Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Qupperneq 3
vestfirska
TTABLADID
skólameistari. „Hitt er annað, að
hver og einn getur ekki orðið sér
úti um mjög víðtæka reynslu; til
slíks endist ekki ævin.“ Síðan
minnti hann á þann fámenna hóp
fólks, sem lærir ekki aðeins af eigin
reynslu, eigin mistökum, heldur
kynnir sér mistök annarra til þess
að læra af þeim líka. Meistari
kvaðst vonast til að hinir nýju stúd-
entar frá Menntaskólanum á ísa-
firði yrðu sem flestir í þeim hópi.
Á þessu ári eru liðin 40 ár frá
stofnun bæði Tónlistarfélagsins og
Tónlistarskólans. Afmæli félagsins
var 20. maí, en afmæli skólans er
10. október í haust. Núverandi
formaður Tónlistarfélags ísafjarð-
ar er Bára Einarsdóttir, og kemst
hún m.a. svo að orði í dagskrá
afmælishátíðarinnar:
„Skólastjórahjónin frá stofnun
skólans, Ragnar H. Ragnar og Sig-
rfður Jónsdóttir, hafa haft allan
veg og vanda af starfsemi hans og
mótað skólann frá upphafi. Það
dylst engum að þar hefur verið
lögð alúð við hvert verk og nem-
endum og kennurum miðlað af viti
og þekkingu, enda skólinn löngum
talinn öðrum skólum til fyrirmynd-
ar. Sigríður Ragnarsdóttir er nú
tekin við stjórn skólans og fetar
þar í fótspor foreldra sinna. Tón-
listarfélagið er henni þakklátt fyrir
að taka á sig þetta erfiða starf og
óskar henni og skólanum alls góðs.
Það er einlæg von Tónlistarfélags-
ins að skólinn haldi áfram að vera
sú lyftistöng í menningarlífinu í
bænum sem hann hefur verið hing-
að til.
Tónlistarfélag ísafjarðar var
stofnað af áhugamönnum um lista-
og menningarmál. Það er á engan
hallað þó getið sé eins manns og
honum þakkað öðrum fremur.
Jónas Tómasson, tónskáld og bók-
sali, var aðalhvatamaður að stofn-
un Tónlistarfélags ísafjarðar og
vann á langri ævi að tónlistar- og
menningarmálum á ísafirði. Tón-
listarfélagið vill færa honum ein-
lægar þakkir og virðingu á þessum
tímamótum.
Fjölmargir tónleikar eru haldnir
á vegum félagsins á hverju ári.
Framkvæmd þeirra er öll í höndum
framkvæmdastjóra félagsins, sem
nú er Jónas Tómasson tónskáld,
yngri. Það er einlæg von félagsins
að bæjarbúar virði þessa viðleitni
félagsins til menningarlegra lífs í
bænum.“
Þetta var úr ávarpi Báru Einars-
dóttur.
Skólastarfið í vetur
Fastráðnir kennarar við Tónlist-
arskóla ísafjarðar í vetur voru alls
níu. Ólöf Jónsdóttir úr Reykjavík
tók að sér fiðlukennsluna frá ára-
Þá var slegið á létta strengi láns-
hörpunnar þungu; Linda Svein-
björnsdóttir nýstúdent og Marta
Hlín Magnadóttir nemandi í 2.
bekk léku fjórhent á píanó tón-
verkið Boðið upp í dans eftir Carl
Maria von Weber.
Síðan voru skólaslit; lokið var
18. ári Menntaskólans á ísafirði.
Margir af nemendum skólans eru
nú mj ög j afnaldra honum sj álfum.
mótum í veikindaforföllum Mariu
Kyriakou, og kom vikulega vestur
í tvo-þrjá daga í senn, en hverfur
nú aftur frá skólanum. Eins mun
Jónas Tómasson hætta fastri
kennslu við skólann í bili, enda
hefur honum verið úthlutað starfs-
launum í tólf mánuði til að vinna
að tónsmíðum.
Ragnar H. Ragnar fékk í fyrsta
sinn leyfi frá kennslu vegna veik-
inda síðastliðið haust, og hafði
hann þá kennt við skólann óslitið
í 39 ár. Ragnar andaðist á aðfanga-
dag jóla.
Stundakennarar í vetur voru sex
talsins, og munu þeir flestir halda
áfram störfum sínum við skólann.
Kennt var á fjórum stöðum í
vetur: í húsi Húsmæðraskólans að
Austurvegi 11, þar sem megnið af
kennslunni fór fram, í Heimavist
MÍ, að Dalbraut 1 í Hnífsdal, og
að Smiðjugötu 5.
í skólaslitaræðu Sigríðar Ragn-
arsdóttur kom fram, að alls innrit-
uðust 189 nemendur í skólann í
vetur, og eru þá meðtaldir nem-
endur á námskeiðum í tónmennt
og söng. Reglulegt nám á hljóðfæri
og í forskóla stunduðu 170 nem-
endur, flestir allan veturinn. Sumir
voru þó aðeins út haustönnina, en
þá byrjuðu aðrir í staðinn.
Píanónemendur voru fjöl-
mennastir eða 80 talsins, 18 nem-
endur á fiðlu og selló innrituðust,
gítarnemendur voru 12, en nem-
endur á blásturshljóðfæri voru 28.
Nemendur í forskólanum voru 26,
og þátttakendur í blokkflautu-
kennslu á vorönn voru 8. Söhg-
námskeið var haldið í mars með 11
þátttakendum, og komust færri að
en vildu. Nokkrir sóttu eingöngu
tónfræðitíma einu sinni í viku, en
stunduðu annars ekki hljóðfæra-
nám við skólann.
Tónleikahald í skólanum var að
venju öflugt í vetur, en auk sér-
stakra tónleika á vegum skólans
komu nemendur að sjálfsögðu oft
fram utan hans. Einkum er þar að
geta góðs samstarfs milli skólans
og ísafjarðarkirkju, en nemendur
komu margsinnis fram við ýmsar
kirkjuathafnir í vetur.
Barnakórinn er síðan sérstakur
kapítuli í vetrarstarfinu. Hann tók
þátt í tónleikum skólans fyrir jól
og um miðjan vetur, auk aðventu-
kvölds í kirkjunni, en frá því í byrj-
un mars var það óperan Eldmærin
sem átti hug hans og krafta. Hún
var sýnd fimm sinnum við fádæma
góðar undirtektir samtals hátt á
níunda hundrað gesta. Stjórnandi
barnakórsins er Beáta Joó.
Húsnæðismálin
Varðandi eigið húsnæði Tónlist-
arskólans er það að segja, að
bæjarstjóm ísafjarðar og mennta-
málaráðherra staðfestu lóðarút-
hlutun í júlí 1984, og tók Ragnar
H. Ragnar fyrstu skóflustunguna
að skólahúsnæði á Torfnesi 8. júní
1985. f framhaldi af því voru bygg-
ingarframkvæmdir hafnar og
botnplata steypt.
Talsvert fé hefur þegar safnast í
byggingarsjóð skólans. Eigi að
síður varð fljótlega ljóst eftir að
framkvæmdir hófust, að nægilegur
stuðningur fengist ekki frá opin-
berum aðilum til að halda fram-
kvæmdum áfram með eðlilegum
hætti. Þó var unnið markvisst að
framgangi málsins, og það leiddi
til þess að gerður var í maí í fyrra
samstarfssamningur við bæjar-
stjórn ísafjarðar um byggingu
skólahúss fyrir Tónlistarskóla ísa-
fjarðar á Torfnesi. Samningurinn
gerir ráð fyrir því að Tónlistarfélag
Isafjarðar og ísafjarðarkaupstaður
standi saman að byggingu skóla-
hússins og greiði hvor aðili helm-
ing kostnaðar. f samningnum er
gert ráð fyrir því að skólahúsið
verði tekið í notkun eigi síðan en
árið 1994.
Upphaf Tónlistarféiags
ísafjarðar
Stofnfundur Tónlistarfélags ísa-
fjarðar var haldinn á heimili Jónas-
ar Tómassonar tónskálds og bók-
sala 20. maí 1948 og voru þessir
stofnfélagar: Elías J. Pálsson
kaupmaður, Gísli Kristjánsson
sundhallarstjóri, Halldór Hall-
dórsson bankastjóri, Jóhann
Gunnar Ólafsson bæjarfógeti, Jón
Jónsson frá Hvanná skrifstofu-
maður, Jónas Tómasson bóksali,
Kristján H. Jónsson hafnsögumað-
ur, Kristján Tryggvason klæð-
skerameistari, Ólafur Magnússon
framkvæmdastjóri, séra Óli Ketils-
son fyrrv. sóknarprestur, Páll
Jónsson verslunarmaður, og Sig-
urður J. Dahlmann símstjóri.
Allir stofnendur félagsins eru
nú látnir nema Ólafur Magnússon.
Á stofnfundi félagsins var ák-
veðið að félagar skyldu vera tóíf,
og hélst sú skipan til 17. nóv. 1982,
en þá var samþykkt á framhaldsað-
alfundi að opna félagið öllu áhuga-
fólki um tónlistarmál. í kjölfar
þeirrar samþykktar gengu 60 nýir
félagar í Tónlistarfélagið.
Forsvarsmenn félagsins
Fyrsti formaður Tónlistarfélags-
ins var kosinn Jóhann Gunnar
Ólafsson. Fyrsti framkvæmda-
stjóri þess var Páll Jónsson, og
gegndi hann því starfi uns hann
fluttist til Reykjavíkur árið 1951.
Næstu árin var enginn fram-
kvæmdastjóri starfandi, en árið
1963 var Ragnar H. Ragnar ráðinn
framkvæmdastjóri Tónlistarfélags
ísafjarðar. Hann gegndi því starfi
til ársins 1983, þegar Jónas Tómas-
son tónskáld tók við.
Á 40 ára starfsferli félagsins hafa
eftirtaldir gegnt formennsku:
Jóhann Gunnar Ólafsson 1948-49
og aftur 1963-65
Halldór Halldórsson 1949-50
Kristján Tryggvason 1950-51
og aftur 1965-68
Bjami Guðbjömsson 1951-55
og aftur 1968-71
Sigurður Jónsson 1955-63
Gunnlaugur Jónasson 1971-82
Högni Þórðarson 1982-85
Pétur Kr. Hafstein 1985-87
Bára Einarsdóttir 1987-
Núverandi stjórn Tónlistarfé-
lagsins skipa: Bára Einarsdóttir
formaður, Jóhann Hinriksson
varaformaður, Einar Ingvarsson
ritari, Gunnlaugur Jónasson gjald-
keri, og Sigríður J. Ragnar með-
stjómandi.
Tónlistarskólinn
Á árunum 1911-18 starfrækti
Jónas Tómasson, tónskáld og bók-
sali, tónlistarskóla á ísafirði, og
mun það hafa verið fyrsta skipu-
lagða starfsemi tónlistarskóla hér
álandi. Var það alltafætlun Jónas-
ar að endurvekja þessa starfsemi
til nýs lífs.
Haustið 1948 varð sú ætlun hans
að veruleika, þegar Tónlistarfélag-
ið réð hingað vestan um haf Ragn-
ar H. Ragnar tónlistarmann til að
skipuleggja og stjórna tónlistar-
skóla á ísafirði.
Á 40 ára starfsferli hefur skólinn
haft á að skipa fjölda kennara í
ýmsum greinum tónmennta.
RagnarH. Ragnar var aðalkennari
skólans lengst af, kenndi við hann
allt til haustsins 1987, og stjórnaði
skólanum frá upphafi og til hausts-
ins 1984. Þá tók við stjórn skólans
Sigríður Ragnarsdóttir, núverandi
skólastjóri. Skólanefnd skipa nú
Kristján Haraldsson formaður,
Gunnar Jónsson og Sigurður
Jónsson.
Tónlistarfélag og Tónlistarskóli ísafjarðar:
Afmælishátíð og
skólaslit
—rifjuð upp nokkur atriði úr 40 ára sögu
Það var mikið um dýrðir á ísafirði laugardaginn fyrir hvítasunnu.
Ekki var fyrr lokið brautskráningu nýstúdenta og slitum Iðnskóla og
Menntaskóla, en Tónlistarfélag Isafjarðar og Tónlistarskóli ísafjarðar
héldu afmælishátíð og skólaslit í hátíðasal Grunnskólans. Þar var
söngur og fjölbreyttur hljóðfærasláttur, eins og vænta mátti, verðlaun
voru afhent og ávörp flutt. Síðan var sest að kaffidrykkju í húsakynnum
skólans að Austurvegi 11, og þar var jafnframt opnuð sýning á svip-
myndum úr starfi skólans og félagsins á liðnum áratugum.
3
[fasteTgna-]
; VIÐSKIPTI ;
I ÍSAFJÖRÐUR:
■ Brautarholt 14,160 fm einbýlis- ■
I hús ásamt bflskúr. Laust eftir 3 I
I mánuði.
J Hlíðarvegur 16, efrihæð. Suður- jj
J endi, 3ja herb. íbúð.
■ Bakkavegur 27,2x129 fm einbýi- |
I ishús. Laust eftir samkomutagi. |
| Hafraholt 28, raðhús. i húsinu I
| eru m.a. 4 svefnherb. Getur losn- |
| aðfljótlega.
| Túngata 7. Einbýlishús ásamt |
| bílskúr. Getur losnað fljótlega. |
I Fjarðarstræti 19. 120 fm efri I
I hæð í tvíbýlishúsi ásamt bíl- I
I geymslu.
J Sundstræti 25, 3ja herb. íbúð á !
J l.hæð. J
■ Túngata 13. 2ja herb. kjallara- ■
I íbúð.
I Sundstræti 29. 2ja herb. íbúð á |
| 2. hæð I fjórbýlishúsi. |
■ Smiðjugata 10,4ra herb. íbúð. ■
| Stórholt 13, 4ra herb. fbúð á 3ju .
! hæð ásamt bílskúr.
| Sundstræti 27, 3ja herb. íbúð á j
| 1. hæð. Laus. |
I Sundstrætl 35b. Lítið einbýlis- I
| hús. Selst ódýrt. Laust fljótlega.
I Tangagata 26. Fallegt einbýlts- ■
I hús t góðu standi. Elgnarlóð. Get- ■
I ur losnað fljótlega. J
j Aðalstræti 26A. 3-4 herbergja j
| íbúð.
■ Litlabýli vlð Seljalandsveg, lítið I
J einbýlishús. Laust 1. júní. I
| Engjavegur 33, 2ja herb. íbúð á ■
| n.h. Laus fljótlega.
I Stórholt 11, 4ra herb. íbúð á 2. ■
I hæð ásamt bilgeymslu. Getur J
I losnað fljótlega. |
| Seljalandsvegur 30, 175 ferm. |
| einbýlishús með innbyggðum |
j bílskúr. 4 svefnherbergi. Húsið er |
| í góðu ástandi. Veðbandalaust. |
I Stórholt13,3ja herbergja ibúð á I
I 1. hæð. Laus eftirsamkomulagi. I
| MJallargata 6, 4ra herb. íbúð á ■
efrt hæð í suðurenda.
■ Sólgata 5, 3 herb. ibúð. Laus J
J fljótlega. |
| Sundstræti 24, 2ja herb. ibúð á |
| l.hæð.
I BOLUNGARVÍK:
| Stlgahlíð 4, 2ja herb. ibúð á |
| jarðhæð. |
I Heiðarbrún 1. Einbýlishús á I
I tveim hæðum. Um 200 ferm. I
Hjallastræti 20. Rúmlega 100 ■
■ ferm. einbýlishús ásamt bilskúr. ■
■ Hjallastræti 18,120 fm einbýlis- J
hús ásamt bílskúr.
| Stigahlíð 4, 3 herb. endaibúð á |
| 3. hæð.
■ Hafnargata 110. Tæplega 100 I
ferm. álklætt einbýlishús. I
Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á !
tveimur hæðum í parhúsi.
SUMARBUSTAÐUR
75 ferm. sumarbústaður f ■
Heydal f Mjóaflrði.
ARNARGEIR j
ŒNRIKSS0N,hdL!
Silfurtorgi 1, \
ísafirði, sími 4144 ■
I
Ósk á ísafirði:
Afmælisblað
um75árasögu
húsmæðra-
skólans
Húsmæðraskólinn Ósk á ísafirði
er 75 ára um þessar mundir. Af
því tilefni er nú að koma út sér-
stakt afmælisblað á vegum nem-
endasambands skólans.
í blaðinu er fjölbreytt efni,
viðtöl, greinar og garnlar myndir
úr sögu skólans. Blaðið verður selt
í lausasölu á ísafirði og Bolungar-
vík. Auk þess er hægt að panta
blaðið á afgreiðslu þess að Hafnar-
stræti 14 á ísafirði, sími 4262', og
fá það sent hvert á land sem er.