Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1988, Page 10

Vestfirska fréttablaðið - 15.12.1988, Page 10
Flugvöllurinn og llugstöðin á Sandodda við Patreksfjörð. Handan fjarð- arins er Eyrakauptun (Patreksfjörður). Flugvöllur Patreksfjarðar: Ný flugbraut í deiglunni Sr. Sigurður Jónsson, Patreksfirði. Eins og öllum Vestfirðingum og fleirum er Ijóst, er flugið mikilvægasta samgönguleiðin mikinn hluta ársins, og sú eina sem unnt er að reiða sig á þegar mikið liggur við. Það þéttbýli fyrirfinnst vart um Vestfjörðu, að þar sé ekki að finna vísi að flugvelli, þóttástand þeirra upp- fylli ekki alls staðar alþjóðlega mælikvarða. Einn besti flugvöllur á Vest- fjörðum Áætlunarflug til Patreksfjarðar hófst síðla árs 1965 og hefur staðið óslitið síðan. Er flugvöllurinn á Sandodda í landi prestssetursjarð- arinnar Sauðlauksdals sunnan fjarðar. Flugvallarstæði er þar all- gott frá náttúrunnar hendi, en leið- in úr þorpinu nokkuð löng. Að sögn Egils Ólafssonar, flugvall- arstjóra og bónda á Hnjóti, er Patreksfjarðarflugvöllur einn besti flugvöllur á Vestfjörðum með til- liti til aðflugsskilyrða, auk þess sem aurbleyta þekkist þar ekki, sökum hins gljúpa jarðvegs þar á sandinum. Flugvöllurinn er upp- lýstur með brautarljósum, aðflugs- hallaljósum og blikkljósum. Þverbraut og nýr öryggisbúnað- ur Nú eru uppi hugmyndir um að bæta völlinn enn frekar með lagn- ingu þverbrautar frá norðaustri til suðvesturs, en nú er aðeins ein braut á vellinum, 1.400 metra löng, frá norðvestri til suðausturs, og vísir að þverbraut. Verður þá unnt að fljúga í hvaða vindátt sem er til og frá Patreksfirði. Þá er í ráði að bæta öryggisbúnað vallar- ins, svo sem með nýjum aðflugs- vita, upplýstum vindpokum og fleiru. Áreiðanlegri áætlun Laufey Böðvarsdóttir er um- boðsmaður Flugleiða á Patreks- firði. Kvaðst hún binda miklar vonir við áðurnefnda þverbraut, sem gera mum flugvélum kleift að lenda við erfiðari aðstæður en nú er unnt, og þar af leiðandi mun þeim dögum fækka verulega, sem ekki er flogið. Kvaðst Laufey von- ast til að ferðum verði fjölgað hing- að næsta sumar. Hins vegar hefur flug Flugleiða til Patreksfjarðar gengið vel í haust, og verða ferðir á vegum félagsins yfir 200 á árinu. Auk Flugleiða flýgur Flugfélag- ið Ernir á Isafirði fimm sinnum í viku til Patreksfjarðar með póst og farþega. Egill Ólafsson og Laufey Böðvarsdóttir. VEISTU ... að aftursætið fer jafnhratt og framsætið. SPENNUM BELm hvar sem við sitjum í bílnum. _>it _ UUMFEROAR RAÐ Þú vilt ekki missa þann stóra - / ■ ekki ökuskírteinið heldur! Hvert sumar er margt fólk í sumarleyfi tekið ölvað við stýrið. yUMFEROAR RÁD ■'f, Nýtt Héraðsskjalasafn á Patreksfirði? Hugmyndir um hlutverk fyrir autt hús Kaupfélagsins Sr. Sigurður Jónsson, Patreksfirði. Eins og alþjóð veit, lagði Kaup- félag Vestur-Barðstrendinga upp laupana á síðasta ári, og hefur verslunarhús félagsins við Aðal- stræti, sem slegið var Samvinnu- bankanum á uppboði, staðið autt síðan. Nú eru uppi hugmyndir um nýtt hlutverk handa húsinu, og hefur heyrst að til greina komi að hýsa þar héraðsbóka- og skjalasafn Barðastrandarsýslu. Kunnugir telja, að húsið, sem er tvær hæðir og ris, henti ágætlega fyrir starfsemi af þessu tagi, en hér- aðsskjalasafn er ekkert í sýslunni eins og er. Ekki spillir það fyrir, að húsið mun vera fáanlegt á góðum kjörum til þessarar menningar- Yfirgefið hús Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga. Eignast bókasafn og starfsemi. skjalasafn héraðsins heimili á þessum stað? ísafjörður: Gjafir til Heilsugæslustöðvar í gær, miðvikudag, færðu félag- ar í Oddfellowstúkunni Gesti á ísafirði Heilsugæslustöðinni góðar og nytsamar gjafir. Par er um að ræða tæki til ýmissa rannsókna, t.d. vinnuljós, augnþrýstimæli, heyrnarmælingatæki, tæki til speglunar í koki og tæki til enda- þarmsskoðunar ásamt sogdælu. Þessi búnaður er valinn í samráði við lækna, en sem kunnugt er hefur tækjaskortur háð þeirri starfsemi sem þarna á að fara fram. Það var Geir Guðmundsson heilsugæslulæknir sem veitti gjöf- unum viðtöku og þakkaði hann Oddfellowmönnum fyrir þennan rausnarskap. Guðmundur Marinósson ítrekaði þær þakkir fyrir hönd stjórnar Heilsugæslu- stöðvarinnar, og taldi hann lækna hafa sýnt ótrúlega þolinmæði í Á myndinni eru, talið frá vinstri: Geir Guðmundsson, Guðmundur Mar- inósson og fulltrúar frá Oddfellowstúkunni Gesti, þeir Björn Hermanns- son, Jón Halldórsson og Guðbjörn Ingason. störfum miðað við þann tækja- myndu vissulega koma í góðar skort sem verið hefur. Þessar gjafir þarfir. ÓKEYPIS smá- auglýsingar Á SJÓMANNASTOFUNNI: Salatbar og plankasteikur alla daga. Sjómannastofan, sími 3812. TÖLVUÁHUGAMENN A.T.H. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér nýju B.B.C. Arc- himedes tölvuna, hafið sam- band við Hólmgeir í síma 3776. JÓLAHRAÐSKÁKMÓT Skákmót verður þann 18. des. n.k. kl. 14:00 í Sjálfstæð- ishúsinu. 28. n.k. verður hraðskákmót kl. 20:00 á sama stað. Þátttökugjald er kr. 200,- fyrir fullorðna og kr. 100,- fyrir börn. TIL SÖLU BMW 518 árg. 1982, ekinn aðeins 56 þús. km. Fallegur bíll, skipti á ódýrari athug- andi. Upplýsingar í síma 8254 eftir kl. 19:00. Á SJÓMANNASTOFUNNI: Kaffihlaðborð á kaffitímum, Sjómannastofan, sími 3812. TIPPARAR munið að félagsnúmer Golf- klúbbs ísafjarðar hjá íslensk- um getraunum er 402. BÁTUR TIL SÖLU Til sölu 5 tonna trilla ásamt flestum búnaði til handfæra- veiða. Tvær nýjar tölvurúllur. Til greina kemur að taka bíl uppí kaupverð eða selja hana á fasteignatryggðum bréfum að hluta. Upplýsingar í síma 8254 eftir kl. 19:00. TIL SÖLU Suzuki TS 50 árgerð ’86. Gott hjól í toppstandi. Upplýsingar í síma3380, Halli.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.