Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.04.1988, Síða 7

Vestfirska fréttablaðið - 20.04.1988, Síða 7
Svarið ætti að vera „hvaða byggðastefna?" Hún hefur aldrei verið til. En hvað með byggðamálin? Hvernig stendur núverandi ríkis- stjórn sig í málefnum landsbyggð- arinnar? Er ástandið nógu gott? „Það var haldin merk ráðstefna á Selfossi í haust um málefni lands- byggðarinnar undir yfirskriftinni „Hefur byggðastefnan brugðist?“ Svarið við þeirri spurningu hefði að mínu mati átt að vera „Hvaða byggðastefna?", því það hefur aldrei verið til markviss stefna í þessum málum. Við verðum að líta á hinar sér- stöku aðstæður sem uppi eru á ís- landi. Norðmenn sem svo oft er vitnað til hafa lagt mikið fé í að halda landi sínu í byggð. Þar er útgerð ríkisstyrkt og á margvísleg- an hátt stutt við bakið á fólki sem vill búa á stöðum sem teljast af- skekktir. Ástæður þessa eru marg- víslegar, til dæmis af hernaðarleg- ar. Við aftur á móti öflum okkar þjóðartekna úti á landsbyggðinni og það er sennilega einsdæmi í vestrænum heimi. Byggðastefnu íslenskra stjórnvalda má líkja við eftirfarandi: Ég væri með þig í vinnu. Þú ættir að fá þúsundkall á dag í laun. Ég myndi taka af þér þúsundkallinn og gefa þér fimm- hundruðkall í staðinn og þú værir mjög þakklátur. Jarðgöng blátt áfram nauðsynleg vegna aukinnar hagræðingar Éyrirtækjum á landsbyggðinni er gert erfitt fyrir á margvíslegan hátt. Menn neita að horfa á það til dæmis hvað bættar samgöngur geta aukið hagkvæmni í rekstri á landsbyggðinni. Það hefur verið bent á það að jarðgöng undir Breiðadalsheiði og Botnsheiði myndu stuðla að geysilegri sam- dur Heiðarsson sveitarstjóri iúðavík segir sitt álit byggðafólk enginn usulýður r ekki pólitískt val heldur nauðsyn, ' að lifa sem ein í þessu landi Hótelbygging undirbúin á Hólmavík Skipuð hefur verið nefnd til þess að undirbúa byggingu hótels á Hólmavík. Stofnun hlutafélags er í undirbúningi og er áhugi heima- manna á fyrirtækinu mjög mikill. 5. apríl var haldinn almennur undirbúningsfundur, en þar mættu auk heimamanna fulltrúar frá Arn- arflugi og Guðmundi Jónassyni h/f sérleyfishafa. Hótelinu er ætlaður staður við nýtt félagsheimili sem er í byggingu. Mikil þörf er á hóteli á Hólma- vík. í kjölfar vegarlagningar um Steingrímsfjarðarheiði hefur um- ferð um Hólmavík stóraukist og þangað koma nú mun fleiri ferða- menn en áður. Súðavík: Fiskveiða- sjóður þvælist fyrir nýjum „Við erum að bíða eftir því að Fiskveiðasjóður afgreiði umsókn okkar vegna smíði á nýjum Bessa", sagði Ingimar Halldórsson framkvæmdastjóri Frosta h/f í Súðavík í samtali við Vestfirska fréttablaðið. Sjóðurinn afgreiðir engar umsóknir fyrr en eftir 29. apríl. Nýr Bessi verður smíðaður í Flekkefjord í Noregi. Smíðin er ekki hafin enn, en henni á að vera lokið í september á næsta ári. Ingi- mar sagði að kaupverð nýja togar- ans yrði ekki gefið upp opinber- lega. Skipasmíðastöðin í Flekke- fjord tekur núverandi Bessa IS uppi í kaupverð nýja skipsins. Ingimar sagði að atvinnuástand í Súðavík væri gott og næg atvinna í frystihúsinu. Bessi hefur aflað vel að undanförnu og var að landa á mánudaginn 150 tonnum af karfa og grálúðu. Skipstjóri í þessari veiðiferð var Gunnar Arnórsson. nýtingu og hagræðingu. Það væri hægt að miðla afla á svæðinu milli staða og það þyrfti ekki að vera nema ein aðalhöfn, og þannig mætti lengi telja.“ Landsbyggðarfólk er enginn ölmusulýður Hvert er þá svarið við vandamál- um landsbyggðarinnar? Hvernig á að standa að þessu? Er til einhver patentlausn á þessum vanda? „Það er ekki gott að svara því. Það hefur stundum verið bent á gengismálin. íslenska gengið er kolrangt skráð. Það virðist vera hægt að fara suður til Reykjavíkur og búa til peninga með því að flytja inn ameríska bíla. En það virðist vera gjörsamlega vonlaust að búa til eitthvað nytsamlegt og gagnlegt eins og til dæmis matvæli eða slíkt. Svarið er trúlega fólgið í því að það verður að gera fólki ljóst að landsbyggðarfólk er enginn ölm- usulýður. Þá er ég ekki bara að tala um þá sem vinna viðfisk, held- ur líka bændur, sem til dæmis greiddu árið 1986 um 400 miljónir í fóðurskatt. Svo er fólk að bölsót- ast útaf einhverjum milljónum í útflutningsbætur á afurðum. Reyndar stendur landbúnaðurinn afar illa um þessar mundir. Svarið er náttúrulega það að það hlýtur að vera krafa, sérstaklega Vest- firðinga, að við fáum það fjármagn til umráða sem við sköpum. Svo getum við selt heildsölunum það ef þeir vilja. Þetta er að vísu dálítið einfölduð lausn á vandanum. Ég á ekki við algjört frelsi í verslun á gjaldeyri, en einhverskonar stýr- ingu sem tryggir hverjum það sem honum ber. Tenging gengisins við útflutning og útflutningslöndin er nánast óhjákvæmileg. Og svo borga þeir meira að segja það sama í strætó Vandamál landbyggðarinnar eru að stórum hluta félagsleg. Fólk er orðið uppfullt af allkyns rang- hugmyndum um það hverjir fram- leiða verðmætin í þessu landi. Þetta verður kannski best skýrt með stuttri dæmisögu sem ég heyrði á dögunum. Kona nokkur í Reykjavík var að óskapast yfir heimtufrekjunni og yfirganginum í landsbyggðarskrílnum. Það er ekki nóg með að þessir menn séu sífljúgandi til Reykjavíkur til þess að betla peninga, styrki og lán í allskonar hreppa sem eru gersam- lega á hvínandi kúpunni og eiga sér ekki viðreisnar von, heldur vogar þetta pakk sér að senda börnin sín í skóla til Reykjavíkur, og þau borga meira segja það sama í strætó og við. Byggðastefna nauðsynleg ef við ætlum að lifa afsem ein þjóð í landinu Því miður erum við sem búum úti á landi mörg hver farin að trúa því að við séum á framfæri ann- arra, séum ölmusufólk. Við verð- um að gera okkur grein fyrir því að í þessu landi er byggðastefna ekki pólitískur valkostur, heldur nauðsyn ef við ætlum að lifa af. Einfaldur útreikningur hefur leitt í Ijós að árið 1986 framleiddi hver Vestfirðingur um það bil hálfa milljón í hreinum útflutningsverð- mætum. Það er meira en í nokkr- um landsfjórðungi öðrum. Við erum því ekkert ölmusufólk. Annað sem leggur sitt lóð á vog- arskálina er afstaða fjölmiðla. Þeg- ar við hlustum á útvarpsstöðvarn- ar, þá er að skilja á flestum reyk- vískum útvarpsmönnum og það sé nánast kraftaverk að fólk skuli enn hokra á afskekktum stöðum á landinu. Það er alltaf talað niður til fólksins eins og það sé annars flo.d.: Hinsvegar vita allir að kostirnir við að búa úti á landi eru margir. Samband milli fólks verður nán- ara, persónulegra og manneskju- legra. Það er til dæmis mun auð- veldara að komast að allri þjón- ustu. Hér hverfur enginn í fjöld- ann, nema hann vilji. Þetta eru þættir sem fólk vill gleyma að horfa Lítt hneigður til líkamlegra átaka { tómstundum sínum fæst Guðmundur við ljósmyndum, les bækur eða fer á skíði. Segist vera frábitinn Iíkamlegu erfiði og hefur reynt að velja sér áhugamál í sam- ræmi við það. „Ætli þetta þýði ekki einfaldlega að ég sé frekar latur“. En við erum ekki alveg ánægðir með þetta, við viljum fá einhver fleyg heimspekileg lokaorð til þess að slá botninn í viðtalið. Meðan Guðmundur er að velta þeim fyrir sér kemur málarinn kjaftfori ask- vaðandi inn á ný og tilkynnnir há- tíðlega að allir Framsóknarmenn séu með lausa skrúfu. „Þetta vita allir“. Hann fer síðan nokkrum fleiri orðum um andlega heilsu þeirra sem skipta sér af pólitík. Guðmundur lætur hann hafa skrúfjárn, og hann hverfur út aftur, eflaust ætlar hann að festa lausar skrúfur. Lokaorðin fleygu verða því í beinu framhaldi af um- ræðum okkar um byggðamál. „Það má segja að mín ósk og von sé sú að við fáum einhverntímann byggðastefnu. Ég vona að þjóðin og ráðamenn hennar vakni af sín- um Þyrnirósarblundi og geri sér grein fyrir því að án landsbyggðar- innar er þjóðin ekki til.“ Ég tek mynd af Guðmundi Heiðarssyni með skilirí af Jóni Sig- urðssyni í baksýn. Málarinn er far- inn í kaffi og ég fer frá Súðavík. P.Á. Vatnsveita fyrir Hólmavík: Fram- kvæmdir hefjast brátt Samkvæmt nýrri áætlun sem AI- menna verkfræðistofan hefur gert um nýja vatnveitu fyrir Hólmvík- inga, kostar veitan aðeins 13 mill- jónir króna í stað 17 milljóna sam- kvæmt fyrri áætlun. Lækkun þessi næst fram með því að leggja leiðsl- una um 1,3 km styttri vegalengd og nota 180 mm lögn í stað 225 mm áður. Nýja kostnaðaráætlunin fel- ur í sér byggingu 600 rúmmetra vatnstanks sem kosta á 2,6 milljón- ir. Vinna er að hefjast við útboðs- gögn vegna mannvirkja við Ósá fyrir nýju veituna. Vonir standa til þess að framkvæmdir geti hafist í maí. Næstkomandi sunnudag, 24. apríl, mun sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson sóknarprestur á ísafirði ferma eftirtalin börn í ísafjarðarkapellu Agnar Ásbjörn Guðmundsson, Hlíðarvegi 36 Árni Freyr Elíasson, Brautarholti 1 Guðmundur Heimir Sveinbjörnsson, Móholti 4 Hagbarður Valsson, Hlíðarvegi 42 Hulda Rós Stefánsdóttir, Stórholti 21 Jóhanna Ása Einarsdóttir, Fjarðarstræti 2 Konný Björk Viðarsdóttir, Lyngholti 11 Kristján Geir Þorláksson, Urðarvegi 58 Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, Engjavegi 15 Unnar Rafn Jóhannsson, Sólgötu 5 Úlfur Þór Úlfarsson, Sunnuholti 2

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.