Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Qupperneq 1
Áfram BÍ:
Stelpurnar fá íslandsmeistarana
í heimsókn á laugardag
Nú fer boltinn að rúlla, eins og
það heitir víst á fagmáli. Stelpurn-
ar í ÍBÍ unnu sig upp í fyrstu deild
í fyrra, eins og menn muna. Nú í
sumar leika þær undir nafni BÍ, en
ættu fjárakornið ekki að standa sig
verr fyrir það.
Andstæðingar ísfirsku stúlkn-
anna í fyrsta leiknum í sumar
verða ekki af lakara taginu. Það
eru íslandsmeistararnir frá því í
fyrra, Valsstúlkurnar frá Hlíðar-
enda í Reykjavík, sem koma vest-
ur og mæta BÍ-stúlkunum á Torf-
nesvelli nú á laugardaginn 28. maí
kl. 14.
Örnólfur Oddsson þjálfar stelp-
urnar ísfirsku í sumar, en Jón E.
(,,Lambi“) Haraldsson þjálfaði
þær tvö síðustu ár með hinum
ágætasta árangri. Þess má geta, að
tvær stúlkur sem voru á Akureyri
sl. sumar og spiluðu þar með KA,
þær Sigrún Sigurðardóttir og Stella
Hjaltadóttir, leika nú aftur með
sínu heimaliði.
Allir á völlinn, áfram BÍ (það er
eiginlega eins og í-ið hafi týnst
framan af ÍBÍ - eða þannig)!
Svo byrja strákarnir í bikar-
keppninni á miðvikudaginn í
næstu viku (1. júní) og fá þá í
heimsókn Stjörnuna úr Garðabæ.
Áfram BÍ.
MB Flosi ÍS vid bryggju í Bolungarvík.
Flosi ÍS 15 frá Bolungarvík:
Aflahæsti línubáturinn
á Vestfjörðum
Það verður ekki langt í þúsund tonnin
þegar vertínni hjá þeim lýkur um helgina
Flosi ÍS hefur komið með um
930 tonn að landi á vertíðinni og
mun halda áfram veiðum út þessa
viku. Alls er ellefu manna áhöfn á
Flosa, fimm á sjó og sex í landi.
Ágætt fiskirí hefur verið alla ver-
tíðina og steinbítur stór hluti
aflans. Þó var nokkuð um þorsk
fyrripart vertíðar, og eins hefur
þorskafli verið að glæðast nú undir
lokin. Jón Egilsson skipstjóri á
Flosa sagði að það væri greinilegt
að þorskurinn á miðunum nú væri
smærri en undanfarin ár, og ástæð-
an fyrir því sjálfsagt margvísleg,
kaldari sjór og örugglega hefði
aukin loðnuveiði sitt að segja.
Þrátt fyrir góðan afla taldi Jón að
afraksturinn væri ekki mikill fyrir
sjómennina og þeir teldu sig ekki
halda sínum hlut gagnvart öðrum
stéttum. Það yrði að öllum líkind-
um erfitt verk að semja um nýtt
fiskverð.
í sumar verður Flosi gerður út á
rækju, eða „rauða gullið" eins og
sjómennirnir gjarnan kalla hana.
Jón sagði þó að það yrði stöðugt
erfiðara fyrir minni og miðlungs-
bátana að stunda úthafsrækjuveið-
ar, því sífellt þyrfti að sækja á
dýpri mið og þar hefðu stóru
loðnubátamir og togararnir yfir-
höndina. Eins væm þessi stóru
skip stöðugt að stækka trollið ár
frá ári til að halda sama aflamagni,
og geysilegur fjöldi báta væri kom-
inn á þessar veiðar. Miðin sagði
Jón vera fyrir öllu Norðurlandi,
allt vestan frá Hala og austur að
Gerpi, og í fyrra hefði verið krökkt
af bátum á öllu þessu svæði.
/ blaðinu í dag:
Athugasemdir
um varaflugvöll
fyrír
ísafjarðarflugvöll
— sjá bls. 6 og 7
Allt um IBI
— sjá bls. 5
Jóhann T. Bjarnason
fjallar um sameiningu
sveitarfélaga á
Vestfjörðum
— sjá bls. 4
Skólaslit Mennta-
skólans og Iðnskólans
— sjá bls. 2
Tónlistarskóla
ísafjarðar slitið
í fertugasta sinn
— sjá umfjöllun á bls. 3
— Vefnaðarvörudeild —
Mikið úrval af sumarefnum
oa aardínuefnum
Reglubundnar ferðir
frá Reykjavík 6-7 sinnum í
mánuði til Vestfjarða
RÍKISSKIP
NÚTÍMA
FLUTNINGAR