Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Page 2

Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Page 2
2 I vestfirska ~~l FRETTABLADIÐ Vestfirska fréttablaðið kemur út á miðvikudögum. Ritstjórn og auglýs- ingar: Aðalstræti 35, Isafirði, sími 4011 og 3223. Ritstjóri og ábyrgðar- maður: Hlynur Þór Magnússon, heimasími 4446. Auglýsingar: Hans- ína Garðarsdóttir, heimasími 4057. Útlitsteikning, Ijósmyndari og blaðamaður: Hörður Kristjánsson. Útgefandi: Grafíktækni h.f., (safirði. Framkvæmdastjóri: Rögnvaldur Bjamason. Setning, umbrot, filmu- vinna og prentun: Prentstofan Isrún h.f., Aðalstræti 35, ísafirði. Verð kr. 70. Lausasala og áskrift. Ekki á brauði einu... Tónlistarfélag ísafjarðar og Tónlistarskóli ísa- fjarðar eiga fertugsafmæli á þessu ári. í hugum landsmanna er ísafjörður tónlistarbær, enda hafa þar löngum starfað ötulir verkamenn í þeim vín- garði. Jónas Tómasson rak tónlistarskóla á ísa- firði á öðrum áratug þessarar aldar. Og fyrir fjöru- tíu árum var Tónlistarfélagið stofnað á heimili hans. Sama ár kom Ragnar H. Ragnar úr Vestur- heimi til þess að skipuleggja hinn nýja tónlistar- skóla á ísafirði og stjóma honum. Orðstír þessara manna og ávöxtur starfa þeirra mun ekki deyja, þótt sjálfir séu þeir fallnir. Menn- ingarstarf þeirra, og allra hinna sem halda merki þeirra á lofti, gerir Isafjörð að byggðarlagi sem er annað og miklu meira en bara verstöð. Pað athugist, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. H Nýstúdentar frá M.l sem fengu verðlaun og viðurkenningar Við skólaslit MÍ voru ýmsir nemendur heiðraðir fyrir góða frammistöðu í einstökum grein- um, auk þess sem Rögnvaldur Daði Ingþórsson fékk peninga- verðlaun úr Aldarafmælissjóði ísafjarðarkaupstaðar fyrir hæsta heildareinkunn á stúdentsprófi. Hér á eftir eru þeir taldir upp sem verðlaun hlutu: Dux scholae: Rögnvaldur Daði Ingþórsson. íslenska: Linda Sveinbjörnsdóttir. Norðurlandamál: Guðni K. Agústsson og Rögnvaldur D. Ingþórsson. Enska: Rögnvaldur D. Ingþórsson. Franska: Linda Sveinbjörnsdóttir og Heimir G. Hansson. Þýska: Margrét Vagnsdóttir. Saga: Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir. Eðlis- og stærðfræði: Guðmundur Óskarsson. Náttúrufræði: Gunnar Örn Kristjánsson. Hagfræðigreinar: Margrét Vagnsdóttir og Linda Kristmannsdóttir. Fyrir mikið og gott starf að fé- lagsmálum hlaut Birgir Finnsson viðurkenningu frá Björnsbúð. NAMSTILBOÐ! Að loknum grunnskóla. HEILSUGÆSLUBRAUT Markmiðiö er að búa nemendur undir undirbúnings- störf við hjúkrun á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv- um. Ekki er um verklegt nám að ræða en nemendur fara í starfskynningu á sjúkrahús. Framhald til stúdents- prófs er eðlilegast á náttúrufræðibraut. Námstími er fjórar annir. Umsóknarfrestur um skólavist er til 10. júní. NÚPSSKÓLI S 8222 OG 8236. vestlirska ÍRiIájiÍ.Í-ITFIt’M Tvíþætt skólaslit á ísafirði: Menntaskólinn á ísafirði orðinn átján vetra — 246 voru við nám í Menntaskólanum og Iðnskólanum samanlögðum Skólahald Menntaskólans á ísafirði og Iðnskóla ísafjarðar var sameinað að miklu leyti síðastUðið haust, fyrst um sinn í eitt ár til reynslu. í vetur komu alls 246 nemendur við sögu í skólunum báðum, þar með taldir nemendur í fornámi og öldungadeild. Karlar voru 123 og konur 119, þannig að í heildina hallaðist naumast á. Kynjum var þó stórlega misskipt milli námsbrauta. Björn Teitsson skólameistari sleit báðum skólunum í hátíðasal MÍ á Torfnesi á laugardaginn fyrir hvítasunnu, og brautskráðust þá 27 nýstúdentar frá Menntaskólanum. Sjö luku námi á tveggja ára viðskiptabraut í MÍ, en þeir geta síðan haldið áfram á hagfræðabraut til stúdentsprófs. Fjórir luku 2. stigi vélstjórnarnáms í Iðnskólanum, en sex nemendur brautskráðust þaðan með 200 tonna skipstjórn- arréttindi. Hæsta einkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegið meðaltal allra einkunna á leiðinni gegnum Menntaskólann, hlaut Rögnvaldur Daði Ingþórsson, ísafirði, á mála- og samfélagsbraut. Einkunn hans var 8.53. Næst- hæsta einkunn, 7.83, fékk Margrét Vagnsdóttir, Bolungarvík, á hagfræðabraut, og í þriðja sæti með einkunnina 7.78 var Linda Kristmannsdóttir, ísafirði, einnig á hagfræðabraut. í fjórða sæti með 7.63 var Guðmundur Óskarsson, ísafirði, á eðlisfræðibraut. Hæsta einkunn þeirra sem brautskráðust af tveggja ára viðskiptabraut hlaut Hildur Gylfadóttir, ísafirði. Af skipstjóraefnum fékk hæsta meðaleinkunn Þorsteinn Gestsson, Súðavík. í skólaslitaræðu sinni gat Björn Teitsson skólameistari um breyt- ingar á starfsliði. Snemma á haust- önn sagði Axel 'Carlquist starfi sínu lausu, og þar með hvarf frá ísafirði sá maður sem lengst hefur kennt við Menntaskólann á ísa- firði, eða frá upphafi hans að fyrsta árinu undanskildu; sextán vetur alls. Við kennslu í stærðfræði og eðlisfræði tóku um jól tveir ungir menn, Lúðvík Ólason og Lárus Valdimarsson. Hinn 16. febrúar andaðist Símon Helgason, aðalkennari í skipstjórnargreinum, eftir stutta banalegu. Við kennslu hans tók í febrúarbyrjun Vilbergur Prebens- son. Ekki er búist við því að margir fastir kennarar hætti störfum í sumar. Þó er ljóst að Svavar B. Jónsson þýskukennari lætur nú af kennslu, og sömuleiðis Snorri Grímsson, sem kennt hefur bók- námsgreinar í Iðnskólanum. Snorri og Arný Herbertsdóttir kona hans leggja nú einnig niður húsbóndavöld á heimavistinni. í ræðu sinni minntist skólameist- ari þeirra Símonar Helgasonar, sem fyrr er getið, og Ragnars H. Ragnar, sem lést á aðfangadag jóla. Þeir höfðu lengi með höndum forystu í ísfirskum skólamálum, hvor á sínu sviði. Gísli Jón Kristjánsson, fulltrúi nemenda á skipstjórnarbraut, minntist einnig Símonar Helgasonar og færði að gjöf málverk af honum eftir Pétur Guðmundsson listmálara. Um áramótin réðst nýr húsvörð- ur að Menntaskólanum, Astvaldur Björnsson, en Rúrik Sumarliðason lét af starfi eftir hálft sjöunda ár, Nýstúdentarnir 27 frá MÍ komnir út í vorgjóluna eftir útskrift. Fremsta röð frá vinstri: Sigrún Sigurðardóttir, Erla B. Kristjánsdóttir, Lilja Ingólfsdóttir, Jóna Lind Karlsdóttir, Linda Björk Steinþórsdóttir, Sigrún Þorleifs- dóttir, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, Linda Kristmannsdóttir og Bergrós Kjartansdóttir. Miðröð, talið frá vinstri, byrjað á þeim sem er á bak við aðra stúlku frá vinstri í fremstu röð: Gunnar Örn Kristjánsson, Guðmundur Óskarsson, Hulda Guðmundsdóttir, Friðgerður G. Ómarsdóttir, Laufey Karlsdóttir, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Margrét Vagnsdóttir og Linda Sveinbjörnsdóttir. Aftast frá vinstri: Birgir Finnsson, Stefán Pétursson, Róbert Ásgeirsson, Ólafur M. Birgisson, Gísli Örn Þórólfsson, Heimir G. Hansson, Guðni K. Ágústsson, Kristinn Þór Kristinsson, Rögnvaldur Daði Ingþórsson og Hafrún Huld Einarsdóttir. Rögnvaldur Daði Ingþórsson og Linda Björk Steinþórsdóttir eru fyrstu stúdentar M.í. sem jafn- framt hafa verið þar í skíðavalinu og fengu gripi frá skíðasambandi íslands til minningar um það. Rögnvaldur er jafnframt dux scholae. og þakkaði skólameistari honum prýðilega samvinnu. Fulltrúi tíu ára stúdenta, Bryn- dís Friðgeirsdóttir, flutti ávarp á gamla daga í MÍ, og frá sínum ár- gangi færði hún skólanum að gjöf peningaupphæð í slaghörpusjóð. Fyrir utan aðra kosti við að eignast slíkt hljóðfæri þegar þar að kemur, þá verður að því mikill léttir fyrir húsvörð, skólameistara og áfanga- stjóra Menntaskólans að þurfa ekki lengur að burðast með láns- píanó á vettvang við sérhverja merkisathöfn. Dux scholae, Rögnvaldur Daði Ingþórsson, ávarpaði samkomuna Elísa Elíasdóttir ekkja Símonar Helgasonar afhjúpar myndina sem skipstjóranemar gáfu til minningar um hann. Björn Teits- son og Gísli Jón Kristjánsson fylgjast með. líka, eins og dúxi hlýðir við skóla- • slit. Fyrir þroska nemenda taldi hann sjálfa skólavistina, félagslífið og félagsskapinn í skólanum, fullt eins mikils virði og lexíurnar. Hugsun sem virðist nokkuð skyld þessari, ef vel er að gáð, kom ein- mitt fram í lokaávarpi skólameist- ara til nýstúdenta, þegar hann vitn- aði til orða Aristótelesar: Menn eiga fremur að reiða sig á athugan- ir heldur en kenningar, og ekki á kenningar nema þær hafi verið staðfestar með rannsóknum. „Þessi orð hníga að mikilvægi reynslunnar í heimi okkar", sagði

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.