Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 4
4
ts
vestfirska
TTABLASID
Jólahlaðborð
Sigríðar Ragnarsdóttur skólastjóra
og Jónasar Tómassonar tónskálds
Við erum yfirleitt með jólahlaðborð á annan í jólum. Þá notum við
uppskriftir og rétti sem hægt er að búa til með góðum fyrirvara. Þessa
rétti er yfirleitt hœgt að setja beint inn á borð, ogþvíþurfum við ekki að
standa og stússast yfir pottunum á sjálfri jólahátíðinni. í staðinn getum
við notið þess að vera með gestum okkar, eða haft okkar hentisemi að
öðru leyti.
Og þó að við séum með svona hlaðborð á annan jóladag, þá endist
það miklu lengur. Þetta er sannkallaður jólamatur hjá okkur, því að við
erum að borða hann fram eftir öllum jólum, á milli þess sem maður
liggur uppi í rúmi með bók. Það má með sanni segja, að við eldum mjög
lítið í jólafríinu.
Vitaskuld er þessi upptalning á hlaðborðsréttum á jólunum alls ekki
hin eina og sanna. Margt fleira gómsætt kemur auðvitað til greina, og
öðru má sleppa í staðinn. Þaðfer eftir því hvaðfólk á til, hvað þvífinnst
gott, og hverju það hefur vanist. En eitt finnst okkur alveg ómissandi:
Það er laufabrauðið! Og nauðsynlegt er að hafa hæfilega blöndu af
fiskréttum og kjötréttum, grænmeti og brauði. Með þessu má svo drekka
pilsner (bjór um næstu jól!) eða rauðvín, og gott er að hafa snafs með
síldinni og koníak með kaffinu á eftir. Krakkarnir fá gos eða maltisín
(malt + appelsín), og ekki má gleyma heita súkkulaðinu.
Okkur finnst gaman að hafa þetta kalda borð um hádegisbilið á annan
í jólum, bjóða til okkar gestum, og vera svo að narta í matinnfram eftir
öllum degi. Effólk er nýkomið áfætur um hádegisbilið, þá verður þetta
í reynd eins konar „jólafrúkostur“ að dönskum hætti. Og það er nú
hreint ekki svo slæmt!
Gleðileg jól!
Tillaga að jólahlaðborði
Köld skötustappa
Kryddleginn hörpuskelfiskur
Síldarréttir - púrtvínssíld, hátíðar-
síld
Reyktur Mývatnssilungur (eða bara
venjulegur lax)
Lifrarkœfa
Rjúpumar frá því á aðfangadags-
kvöld (t.d. hitaðarupp í tartalettum)
Kjúklingur í hlaupi
Soðin Bayonne-skinka
Kalt hangikjöt
Jólasalat
Kartöflusalat
Sýrt grœnmeti og annað viðeigandi
meðlœti
Laufabrauð
Nokkrar mismunandi tegundir af
brauði + smjör
Jólaís
Kaffi, smákökur og konfekt
Kartöflusalat
Flestir eiga sína eigin uppskrift af
kartöflusalati. Hér er ein tillaga:
Fyrir 10-12 manns þarfu.þ.b. 2-3
kg af kartöflum, sem eru soðnar og
kœldar yfir nótt. Blandið sósu úr
majónesi og rjóma (léttþeyttum), og
bragðbœtið með fínsöxuðum lauk
eða púrru, söxuðum harðsoðnum
eggjum (4-6 stk.), sítrónusafa, salti,
pipar ogsinnepi. Skerið kartöflumar
í bita og setjið í skál. Hellið sósunni
yfir og stráið saxaðri steinselju yfir
(líka svolitlu dilli, efvill).
Kjúklingur í hlaupi
1 kjúklingur
kjúklingasoð (afteningi)
10-12 piparkorn
2-3 lárviðarlauf
1 laukur, í bitum
1 lítil púrra
2 hvítlauksrif marin
2 litlar gulrœtur
'ö tsk salvía
5 blöð matarlím
salt og pipar
ca. 1 dl hvítvín
örlítill sín-ónusafi (ef vill)
1 lítil dós maískorn
Sjóðið kjúklinginn í kjúklingasoði
ásamt kryddi og grænmeti í u.þ.b.
40 mínútur. Takið kjúklinginn upp
úr soðinu og kœlið hann, en sigtið
soðið rœkilega. Sjóðið soðið niður,
þar til um hálfur lítri er eftir. Bætið
hvítvíninu út í og bragðbœtið ef vill
með sítrónusafa. Bleytið matarlímið
í köldu vatni, kreistið vatnið úr blöð-
unum og leysið þau upp í soðinu.
Skerið kjúklinginn í bita og raðið
þeim ásamt maískornunum í venju-
legt jólakökuform, sem skolað hefur
verið innan með köldu vatni. Hellið
soðinu með matarlíminu yfir, og lát-
ið stífna í kœliskáp.
Pegar bera á hlaupið fram, er
forminu dýft snöggvast í heitt vatn,
og síðan hvolft áfat, sem skreyta má
með smáttskornu fersku grœnmeti,
svo sem gúrkum og papriku.
Jólaís
8 eggjarauður
100 gr sykur
1 l rjómi
200 gr marsipan
200 gr suðusúkkulaði
200 gr rauð og grœn kokkteilber
1 dl koníak (efvill)
Peytið saman sykur og eggjarauð-
ur. Peytið rjómann og blandið hon-
um gœtilega saman við eggjahrær-
una. Rífið marsipanið og brytjið
súkkulaðið og kokkteilberin. Bætið
súkkulaði, berjum, marsipani og
koníaki í eggjarjómann og blandið
varlega saman. Hellið blöndunni
varlega í ískalt form, byrgið og
frystið.
Dýjtð forminu varlega í heitt vatn
og hvolfið ísnum á fat. Berið fram
með jarðarberjum eða heitri súkku-
laðisósu, og með koníaki að sjálf-
sögðu.
Bestu jóla- og nýárskveðjur til viðskiptavina okkar,
starfsfólks og annarra Vestfirðinga, með þökkum
fyrir samvinnuna á liðnu ári.
Landsbanki íslands, útibú Patreksfirði
Viö óskum starfsfólki okkar og öðrum
Vestfirðingum gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári.
Þökkum samstarfið á líðandi ári.
Hólmavíkurhreppur
Við óskum starfsfólki okkar
og öðrum Vestfirðingum m
gleðilegra jóla og "í"
farsældar á komandi ári. gJL
Þökkum samstarfið á líðandi ári.
Súðavíkurhreppur