Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Síða 12

Vestfirska fréttablaðið - 26.05.1988, Síða 12
GEISLAVÖRN Jarðtengdar skjásíur i-t fyrir tölvunotendur m Bókaverslun Jónasar Tómassonar Sími 3123 ísafirði ERNIR P Bílaleiga Golfklúbbur ísafjarðar: Fyrsta mótið á afmælisári Tilvalið fyrir nýliða að spreyta sig í Tungudalnum á laugardaginn Golfvertíð ísfirskra kylfinga hefst formlega nú á laugardaginn. Pá fer fram hið árlega opnunarmót á golfvellinum í Tungudal. Nú fer í hönd merkissumar í sögu Golfklúbbs ísafjarðar. Tíu ára afmæli klúbbsins er á þessu ári, og halda kylfingar (gylfingar?!) upp á það með ýmsu móti. T.d. hefur afmælishóf þegar farið fram. En stærsti viðburðurinn er afmæl- ismót sem haldið verður í ágúst, þar sem nokkrir af sterkustu kylf- ingum landsins munu væntanlega verða með. Auk þessa munu færir golfkennarar láta sjá sig á vellinum í sumar til að leiðbeina byrjendum jafnt sem lengra komnum í íþrótt- inni. Völlurinn í Tungudal er nú að komast í ágætis sumarstand. í sum- ar mun uppbygging hans halda á- fram þar sem frá var horfið í fyrra, en unnið verður eftir nýju skipu- lagi. Golfklúbbur ísafjarðar vill minna á áðurnefnt opnunarmót, sem hefst kl. 13 á laugardaginn. Mótið yerður með óvenjulegu sniði, svokallað punktamót með forgjöf, og er þar af leiðandi tilval- ið fyrir nýja kylfinga að spreyta sig. Leiknar verða 18 holur. F.h. mótanefndar G.Í., Gunnar Tryggvason. Umferðarvika á ísafirði Á vegum umferðarnefndar ísafjarðar og Bindindisfélags ökumanna stendur nú yfir sérstök umferðarvika. Þar er skólabörnum gefin kostur á að taka þátt í umferðareftirliti undir leiðsögn lögreglumanna. Gera börnin skýrslur um hina ýmsu þætti umferðamálanna auk þess sem þau framkvæma radarmælingar á götum bæjarins. Myndin hér að ofan er einmitt tekin þegar börnin voru við radarmælingar á Skutulsfjarðarbraut á þriðjudaginn. Sjaldan fellureplið langt frá eikinni Á hvítasunnudag mátti sjá nokkra seglbrettakappa á fullri ferð fyrir botni Skutulsfjarðar, og þar á meðal var Guðmundur Harðarson. Ljósmyndari Vest- firska fréttablaðsins brá sér inn á Skeið og niður í fjöruna og smellti nokkrum myndum af þeim félögum. Þegar Guðmund- ur renndi sér svo upp í fjöru á brettinu sínu var tækifærið grip- ið og hann spurður hvað væri framundan hjá honum í fluginu. Hann sagðist vera að klára tím- ann sem þarf, en það eru 200 flug- tímar. Bóklega náminu væri lokið og hann ætti eftir að taka 20 blind- flugstíma á flugvél. Þegar því væri lokið ætti hann að vera tilbúinn til að fá flugmannsskírteinið. Að- spurður um það hvort hann færi þá að fljúga með föður sínum, svaraði hann játandi og sagðist frekar eiga von á því að verða að- stoðarflugmaður hjá honum. Sagðist Guðmundur vonast til að af því gæti orðið sem fyrst, varla ættu að líða nema einn til tveir mánuðir. Svo væri bara að halda þessu við, það væri svo sem ekki erfitt þegar menn væru starfandi í fluginu. Viss skilyrði þyrfti jú að uppfylla, og svo ákveðinn flugtíma auk svokallaðs PFT, en það er sér- stök þjálfun sem farið er í ásamt flugkennara þar sem farið er í gegnum allar kennsluæfingamar. En þarf ekki sérþjálfun fyrir hverja flugvélartegund? „Jú“, svaraði Guðmundur, „en ekki þó fyrir eins hreyfils vélarnar. Fyrir þær er hægt að taka sérstakt stöðupróf sem gefur réttindi á allar eins hreyfils flugvélar upp að 5700 kg.“ Fyrir tveggja hreyfla flugvél- arnar þarf hinsvegar sérstakt próf á hverja tegund og sagðist Guð- mundur reyndar vera að fara í eitt slíkt. Það er Twin Otter námskeið sem hann tekur í Reykjavík. Á því er farið í gegnum öll „system- in“ á þeirri flugvél. Þar á eftir er síðan farið í verklegt próf þar sem Guðmundur Harðarson. teknar eru æfingar með flugtökum og lendingum á vélinni sjálfri. Guðmundur sagðist þó hafa farið á svona Twin Otter námskeið áður og þá tekið bóklega hlutann, en núna tæki hann þetta aftur ásamt viðbót fyrir Twin Otter 300, en það er samskonar vél og Flugfélagið Ernir fékk á dögunum. Aðspurður um hvernig honum litist á að fara að fljúga slíkri vél, sagði Guð- mundur að það legðist bara mjög vel í sig. Þetta væru ömggar flug- vélar og sérstaklega góðar fyrir flugvellina hér á Vestfjörðum því hátt væri upp í skrúfublöðin og lítil hætta á skemmdum af völdum steinkasts. Og þar með var Guðmundur rokinn af stað á seglbrettinu sínu. En Vestfirðingar þurfa væntanlega ekki að bíða lengi eftir að sjá þenn- an unga flugmann sitja við stjóm- völinn á nýja Ottemum hjá Flugfélaginu Erni hf., en þar sitja í dag þeir Hörður Guðmundsson og Jón ívarsson. ÞAÐ STANSA FLESTIR í ALLTÁ FULLUHJÁ OKKUR SUMAR SEM VETUR /mmti /mkmi /mmn /mmti /mmti /mmn smmii /mkmi smmu /mmti /mkm /mMi RÍCOh video upptökuvélarfyrir 8 mm spólur- lengri upptöku- og afspilunarmöguleikar. Einfaldari og betri þræðing. - Betri mynd. Opið laugardaga 9-16 Sunnudaga 14-16 Hægt að titla myndir.- j | Ný sending á gamla verðinu rJ^ v m póllinn = m TOPPBLÓMIÐ SÍMI 4717 SÍMI 3517

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.