Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1989, Side 3

Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1989, Side 3
3 GunnarJónsson: Athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi sjúkrahússlóðar, sem auglýst hefur verið af bæjaryfirvöldum vEstlirska liillfirHiri ísafjörður: Endurbætur í Skóbúðinni 85 ár frá því að Leó Eyjólfsson byrjaði að versla með skó á ísafirði Margir sem átt hafa leið um Hafnarstrætið á ísafirði nú síðustu daga hafa veitt því athygli, að fyrir innan gluggana á Skóbúð Leós hef- ur allt verið á rúi og stúi. Sjá hefur mátt málara og aðra iðnaðarmenn upp um alla veggi; greinilegt að þeir hafa ekki verið að máta skó. í samtali við blaðið sagði Krist- ján Jóhannsson að undanfarna daga hafi staðið yfir miklar breyt- ingar á búðinni til hagræðis fyrir viðskiptavini, enda voru innrétt- ingar komnar til ára sinna. Fólkið hans Kristjáns er svo sem engir nýgræðingar í skóverslun á ísafirði. Árið 1904hóf afi Kristjáns rekstur skóbúðar að Hrannargötu 8 undir nafninu Verslun Leós Ey- jólfssonar. Hefur reksturinn staðið óslitið síðan, þótt búðin skipti um nafn árið 1957 og heiti eftir það Skóverslun Leós. Úr Hrannargöt- Nú á laugardaginn (21. jan.) kl. 16 verður opnuð sýning á munum Söru Pucci í Slunkaríki á ísafirði. Sarah Pucci er kona hátt á níræðis- aldri. Hún hefur aldrei litið ásjálfa sig sem listamann, heldur hefur hún búið til munina sér til gamans og gefið þá dóttur sinni, listakon- unni Dorothy Iannone. Verk Söru voru til sýnis í Nýlistasafninu í Reykjavík sl. haust. Sýningin í Slunkaríki stendur í tvær vikur og er opin fimmtud,- sunnud. kl. 16-18. Við opnunina á laugardaginn verður sýnd vídeómynd um Söru sem dóttir hennar hefur gert. (Því má skjóta hér inn, að ekki hefur ennþá spurst neitt til mynd- arinnar sem stolið var af sýningu í Slunkaríki og við sögðum frá um daginn. Svona lagað getur orðið galleríinu dýrt, því að það verður að borga stolnar myndir fullu verði.) Um Söru Pucci Sarah Pucci vann árum saman við verksmiðjustörf. Hún var bráðum sextug, þegar hún byrjaði að búa gripina sína til og gefa dótt- ur sinni. Hún hefur aldrei litið á þetta sem listaverk. Fyrsta sýning- in á handaverkum hennar var hald- in í Þýskalandi árið 1973, og átti unni fluttist Verslun Leós Eyjólfs- sonar í Fell (Hafnarstæti 3). Þaðan fluttist búðin um set skömmu áður en Fell brann árið 1946, og fór þá í núverandi húsnæði að Hafnar- stræti 5. (Það er varla hægt að flytja öllu styttri leið en um eitt húsnúmer við götu). I öll þessi ár hefur skóverslun þessarar fjölskyldu staðið af sér alla samkeppni, og nú árið 1989 er verslunin 85 ára. Afþvítilefnim.a. er farið í þær endurbætur sem getið var í upphafi. Hin síðari ár hefur Margrét, dóttir Leós, ásamt manni sínum Jóhanni Júlíussyni útgerðarmanni og tveim sonum, séð um rekstur verslunarinnar. Og það er greini- lega engan bilbug að finna á Jóa og Grétu í því að útvega ísfirðingum vandaða og góða skó. Dieter Rot þar hlut að máli. Tveimur árum síðar sýndi Ben Vauthier verk hennar í galleríi sínu í Nizza. Síðan hafa fylgt í kjölfarið sýningar í ýmsum hinum virtustu sýningarsölum. Sarah fer eldsnemma á fætur á morgnana til þess að vinna, „því að tíminn flýgur" eins og hún segir. Bráðum níræð, og still going strong. Gunnar Jónsson. Með þessari tillögu er lagt til að nýrri kirkju verði ætlaður staður í næsta nágrenni nýja sjúkrahússins. í samþykktu aðalskipulagi fyrir ísafjarðarkaupstað er gert ráð fyrir tveimur lóðum undir kirkjur og kirkjustarfsemi, annars vegar þar sem Eyrarkirkja stendur og hefur staðið um aldir, og hins vegar við Tunguárós inni í Firði. Þetta er rökrétt, með tilliti til þess, að fjölgi íbúum hér á ísafirði í næstu framtíð, er reiknað með að sú stækkun byggðar sem af því leiðir verði svo til öll á Fjarðar- svæðinu. Kirkjubygging sú, sem lagt er til að rísi þarna undir vegg sjúkra- hússins, hlýtur að verða í yfirþyrm- andi ósamræmi við sjúkrahúss- bygginguna, ef svo hörmulega tæk- ist til að tillagan yrði samþykkt af yfirvöldum. Þetta ósamræmi mun æpa á íbúa þessa bæjar og aðra, hvaðan sem litið verður til þessa svæðis, hvort heldur er frá höfn- inni eða neðan úr bænum, en þó sér í lagi þegar komið er út eftir Skutulsfjarðarbraut og frá Fjarð- arsvæðinu. Með þessu er spillt sérstæðu svipmóti sem enn er óskaddað, svipmóti gamla Eyrarbæjarsvæðis- ins sem einkennist af kirkjunni, gamla sjúkrahúsinu og Túngöt- unni. í þessu sambandi er vert að benda á, hversu vel hefur tekist til við hönnun hins nýbyggða stórhýs- is við Mjallargötu, sem fellur svo vel að umhverfinu og svip þeirra húsa sem fyrir eru, að manni finnst að þetta hús hafi alltaf verið þarna og annað geti ekki passað betur. Á síðustu áratugum hafa menn hér á landi vaknað til vitundar um gildi þess umhverfis sem geymir sögu genginna kynslóða, að okkur beri að varðveita það og nýta svo sem kostur er. Bein afleiðing þessa skipulags- slyss, ef af verður, er hugsanlega sú, að gömlu kirkjunni verði sópað burt vegna þess afkáraskapar að hafa tvær kirkjur svo nálægt hvora annarri. Benda má á, að í frumvarpi að lögum um minjavernd, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, er ákvæði sem bannar niðurrif kirkna sem byggðar hafa verið fyrir 1918. ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyrir sínu árlega Sólarkaffi föstudaginn 27. janúar í Veitinga- húsinu Glæsibæ. Húsið verður opnað fyrir matargesti kl. 18, en Einmitt á því svæði, þar sem nýju kirkjunni er ætlaður staður samkvæmt tillögunni, er grænt svæði til yndisauka og nota fyrir sjúklinga, íbúa Hlífar og aðra bæjarbúa. Auk þess lyftir þetta svæði nokkuð hinum þunga svip sjúkrahússbyggingarinnar. Síðast en ekki síst er þarna um að ræða verulega skammsýni, að ætla sér að þrengja svo mjög að sjúkrahússbyggingunni, að útilok- að verði að í framtíðinni rísi nokk- ur bygging fyrir skylda starfsemi eða stækkun sjúkrahússins að norðanverðu, eins og reiknað hef- ur verið með. Það er hverjum manni óskiljan- legt, vilji hann á annað borð hug- leiða málið, hvernig sá maður sem unnið hefur að skipulagi þessa bæj- ar í a.m.k. sextán ár og gert hér marga góða og þakkarverða hluti, Ingimundur Sveinsson arkitekt, skuli geta látið slíka tillögu frá sér fara, athugasemdalaust að því er virðist. Gunnar Jónsson. kl. 21 hefst hin hefðbundna dagskrá með kaffi og rjómapönnu- kökum. Aðgangseyrir er kr. 1.200. Borðapantanir í sfma (91)83436. ÞORRAMATUR - ÞORRAMATUR Þorramatinn færðu hjá okkur! OPIÐ: Máxiudagfa til föstudaga kl. 9:30 - 12:30 og 13:30 - 19:00 Laugardaga kl. 11:00 - 18:00 Sunnudaga kl. 13:00 - 16:00 uerslunin Hnífsdal Slunkaríki: Bráðum níræð nýlistakona! (stolna myndin ófundin) Sólarkaffi /sf/rð- inga í Reykjavík Hjarta“ eftir Söru Pucci.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.