Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Blaðsíða 9
 vestfirska TTABLASIS 9 SUÐUREYRI Heimilið heitir Sunnuhlíð Dagvist aldraðra vígð annan dag hvítasunnu Annan dag hvítasunnu var formlega opnuð dagdeild aldr- aðra að Túngötu 2 hér á Suður- eyri, eins og sagt var frá í Vest- firska í síðustu viku að til stæði. Dagvistarheimili þetta var opn- að 15. febrúar síðastliðinn, og hefur verið starfrækt síðan. Pað hefur hlotið nafnið Sunnuhlíð. Heimilið er í öðrum enda hússins, sem er feiknastórt á þrem- ur hæðum. f hinum endanum er heilsugæslustöðin með sína starf- semi. Suðureyrarhreppur sér um rekstur Sunnuhlíðar, og fram- kvæmdastjóri er Ragnar Jörunds- son sveitarstjóri. Fjórir starfsmenn vinna á heimilinu. Par er opið frá kl. eitt til fimm síðdegis, fimm daga vikunnar, en lokað um helgar. Helga G. Kristjánsdóttir sér um föndurkennslu tvisvar í viku. Heimilisfólkið er duglegt við föndur, m.a. er málað á gler og spegla, og einnig eru sokkablóm í miklu uppáhaldi. Á vígsluhátíð- inni var haldin föndursýning. Auk þess að stunda föndur kem- ur fólk saman í Sunnuhlíð til þess að taka í spil, rabba saman, fara í leikfimi, og sitthvað fleira. Síðan er á vegum Sunnuhlíðar heima- hjúkrun og heimilishjálp, sem Ing- unn Sveinsdóttir sér að mestu leyti um. Fólk hefur verið duglegt að sækja þjónustuna sem Sunnuhlíð býður upp á, og hafa verið þar frá þremur og upp í fimmtán manns á dag. Kvenfólkið er í meirihluta, en karlarnir eru líka farnir að líta inn og líkar vel. Brautryðjandinn Arna Skúladóttir hjúkrunar- fræðingur hefur verið frumkvöðull þess að koma á legg þessari starf- semi, allt frá því að hún fluttist til Suðureyrar ásamt fjölskyldu sinni. Þetta var eitt af þeim málum sem sett voru á oddinn í síðustu sveit- arstjórnarkosningum. Súgfirðing- ar kunna Örnu miklar þakkir fyrir. Opnunarhátíðin Ragnar Jörundsson hóf vígslu- hátíðina með því að bjóða gesti velkomna, og síðan rakti hann að- draganda að stofnun Sunnuhlíðar og gang málsins. Séra Karl V. Matthíasson lagði blessun sína yfir þessa starfsemi, og vígði heimilið formlega. Lesnar voru ritningargreinar, og sungið við undirleik. Gjöf frá Ársól Kvenfélagið Ársól afhenti gjöf til Sunnuhlíðar, 28 tommu Nord- mende sjónvarpstæki ásamt Goldstar myndbandstæki. Þessi tæki prýða nú heimilið ásamt hús- gögnum sem sveitarfélagið hefur lagt til. Ragnar Jörundsson færði kvenfélaginu þakkir fyrir gjöfina, og því næst var sest að kaffiveiting- um í Sunnuhlíð. Eftir það var sungið saman, og Ingibjörg Jónas- dóttir spilaði á gítar og söng fyrir gestina. Guð blessi starfsemi Sunnuhlíð- ar. R. Schmidt, Suðureyri. Frá vígsluhátíð Sunnuhlíðar: Ragnar Jörundsson þakkar Ástu Björk Friðbertsdóttur fyrir gjöfina sem hún afhenti heimilinu fyrir hönd Kvenfélagsins Ársólar á Suðureyri. í þessu húsi er dagvistarheimilið Sunnuhlíð á Suðureyri (í háreistari hlutanum vinstra megin á myndinni). í álmunni til vinstri er heilsugæslustöðin til húsa. Fermingarbörn á Suðureyri Fermingarbörn á Suðureyri é hvítasunnudag ásamt presti sínum, séra Karli V. Matthíassyni. Á myndinni eru, auk séra Karls, talið frá vinstri: Þorleifur Kr. Sigurvinsson, Aðalbjörn Jóelsson, Kristján Ibsen, Lilja Guð- björnsdóttir, Kristfn Anna Sæmundsdóttir, Maríanna Sigurðardóttir og Haukur Elvarsson. Sinfóníuhljómsveitin: Tónleikar á Þingeyri, ísafirði, Patreksfirði og í Bolungarvík Sinfóníuhljómsveitin er nú að dagskvöld 1. júní, í sal Grunnskól- Sunnukórinn með hljónsveitinni, fara í yfirreið um Vestfirði. Fyrstu ans á ísafirði fimmtudagskvöldið en á öllum tónleikunum verður tónleikarnir í ferðinni verða haldn- 2. júní, og loks á Patreksfirði einleikari á trompet Ásgeir Stein- ir á Þingeyri þriðjudagskvöldið 31. föstudagskvöldið 3. júní. Tón- grímsson. Flutt verða m.a. verk maí. Síðan eru tónleikar í Félags- leikarnir hefjast alltaf kl. 20:30. í eftir Beethoven, Hummel, Prok- heimilinu í Bolungarvík miðviku- Bolungarvík og á ísafirði Ieikur ofiev og Mozart. ÍSMARK ÍSVÉLAROG ÍSBLÁSARAR ÍSMARK ísvélarnar hafa sýnt og sannað gildi sitt bæði til sjós og lands þar sem kröfur eru gerðar til afkasta og endingar. Með þeim er auðvelt að ráða formstærð og þykkt íssins enda helst fiskur sem hefur verið ísaður með ISMARK ís ferskur og áferðarfallegur. ÍSMARK ísvélarnar eru til í fjórum stöðluðum stærðum: fyrir ferskt vatn eða sjó, á land eða í skip. Með ÍSMARK blásurum heyrir ísmoksturinn sögunni til. Þeir blása ísnum 10-50 metra og afköstin eru 20-40 tonn á klukkustund. ÍSMARK ísblásararfara betur með ísinn og stuðla jafnframt að auknum afköstum. Vinsamlegast hafid samband. Við veitum allar upplýsingar um verð og greiðsluskilmála.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.