Vestfirska fréttablaðið - 22.12.1988, Blaðsíða 13
13
Það hefur fleira verið
flutt út í gámum frá
ísafirði en fiskur.
Hér er Jón Sigurpáls-
son að búa um högg-
myndir sínar til
gámaaútflutnings á
sýningu í Kaup-
mannahöfn fyrir
fáum árum.
í undarlegri könnu sem er af tyrk-
neskri gerð en smíðuð í Frakk-
landi. Og þó að kannan sé svona
mikið útlend, þá er kaffið úr henni
allvel drekkandi. Það er ekki
ósvipað ketilkaffi eins og áður
tíðkaðist hérlendis, og korgur
með.
Uppruni, fjölskylduhagir,
skólaganga
í hinu gamla Faktorshúsi í
Neðstakaupstað býr Jón safna-
vörður ásamt Margréti Gunnars-
dóttur konu sinni og syni á fyrsta
ári. Margrét er píanóleikari og
kennir við Tónlistarskóla ísafjarð-
ar.
Jón Sigurpálsson fæddist í
Reykjavík árið 1954 og ólst upp í
Laugarnesinu. Skólagangan var
hefðbundin framan af, allt þar til
hann réðst í aðfaranám Kennara-
háskólans. Síðan fór hann í
Menntaskólann á Akureyri og
þaðan í Flandíða- og myndlista-
skólann í Reykjavík. Þar lauk Jón
forskólanámi, en hugurinn beind-
ist síðan að skúlptúrnámi. Þar í
skóla vantaði deild af því tagi,
þannig að leiðin lá til Hollands.
Dvölin á því flata og blauta landi
varð sex ár. Þau Margrét bjuggu í
Amsterdam. Hún stundaði allan
tímann píanónám við Konservat-
orium í Amsterdam, en hann var í
myndlistinni; fyrstu fjögur árin í
akademíunni í den Haag, en síð-
ustu árin í Ríkisakademíunni í
Amsterdam.
Menntunin og
brauðstritið
Leiðir Jóns og Margrétar lágu
fyrst saman eitt sinn er hann kom
til ísafjarðar í sumarvinnu. „Við
eigum það sammerkt", segir Jón,
„að brauðstritið er ekki alveg það
sama og menntunin gerði ráð fyrir.
Þó munar litlu hjá Margréti. Hún
er píanóleikari að mennt, en
píanókennari að starfi. Ég er
myndlistarmaður að mennt, en
safnavörður ísafjarðarkaupstaðar
að starfi. Við reynum nú samt að
sameina þetta og sinna hvoru
tveggja. Það hefur gengið. Mar-
grét heldur tónleika og ég reyni að
skapa einhver myndverk og halda
sýningar. Reyndar hefur tíminn
undanfarið ekki verið mikill til
myndlistariðkunar. Hér hefur ver-
ið svo mikið að gerast, fyrst og
fremst í kringum opnun Sjóminja-
safnsins. Kannski hefur tíminn til
þess að þjóna listinni ekki reynst
eins mikill og maður hélt í upp-
hafi.“
Opinber titill Jóns Sigurpálsson-
ar er safnavörður. Hann hefur með
að gera Byggðasafn Vestfjarða og
Listasafn ísafjarðar. Einnig frið-
lýstu húsin á ísafirði, fjögur í
Neðstakaupstað og hið fimmta í
Hæstakaupstað. í starfinu felst
m.a. að sjá um framkvæmdir við
viðgerðir og endurbyggingu þess-
ara húsa. Tvö þessara húsa í
Neðstakaupstað eru notuð til
íbúðar; Jón og fjölskylda búa í
Faktorshúsinu, en í Krambúðinni
búa Jóhann Hinriksson bókavörð-
ur og Sigríður Steinunn Axelsdótt-
ir kennari ásamt börnum sínum.
Gott hús og góður andi
Faktorshúsið í Neðstakaupstað
var byggt árið 1765, og fyrstu ára-
tugina munu útlendir faktorar eða
verslunarstjórar hafa haft þar
sumarsetu. Þegar losað var um
verslunarhöftin undir lok aldarinn-
ar fóru þeir að hafa vetursetu hér
líka. íslenskir menn náðu yfir-
ráðum yfir Neðstakaupstað seint
á síðustu öld þegar Asgeirsverslun
keypti eignirnar þar. Lönpu seinna
keypti Samvinnufélag Isfirðinga
Neðstakaupstað, og varð þá Fakt-
orshúsið verkstjórabústaður hjá
félaginu. I húsinu var búið óslitið
fram um 1970, en þá lagðist það í
auðn í hálfan annan áratug. Nú er
Neðstikaupstaður eign ísafjarðar-
bæjar.
Ég spyr Jón Sigurpálsson að því,
hvernig sé að búa í svona gömlu
húsi með svona mikla sögu. „Það
er mjög gott að búa hér“, segir
hann. „Það má segja að við búum
á safni. Þegar við fluttumst inn var
endurbyggingu hússins lokið, og
hér breytum við engu. En hvað
andanum í húsinu viðkemur, þá er
hann mjög góður. Kannski búa hér
einhverjar verur án þess að maður
viti það. Ef svo er, þá hafa þær
ekki látið mikið á sér kræla. En ég
er viss um að það er mun hollara
að búa í svona timburhúsi en í
steinsteyptu húsi. Þetta hús er svo
lifandi. Það brakar í því og það
lætur undan veðrum. Maður finn-
ur mikið fyrir tilvist þessa húss.“
Spennandi að klæða
húsið úr kápunni!
Sjóminjasafnið já. Það var opn-
að í Turnhúsinu í sumar. Jón segir
mér að ætlunin sé að bæði Faktors-
húsið og Krambúðin verði áfram
notuð til íbúðar. Fjórða húsið í
Neðsta er Tjöruhúsið, sem líka
hefur gengið undir nafninu Beykis-
hús. Það er elsta hús kaupstaðarins
og landsins í senn, byggt árið 1734.
Jón segir að líklega verði það not-
að sem afdrep fyrir þá gesti sem
koma að skoða minjarnar í
Neðstakaupstað. Þar geti líka ver-
ið sýningarhúsnæði að einhverju
leyti. „Ég hef verið með þá
hugmynd", segir Jón, „að nýta
húsið til að segja sögu kaupstaðar-
ins í myndum og texta. Þarna
mætti hugsa sér að hafa kaffiveit-
ingar fyrir gesti á sunnudögum.
Hér á ísafirði vantar illilega að-
stöðu fyrir ferðafólk, það vantar
salerni og það vantar stað til að
tylla sér niður í rólegheitum og fá
tilfinningu fyrir svæðinu. Tjöru-
húsið hlýtur að verða nokkurt
gæluverkefni, því ekki verður af
ísfirðingum tekið að þetta er elsta
hús landsins. Við þurfum bara að
taka af því járnkápuna svo að
bjálkarnir birtist. Vissulega hefur
húsinu verið breytt með tímanum,
gluggar stækkaðir og járn sett yfir
glugga sem voru á þakinu. Það er
mjög spennandi að sjá hvað kemur
undan þessari járnkápu. Ekki er
ósennilegt að húsið hafi verið
járnklætt um það leyti sem Sam-
vinnufélagið hóf þar rekstur.
Reyndar má kallast kraftaverk að
Tjöruhúsið skuli vera þarna enn.
Á sínum tíma var það notað sem
vélahús fyrir íshúsið sem stóð fyrir
norðan það og margir ísfirðingar
muna eftir. í miðju húsinu var sett
niður spennistöð á steyptum
sökklum.“
- Hvenær verður farið að rífa
járnið utan af Tjöruhúsinu?
„Það er nú bara spurning um
fjárveitingar. Spurning um það
hvað bæjaryfirvöld ætla sér í þessu
máli. Ríkið leggur fram peninga
með því skilyrði að bærinn leggi
fram peninga á móti.“
Mest hefur hvílt
á Arnóri Stígssyni
- Hvernig standa mál varðandi
hin húsin í Neðsta?
„Vinnunni við Turnhúsið er að
mestu lokið. Aðeins er eftir að
ganga frá því að utan, tjarga vegg-
ina og mála þakið. Svipað er um
Krambúðina; eftir er að mála hana
utan. Húsin í Neðstakaupstað
voru friðlýst árið 1975, og byrjað
var að gera Faktorshúsið upp um
1979. Því var lokið þegar við hjón-
in fluttu inn árið 1984. Þá var farið
í Turnhúsið, og stóð vinnan við
það yfir um fjögur ár. Ekkert hefur
verið átt við Krambúðina að
innan. Fyrir tveimur árum var ráð-
ist í að rífa utan af henni járnið,
timburklæða hana og setja á hana
nýtt þak, enda var það orðið mjög
brýnt. Viðgerðir og endurbygging
húsanna í Neðstakaupstað eru að
mestu leyti verk Arnórs Stígsson-
ar. Hann hefur borið þar hitann og
þungann.“
Tveir heimar
- Er ekki nábýlið við Eimskip
truflandi í friðsælli safnabyggð?
Það eru fjórir metrar frá Turnhús-
inu að gámunum. Rekast þessir
heimar ekkert á?
„Vissulega er það tilhlökkunar-
efni þegar flutningaskipin flytja sig
yfir í Sundahöfnina nýju, og hérna
megin verður aðeins fiskihöfn. En
í rauninni er það meginkosturinn
við þennan stað, að safnið er í
miðju athafnalífinu, og í framtíð-
inni verður hægt að tengja það
miklu meira. Um slíkt er þó ekki
að ræða enn sem komið er, og
gámar eru plássfrekir. En það hef-
ur ekki verið nein stórvægileg
dramatík í kringum þetta nábýli.“
Söfn ættu að
halda hópinn
- Snúum okkur að Byggðasafni
Vestfjarða sem er til húsa í risi
Sundhallar ísafjarðar. Nú finnst
leikmanni undarleg samsetning að
hafa byggðasafn og bókasafn og
sundlaug saman í húsi, þótt slíkt
geti vissulega verið heppilegt ef
eldur kemur upp; hvað með fram-
tíð Byggðasafnsins?
„Það er mjög óhentugt að vera
með safnið á þessum stað. Ekki er
hægt að segja að það sé mjög að-
gengilegt þarna á loftinu. Það er
fróðlegt að bera saman aðsóknina
að Byggðasafninu og Sjóminja-
safninu í Turnhúsinu, þótt í síðara
tilvikinu sé vissulega um nýjabrum
að ræða. I sumar kom á sjötta þús-
und manns í Sjóminjasafnið, en
gestafjöldi Byggðasafnsins er 800-
1000 manns á sumri að jafnaði.
Æskilegt væri að hafa þessi söfn
nálægt hvort öðru. Þannig væri
unnt að bjóða upp á heilsteypt
safn, þar sem bæði mætti sjá það
sem tengist útvegi og það sem
tengist búskap og mannlífi al-
mennt hér á Vestfjörðum á fyrri
tíð. Svo finnst mér mikilvægt að
hafa hér náttúrugripasafn í tengsl-
um við hin söfnin. Þannig yrðu
söfnin líflegust og þannig myndu
þau nýtast miklu betur en hvert í
sínu horni. Víðast er þetta saman
þar sem ég þekki til erlendis. Það
er skemmtilegt að geta séð hvernig
tæki og tól hafa nýst mannskepn-
unni, t.d. í sjávarútvegi, að geta
séð hvernig þetta tengist náttúr-
unni og sambýlinu við hana. Þegar
sýnd eru veiöarfæri er gott að geta
jafnframt sýnd það sem veitt hefur
verið með þeim. Þetta á að haldast
í hendur.“
Gamalt hús
fær nýtt hlutverk
- En hvað með húsnæðismál
Listasafns ísafjarðar? Og hvað
með framtíð Slunkaríkis, þótt það
sé nú annar handleggur?
„Listasafn ísafjarðar hefur aldr-
ei átt fastan samastað. Nú er búið
að ákveða að það fái inni í gamla
sjúkrahúsinu, ásamt bókasafninu
og héraðsskjalasafninu. (Sund-
laugin verður ekki flutt þangað
líka. Innskot blm.) Ekki virðist
óeðlilegt að ætla, að þar mætti
einnig reka einhvers konar gallerí
í tengslum við listasafnið. Þar yrðu
þá haldnar ýmsar sýningar, enda
er ekki æskilegt að vera að sýna
safnverk Listasafns ísafjarðar allt
árið um kring. Frekar ætti að hafa
safnið nokkuð hreyfanlegt, að hafa
jafnan einhvern hluta þess inni í
opinberum byggingum og skrif-
stofum, eins og nú er gert í Stjórn-
sýsluhúsinu. Og skipta hæfilega oft
um verk. Þannig væri safnið úti á
meðal fólksins eins og Sókrates.
Smátt og smátt gæti safnið síðan
keypt verk á sýningum sem haldn-
ar eru á þess vegum, auk þeirra
sem keypt yrðu annars staðar frá.
Nú eru verk í eigu Listasafns Isa-
fjarðar um 70 talsins, og þar á með-
al er margt ágætra verka. Ef þetta
getur orðið, að komið verði upp
galleríi og líflegum rekstri í kring-
um Listasafn ísafjarðar í hinu
væntanlega safnahúsi í gamla
sjúkrahúsinu, þá tel ég þeim mál-
um vel ráðið.“
Um skyldleika
minja og myndlistar
- Finnst þér gaman að vera
safnavörður?
„Já, það finnst mér gaman. Hitt
er svo annað mál, að ég er orðinn
svolítið leiður á því að starfs-
skilyrðin eru alls ekki nógu góð.
Fyrst og fremst aðstaðan til
geymslu á hlutum og til viðgerða á
þeim, til að geta tekið á móti
gripum. Slík aðstaða er ekki fyrir
hendi hér. Þetta ergir mig. Að
öðru leyti finnst mér starfið mjög
áhugavert. Enda hef ég alla tíð
haft gaman af gömlum hlutum.
Kannski er það fjarstæðukennt, en
mér hafa alltaf fundist leiðir minja-
safna og myndlistar liggja saman.
Sérstaklega finnst mér það eiga við
um skúlptúrinn. En ég veit ekki
hvar þessar leiðir liggja saman.
Kannski hef ég ekki hið fræðilega
auga fyrir minjasafni, kannski hef
ég frekar auga þess manns sem
leggur stund á skúlptúr. Þessu
fylgja sjálfsagt bæði kostir og
gallar. En „fræðingur“ er ég ekki í
þessum hlutum og verð líklega
aldrei. Ég hef miklu meiri áhuga á
því að gæða söfn lífi en að safna
hlutum söfnunarinnar vegna. Það
er lítið gagn í söfnum nema fólk
geti haft gaman af þeim og lært af
þeim. En það kostar peninga að
viðhalda menningu sinni.“
Það er einmitt það.
HÞM
Óvenjulegt listaverk eftir Jón Sigurpálsson. „Quatrant“ - hringfjórð-
ungur: Verk fyrir slagverksleikara, fimm strengda blindramma og eitt
málarabretti. Það var flutt í Museum Fodor í Amsterdam árið 1983.
(Annars eru verk myndlistarmanna sjaldnast „flutt“ nema frá einum
stað tilannars). Slagverksleikarinn á myndinni erHollendingurinn Mar-
tein var der Falk.