Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1989, Síða 2

Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1989, Síða 2
2 vestlirska TTABLADID I vestfirska ~l FHETTABLADID Vestfirska fréttablaöið kemur út á fimmtudögum. Ritstjórn og auglýs- ingar: Aöalstræti 35, Isafirði, s. 4011, 4423 og 3223. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, heimasimi 4446. Auglýsing- ar og dreifing: Rögnvaldur Bjarnason, heimasími 4554. Útlitsteiknari, Ijósmyndari og blaðamaður: Höröur Kristjánsson. Útgefandi: Grafík- tækni h.f., ísafiröi. Framkvæmdastjóri: Rögnvaldur Bjarnason. Prent- vinnsla: Grafíktækni hf„ Aðalstræti 35, ísafirði. Vestfirska fréttablaðið Um áramótin voru níu mánuðir síðan Grafíktækni h.f. keypti Vestfirska fréttablaðið og tók við rekstri þess. Þá hafði blaðið verið á hraðri niðurleið um nokkra hríð, salan dregist verulega saman og auglýsingar sömuleiðis. Maður sá, sem eigandi blaðsins hafði samið við um að annast útgáfuna fram á sumarið, var sprunginn á limminu og hættur. Ýmsir voru þá óneitanlega svartsýnir á framtíð Vestfirska fréttablaðsins. Skemmst er frá því að segja, að okkur tókst að snúa vöm í sókn, auka lausasölu blaðsins og bæta jafnframt við fjölmörgum áskrifendum. Ekki hefur tekist að sama skapi að auka við auglýsingamagnið; þar hefur verið haldið í horfinu, en lítið meira. En niðurstöðutölur um reksturinn á framangreindu níu mánaða tímabili liggja nú fyrir, og kemur þar í ljós að hann hefur skilað sæmi- legum hagnaði. Það er nokkuð sem sumir bjuggust ekki við. En hvað sem líður sölu og útbreiðslu Vestfirska frétta- blaðsins, þá hefur reynst furðulega erfitt að koma fólki (og auglýsendum) í skilning um staðreyndir á því sviði. Margir virðast trúa því að blaðið seljist lítið og hagur þess sé slæmur. Enda hefur verið rekinn harður áróður gegn okkur á þessu sviði. En það er staðreynd, að blaðið er keypt á nánast öðra hverju heimili á ísafirði (trúlega er það nálægt heimsmeti þegar um er að ræða blað sem er selt, en ekki dreift frítt). Samt er því ekki að neita, að sala blaðsins á ísafirði er nú nokkru minni en á fyrri tíð þegar samkeppni var ekki teljandi. í Bolungarvík er blaðið keypt á þriðja hverju heimili. Og okkur er tjáð, að á sunnanverðum Vestfjörðum sé Vestfirska frétta- blaðið nú með meiri útbreiðslu en önnur blöð sem þó á að heita að sé „dreift“ frítt. En betur má ef duga skal í áróðursstríðinu, og þess vegna munum við nú á næstu vikum gefa öllum Vestfirð- ingum kost á að fá blaðið endurgjaldslaust. Áskrifendur utan Vestfjarða munu einnig fá blaðið frítt, utan hvað þeir verða rakkaðir um sendingarkostnað. Á næstu vikum verður Vestfirska fréttablaðið sumsé borið út frítt á Vestfjörðum. Þetta gildir að sjálfsögðu líka um sunnanverða Vestfirði; þar verður ekki látið nægja að láta blaðið liggja frammi á einhverjum afvikn- um stað. Og sveitimar verða ekki undanskildar, ekki Strandasýsla, ekki Hólmavík. Það verður erfitt fyrir keppinauta okkar að halda því fram, næstu vikumar að minnsta kosti, að Vestfirska fréttablaðið sé ekki besti auglýsingamiðill á Vestfjörðum. Vestfirska fréttablaðið hefur í gegnum tíðina haft gott samband við fólk víða um Vestfirði. í dag hefur blaðið á sínum snæram tíðindamenn og tengiliði vítt og breitt um fjórðunginn, og með aðstoð þeirra er það von okkar, að lesendur fái nokkra innsýn í það fjölbreytta mannlíf sem blómstrar á Vestfjörðum. Við hvetjum fólk til að hafa samband við okkur um alla skapaða hluti, hér eftir sem hingað til. Allar ábend- ingar um efni era vel þegnar. Þannig gerir gott samstarf við íbúa svæðisins Vestfirska fréttablaðið að lifandi speg- ilmynd lífsins á Vestfjörðum. Með kærri kveðju frá útgefendum Vestfirska fréttablaðsins. ááULMi Kirkjulíf Dagskráin „Verum viðbúin“ — samvinnuverkefni skátahreyfingar- innar, Kiwanis á íslandi, Sjónvarpsins, allra 9 og 10 ára barna í landinu og fjölskyldna þeirra í næstu viku, dagana 23. til 27. janúar, munu skátar og Kiwanis- menn afhenda 9 og 10 ára börnum í grunnskólum landsins verkefna- bækur varðandi „dagskrá" sem ber heitið „Verum viðbúin“. Þessari dagskrá er ætlað að hjálpa foreldrum og öðrum að kenna bömum að takast á við þau vandamál sem upp geta komið, frá því börnin koma heim úr skóla- num og þar til foreldrarnir koma heim úr vinnu. Þannig mun foreldrum verða hjálpað til að kenna börnum sínum hvað beri að varast í umhverfinu og heima fyrir þegar þau eru ein. Tekið verður á hættum eins og slysum í heimahúsum, notkun eiturefna, umferðaröryggi, barna- gæslu ofl. ofl. Auk þessa verður ýmislegt gert til að vekja athygli á stöðu barna í þjóðfélaginu. Búnar verða til hnappnælur sem gefnar verða öllum sem taka þátt í þessu, vegg- spjöld verða hengd upp, blaða- greinar munu birtast um stöðu og öryggi barna, foreldrum verður skrifað bréf um markmið og fram- kvæmd dagskrárinnar og einnig verða skólayfirvöld upplýst um verkefnið. VIÐURKENNINGAR FYRIR ÞÁTTTÖKUNA Þegar þátttakendur hafa lokið þeim verkefnum sem dagskráin setur þeim, þá geta þeir sent stað- festingarblað til aðstandenda hennar, en slíkt blað fylgir bókinni sem dreift verður. Munu þeir sem senda þannig staðfestingu um þátt- töku fá sent viðurkenningarskjal, sér að kostnaðarlausu. ÞÁTTTAKA RÍKISSJÓNVARPSINS I Sjónvarpinu verður sýndur stuttur þáttur fyrir hvern kafla í bókinni, og mun Hermann Gunn- arsson stjórna þáttunum. Þarna verða leikin atriði auk þess sem Hermann fær sex börn í heimsókn í hvern þátt. Stjórnandi útsending- ar verður Björn Emilsson og verð- ur fyrsti þátturinn sendur út að loknum kvöldfréttum laugardag- inn 28. janúar nk. Annar þáttur verður sýndur strax næsta dag að loknum fréttum og síðan verður einn þáttur sendur út á hverju sunnudagskvöldi að loknum frétt- um í fimm vikur þar á eftir. ísafjarðarkapella Guðsþjónusta fyrir foreldra og böm á sunnudag kl. 11. Með þessari guðsþjónustu hefst barnastarf vormisseris. Tilhögun verður í áframhaldinu sú sama og í fyrra, að foreldrar og börn geta komið saman til guðsþjónustu og byrjað hana saman. Börnin eru síðar leidd til barnastofu þar sem Ámý Herbertsdóttir syngur með þeim og ræðir við þau um það sem guðsríki tilheyrir. Allir eru velk- omnir. Súða víkurkirkja Fjölskylduguðsþjónusta á sunn- udag kl. 14. Fyrsta guðsþjónustan á nýja árinu. Allir velkomnir. Alþjóðleg bænavika í tilefni alþjóðlegrar bænaviku fyr- ir einingu kristinna manna talar sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson á sam- komu hvítasunnumanna í sal Hjálpræðishersins kl. 17 á sunnu- dag. Athygli er vakin á þessari sam- komu sem öllum er boðið til er styðja vilja að einingu kristinna manna. GRAFIKTÆKNIHF. AÐALSTRÆTI35 - 400 ÍSAFJÖRÐUR PRENTÞJÓNUSTA - BLAÐAÚTGÁFA Þarftu að láta prenta? Þarftu ad hanna það sem þú ætlar að láta prenta? (Hvað með árans málfræðina?) Við prentum allt. En við gerum meira. Við hönnum líka ef þú vilt. Við bjóðum upp á fagmennsku í útlitsteikningu og textagerð. Við hönnum allt. Auglýsingar og merki. Eyðublöð. Við hönnum heilu blöðin ef þú vilt. Allt! Við höfum þekkinguna og tæknina. Við prentum allt. Ekki bara eyðublöð og reikninga. Líka kynningarblöð og bæklinga. Allt! (Nema peninga). Þú getur skilað lauslegum efnisdrögum ef þú vilt, og við skulum búa þau til prentunar. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af málfræði eða stafsetningu. Við skulum sjá um það. Við hönnum allt. Og prentum það líka! Síminn er 3223. Grafíktækni, ísafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.