Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Page 2

Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Page 2
Leifur Benediktsson 2 vestlirska ~ FHGTTABLADID Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum. Ritstjórn og auglýs- ingar: Aöalstræti 35, ísafirði, s. 4011, 4423 og 3223. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, hs. 4446. Blaðamenn: Höröur Kristjánsson og Helga Guörún Eiríksdóttir. Auglýsingar: Helga Guörún Eiríksdóttir, hs. 4641. Dreifing: Rögnvaldur Bjarnason, hs. 4554. Útlitsteikning og Ijósmyndun: Höröur Kristjánsson. Útgefandi: Grafíktækni h.f., (safiröi. Frkvstj. Hlynur Þór Magnússon. Prentvinnsla: Grafíktækni hf., Aöalstræti 35, ísafirði. Brestir í krosstrjám Fyrst var það forseti Hæstaréttar, nú er það utanríkisráð- herra. Það er annars athyglisvert, að því efnaðri og áhrifameiri sem menn eru, þeim mun meira fá þeir af gjöfum og fríð- indum. Háttsettir embættismenn með þrjú hundruð þúsund á mánuði eru líklegri til þess að fá stórgjafir en afgreiðslufólk með fimmtíu þúsund. Forstjórar fá bílastyrk til að komast í vinnuna. Aðalforstjórar fá frían lúxusjeppa til að komast í vinnuna. Verkakallar þurfa að borga af launum sínum til að komast í vinnuna. Það telst meiri þjóðfélagsleg nauðsyn að ráðherrar fái ódýrt brennivín en rónar. Kannski þeir noti líka meira af því en rónarnir. Krosstré bregðast eins og aðrir raftar. Sú var tíðin að siðapostuli sat í ritstjórastól á Helgarpóstinum og bar ábyrgð á gegndarlausu níði og ofsóknum á hendur forsvarsmanna Hafskips og Útvegsbankans. Svo kom í ljós að maður þessi hafði þegið ákveðna fyrirgreiðslu hjá þessu sama skipafé- lagi. Postulinn missti ritstjórastarfið á Helgarpóstinum, þar eð siðferðisþrek hans þótti ekki samrýmast heilagleika blaðsins. Hann fékk hins vegar annan stól fljótlega á öðru blaði. Aðrar kröfur virðast gerðar um siðferði á Alþýðublað- inu en Helgarpóstinum sáluga. Kannski vegna þess að það kemur ekki fyrir augu almennings. Man annars nokkur lengur af hverju Helgarpósturinn dó? Utanríkisráðherra segir í skýringabréfi sínu til Ríkisend- urskoðunar vegna hins nýja áfengiskaupamáls, að ritstjóri Alþýðublaðsins (sem áfengið var keypt til heiðurs) sé bind- indismaður á vín og tóbak. Ekki verður séð hvað það kemur málinu við, nema e.t.v. til þess að skýra að ekki voru keyptar nema rúmlega hundrað flöskur. Ætla má að ráðherra hefði orðið öllu stórtækari í áfengiskaupunum ef ritstjórinn hefði fengið sér í glas eins og aðrir. Vestfirska fréttablaðið leggur til að íslenskir rónar fái að kaupa ódýrt áfengi til jafns við ráðherra. Það væri sannar- lega lofsvert framtak í anda jafnaðarstefnunnar. Hlynur Þór Magnússon. AÐALFUNDUR Aðalfundur Sjálfstæðisfélags launþega á Isafirði verður haldinn að Hafnar- stræti 12, 2. hæð, föstudaginn 29. sept. 1989 kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. 3. Önnur mál. Stjórnin Kristniboðssamkomur í Hólskirkju Bolungarvík mið- vikudaginn 4. október, í Hlíf ísafirði fimmtudaginn 5. október, í Flateyrar- kirkju mánudaginn 9. október, hefjast kl. 20.30. Friðrik Hilmarsson og Benedikt Arn- kelsson tala, og sýna myndir frá ís- lenska kristniboðinu í Afríku. Allir velkomnir. Kristniboðssambandið. vestfirska TTADLADID Um útboðsreglur — í tilefni af útboðsmálum í Bolungarvík „Með þessu hefur bæjarstjórn Bolungarvík- ur ekki einungis eyðilagt fyrir sér öflugt fyrir- tæki, heldur hefur hún einnig fækkað verk- tökum á markaðinum og þar með minnkað samkeppni, til tjóns fyrir sig og aðra sem bjóða þurfa út verk... “ / Alllangt er síðan farið var hér á landi að leita tilboða í verk með einum eða öðrum hætti. Það er hins vegar ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem útboð á bygg- ingum húsa eru að mestu komin í núverandi horf. Meginreglur um útboð er að finna í íslenskum staðli nr. 30 og kom fyrsta útgáfa hans út 1969. Staðall þessi hefur síðan verið endurskoðaður tvívegis, síð- ast haustið 1988. Staðall er hvorki ígildi laga né reglugerða, heldur er hér um að ræða reglur sem full- trúar þeirra sem starfa á þessum markaði hafa komið sér saman um að vinna eftir. Tilgangurinn er bæði að flýta fyrir viðskiptum með því að allir fylgi sömu aðferðum, og ekki síður að jafna rétt beggja aðila útboðs, verkkaupa og verk- taka. Þykir þó mörgum verktökum að þrátt fyrir það sé hlutur þeirra lakari, því verkkauparnir hafi ráð- ið mun meiru um þær reglur sem farið sé eftir. Brot á útboðsreglum Þar sem engin sérstök lög eða reglugerðir gilda um útboð, er ekki unnt að dæma menn til neinna venjulegra refsinga þó þeir fari ekki eftir ákvæðum staðals eða brjóti á annan hátt í bága við þær viðskiptavenjur sem skapast hafa, og koma slík brot nokkuð oft fyrir. Stundum stafa þau einfaldlega af kunnáttuleysi þess sem undirbýr útboðið eða stendur að því. Margir virðast halda að útboð felist í litlu öðru en að auglýsa í blaði eftir verktaka til að vinna ákveðin verk, og síðan geti sá sem auglýsti um- gengist tilboð verktakans að vild sinni. Ef staðli er fylgt, er í honum að finna nákvæmar reglur um hvernig fara skuli með tilboð og eftir hvaða reglum skuli farið þegar verktaki er valinn. Aðrir verkkaupar eru aftur á móti ekki nægilega sterkir á svellinu sið- ferðislega til að fylgja þessum reglum þegar þeim finnst útkoman ætla að verða önnur en þeir höfðu óskað í upphafi. Þessir síðast- nefndu hafa þá gjarnan verið búnir að ákveða verktakann fyrirfram, en efna til útboðs annaðhvort af sýndarmennsku eða til að pressa verðið niður hjá óskaverktak- anum. Þess eru jafnvel dæmi að slíkir verkkaupar hafi samið við hinn útvalda verktaka um að vinna verk samkvæmt tilboði annars verktaka. Nú kann einhver að spyrja: Er þetta ekki allt í lagi, þessir verktakar græða nóg samt og við fengum verkið á hagstæðu verði? Svo kann að virðast við fyrstu sýn, en er ekki ef betur er að gáð. Form útboða Algengasta útboðsformið er svokallað opið útboð. Þá mega allir leggja fram tilboð í verkið, hvort sem þeir hafa nokkra kunn- áttu eða fjárhagslega getu til að leysa það af hendi eða ekki. í stað- inn tryggir staðallinn verkkaup- anum rétt til að velja hvern bjóð- endanna sem honum sýnist, en auðvitað velur hann oftast þann sem lægst býður af þeim bjóð- endum sem hann metur hæfa. Annað þykir vera brot á eðlilegum viðskiptaháttum. Verkkaupar sem ekki vilja fylgja þessari reglu, heldur velja verktaka eftir ein- hverjum öðrum sjónarmiðum, vilja ógjarnan viðurkenna að svo sé. Alvöru verktakar sem þannig eru sniðgengnir, verða þá gjarnan fyrir því að vera álitnir vera með ótraustan fjárhag og verða þannig oft fyrir alvarlegum álitshnekki. Kostnaður við gerð tilboða Önnur ástæða er sú, að það kost- ar verktaka mikið fé að reikna tilboð, mismikið eftir eðli verksins, en tölur milli 40 og 100 þúsund krónur eru algengur kostnaður við heildartilboð í bygg- ingu húss. í flest verk bjóða margir verktakar, oft 4-8, þannig að verktakar verða að leggja í tölu- verðan kostnað við gerð margra árangurslausra tilboða. Þó leggja menn í þennan kostnað þegar þeir treysta því að farið sé að réttum reglum. Öðru máli gegnir þegar verkkaupinn fer að hafa rangt við. Fæstir vilja spila við þá sem svindla í spilum og sama gildir um verk- taka. Þeir bjóða ógjarnan í verk hjá slíkum aðilum. Eru þess dæmi að verkkaupi hafi svindlað svo oft í spilinu, að hann stóð að lokum uppi með sinn „óskaverktaka" einan, og varð að ganga að hans kröfum ef fá átti verk unnið. Útboðsmál í Bolungarvík Einn þeirra staða þar sem menn hafa ekki fylgt útboðsreglum ná- kvæmlega á undanförnum árum er Bolungarvík. Þó brotin hafi ekki verið eins gróf og lýst var hér að framan, hafa þau þó verið nægileg til þess að nú er stærsti verktaki staðarins og raunar einn stærri verktaka landsins búinn að fá sig fullsaddan, og hefur ákveðið að hætta starfsemi sinni. Það hefur ár- eiðanlega ekki verið ánægjuleg ákvörðun að þurfa að yfirgefa með þessum hætti starfsvettvang sem getur verið bæði spennandi og skemmtilegur þegar allt er með felldu. Það hefur lítinn tilgang að fara að rekja hér í smáatriðum hvernig vikið hefur verið frá réttum útboðsreglum, enda ekki unnt að gera það í stuttu máli. Þó má nefna sem dæmi, að eitt sinn var krafist lækkunar á tilboði sem útbjóðendum þótti of hátt miðað við kostnaðaráætlun, án þess að gefa nokkurn kost á að ræða það mál nánar. Mátti þó auðveldlega sýna fram á að kostnaðaráætlun var of lág í þessu tilviki. Reglur staðals eru einfaldar í slíkum til- vikum, óheimilt er að krefjast breytinga á tilboði, en hins vegar heimilt að hafna öllum tilboðum og bjóða út aftur. Þannig fá allir bjóðendur að endurskoða tilboð sín, og einnig höfundur kostnaðar- áætlunar. Einnig er heimilt að hafna boðum og reyna samninga við verktaka, þó að sú aðferð sé mun lakari. Það sem olli ágreiningi í ár var svipað tilvik þessu, en þó grófara að því leyti að gengið var til samninga við annan verktaka um að vinna hluta verksins eftir verðum lægstbjóðanda, sem þó hafði verið hafnað vegna þess að tilboð hans þótti alltof hátt! Mikilvægi útboða og afleiðingar deilna Með þessu hefur bæjarstjórn Bolungarvíkur ekki einungis eyði- lagt fyrir sér öflugt fyrirtæki, heldur hefur hún einnig fækkað verktökum á markaðinum og þar með minnkað samkeppni, til tjóns fyrir sig og aðra sem bjóða þurfa út verk. Útboð eru mjög mikil- vægur þáttur í nútíma viðskipta- lífi. Sé rétt á málum haldið, tryggja útboð að verkkaupi fær verk sín unnin á lægsta fáanlegu verði, án þess að á neinn hátt sé hægt að saka hann um óeðlileg viðskipti. Allir sem til greina koma að vinna verkið sitja við sama borð þó auð- vitað geti þeir boðið lægst sem hafa best skipulögðu fyrirtækin og áhöld og rekstur í lagi. Það er því ótækt að ábyrgir aðilar skuli haga sér með þessum hætti og rýra þar með traust á útboðum. Gagnkvæmt traust er á þeim vettvangi þau einu lög sem byggt er á. Það er líka slæmt til þess að vita að menn skuli hafa komið málum síns sveitarfé- lags svo illa sem raun ber vitni þeg- ar margar leiðir voru til að koma í veg fyrir ágreining, ef menn hefðu aðeins tamið sér að fylgja siðaregl- unum. Sjálfsagt hafa fleiri verktak- ar gefist upp af svipuðum ástæðum á undanförnum árum, þó ekki hafi borið eins mikið á því og nú, þegar svo virðist sem sá verktaki, sem lengst hefur starfað undir sama firmanafni, sé að hætta. Ég get ekki annað en áfellst bæjarstjórn- armenn í Bol- ungarvík fyrir að svo er komið, þeir hafa ekki hagað sér skynsam- lega. Leifur Benediktsson. Höfundur er verkfræðingur hjá framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins. Suðureyrarkirkja Guðsþjónusta sunnudag 1. okt. kl 14. ísafjarðarkapella Guðsþjónusta sunnudag 1. okt. kl 11. Sr. Karl V. Matthíasson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.