Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Page 4

Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Page 4
4___________________ SVEITARSTJÓRNARMÁL Jóhann T. Bjarnason: Um sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum Hinn 18. apríl 1986 tóku gildi lög nr. 8/1986, sveitarstjórnarlög. Fimmta grein þeirra hljóðar svo: „Lágmarksíbúatala sveitarfélags er 50 íbúar. Nú hefur íbúafjöldi sveitarfélags verið lægri en 50 í þrjú ár samfleytt og skal ráðuneytið þá eiga frumkvæði aðþvi að sameina það nágrannasveitarfélagi. Einnig má skipta hinu fámenna sveitar- félagi milli nágrannasveitarfélaga. - Undantekningu frá þessu ákvæði skal gera ef sérstakar aðstæður hindra það að mati ráðu- neytisins að íbúar hins fámenna sveitarfélags geti myndað félags- lega heild með íbúum nágrannasveitarféiaga." Við gildistöku laganna voru 32 sveitarfélög í Vestfjarðakjördæmi. Þar af voru 8 með færri en 50 íbúa hvert, og féllu því undir 5. gr. laganna, þar sem félagsmálaráðuneytinu er gert skylt að hafa frum- kvæði að sameiningu. Það fer svo eftir mati á landfræðilegum og samgöngulegum aðstæðum, hvort einhver af þessum 8 sveitarfé- lögum geta fallið undir undanþáguákvæðið um sameiningu. Pau 8 sveitarfélög, þar sem íbú- ar voru færri en 50, voru þessi: í Austur-Barðastrandarsýslu: Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur. f Vestur-Barðastrandarsýslu: Ketildalahreppur. í Vestur-ísafjarðarsýslu: Auð- kúluhreppur. í Norður-ísafjarðarsýslu: Ögur- hreppur og Snæfjallahreppur. í Strandasýslu: Hrófbergs- hreppur. Sameinað á þremur stöðum í fyrra Frá gildistöku laganna hafa sveitarfélög í Vestfjarðakjördæmi verið sameinuð sem hér greinir: a) Hrófbergshreppur og Hólma- víkurhreppur, með gildistöku 1. janúar 1987, undir nafni Hólma- víkurhrepps. Þar var um frjálsa sameiningu að ræða. Beiðni þar um kom frá hreppsnefnd Hróf- bergshrepps. Sú beiðni var sam- þykkt í almennri atkvæðagreiðslu í báðum sveitarfélögunum. Við sameininguna var ekki efnt til sveitarstjórnarkosninga. Fráfar- andi hreppsnefnd í Hrófbergs- hreppi óskaði ekki eftir að kosn- ingar færu fram. b) Hinn 1. júlí 1987 sameinuðust Ketildalahreppur og Suðurfjarð- ahreppur undir nýju nafni, Bíldu- dalshreppur. Þar var ekki kosið til nýrrar hreppsnefndar við samein- inguna. c) Hinn 1. júlí 1987 runnusaman í eitt sveitarfélag öll hreppsfélögin í Austur-Barðastrandarsýslu. Þau .voru: Geiradalshreppur, Reyk- hólahreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhrepp- ur. Sameiningin átti sér talsverðan aðdraganda, enda hafði ekki áður verið ráðist í svo umfangsmikla sameiningu hér á landi, svo vitað sé, að heilt sýslufélag yrði eitt sveitarfélag. Við almenna at- kvæðagreiðslu kom fram mjög ein- dreginn vilji til sameiningarinnar. Nokkiirt umstang varð við að velja hinu nýja sveitarfélagi nafn. Við hugmyndasamkeppni komu fram yfir 20 tillögur. Eins konar útslátt- arkosning fór fram um tillögurnar. Niðurstaðan varð sú, að hið nýja sveitarfélag heitir Reykhólahrepp- ur. Kosin var ný sveitarstjórn og ráðinn sveitarstjóri. Þrír hreppar eftir með færri en 50 íbúa Nokkru er ennþá ólokið af svo- kallaðri lögskipaðri sameiningu sveitarfélaga hér á Vestfjörðum. Þannig hefur engin formleg um- ræða farið fram um sameiningu Auðkúluhrepps við aðliggjandi hreppa, en þeir eru Bíldudals- hreppur í V.-Barðastrandarsýslu og Þingyerarhrepur í V,- ísafjarð- arsýslu. Félagsmálaráðuneytið hefur skipað nefnd sem á að vinna að málinu. Nefndin hefur ekki lok- ið störfum. Oddviti Auðkúlu- hrepps telur ljóst að erfiðar sam- göngur torveldi mjög að hreppur- inn verði sameinaður öðru sveitar- félagi. Svo sem um var getið hér að framan, hvílir sameiningarskylda á tveimur hreppum í Norður-ísa- fjarðarsýslu, Ögurhreppi og Snæfjallahreppi Að störfum er nefnd, sem kosin var á sameigin- legum fundi hreppsnefndarmanna í fjórum hreppum í Inn-Djúpi, sem hefur að verkefni að kanna möguleika á frjálsri sameiningu þessara fjögurra hreppa, áður en til skyldusameiningar hinna tveggja áðurgreindu hreppa kæmi. Ráðgerð er í sumar allsherjar at- kvæðagreiðsla um hvort vilji sé fyr- ir hendi að sameina þessa fjóra hreppa, þ.e. Snæfjallahrepp, Nauteyrarhrepp, Reykjarfjarðar- hrepp og Ögurhrepp, í eitt sveitar- félag. Verði niðurstaðan jákvæð, munu þeir væntanlega renna sam- an í eitt sveitarfélag. Fari svo, verða sveitarfélögin í N.-ísafjarð- arsýslu aðeins tvö, því að sögn sveitarstjórans í Súðavík hefur ekki verið rætt um sameiningu Súðavíkurhrepps við áðurgreinda sveitahreppa í Djúpinu. Um þessar mundir eru sveitar- félögin í Vestfjarðakjördæmi 26, en voru 32 við gildistöku sveitar- stjómarlaganna eins og áður var greint frá. vestfirska TTABLAÐID Vetrarmynd fri Reykhólum. Myndin er tekin á veginum sem liggur niður í Þörungavinnslu. Vlð Helllshólana vinstra megin eru gamla læknishúsið og prestshúsið, en uppi á bæjarhólnum eru Reykhólakirkja og gamla íbúðarhúsið. Hægra megin eru Reykhólaskóli og framan við hann meginhluti hinnar nýlegri byggðarþorpsins við Hellisbraut og Reykjabraut. Snjóinn á myndinni hefur tekið upp og förin eru horfin. Eins og öll spor gera reyndar með timanum. Hugsanlegt að sameina í fleiri tilvikum Vissulega er hægt að hugsa sér enn frekari sameiningu en rakin var hér á undan. Rauðasands- hreppur og Patrekshreppur voru t.d. áður eitt sveitarfélag. Hét þá Rauðasandshreppur. Ráðgerð brú á Dýrafjörð gæti orðið til þess að auðvelda samein- ingu Þingeyrarhrepps og Mýr- ahrepps. Það hefur verið rætt manna á milli en ekki ennþá komið til formlegra umræðna í hrepps- nefndunum svo vitað sé. í hreppsnefnd Flateyrarhrepps er vilji fyrir viðræðum við hrepps- nefnd Mosvallahrepps um nánara samstarf eða sameiningu. Vissulega geta Súðvíkingar átt samleið með Djúphreppunum eða (væntanlegum/hugsanlegum) sam- eiginlegum hreppi. I Strandasýslu mætti hugsa sér sameiningu Kirkjubólshrepps og Hólmavíkurhrepps. Með þeim hreppum er allmikil samvinna. Það hefur ekki verið rætt form- lega, þótt hugmyndinni hafi verið hreyft manna á milli. Fellshreppur og Óspakseyrar- hreppur hafa gott samstarf sín á milli og gætu samgangna vegna hæglega sameinast, hugsanlega einnig með Bæjarhreppi. Ekkert er samt á döfinni varðandi slíka sameiningu nú um stundir. Niðurlag Að sameina sveitarfélög er við- kvæmt mál. Það tekur tíma að koma slíku í kring. Þess vegna er lögboðnu verkefni í því efni ekki ennþá lokið. Að sameiningarmálunum hér á Vestfjörðum hafa unnið viðkom- andi sýslumenn, Samband ísl. sveitarfélaga, Fjórðungssamband- ið og viðkomandi sveitarstjórnar- menn, auk félagsmálaráðuneytis- ins. Samstarf þessara aðila hefur verið mjög gott. Samkvæmt heimild í fyrrgreind- um lögum hefur félagsmálaráðu- neytið veitt mikilsverðan stuðning. Þar á meðal bein fjárframlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, eink- um í Reykhólahreppi, þar sem lof- að er greiðslu á verulegum hluta af launum sveitarstjóra fyrstu árin eftir sameiningu. Leyst var úr greiðsluþröng Reykhólahrepps hins eldra og greitt fyrir fjármagni til byggingar dvalarheimilis ald- raðra, en framkvæmdir við það höfðu stöðvast vegna fjárskorts. Hitt á svo við í öllum tilvikum, að ég held, að ráðuneytið hefur ráðið til þess með vilja og ósk heimamanna löggiltan endurskoð- anda til að gera upp reikninga þeirra sveitarfélaga sem sameinast hafa, og einnig til að steypa saman bókhaldi og fjárreiðum og til að setja upp nýtt bókhald fyrir hið samcinaða sveitarfélag. Allan kostnað af þessu starfi hefur ráðu- neytið greitt. Menn getur greint á um, hvað ávinnst við sameiningu sveitarfé- laga. Svo kann að vera, að ávinn- ingurinn sé ekki alltaf augljós. Ég hygg að engum blandist þó hugur um, að sameining ísafjarðarkaup- staðar og Eyrarhrepps hefur sann- að ágæti sitt. Hitt getur heldureng- um blandast hugur um, að þar sem fámenni er orðið slíkt, að stefnir í að vart er hægt að finna nægilega marga til að sitja sem aðalmenn og varamenn í hreppsnefnd, verður vart komist hjá sameiningu, því ætla verður að ýmsum sé það óljúft að kjósa til hreppsnefndar fólk sem það telur sér andstætt í skoð- unum, hvort sem það er í málefna- legum eða pólitískum efnum. Það var mikil mildi að ekki yrði stórslys á Óshlíðarvegi að kvöldi hvítasunnudags þegar bíll sem leið átti þar um varð fyrir grjóthruni. Það voru hjónin Sigurvin Guð- mundsson og Guðdís Guðmunds- dóttir frá Ingjaldssandi sem lentu í þessari óskemmtilegu reynslu. Þau eru nú búsett á ísafirði og voru að koma úr fermingarveislu í Bol- ungarvík. Þegar bíll þeirra hjóna var kominn að stað rétt utanvið svokallað Hald á Óshlíðarvegi, skipti það engum togum að grjóti fór að rigna yfir bílinn og átti Sigurvin fullt í fangi með að hafa Erindi þetta flutti Jóhann T. Bjarnason framkvœmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga ú hádegisverðarfundi Rótarý- klúbbs ísafjarðar 19. maí síðastlið- inn. Hann varð góðfúslega við beiðni Vestfirska fréttablaðsins um að fá að birta erindið. stjórn á honum. Ljóst þykir að ekki hafi munað nema hársbreidd að illa hefði farið því bæði fór grjót í gegnum þak bílsins rétt aftan við framsætin og eins lenti stór steinn á stuðara og vinstra frambretti. Þrátt fyrir grjóthrunið tókst Sigurvin að aka bíl sínum í var undir vegsvölum sem eru þarna nokkru innar og fékk fljótlega að- stoð frá ungum Bolvíking sem kom þar að skömmu síðar. Ekki töldu þau hjón sér hafa orðið meint af þessu utan eymsla í hálsi og þökk- uðu forsjóninni fyrir að ekki skylöi ver fara. Grjóthrun á bíl á Oshlíðarvegi

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.