Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Síða 6

Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Síða 6
6 Isafjarðarkaupstaður Auglýsing frá hreinsunarnefnd ísfirðingar. Við minnum á hreinsunarátakið helgina 28. og 29. maí nk. Mæting við áhalda- hús bæjarins kl. 10.00 þann 28. maí. Aformað er að hreinsa opin svæði í kaup- staðnum. Hreinsunamefnd. NÚPSSKÓLI AUGLÝSIR NÁMSTILBOÐ ‘88 - ‘89 — 9. bekkur — Fornám — Heilsugæslubraut — Þjálfunarbraut — Viðskiptabraut — Tæknibraut Umsóknarfrestur um skólavist er til 10. júní. UPPLÝSINGAR í S 8222 EÐA 8236 SKÓLASTJÓRI. MENNTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI PÓSTHÓLF 97 — 400 ÍSAFIRÐI Frá Menntaskólanum og Iðnskólanum á ísafirði. Innritún nýrra nemenda skólaárið 1988-1989 er nú hafin. Boðið er upp á eftirtálið nám: Almennt bóknám, sem síðan leiðir til stúdentsprófs eftir 4 ár af eðlisfræðibraut, mála- og samfélagsbraut, náttúrufræði- braut eða tónlistarbraut. Skíðaval, til stúdentsprófs, ætlað efnilegu skíðafólki, tengist almennu bóknámi fyrsta árið. Viðskiptabraut, 2ja ára. Áframhald er til stúdentsprófs af hagfræðibraut. Tæknibraut, til stúdentsprófs. Heilsugæslubraut, 2ja ára, áframhald á náttúrufræðibraut. Skipstjórnarbraut, eitt ár, 1. stig, 200 tonna réttindi. Vélstjórnarbraut, eitt ár, 1. og 2. stig. Almennt iðnnám, þ-e. bóklegi hlutinn. Grunndeild rafiðna, eitt ár. Rafvirkjun, annað ár eftir grunndeild raf- iðna. Rafeindavirkjun, annað ár eftir grunn- deild rafiðna. Aðrar iðngreinar, bóklegt sémám, eftir því sem við verður komið. Tækniteiknun. Fornám framhaldsskóla, væntanlega eins vetrar nám. Öldungardeildarnám. Þeir sem vilja hefja nám á 1. ári í haust láti vita hið fyrsta. Öllum umsóknum væntanlegra nýnema um skólavist skal skilað til skrifstofu Mennta- skólans á ísafirði, Torfnesi, ísafirði, fyrir 10. júní n.k. Umsóknareyðublöð fást þar og í gmnnskólum. Skólameistarí. SAMGÖNGUMÁL Varaflugvöllur fyrir ísafjörð: „Flugvöllurinn við Þingeyri eini kosturinn sem vit er í“ Sigmundur Þórðarson á Þingeyri gerir athugasemdir við ummæli umdæmisstjóra Flugleiða um varaflugvöll í Önundarfirði í áramótahefti tímaritsins Við sem fljúgum sl. vetur birtist stutt viðtal við Arnór Jónatansson, umdæmis- stjóra Flugleiða á ísafirði, undir fyrirsögninni Okkur vantar varaflugvöll. Vegna ummæla sem höfð eru eftir Arnóri íþessu viðtali, um að flugvöllurinn við Holt í Onundarfirði sé besti kosturinn sem varavöllur fyrir ísafjarðarflugvöll, kom Sigmundur Þórðarson á Þingeyri að máli við Vestfirska fréttablaðið og kvaðst vilja gera alvarlegar athugasemdir við málflutning umdæmisstjórans. Sigmundur hafði ýmis gögn meðferðis máli sínu til stuðnings, og sagði að það væri eindregin skoðun sérfræðinga, að einungis Þingeyrarflugvöllur kæmi til greina sem varavöllur fyrir ísafjörð, bæði af landfræðilegum og veðurfræðilegum ástæðum. Slæmu áttirnar á ísafirði væru einnig slæmar á flugvellinum við Holt í Önundarfirði, en þá gegndi öðru máli á flugvellinum í Dýrafirði. Sigmundur lagðijafnframt mikla áherslu á nauðsyn þess að hin fyrirhugaða brú á Dýrafjörð yrði gerð sem allra fyrst. Snjóþungt er í botni Dýrafjarðar, þar er veðravíti og oft erfið færð á vetrum. Sá farartálmi yrði úr sögunni með brúargerð við Lambadalsodda, en auk þess mundi leiðin milli ísafjarðar og Þingeyrarflugvallar styttast um 13 kílómetra. Þessi mynd var tekin siðia árs 1984 við Þingeyrarflugvöll þegar afhjúpaður var minnisvarði um brautryðjandann í flugmálum Dýrfirðinga, séra Stefán Eggerts- son. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Nanna Magnúsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Sigrún Stefánsdóttir og Eggert Stefáns- son. í áðurnefndu viðtali er eftirfar- andi haft eftir Arnóri Jónatanssyni um ísafjarðarflugvöll: „Vindurinn er okkar aðalvandamál. Aðflugs- skilyrði hér eru mjög þröng og því eru öryggisreglur í flugi mjög strangar. Suð-vestan og suð-aust- an áttirnar eru okkur oft erfiðar. Hér er aðeins ein flugbraut sem er 1400 metra löng og var hún lengd í fyrrasumar um 200 metra." Og niðurlag viðtalsins er þannig: Arn- ór taldi nauðsynlegt að koma upp varaflugvelli og taldi Holt í Ön- undarfirði vera besta kostinn fyrir staðsetningu hans. „í Holti eru að- stæður fyrir aðflug góðar og það hefur sýnt sig að þar er oft hægt að lenda þegar flugvöllurinn hér á ísa- firði er lokaður. Þegar jarðgöngin í gegnum Breiðadalsheiðina koma til sögunnar að auki ættu sam- göngur hingað til ísafjarðar að batna mikið", sagði Arnór Jóna- tansson umdæmisstjóri Flugleiða á ísafirði að lokum. Sigmundur Þórðarson kvað þetta álit umdæmisstjórans stang- ast algerlega á við þær athuganir sem gerðar hafa verið í þessu máli. Skýrsla Ingimars K. Svein- björnssonar f fyrsta lagi benti Sigmundur á niðurstöður Ingimars K. Svein- björnssonar flugstjóra, en þær setti hann fram snemma árs 1981. Þar segir: „Ég hef lokið athugun á hvað virðist hægt að gera í sambandi við varaflugvöll fyrir ísafjörð. Aðstæðum á Þingeyri er ég vel kunnugur, en ekki í Holti. Þess vegna hef ég kynnt mér aðstæður í Holti. Ég hef haft samband við þá flugmenn, sem hafa flogið mik- ið á flugvöllinn. Þeir eru sammála að suðaustan áttin, sem er verst á ísafirði, geti verið varasöm í Holti, einnig eru slæmar flugaðstæður í suðvestanátt. Ég hef nýlega gert aðflug að flugvellinum í Holti á F-27 (Fokker). Það er mjög þröngt við flugvöllinn og erfitt að athafna sig þar á F-27, sérstaklega flugtak inn fjörðinn og einnig mjög þröngt að fara inn fyrir flugvöllinn til að lenda út. Þingeyrarflugvöllur hefur reynst ágætlega í lendingu og flugtaki inn fjörðinn (flugbraut 14), furðulega lítil ókyrrð í suðaustanátt. Tölu- verð hindrun er háls fyrir innan flugvöllinn í sambandi við flug- taksþunga. Æskilegt væri að hægt væri kostnaðarlega að lengja flugbraut 32 út í fjöru. Flugbrautin er núna 1075 metrar. Fróðlegt væri að láta reikna út, ef flugbrautin væri lengd í 1500 metra og þá eins mikið og hægt væri í átt til sjávar, hve mikla hækkun við fengjum á flugtaks- þunga. Flugtak á 32 er auðvelt, en lend- ing á 32 getur verið takmörkuð af lágum skýjum, þar sem fljúga þarf inn fyrir þorpið og fara yfir háls þann, sem er sunnan við flugvöll- inn. Furðulega lítil vandræði hafa skapast vegna suðvestan áttar, en þó þarf að fara varlega í þeirri vindátt, vindur má lítið vera yfir 15 hnútar úr suðvestri. í sambandi við flugtak á 32, þá held ég að mæla mætti með flug- taki á þeirri braut í myrkri í góðu veðri, þar sem fjörðurinn er það breiður. Allavega væri auðvelt með hjálp radartækja í flugvélinni að fljúga út fjörðinn. í okkar flugi, þá höfum við oft lent á Þingeyri þegar suðaustan átt hefur hamlað flugi til ísafjarðar. Erfiðleikar hafa verið að anna farþegaflutningum í þeim tilfell- um, þegar flugvélar okkar hafa verið fullsetnar og jafnvel verið takmörkun á flugtaksþunga vegna hálku, þar sem flugbrautin er svo stutt. Ég tel rétt að við athugum niður í kjölinn möguleika á að lagfæra Þingeyrarflugvöll svo hann geti þjónað sem varaflugvöllur fyrir ísafjörð.“ Þetta var skýrsla Ingimars K. Sveinbjörnssonar flugstjóra, sem hann gerði fyrir rúmlega sjö árum. Sigmundur Þórðarson kveður skýrsluna enn í fullu gildi, enda hefur hvorki veðurfar né landslag á Vestfjörðum breyst síðan hún var skrifuð, né heldur flugvéla- kostur Flugleiða. Skýrsla Samgöngunefndar Vestfjarða Snemma árs 1985 skilaði Sam- göngunefnd Vestfjarða mjög ítar- legri skýrslu til samgönguráð-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.