Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Side 5
vesttirska
TTABLASID
Knattspyrnuráð ísafjarðar:
Skiptafundur í
þrotabúinu á morgun
Karlaliðið keppir í nafni Badminton-
félags ísafjarðar í 4. deild í sumar.
Félagsstofnun á döfinni. Haldið verður
áfram að greiða niður skuldahalann.
Enginn maður fæst til starfa
í knattspyrnuráði.
Fjárhagsvandi Knattspyrnu-
ráðs ísafjarðar hefur oft verið til
umræðu á síðustu misserum.
Nú áföstudaginn, 27. maí, hefur
verið boðað til skiptafundar í
þrotabúi ráðsins. Kjörtími
ráðsmanna er löngu útrunninn,
og engir fást í staðinn. ísfirskir
knattspyrnumenn munu ekki
leika undir merki ÍBÍ í sumar,
heldur í nafni Badmintonfélags
ísafjarðar (BÍ). Strákarnir sem
féllu úr annarri í þriðju deild í
fyrra leika nú í fjórðu deild, en
stelpurnar verða í fyrstu deild
sem þær unnu sig upp í sl.
sumar. Hvað er að gerast?
Sá orðrómur hefur heyrst, að
ætlunin hafi verið að setja ráðið á
hausinn og losna þannig á billegan
hátt undan skuldafarginu, og séu
tilfæringarnar með Badmintonfé-
lagið liður í þeirri fléttu. Knatt-
spyrnuráðsmenn sem Vestfirska
hefur rætt við segja hins vegar að
slíkt sé tilhæfulaust með öllu. Ekki
komi neitt annað til greina, og hafi
aldrei gert, en að halda áfram að
berjast við að ná niður skuldunum.
Og störf ráðsins og frammistaða í
þeirri baráttu síðustu árin benda
hreint ekki til annars en þetta sé
rétt.
Vegna neyðarástandsins í fjár-
málum knattspyrnuráðs voru
nokkrir ísfirskir „þungavigtar-
menn“ fengnir til þess fyrir tveim-
ur og hálfu ári að taka sæti í ráðinu,
til þess fyrst og fremst að reyna að
bjarga málunum, afla fjár og ráða
bót á því ófremdarástandi sem
ríkti. Þeir sjö menn sem átt hafa
sæti í ráðinu frá þeim tíma eru
Tryggvi Sigtryggsson, formaður,
Gestur Halldórsson, Kristján Jó-
hannsson, Jens Kristmannsson,
Eiríkur Böðvarsson, Sturla Hall-
dórsson og Kristján K. Jónasson,
en hann hefur einkum verið í
forsvari í fjárhagsmálunum.
Þessir menn voru kosnir til
tveggja ára. Aðalfundur og fram-
haldsaðalfundur ráðsins var hald-
inn í febrúar og reikningar voru
lagðir fram. Og þá átti' að kjósa
nýja menn, en það var ekki hægt
því að enginn gaf kost á sér. Sumir
hinna gömlu ráðsmanna eru nú
hættir störfum, en aðrir eru enn að
puða.
Þegar fyrrnefndir ráðsmenn
tóku við fyrir tveimur og hálfu ári,
þá voru fyrstu upplýsingar sem
þeir fengu þess efnis að skuldir
ráðsins væru um 2,7 milljónir
króna, auk vaxta. Þegar allt var
saman talið, reyndust þær þó hafa
verið nokkuð á sjöttu milljón,
sumar nýlegar, sumar orðnar hátt
í tveggja ára gamlar. Og þegar
búið var að bókfæra vexti, kom í
ljós að bagginn sem hið nýja knatt-
spyrnuráð tók við var samtals hátt
á áttundu milljón. Skuldir þessar
voru við marga tugi aðila, stórar
og smáar. Sú upphæð væri að lík-
indum komin í einar 14 milljónir í
dag, með vöxtum og kostnaði, ef
ekkert hefði verið gert í málinu
síðan.
Ráðsmenn settu það markmið
að koma skuldunum út úr heimin-
um á fimm árum. Fyrst einbeittu
þeir sér að því að koma í veg fyrir
að gengið yrði að einstaklingum
sem voru í ábyrgðum. Öllu slíku
hefur tekist að bjarga hingað til,
með greiðslum og ýmiskonar
samningum. Nú er orðið lítið um
slíkar ábyrgðir. Töluvert af
skuldum er orðið að föstum lánum
hjá bönkunum á ísafirði, og er þar
íþróttabandalag ísafjarðar
ábyrgðaraðili, en fyrir sumu er
bæjarsjóður í ábyrgð. Auk annarr-
ar fjáröflunar hafa sumir ráðs-
menn lagt fram stórar upphæðir
sjálfir.
Vaxtakostnaður í landinu hefur
hækkað gífurlega síðustu tvö árin,
5
og hefur það gert strik í reikning-
inn. T.d. greiddi ráðið yfir hálfa
aðra milljón í vexti á síðasta ári,
en þá nam fjáröflun þess alls um
4,5 milljónum króna. En á móti
hefur komið töluvert af peningum
úr Lottóinu, eftir að það var
stofnað.
í samtali við Vestfirska frétta-
blaðið sagðist Kristján K. Jónas-
son telja að upphafleg fimm ára
áætlun um að vinna niður skuldirn-
ar ætti að standast, þannig að inn-
an þriggja ára yrði búið að ganga
frá þessu máli til fulls.
Hins vegar sagðist Kristján ekki
sjá hvernig þeir félagar gætu losn-
að út úr ráðinu, þegar engir
fenpjust til að taka við.
A sínum tíma voru tveir aðilar
sem ráðið skuldaði sem fóru í hart.
Þær skuldir voru að stofni samtals
innan við þrjú hundruð þúsund.
Að sögn ráðsmanna var það fyrir
athugunarleysi að ekki var mætt af
þeirra hálfu á auglýst uppboð, og
fór því svo í desember sl. að ráðið
var lýst gjaldþrota, þar sem eignir
þess eru engar. Skiptafundur er
síðan á morgun, eins og fyrr segir.
Kristján segir að þessi málatilbún-
aður allur svo og eignaleysi ráðsins
hafi engin áhrif á þau áform að
standa við skuldbindingar þess.
En hvers vegna Badmintonfélag
ísafjarðar? Alllangt er síðan farið
var að ræða það, að félag og félags-
andi þyrfti að vera að baki knatt-
spyrnuliðunum, en ekki bara eitt-
hvert ráð. Nauðsynlegt væri líka
að starfið dreifðist á fleiri herðar.
Á bandalagsþingi ÍBÍ í vetur var
þetta rætt, og ákveðið að stefna að
stofnun félags. Þinghaldi var síðan
frestað og átti að koma aftur sam-
an í apríl, en undirbúningsnefnd
falið að starfa á meðan. Ekkert
hefur hins vegar gerst enn, og þing-
ið er ókomið saman til framhalds-
fundar. Þegar dró nær knatt-
spyrnuvertíðinni var hins vegar að
hrökkva eða stökkva í þessu máli,
og var gripið til þess til bráða-
birgða að keppa undir merki BÍ.
Þetta á ekkert skylt við neinar til-
raunir til þess að hlaupa frá hinum
gömlu skuldum knattspyrnuráðs,
enda kom á bandalagsþingi ÍBÍ í
vetur fram eindreginn vilji til þess
að ljúka skuldunum á mannsæm-
andi hátt
( n s'
1 O j
A C. •/ C*
A( •K
AC 'L \3TT—7 * V-7VN
/ /\ \ (&Hk 199*
Um hvítasunnuna þræddi ég allar mögulegar og ómögulegar
veislur til að lifa af fram að jólum.
Þá mundi ég allt í einu eftir af-
mælisveislunni hans Sigga
frænda daginn eftir!!!
I vestfirska ~l
FHETTABLADID
Þegar þú kemur suður, þá tekur
þú við bílnum frá okkur á
Reykjavíkurflugvelli.
Svo skilur þú hann eftir á sama
stað, þegar þú ferð.
^ GEYSIR Car rental
BORGARTUNI 24 — REYKJAVÍK — SÍMI 11015
NAMSTILBOÐ!
Að loknum grunnskóla.
TÆKNIBRAUT (fyrri hluti)
Markmið námsins er að búa nemendur til náms í
iðnfræði í Tækniskóla íslands og náms við Fisk-
vinnsluskóla fslands.
Námstími er fjórar annir.
Umsóknarfrestur um skólavist er til 10. júní.
NÚPSSKÓLI S 8222 OG 8236.