Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1988, Side 2
2
I vestíirska I
FRÉTTABLADID
Vestfirska fréttablaðið kemur út á miðvikudögum. Ritstjórn og auglýs-
ingar: Aðalstræti 35, ísafirði, s. 4011, 4423 og 3223. Ritstjóri og
ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, heimasími 4446. Auglýsing-
ar og dreifing: Rögnvaldur Bjarnason, heimasími 4554. Útlitsteiknari,
Ijósmyndari og blaðamaður: Hörður Kristjánsson. Útgefandi: Grafík-
tækni h.f., ísafirði. Framkvæmdastjóri: Rögnvaldur Bjamason.
Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Prentstofan Isrún h.f., Aðal-
stræti 35, (safirði. Verð kr. 70. Lausasala og áskrift.
Kirkjulíf
Hnífsdalskapella: Barnaguðs-
þjónusta sunnudag kl. 11.
ísafjarðarkapella: Kirkjuskóii
iaugardag kl. 11. Fjölskylduguðs-
þjónusta sunnudag kl. 14.
„Jónas
Sigurðsson“
íslenskt gróðurlendi hefur skroppið stórlega saman á
liðnum öldum, frá því er landið var „viði (eða víði) vaxið
milli fjalls og fjöru“. Ástæður þessa eru margvíslegar og
samverkandi. Ein þeirra er búseta manna í landinu og
það sem henni hefur fylgt: Annars vegar eyðing skóga á
fyrstu öldum íslandsbyggðar, en í kjölfar hennar var
uppblæstrinum boðið heim; hins vegar búfjárhald, sem
frá upphafi og fram á okkar daga hefur verið forsenda
þess að hér lifði fólk.
Fyrir fáum áratugum var hugtakið náttúruvernd að
mestu óþekkt. Nú er orðinn almennur skilningur manna
á nauðsyn þess að vemda líf og land. Margir vinna vel
að þeim málum; en þar eru líka ofstækismenn í bland
eins og jafnan vill verða.
íslenskum bændum stendur landið nær en nokkrum
öðmm. Samtök þeirra hafa haldið fram þeirri skoðun,
að heppilegast sé að hver búgrein skuli stunduð á þeim
landsvæðum sem best em til þess fallin; þannig verði
sauðfjárhald bundið við þá landshluta þar sem ekki er
hætta landspjöllum vegna ofbeitar. Að þessu marki er
stefnt. Að þessu er verið að vinna. Og hvað hrossin
varðar: Því marki hefur þegar verið náð, að hross ganga
ekki lengur á neinum þeim afréttum sem em í uppblást-
urshættu.
Það kemur því eins og fjandinn úr sauðarleggnum,
þegar Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra hót-
ar íslenskum bændum ofbeldisaðgerðum samkvæmt
uppskrift heimsfrægra ofstækismanna. Á nýafstöðnu
flokksþingi Alþýðuflokksins ræddi ráðherra um gróður-
eyðingu á íslandi, ástæður hennar og ráð til úrbóta, og
sagði orðrétt: „Ef til vill er eina ráðið að efna til herferðar
meðal almennings, um að hann hætti að kaupa kjöt af
þeim dýmm sem em alin á beit á afréttum í uppblásturs-
hættu. Þetta ætti bæði við um afurðir sauðfjár og hrossa.“
Hér er einfaldlega verið að tala um þær aðferðir sem
Greenpeace-menn beita gegn íslendingum. Hér er við-
skiptaráðherra íslendinga að tala um viðskiptaþvinganir
gegn einni stétt þjóðfélagsins, byggðar á fölskum for-
sendum. Hér er um að ræða bæði fáfræði og illvilja, eins
og formaður þingflokks Framsóknarmanna orðaði það.
Framangreind ummæli Jóns Sigurðssonar vom tekin
til umræðu utan dagskrár á Alþingi sl. fimmtudag. Þau
em „forkastanleg11 og „þau ber að harma“, eins og einn
stjómarþingmanna orðaði það. Annar stjómarþingmað-
ur kvað það „með öllu ótækt, að einstakir ráðamenn,
eins og í þessu tilviki hæstvirtur viðskiptaráðherra, fari
að beina spjótum sínum að bændastéttinni“. Steingrímur
J. Sigfússon landbúnaðarráðherra taldi þessi ummæli
„óheppileg og afar lítt gmnduð“, og Guðmundur Bjama-
son ráðherra kvaðst leyfa sér að fullyrða, að „ummæli
einstakra ráðherra ... geta aldrei talist steftia ríkisstjóm-
ar“.
Þannig sóm ráðherrar og þingmenn ríkisstjómarinnar
af sér hlutdeild í boðskap Jóns Sigurðssonar. Það er
skiljanlegt. Eftir stendur, að fmmhlaup ráðherrans er
óskiljanlegt.
Áróður Jónasar Kristjánssonar í DV er gamalkunnur
og kemur engum á óvart lengur. Hins vegar hefur Jón
Sigurðsson notið trausts langt út fyrir raðir eigin flokks-
manna.
Fram að þessu.
Nú hefur Jónas eignast sálufélaga í Jóni.
í umræðunum á Alþingi tók fjöldi þingmanna til máls,
en enginn mælti ummælum Jóns Sigurðssonar bót nema
Ásthildur, Silli og Dúddi:
Gömlu brýnin eður
GB-tríóið
Síðastliðinn mánuð hefur oft
mátt heyra dynjandi dansmúsik á
kvöldin í Brunngötunni á ísafirði.
Tónlistin hefur komið frá rauðum
bílskúr við rautt hús á horni
Brunngötu og Silfurgötu. Reyndar
heitir þetta rauða hús Aðalstræti
26a, og þar býr Sigurgeir Sverris-
son (Silli).
Pau Silli, Ásthildur Cesil (Þórð-
ardóttir) og Dúddi (Halldór
Guðmundsson í Þór) hafa stofnað
tríó sem þau nefna Gömlu brýnin
eða GB-tríóið, og þar er einmitt
frá æfingum þeirra sem tónarnir
hafa borist úr rauða bílskúrnum
við Brunngötuna.
Þetta fólk er allt margreynt í
þessum bransa. Ásthildur hefur
verið í þó nokkrum hljómsveitum.
Hún hefur m.a. spilað og sungið
með Ásgeiri Sigurðssyni; hún var
einn af stofnendum Sokkabands-
ins sem var margfræg kvenna-
hljómsveit á Vestfjörðum; og hún
hefur gefið út sólóplötu. Silli er
einn af stofnfélögum Harmóniku-
félagsins (hann spilar á forláta
harmóniku sem einnig getur gegnt
hlutverki orgels), og Dúddi er bú-
inn að vera í þessu meira og minna
á þriðja áratug, ekki síst með Ás-
geiri Sigurðssyni.
Síðastliðin tvö ár voru þeir Silli
og Dúddi ásamt Guðnýju Snorra-
dóttur söngkonu og gítarleikara
með danshljómsveitina Sígild, en
nú er Guðný flutt til Reykj avíkur.
Gömlu brýnin munu spila á
dansleikjum á ísafirði og nágrenni
í vetur. Þau segjast verða með
músík við allra hæfi, en sérstaka
áherslu ieggja þau á gömlu dans-
ana og gömlu góðu rokklögin. Þeir
sem vilja fá þau til að spila geta
haft samband við Dúdda í síma
3193.
Eiður Guðnason og Kristín Halldórsdóttir (eiginkona
Jónasar Kristjánssonar). Að lokum kom ráðherra sjálfur
í ræðustól. Hann reyndi klóra yfir skömmina og kvaðst
vísa á bug „fráleitum fullyrðingum manna sem hér hafa
talað“. Hann sagðist ekki hafa hvatt til aðgerða gegn
bændum; hins vegar hefði hann hvatt til aðgerða gegn
gróðureyðingunni.
Þar stendur staðhæfing gegn staðhæfingu hjá einum og
sama manninum.
Rétt er að minna á það, að fjármálaráðherra Alþýðu-
flokksins beitti sér á síðasta ári fyrir stórfelldum niður-
skurði á framlögum ríkisins til gróðurvemdar. Nú telur
annar ráðherra sama flokks, að eina ráðið í gróðurvemd-
armálum kunni að vera að efna til viðskiptaþvingana og
skemmdarverka á mörkuðum íslenskra bænda.
Og kannski er það einmitt eina ráðið í gróðurvemd-
armálum á íslandi, á meðan kratar em í stjóm og geta
haft áhrif á fjárveitingar til þeirra hluta.
Á Vestfjörðum em landkostir góðir til sauðfjárræktar,
og gróðureyðing af völdum ofbeitar þekkist hér ekki. En
„herferð meðal almennings“, þótt hún eigi aðeins að
vera til vemdar „afréttum í uppblásturshættu“, mun
bitna á vestfirskum bændum eins og öðmm.
Vonandi munu ekki allir Alþýðuflokksmenn styðja
viðskiptaráðherra sinn í þessu máli. Því verður ekki trúað
að óreyndu, að vestfirskir þingmenn Alþýðuflokksins
leggist í slíkan hemað gegn bændum.
Nógir em erfiðleikar bænda samt.
HÞM
FRA
BÓKHLÖÐUNNI
Nýjar bækur berast
daglega, hér teljum við
nokkrar:
ÍSLENSKAR ÆVISÖGUR 0G
ANNAR FRÓÐLEIKUR:
Hafrannsóknir við ísland I
Jón Jónsson 4.875.-
Síldarævintýrið á Siglufirói
Bjöm Dúason 2.500.-
Þrautgóðir á raunastund 19. bindi
Steinar J. Lúðvíksson 2.375.-
Mjófirðinga sögur 2. bindi
Vilhjálmur Hjálmarsson 3.975.-
Þórður kakali
Ásgeir Jakobsson 2.990.-
íslenskir nasistar
Hrafn og lllugi Jökulss. 3.980.-
Fíladans og framandi fólk
Jóhanna Kristjónsdóttir 2.480.-
Mín káta angist
Guðm. Andri Thorsson 2.375.-
Þrjár sólir svartar
Úlfar Þormóðsson 2.648.-
Markaðstorg Guðanna
Ólafur Jóhann Ólafsson 2.480.-
Væntanlegar í dag:
SAGAISAFJARÐAR
eftirJón Þ. Þór,
3. bindi
kr. 4.375.-
og aðrar tvær sem
vekja athygli okkar:
í FLÆÐARMÁUNU
eftir
Njörð P. Njarðvík
minningabrot
drengs
frá uppvextinum
„inn í firði“
kr. 2.480.-
BRYNDÍS
Lífssaga Bryndísar
rituð af Ólínu
hispurslaus og
hress bók
kr. 2.890.-
Bókaverslun
Jónasar Tómassonar
Sími 3123 ísafirði