Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 20.04.1988, Page 12

Vestfirska fréttablaðið - 20.04.1988, Page 12
TIL FERMINGARGJAFA SVEFNPOKAR■BAKPOKAR {ÆfERNIRP OG ANNAR VIÐLEGUBUNAÐUR Jfe SPORTHIAÐAN rf. SILFURTORGI 1 Bílaleiga ^ = 400 ÍSAFIRÐI — SÍMI4123 Patrekur Dýrfjörð hefur heyrt ... aö vegna úrslitanna í spurn- ingakeppninni sé nú von á opin- berri yfirlýsingu frá bæjaryfir- völdum á ísafirði, þar sem þau firra sig allri ábyrgö á úrslitunum og varpi sökinni á Bolvíkinga, Súgfirðinga og Þingeyinga. Og í framhaldi af þessu megi búast við sliti á stjórnmálasambandi milli hinna ýmsu sveitarfélaga í ísafjarðarSýslum. ... að síðasta sýning á leikritinu „Sveitapiltsins draumur“ eftir ísfirðingana Guðjón Ólafsson og Pál Ásgeirsson, verði á sal Menntaskólans annað kvöld. Sýningar munu hafa gengið með eindæmum illa af ýmsum ástæðum. Veikindi leikara og margvísleg önnur áföll hafa sett strik í reikninginn. Þannig hafa aðeins verið sjö sýningar á þeim sex vikum sem liðnar eru frá frumsýningu. Hvort sem því er um að kenna eða einhverju öðru hefur aðsókn verið dræm er frá eru taldar fyrstu sýnin- garnar. Þetta þýðir að Litli leik- klúbburinn er í verulegum fjár- hagskröggum, þar sem fyrir- sjáanlegt er tap á sýningunni sem var mjög dýr í uppsetn- ingu. Ekki bætir það úr skák að bæjarstjórn hefur skorið niður allar fjárveitingar til menningar- mála og breytt tilhögun við út- hlutun þeirra. ... að samkvæmt nýjum rithætti sem fyrst sást á prenti í þessum dálki í síðasta blaði séu íbúar á Flateyri nú nefndir Flataurar í stað Flateyringa áður. íF'* M Ungtogöflugt skátastarf á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal Nú er skátastarf hafið af fullum krafti á Patreksfirði eftir margra ára hlé. Og líka á Tálknafirði og Bíldudal er skátastarf byrjað, en þar mun það aldrei hafa verið áður. Það var síðastliðið haust, sem þær Birna Ingólfsdóttir og Konný Hákonardóttir á Patreks- firði fóru að vinna að því að koma þessu í gang, og fengu vestur er- indreka frá Bandalagi ísl. skáta til að stofna félag. Hann hélt fund þar sem skráðir voru nærri hundrað krakkar á aldrinum 8- 15 ára. Sýslumaður útvegaði húsnæði til afnota, ónotaða kjall- araíbúð sem nú gegnir hlutverki skátaheimilis, og nú er flokka- starfið smátt og smátt að taka á sig mynd. Það mun hafa verið tilviljun, að alveg á sama tíma var hafist handa á Bíldudal og Tálknafirði að koma af stað skátastarfi, og félögin þar voru stofnuð á sama tíma. Á Bíldudal hefur Guðrún Helga Sigurðardóttir haft forystu um félagsstofnunina, cn á Tálknafirði cr það Ólöf Ingþórs- dóttir. Bandalagið kom síðan mcð foringjanámskeið vestur, sem haldið var í Tálknafirði fyrir alla staðina sameiginlega. Frá Patr- eksfirði fóru 22 krakkar, og greiddi hreppurinn allan kostnað þeirra við að sækja námskeiðið. Kannski fáum við bráðum myndir frá starfinu hjá skátunum ungu. Flosi skrifar í Vestfirska Hagyrðingurinn landskunni, Flosi Ólafsson kjötmatsmaður, átti leið um ísafjörð og Bolung- arvík fyrir skömmu eins og margir vita. Hann mun skrifa greinarstúf fyrir Vestfipska fréttablaðið um þessa ferð sína og kynni af innfæddum. Stúfur- inn birtist í einhverju af næstu tölublöðum. Skíðalyfta komin á Gemlufallsheiði Nú er komin upp toglyfta fyrir skíðamenn á Gemlufallsheiði skammt frá veginum, á hreppa- mörkum á milli Mýrahrepps í Dýrafirði og Mosvallahrepps í Önundarfirði. Þetta er diskalyfta, tæki upp á nokkrar milljónir, rúm- ir 300 metrar á lengd. Búið er að setja upp bráðabirgðaskúr við lyft- una. Lyfta þessi er í eigu íþróttafé- lagsins Grettis á Flateyri og Ung- mennafélagsins Önundar, og var áður skammt frá Flateyri. Nú hafa Önfirðingar og Dýrfirðingar aftur á móti bundist samtökum um að rcka lyftuna saman, og hafa verið gerð drög að samþykktum fyrir væntanlegt Skíðaráð Dýrafjarðar og Önundarfjarðar. Aðilar munu verða þessir: íþróttafélagið Höfr- ungur á Þingeyri, Ungmennafélag Mýrahrepps, Ungmennafélagið Vorblóm, Ungmennafélagið Ön- undur, íþróttafélagið Grettir, Héraðssamband Vestur-Isfirð- inga, og Núpsskóli. Sigmundur Þórðarson formaður Höfrungs sagði t' samtali við Vest- firska, að útilokað hefði verið fyrir Dýrfirðinga að sækja til ísafjarðar til að komast á skíði. Hann sagði að þeir í Höfrungi hefðu verið með toglyftu drifna af dráttavél uppi við Þverfell. en þar sem leiðin suður yfir Hrafnseyrarheiði er ekki rudd að jafnaði yfir vetrarmánuðina. hefði verið mjög erfitt að notfæra sér hana. Sigmundur sagði að þessi fram- kvæmd sýndi samtakavilja manna í Önundarfirði og Dýrafirði. Hann nefndi síðan að eitt ljón væri á vegi þeirra sem búa sunnan Dýrafjarð- ar og þurfa að komast norður fyrir: Það er hversu lítið þarf til þess að vegurinn í botni fjarðarins verði ófær. Sú hindrun hverfur aftur á móti þegar Dýrafjarðarbrúin langþráða kemur. Hún er líka fors- enda þess að hægt verið að nota flugvöllinn við Þingeyri sent vara- flugvöll fyrir ísafjarðarsvæðið. En það er önnur saga. Loksins! Ingibjörg Hallbjörnsdóttir fé- lagsfræðingur hefur vcrið ráðin framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra á Vestfjörð- um. Tekur hún við starfinu af Æv- ari Kolbeinssyni sem lét af því síð- astliðið haust. Framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar hefur aðsetur í Bræðratungu, en stjórnin annast málefni fatlaðra á Vestfjörðum. Gert er ráð fyrir að Ingibjörg hefji störf um miðjan maí. Dagný Björk á förum „Ég flýg út til Mallorka 11. maí, og verð þar einskonar barnafararstjóri eða skemmtana- stjóri á vegum Ferðaskrifstof unnar Pólaris. Það er ákveðið að ég verði þar í hálft ár‘\ sagði Dagný Björk Pjetursdóttir dans- kennari og forstöðumaður Fé lagsmiðstöðvarinnar Sponsins á ísafirði í samtali við Vestfirska. Dagný Björk skipulagði hina nýju félagsmiðstöð, sem tók til starfa í fyrravetur, og hefur stjórnað henni síðan. Hún hefur unnið þar mikið og gott starf, enda gengur hún að öllum hlutum af dugnaði og atorku. En hvað tekur svo við eftir þetta hálfa ár? „Það verður tíminn bara að leiða í ljós. Dóttir mín er að fara í skóla, og mig langar einu sinn til að hugsa um hennar ár, jafnvel þannigað ég vcröi móðirscm hún á heima.“ - Kemurðu ekki aftur til ísa fjarðar? „Ég held ekki.“ - Hvernig er búið að vera? „Það er búið að vcra gaman vinnunni. Ég á eftir að sakna Sponsaranna. En - það er erfitt að vera einstæð móðir í slúðrinu Kannski eigum við eftir að fá að heyra eitthvað frá Dagnýju Björk, þó að hún sé farin frá ísa firði. Brædratunga: Enn einn forstöðumaðurinn hættir enginn faglærður starfsmaður á heimilinu — rfkisstofnanir á landsbyggðinni standa mjög höllum fæti í samkeppni um faglært fólk til starfa Erlingur Níelsson sem gegnt hefur starfi forstöðumanns í Bræðratungu lætur af því um miðj- an júní og flyst búferlum til Noregs. Erlingur er fjórði for- stöðumaður vistheimilisins í Bræðratungu sem hættir frá því að heimilið tók til starfa árið 1984. Magnús Reynir Guðmundsson formaður Svæðistjórnar um má- lefni fatlaðra á Vestfjörðum sagði í samtali við Vestfirska, að starfið yrði þegar auglýst. Magnús sagði að Bræðratungu væri nokkur vandi á höndum þar sem erfiðlega hefði gengið að fá fagfólk til starfa við heimilið. Enginn faglærður starfs- maður vinnur að þjálfun heimilis- manna í Bræðratungu. Við heimili af þessari stærð þyrftu að vera starfandi 4-6 þroskaþjálfar eða fagfólk með sambærilega menntun. Bræðratunga heyrir undir fél- agsmálaráðuneytið, en ríkisstofn- anir á landsbyggðinni standa mjög hölluin fæti í samkeppni um fag- lært fólk til starfa. Ekki fæst leyfi ráðuneytis fyrir ívilnunum af neinu tagi, hvorki í launum né við útveg- un húsnæðis. Heilbrigðiskerfið til að mynda stendur hér mun betur að vígi. Ljóst er að vegna skiln- ingsleysis hins opinbera er Bræðra- tunga verr í stakk búin til þess að sinna hlutverki sínu en ella. HLJOMTÆKJAMARKAÐUR! ÓTRÚLEGT ÚRVAL Á HLJÓMTÆKJASETTUM VERÐ FRÁ KR. 13.900 STAÐGREITT TEC, TENSAI, SAMSUNG PÓLLINN VERSLUN RAFÞJÓNUSTA SÍMI3092 Opið laugardaga 9-16 Sunnudaga 14-16 TOPPBLÓMIÐ SÍMI 4717 TOPPWAB SIMI 3517

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.