Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1989, Qupperneq 6

Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1989, Qupperneq 6
6 vBstfírska TTABLASIS A Patreks- fjörður — gott á línuna þegar gefur Sigurey er á sjó, fiskar væntan- lega í siglingu og á bókaðan sölu- dag 1. febrúar. Þrymur hefur farið eina veiðiferð eftir áramót og er nú í sínum öðrum túr. Síðast land- aði hann á Faxamarkaði og fékk gott verð, eða 69,56 kr. meðalverð á kíló. Tálkni hefur verið með þetta fimm til tíu tonn á línuna í hverjum róðri. Þannig hefur verið ágætisafli þegar gefur, en tíð hefur verið leiðinlega rysjótt. Vestri var með 32 tonn í fjórum ferðum á línu í síðustu viku og Patrekur hafði 35 tonn í fjórum róðrum. Uppistaðan í afla bátanna var þorskur, en þeir skila öllu slægðu í land. Haukur Böðvarsson frá ísafirði er nú gerður út frá Patreksfirði og er á línu. Fiskirí hefur verið bæri- legt hjá þeim eins og öðrum línu- bátum á Vestfjörðum. Tálkna- fjörður — lítið að frétta af togaraafla Tálknfirðingur er á sjó og hefur landað einu sinni frá áramótum. Von var á honum í land fyrir helg- ina. María Júlía fór þrjá róðra í síð- ustu viku og var með þetta sex til sjö tonn í róðri. Máni fór einn róður í síðustu viku og var með rúm 5 tonn. Báðir bátarnir hafa verið á sjó upp á hvern dag í þess- ari viku. Sölvi Bjarnason landaði í fyrra- dag um 70 tonnum og fór allur afl- inn til vinnslu í landi. Rækjubátar byrjuðu fyrir nokkru á rækjunni aftur eftir jólafrí og er aflinn góður. Nú eru menn óðum að verða búnir að jafna sig eftir jólahátíðina og er fólk nú í óðaönn að undirbúa þorrablót á Bíldudal. Veg og vanda af þeim undirbúningi hefur kvenfélag Slysavarnafélagsins og verður það haldið þann 28. jan. Frá höfninni á Flateyri. Þlngeyri súðavík — sama lélega fiskiríið hjá togurunum Framnes og Sléttanes áttu að koma í land í gær og var frekar dauft hljóð í mönnum. Afli hjá togurunum hefur verið tregur eins og annars staðar. Línubátar hafa gert það gott og fengið ágætan afla. Á þriðjudag landaði Tjaldanes um 4,5 tonnum af ágætisfiski. Flateyri — skortur á hrá- efni hjá frystihús- inu, starfsfólk not- ar tímann til að dytta að og þrífa Gyllir átti að koma í land í gær eða dag með eitthvað um 50 tonn. Hann hefur verið að þvælast um allan sjó, en lítið fengið. Línubátar hafa geta verið á sjó nú eftir helgi og hafa verið með þetta fimm til sjö tonn í róðri, Benni Vagn og Sif. — rækjuveiðar hafnar í Djúpinu, rækjan frekar smá Haffari landaði á laugardag 2,5 tonnum af úthafsrækju, en hann kom inn vegna veðurs. Togarinn Bessi landaði svo 55,5 tonnum á þriðjudag og fór allur aflinn til vinnslu í landi. Rækjubátar sem stunda veiðar á ísafjarðardjúpi byrjuðu flestir á mánudag. Valur var með 3,9 tonn rúm af rækju í tveimur róðrum, Sigrún var svo með rúmlega 3,8 tonn eftir tvo róðra og Hafrún með 3,3 tonn tæp, sömuleiðis í tveimur róðrum. ísafjörður — það er sama sagan, gott á línu, en frekar tregt hjá togurunum Guðbjartur fór á veiðar þann níunda og hélt þá austur fyrir land. Fiskirí var lélegt þar og slæmt veður, svo að nú í vikubyrjun var hann kominn aftur á heimaslóð og afli eitthvað að glæðast. Ný tækni: Bylting í fiskvinnslu? Línuaflinn hefur verið góður, þrátt fyrir frátafir í síðustu viku vegna veðurs. Hafa þeir verið með þetta 10 til 12 tonn í róðri að jafn- aði undanfarna daga. Páll Pálsson landaði á mánudag um 60 tonnum og Júlíus Geir- mundsson um 95 tonnum. Af afla Júlíusar var sett í tvo gáma og fór annar á markað í Hafnarfirði, en hinn til Bretlands. Guðbjörg kom í land í gær með 95 tonn. Rækjufréttir Eint; og fram hefur komið, þá eru rækjuveiðar hafnar aftur eftir jólafrí, bæði í Arnarfirði og í ísafj- arðardjúpi. Af því tilefni slógum við á þráðinn til Guðmundar Skúla Bragasonar hjá Hafrannsókn á ísafirði og spurðum frétta. Hann sagði að rækjuflotinn hefði byrjað veiðar á ísafjarðardjúpi á mánu- dag, þótt heimild hafi verið til að byrja á föstudag í síðustu viku. Þá var hins vegar svo slæmt veður, að menn héldu að sér höndum fram yfir helgina. Rækjan var sæmileg fyrsta daginn, en annars er uppi- staðan í þessu ársgömul rækja. Sagðist Guðmundur reikna með að svona yrði þetta út vertíðina. Nú í febrúar verður farið í stofn- mælingaleiðangur á rækju í ísa- fjarðardjúpi og endanlegar veiði- heimildir miðaðar við útkomuna úr þeim rannsóknum. Á haustver- tíðinni veiddust alveg um 300 tonn af rækju í Djúpinu. í Arnarfirði hefur rækjuveiði gengið vel og uppistaðan í aflanum fjögurra ára rækja. Fyrir þremur árum var svipað vandamál í Amarfirði og nú er í ísafjarðardjúpi, en þá var uppi- staðan í afla ársgömul rækja. Guð- mundur sagði að menn vonuðu nú að útkoman í ísafjarðardjúpi yrði eitthvað svipuð á næstu ámm þeg- ar smáa rækjan fer að vaxa upp. Strax á næsta ári ætti að verða veruleg breyting, því ársgamla rækjan væri þá búin að þrefalda þyngd sína yfir sumarið. Taldi hann rétt að fara rólega í veiðarnar í Djúpinu á þessari vertíð með von um betri útkomu á þeirri næstu. Bolungarvík — ágætur afli hjá Flosa á Ifnunni Flosi hefur verið með um 11 tonn í róðri að meðaltali, en minni bátarnir eins og Jakob Valgeir og Gísli Kristján með um 7,5 tonn. Dagrún átti að koma inn í gær með um 75 til 80 tonn. Heiðrún átti svo að koma inn fyrir helgina. Engin loðna hefur borist á land í Bolungarvík að undanförnu, enda langt á miðin. Nú eru loðnu- skipin aðallega að veiðum við Austfirði og lítil von til að þau sigii með aflann á fjarlægar hafnir eins og Bolungarvík, um hávetur þegar búast má við slæmum veðmm á leiðinni. Suðureyri — góður mánudagur Línubátar rem ekkert í síðustu viku, en fóru einn róður sl. mánu- dag og fengu ágætis afla. Ingimar var með 5,5 tonn, Kristján 7 tonn, og Bjamveig 3,5 tonn. Héraðsnefnd Vestur-Barð.: Guðmundur Sævar formaður Frá Noregi berast nú þær fréttir, að búið sé að finna aðferð til geymslu á ferskum fiski, er komi hugsanlega til með að valda bylt- ingu á því sviði. Einn aðalmaðurinn á bak við þetta er íslendingur að nafni Jó- hann Ólafsson, sem starfað hefur í Tromsö í Noregi. Hann og félag- ar hans eru nú að afla sér einka- leyfa á nýrri geymsluaðferð á ferskum fiski, sem er svo einföld, ef marka má fréttir, að ýmsir trúa því vart að hún geti staðist. Jóhann og félagar hans fullyrða, að með þessari aðferð sé hægt að halda fiski ferskum í allt að átta vikur. Segjast þeir hafa gert tilraunir með _þettai>g;þá aðallega við geymstu á laxi, og hafi þær skilað mjög góð- um árangri. Þarna mun vera um það að ræða, að fiskurinn er settur í ein- hvers konar lofttæmdar umbúðir, sem síðan eru hitaðar við vægt hitastig. Hitunin drepur gerla og veldur því að rotnun á sér ekki stað nema á löngum tíma. Ekki mun þessi aðferð vera að öllu leyti óþekkt, því að með svipuðum að- ferðum hefur hálfsoðnum eða steiktum matvælum verið pakkað í neytendaumbúðir um langt ára- bil. Eftir því sem blaðið kemst næst, þá telja Jóhann og félagar að þeirra aðferð sé samt nokkuð önnur en tíðkast hefur, og felist það m.a. í aðferðinni við hitunina. Spurningin hlýtur því að vera sú, hvort þarna sé hugsanlega búið að finna aðferð til geymslu á ferskum fiski, sem valdið geti straumhvörf- um fyrir allan fiskiðnað og útflutn- ing, hér á landi sem annars staðar. Um þetta eru ekki allir sammála og halda sumir því fram að með þessari geymsluaðferð sé fiskurinn soðinn að einhverju marki, og því sé naumast um ferskan fisk að ræða. Telja þeir hinir sömu að um mjög takmarkaðan markað sé að ræða fyrir slíka vöru, þó að enn eigi eftir að reyna á það. Nýstofnuð héraðsnefnd Vestur- Barðstrendinga kom saman til fundar á Patreksfirði á þriðjudag- inn. Þar var Guðmundur S. Guð- jónsson á Bíldudal kosinn formað- ur og Jón Bjarnason á Tálknafirði varaformaður. Héraðsnefndin er skipuð tíu mönnum; tveir eru frá Bíldudal, tveir frá Tálknafirði, fjórir frá Patreksfirði, einn úr Barðastrandarhreppi og einn úr Rauðasandshreppi. í héraðsráð (skipað þremur úr hópi héraðs- nefndarmanna) hlutu kosningu Guðmundur Sævar og Patreksfirð- ingarnir Stefán Skarphéðinsson og Sigurður Viggósson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.