Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1989, Side 8

Vestfirska fréttablaðið - 19.01.1989, Side 8
ERNIR P Bílaleiga Vestfirska hefur heyrt... ... a ð ónefndur starfsmaður ís- húsfélags ísfirðinga hafi stolið senunni á opnum fundi A-for- mannanna í Alþýðuhúsinu á Isafirði um daginn. Vegna þessa mun verið að endur- skoða framhald fundanna. Það er skoðun margra að mikilvægt sé að fá mann þennan til að slást í för með þeim Jóni og Ólafi „á rauðu ljósi“ um landið, til þess að tryggja fullan damp á fundunum. Kannski hann verði hluti af settinu eins og sérsmíðuðu púltin, fiugeldarnir og Ámundi... ... að á síðustu stundu hafi ver- ið hætt við að selja aðgöngu- miða á téðan fund Jóns Bald- vins og Ófafs Ragnars á 200 krónur stykkið, en óska í stað- inn eftir frjálsum framlögum (mælt var með frjálsu framlagi upp á t.d. 200 krónur per mannl). A.m.k. stóð ákvörðunin um að selja inn ennþá óhögguð tveimur tímum fyrir fundinn. Ástæða fyrir þessum sinna- skiptum? illkvittnir menn og skynsamir telja að þetta hafi verið gert til að komast hjá því að greiða söluskatt og skemmt- anaskatt af aðgöngumiðunum. Samskot á trúboðssamkomum eru undanþegin slíkum gjöldum... ... að stórtíðinda sé að vænta á næsturini varðandi málefni Kaupfélags (sfirðinga; að þessa dagana sé unnið að því hörðum höndum á ýmsum víg- stöðvum að koma styrkari stoð- um undir reksturinn. Hefur heyrst aö Sambandið taki mik- inn þátt (þeirri endurskipulagn- ingu... Bílvelta á Botnsheiði Róbert Schmidt, Suðureyri. Bílvelta varð í síðustu viku á Botnsheiði. Fólksbifreið fór eina veltu og lenti aftur á hjólunum. Lítilsháttar hálka var á veginum. Ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla. Bíllinn skemmdist lítil- lega á þaki, en reyndist ökufær þrátt fyrir óhappið. Bifreiðaskoðun íslands h.f.: Áfram skoðað á Vestfjörðum! í síðustu viku var greint frá því hér í blaðinu, að erfiðlega hefði gengið að fá upplýsingar um þau mál sem áður heyrðu undir Bif- reiðaeftirlit ríkisins. Við gáfumst þó ekki upp og náðum tali af Vil- hjálmi Bjarnasyni hjá Bifreiða- skoðun íslands nú eftir helgina. Vilhjálmur sagði að nýja fyrir- tækið kæmi til með að verða með aðstöðu á Isafirði, þar sem yrði miðstöð þjónustu fyrir Vestfirði. Mun Bifreiðaskoðun íslands h.f. verða með aðstöðu inni í Firði þar sem Bifreiðaeftirlitið var áður, a.m.k. fyrst um sinn. Nú er hins- vegar verið að leita að hentugra húsnæði þar sem hægt yrði að skoða allar bifreiðar innandyra. Ekki kvaðst Vilhjálmur þó vera með opnunardaginn á hreinu, en á mánudagsmorgun hefði verið gcngið frá ráðningu starfsmanns á Isafirði, og mun Jóhann Magnús- son bifvélavirki á ísafirði sinna bifreiðaskoðun á Vestfjörðum framvegis. Á stöðum utan ísa- fjarðar mun Jóhann sinna bifreiða- skoðun í nýju færanlegu skoðunar- stöðinni, eftir því sem henni verð- ur við komið. Varðandi fyrirkomulag bifreiða- eftirlitsins sagði Vilhjálmur: „Ef einhver breyting verður á bifreiða- skoðuninni á Iandsbyggðinni í framtíðinni, þá verður hún til mikilla bóta, en ég játa það fúslega að við höfum farið svolítið van- búnir af stað.“ Um það hvers vegna svo erfið- lega gekk að ná sambandi við þá hjá Bifreiðaskoðun íslands h.f. sagði Vilhjálmur: „Það voru fleiri sem náðu illa sambandi og við þurftum að svara miklu af fyrir- spurnum um hin aðskiljanlegustu efni. Við vorum þrír ráðnir til fyrirtækisins um miðjan nóvember og forstjórinn heldur fyrr. Hann var hinsvegar ekki laus úr sínu fyrra starfi fyrr en um áramót. Ef vel hefði átt að vera, þá hefði þetta þurft meiri undirbúning, en ég held samt sem áður að það hafi enginn farið illa út úr þessum van- búnaði okkar. Það var þó eitt sem menn gerðu sér ekki grein fyrir að væri eins mikið um og raun ber vitni, en það eru innlagnir á núm- erum vegna tryggingarmála. Það hafa orðið óþægindi af þessu hjá mönnum sem áttu númer inniliggj- andi og fengu þau ekki afgreidd, t.d. á stöðum eins og ísafirði og nágrenni, en ég neita því nú algjör- lega að menn hafi orðið fyrir skaða af þessu. Þetta verður í eitthvað svipuðu formi áfram eins og áður var, og næstu þrjá mánuði verður hægt að fá númerin aftur. Varðandi starf Bifreiðaskoðunar íslands h.f. úti um land, þá er ætl- unin að uppbyggingin á lands- byggðinni verði nokkuð jafnfætis því sem verður í Reykjavík. Þetta er óskapleg fjárfesting sem við erum nú að ráðast í, vegna þess að Bifreiðaeftirlit ríkisins var alla tíð í fjársvelti og við byrjum hér nán- ast með lágmarksverkfæri. Við verðum með 14 stöðvar á landinu öllu, auk nýja skoðunar- bílsins sem fara mun á minni stað- ina. Bíllinn á að komast tvisvar um landið á hverju ári, þannig að eng- inn á að verða svikinn af því. í bílnum eru lyftur og búnaður til að skoða hjólabúnað, prófa bremsur og annað. Samskonar búnað er gert ráð fyrir að setja upp í föstu skoðunarstöðvunum. “ - En hvað með ökuprófin? „Prófin verða alfarið í höndum dómsmálaráðuneytisins. Varðandi framtíð þeirra er nú starfandi sér- stök prófanefnd. Mun henni ætlað m.a. að gera tillögur um það hvernig skipuleggja eigi próf fyrir ökumenn, þ.e. almenn próf, rútu- próf og fleira, eftir 1. janúar 1990. Á þessu ári munu sérstakir próf- dómarar, sem áður voru starfs- menn Bifreiðaeftirlits ríkisins, gegna þessum störfum. Annars verð ég bara að vísa á dómsmála- ráðuneytið varðandi þetta, en Guðni Karlsson mun vera að vinna þar í þessum málum.“ Hugmynd „á rauðu ljósi“ Á að stofna Vestfjarðabanka ? —spurning sem Sólberg Jónsson spari- sjóðsstjóri í Bolungarvíkvarpaði fram á fundi Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars í Alþýðuhúsinu á ísafirði Hvort af sameiningu Alþýðu- eftir fundaherferðina „á rauðu flokks og Alþýðubandalags verður ljósi“ skal ósagt látið, en á fundi formanna flokkanna á ísafirði sl. föstudag kom fram hugmynd um sameiningu af öðru tagi. Ekki hef- ur farið mikið fyrir þeirri hugmynd í fréttum af fundinum, en hún er þó allrar athygli verð. Það var sparisjóðsstjóri þeirra Bolvíkinga, Sólberg Jónsson, sem lagði þessa hugmynd fyrir þá Jón Baldvin og Ólaf Ragnar, þegar rætt var um sparnað og hagræð- ingu í bankakerfinu. Benti hann á, að vel væri hægt að hugsa sér að steypa útibúum ríkisbankanna saman í einn landshlutabanka, og síðan gætu sparisjóðimir komið á eftir. Þarna er á ferðinni hugmynd sem gæti skipt Vestfirðinga tölu- verðu máli. Með sterkum banka þeirra sjálfra ætti að vera hægt að hefta hið taumlausa peninga- streymi til aðalbankanna í Reykja- vík. Til að forvitnast nánar um þetta, þá slógum við á þráðinn til Sól- bergs sparisjóðsstjóra, og spurð- um hann hvort þetta hefði verið rætt meðal bankamanna á Vest- fjörðum. Hann sagði, að oft hefði verið talað um sameiningu banka og sparisjóða, og oft hefði þetta borið á góma í máii stjómmála- manna, en lengra næði það varla. T.d. hefði komið upp sú hugmynd að skipta núverandi kerfi peninga- stofnana upp í landshlutabanka, en svo aldrei orðið neitt meira úr. Nú er enn einu sinni verið að tala um Útvegsbankann og hvað eigi að gera við hann. Þetta er rætt, en ekkert gert, sagði Sólberg. Stjóm- málamenn kenna bönkunum sí- fellt um óf arirnar í efnahagsmálum landsmanna, sagði hann, en samt gerist ekkert. Hann sagðist telja, að úitibúin á ísafirði og sparisjóð- irnir á Vestfjörðum væm almennt vel reknar stofnanir, og þar sem hann þekkti til væri eiginfjárstaðan mjög góð. Vestfjarðabanki, ef stofnaður yrði, gæti orðið mjög sterkur, og með tilkomu hans myndi peninga- streymi minnka til Reykjavíkur. Ef útibú ríkisbankanna yrðu með í þessu, þá telur Sólberg að þau ættu væntanlega að eiga eitthvað meira í handraðanum en það sem er á stöðunum í dag. Bæði Lands- bankinn og íslandsbanki, forveri Útvegsbankans, stofnuðu útibú á ísafirði rétt eftir aldamótin, og síð- an em þau búin að leggja til vem- lega fjármuni í uppbyggingu aðal- bankanna í Reykjavík. Þar eiga því útibúin stóran hlut sem eðlilegt væri að kæmi inn í nýjan Vest- fjarðabanka ef stofnaður yrði. Ekki var á Sólberg að heyra að hann væri bjartsýnn á að þetta yrði nokkurn tíma gert; þarna væri meira talað en minna framkvæmt. Og þarna væri hrepparígurinn gamalkunni einnig með í spili. LÓÐBOLTAR, LÓÐBYSSUR ★ 25 w - 40 w - 75 w ★ Fyrir tré, leður og sitthvað fieira ★ Ýmsir fylgihlutir POLLINN VERSLUN RAFÞJÓNUSTA SÍMI3092 © PÓLLINN HF. — STEINIÐJAN HF. BYGGINGAVÖRUVERSLUN EErum teknir vlð aif Kaupfélagi ísfirðinga — Kannið þjónustuna --- /Vufcfð vöruúrvaf

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.