermina
á honum. „Það ert þú, elskan, það ert þú!“, hrópaði hún
hrifin. Augu nærstaddra beindust að honum, og Ijóskastari
leitaði hann uppi með geisla sínum.
„Er ég hvað?“ spurði Fred ringlaður.
„Vinningurinn í sætahappdrættinu", sagði Barbara. Sæt-
ið þitt fékk vinning. Þú ert í sæti númer 22 í röð númer 35,
og það var verið að draga það út!“
„Fred Taylor fór að skilja. í sál hans glumdi aðvörunar-
bjallan innbyggða. Nú væri ætlast til að hann færi upp á
sviðið til að taka við vinningnum. í beinni útsendingu frammi
fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda um öll Bandaríkin. Hann
fölnaði. Nú var um lífið að tefla.
„Farð þú bara upp i minn stað og taktu við þessu“, sagði
hann við konu sína. „Við getum bara skipt um sæti.“
En það var of seint. Tvær Ijóshærðar glanspíur tróðust
brosandi inn á milli sætaraðanna, tóku sín í hvorn handlegg-
inn á Fred Taylor og leiddu hann á milli sín. Hann reyndi
fyrst að streitast á móti, en myndavélarnar voru þegar búnar
að koma auga á hann. Svitinn perlaði á enni hans, og það
var eins og fæturnir ætluðu að bögglast undir honum þar
sem píurnar leiddu hann fram eftir ganginum. Það var ekki
meira en svo að hann kæmist upp þrepin upp á sviðið.
Tommy Fox tók einstaklega hupplega á móti Fred, eins
og hans var von og vísa. „Hérna er hann kominn, sjálfur
lukkupamfíllinn okkar í Dexton, til hamingju, til hamingju,"
bunaði hann úr sér í hljóðnemann og klappaði honum þétt-
ingsfast um bak og herðar. Síðan stakk hann vísifingri milli
rifjanna á Fred og sagði: „Þú áttir ábyggilega ekki von á því
að vinna svona stórkostlegt málverk í þættinum hjá honum
Tomma gamla Fox, hahaha!" Síðan krækti henn hendinni
undir arminn á Fred og leiddi hann að málverkinu, en mann-
fjöldinn fagnaði ákaflega.
Og þegar þeir tókust í hendur hjá málverkinu fagra og
horfðust í augu við sjónvarpsmyndavélarnar, þá var brosið
á Fred óneitanlega dálítið þvingað. Fyrir honum var aðeins
um tvennt að velja: Fangelsi eða dauða. Allt eftir því hvorir
yrðu á undan, lögreglan eða mafían.
Fred Taylor bað Guð að láta lögregluna verða á undan.
Þetta var í fyrsta sinn sem hann bað til Guðs. Og það á
meðan mannfjöldinn í Félagsheimilinu klappaðifyrirhonum.
í beinni útsendingu um gervöll Bandaríkin.
TÓNLISTARSKÓLI ÍSAFJARÐAR
MiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiMiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiMiiiiimi
Nemendatónleikar á föstudagskvöld:
Harpa Lind, Ragnar Torfi,
Samúel J.
koma fram
Nemendatónleikar á vegum
Tónlistarskóla ísafjarðar verða
haldnir nú á föstudagskvöldið (22.
apríl) kl. 20:30 í samæfingasal
skólans að Austurvegi 11. Þar
koma fram nokkrir nemendur
skólans á aldrinum 14 -16 ára, þau
Harpa Lind Kristjánsdóttir flautu-
leikari, Ragnar Torfi Jónasson
píanóleikari, Samúel J. Samúels-
son jr. básúnuleikari, og Sólveig
og Sólveig
Samúelsdóttir píanóleikari. Verk-
in sem þau leika eru frá ýmsum
tímum og eftir ýmsa höfunda, þar
á meðal Scarlatti, Mozart,
Sinding, Grieg, Schubert, Atla
Heimiog HjálmarH. Ragnarsson.
Öllum velunnurum skólans er
boðið að sækja þessa tónleika
meðan húsrúm leyfir, en aðgangur
er ókeypis.
Zóífi
Hvað heldurðu?... Þegarég labbaði niður í bæ nú í vikubyrj- ... Var tískan að hlaupa með ísfirðinga
un, þá vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið. í gönur? Hver einasti maður kominn
með hauspoka.
Samúel með básúnuna, Sólveig (ekki með píanóiðl), Harpa með
flautuna, og Ragnar Torfi.
En eins og poka væri veifað þá rann upp fyrir ísfirðingar þurftu nefnilega að láta í minni pokann
mér Ijós. fyrir Reykvíkingum í þættinum hans Ómars.