Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.04.1988, Side 6

Vestfirska fréttablaðið - 20.04.1988, Side 6
6 I vEstlirska ~ Isafjarðarkaupstaður Hjúkrunarfræðingur Bæjarsjóður ísafjarðar auglýsir eftir deildar- hjúkrunarfræðingi við Elliheimili ísafjarðar. Umsóknarfrestur er til 25. apríl n.k. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjórinn á ísa- firði á bæjarskrifstofunum eða í síma 3722, og Snorri Hermannsson formaður öldrunar- ráðs í síma 3526. Bæjarstjórinn á ísafirði. Leikskólar — Dagheimili Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar: Bakkaskjól: 100% staða forstöðumanns. 50% staða í stuðning. Hlíðarskjól: 50% staða fyrir hádegi. 50% staða eftir hádegi. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn við- komandi heimila eða dagvistarfulltrúi í síma 3722 frá kl. 10 til 12 daglega. Dagvistarfulltrúi. ATVINNA! Starfsmenn óskast til verslunar og skrifstofustarfa hálfan eða allan daginn. Við leitum að rösku fólki með reynslu í erilsöm og krefjandi störf. Pensillinn SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM BRÆÐRATUNGA 400 ÍSAFJÖRÐUR Forstöðumaður Bræðratun^a, þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra á Isafirði, óskar eftir að ráða forstöðu- mann til starfa frá 15. júní n.k. eða eftir nánari samkomulagi. Æskilegt er að umsækjandi sé þroskaþjálfi, eða hafi aðra uppeldislega menntun. Einnig er óskað eftir að ráða þroskaþjálfa í al- menn störf. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 15. maí n.k. Nánari upplýsingargefurforstöðumað- ur Bræðratungu í s: 94-3290 og formaður Svæðisstjórnar, Magnús ReynirGuðmundsson, s: 94-3722. Starfskraftur óskast í HN búðina frá 16. maí. Vinnutímifrákl. 13:00 til 18:30. Upplýsingar gefur verslunarstjóri í síma 4013 og 4006. VIÐTALIÐ Yngsti starfandi sveitarstjóri á landinu situr íSúðavík. Hann heitir Guðmund- ur Heiðarsson og er 22 ára gamall. Hann er sonur Guðlaugar Þórðardóttur og Heiðars Guðbrandssonar bryta í Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Heiðar faðir Guðmundar er þekktur uppreisnarmaður bæði innanþorps í Súðavík og einnig í Framsóknarflokknum þar sem hann starfaði um árabil áður en hann gekk til liðs við Þjóðarflokkinn fyrir síðustu kosningar. Heiðar sat um tíma í hreppsnefnd í Súðavík og var einn þeirra sem beittu sér hvað harðast í átökunum um hlutabréfasölu Frosta h/f til Togs h/f sem þar hafa staðið. Guðmundur Heiðarsson er að eigin sögn Framsóknarmaður menntaður í Samvinnuskólanum á Bifröst þar sem hann lauk almennu námi 1984 og tók síðan framhaldsnám þar 1986. Guðmundur telur Samvinnuskólann vel til þess fallinn að mennta menn til stjórnunarstarfa. Sumir hafa sagt í hálfkær- ingi að Samvinnuskólinn sé útungunarstöð fyrir kaupfélagsstjóra og kallað hann „heilaþvottastöð Sambandsins“. Guðmundur segir ekki stundaðan áróður fyrir stefnu flokksins í skólanum, en vitnar í könnun sem gerð var á pólitískri afstöðu nemenda í kringum síðustu kosningar þar sem fram kom að um helmimgur nemenda studdi Framsóknarflokkinn. „Æskilegt hlutfall. Svona ættiþað að vera úti íþjóðfélaginu“ segir Guðmundur ogglottir. „Þetta er mjög uppbyggjandi skóli þar sem öflugt félagslíf verður nemendum hollt veganesti“ bætir hann við. j| Guðmurn í < i % Lands ’ er ölm ®§ Byggðastefna e t t . eigi þjóðin Er bara framkvæmdastjóri fyrir hreppsnefndina Þrátt fyrir tengsl sín við Súðavík hefur Guðmundur aðeins verið búsettur þar þann tíma sem hann hefur gegnt starfi sveitarstjóra, aðeins komið þangað á sumrum. Tengslin við staðinn hafa verið honum til góðs í starfinu vegna smæðar staðarins. í Súðavík eru nú 243 íbúar, og þar vantar bæði fólk til starfa og húsnæði fyrir það. Starf sveitarstjóra er í rauninni framkvæmdastjórn í umboði hreppsnefndar. Hreppsnefnd á- kveður hvað gera skuli og þá er það sveitarstjórans að sjá um að fylgja málinu eftir. Hann er fyrst og fremst bundinn af samþykktum hreppsnefndar. Ráðning Guðmundar til starfans vakti á sínum tíma nokkra athygli. Hann segir ungan aldur sinn vera bæði kost og galla í þessu starfi. „Það kemur sér illa að vera ungur. Manni er ekki gefið sama tækifæri. Það á við hvaða starf sem er. Aftur á móti hafa ungir menn oft skoðan- ir sem ekki eru njörvaðar niður af venjum og siðum.“ Pólitískur málari truflar viðtalið. „Hvað eru þínir menn að gera ?“ Þegar hér er komið sögu blandar viðstaddur málari sér í umræðurn- ar. Sá er að mála skrifstofur hreppsins. Hann heldur stutta ræðu um stjórnmálaástandið sem er afar dökkt. Einkum óskar hann Framsóknarmönnum alls hins versta. „Þetta eru þínir menn sem eru að fara með þetta allt til helvít- is“, segir málarinn og otar penslin- um að Guðmundi. Sá svarar með harðorðri gagnrýni sem vegur að Sjálfstæðismönnum almennt. „Þetta eru þínir menn". Og hefst nú almennt karp um stjórnmál milli málarans og sveitarstjórans. Umræðan er afar hörð og er mi- skunnarlaust vegið að aldri manna, gáfnafari og persónuleika. Vegna hættu á meiðyrðamálum verður sú umræða ekki tíunduð frekar. Málarinn veöur loks út eftir að hafa lokið máli sínu með því að kenna blaðamönnum um allt sem aflaga hefur farið á íslandi síðan fyrir stríð. „Þeir segja aldrei satt orð þessir andskotar". Deilurnar hafa haft mjög slæm áhrif á samfélagið. Dæmi um fólk sem hefur hætt að talast við eftir áratuga kunningsskap. Það hefur ekki verið friðvænlegt í Súðavík undanfarið ár. Þar hafa menn deilt hart um eignarhald á hlutabréfum í Frosta h/f. Segja má að deilurnar hæfust þegar Frosti h/f seldi Togi h/f meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu. Því vildu aðrir ekki una og fór málið fyrir dómstóla. Dómur undirréttar féll á þá lund að hlutabréfasalan skyldi standa, enda farið að lögum. Hæstiréttur á nú eftir að fjalla um málið. I kjölfar eignabreytinganna varð nokkur brottflutningur fólks frá Súðavík og sagt er að fleiri hafi heitið því að fara ef Hæstiréttur staðfestir dóm undirréttar í mál- inu. Hvaða áhrif hefur þessi mála- rekstur haft á mannlífið í Súðavík? „Því er erfitt að svara", segir Guðmundur. „Við höfum átt í vök að verjast. Hér hefur fólki fækkað. Hvort einhverjir hafa flutt í burtu vegna þessa beinlínis er ekki gott að segja, eflaust hefur fólk haft einhverjar aðrar ástæður. Þessar deilur hafa varpað skugga á bæjar- lífið og haft mjög slæm áhrif á allt félagsstarf. Menn skiptast í fylk- ingar og dæmi eru um fólk sem hætt hefur að talast við eftir ára- tuga kunningsskap.“ „Sé horft framhjá þessu, er gott að búa í Súðavík", segir Guð- mundur. „Hér er gott að vinna. Þetta er hæfilega stórt bæjarfélag í fögru umhverfi. Menn geta valið hvort þeir vilja vera hér í friði og ró, og svo er stutt í skemmtanir og menningarlíf á ísafirði.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.