Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Qupperneq 3
vBstlirska
Óánægdur með
þjónustu leigubíla
— Lögreglan telur fólksflutninga eftir böll
ekki í sfnum verkahring
Á föstudag í síðustu viku hafði
Hlíðar Kristjánsson flutningabíl-
stjóri úr Bolungarvík samband við
okkur á Vestfirska og sagði farir
sínar ekki sléttar. Hafði hann
ásamt eiginkonu og nokkrum
kunningjum farið á öldurhús á Isa-
firði á fimmtudagskvöldið, fengið
sér í glas eins og gengur og skemmt
sér hið besta. Þegar samkomunni
lauk ætlaði svo mannskapurinn að
hverfa til síns heima. Var gripið til
þess sjálfsagða ráðs að hringja á
lcigubíl, en á ísafirði er einmitt
starfrækt slík þjónusta.
Skcmmst cr frá því að segja, að
ekki svaraði síminn á leigubíla-
stöðinni og ckki var þar heldur
neinn símsvari mcð upplýsingar
um hvcrt menn skyldu snúa sér.
Því fóru mcnn að blaða í símaskrá
og hringdu heim til þcirra scm
vitað var aö stunduðu akstur leigu-
bíla (undir Fólksbílastöðinni hf \
símaskránni eru talin upp ellefu
nöfn ásamt hcimasímum). Töldu
menn sig hafa hringt í flcsta lcigu-
bílstjóra sem þeir vissu til að störf-
uðu við þctta á ísafirði, cn þá ýmist
svaraði ckki, cða mcnn voru ckki
tilbúnir að sinna þcssu.
Leigubíll í Bolungarvík sem
sagður var upptckinn þegar hringt
var, kom ekki heldur þrátt fyrir
loforð um að koma eftir hálftíma.
Til skammar fyrir
leigubflstjóra
Þetta ástand taldi Hlfðar til
skammar fyrir stétt leigubílstjóra
á svæðinu og þetta tilvik því miður
ekkert einsdæmi. Væri brýn nauð-
syn orðin á að bæta þessa þjón-
ustu, því þetta væri með öllu óvið-
unandi í svo stóru bæjarfélagi, þar
sem skemmtistaðir eru opnir mörg
kvöld í viku.
Þá var farið á lögreglustöðina og
leitað ásjár löggæslumanna og þeir
spurðir hvort þeir vildu aka fólkinu
til Bolungarvíkur. Þar var svarið
neitandi og að sögn Hlíðars töldu
menn þar á bæ að slíkir flutningar
væru ekki í verkahring lögregl-
unnar, auk þess sem Bolungarvík
væri utan þeirra umdæmis. Ekki
sagðist Hlíðar hafa verið hress
með þessi svör og voru lögreglu-
menn því spurðir hvort atvik sem
þessi hvettu menn ekki til að aka
fullir. Sagði Hlíðar að þeir hefðu
svarað því játandi. Reyndar tók
Hlíðar það fram að hann hafi þver-
tekið fyrir að nokkur úr hópnum
settist undir stýri, jafnvel þó að
viðkomandi hafi ekki vcrið búinn
að drekka nema einn til tvo bjóra.
Lögreglan getur ekki
sinnt leigubílaþjónustu
á álagstímum
í samtali við blm. sagði Oddur
Árnason varðstjóri sem var á vakt
þetta kvöld, að Hlíðar hefði komið
ásamt fleirum um klukkan hálftvö
um nóttina og sagst vera búinn að
reyna að hringja í flesta leigubíl-
stjórana án árangurs. Þá hefðu
þeir á lögreglustöðinni hringt í þá
bílstjóra sem Hlíðar var ekki
búinn að ná í, en þeir svöruðu
ekki. Þá hafi Hlíðar beðið um að
lögreglan æki þeim til Bolungar-
víkur, en ekki var orðið við því,
þar sem það væri ekki hlutverk lög-
reglunnar að sinna slíkum verkefn-
um, allra síst á þessum tíma.
En er mikið um að fólk leiti til
lögreglu vegna þess að ekki næst í
leigubíl?
Að sögn Jónmundar Kjartans-
sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á
ísafirði, þá var mikið um þetta á
sínum tíma og þá loguðu allar
símalínur á lögreglustöðinni eftir
böll. Voru lögreglumenn hættir að
geta annað sínum skyldustörfum
vegna þessa, og var leigubíl-
stjórum þá tilkynnt að lögreglan
hætti alfarið að sinna þessu. Eftir
það minnkaði þessi ánauð mikið,
enda gerði fólk sér grein fyrir því
að lögrcglan ræki ekki leigubíla-
þjónustu. Sagði Jónmundur að
þeir hefðu alfarið lokað fyrir þetta,
ncma ef fólk vestan af fjörðum eða
úr nágrannasveitarfélögum væri í
vandræðum, þá reyndu þeir auð-
vitað að hjálpa til eftir bestu getu
frekar en að láta það vera vega-
laust á ísafirði. Sagði hann að þeir
væru ekki tilbúnir að sinna fólki
sem kæmi í hópum inn á lögreglu-
stöð til að biðja þá um að skutla
sér inn í fjörð eða á aðra staði í
bænum. „Staðreyndin er sú að
óhætt er að fullyrða að þetta hefur
ekki verið í nógu góðu lagi hjá
leigubílstjórum", sagði Jónmundur.
Það vantar bakvakt
á leigubflastöðina
„Það sem við kvörtum helst yfir,
er að þegar leigubílstjórar yfirgefa
stöðina, þá er ekki í sambandi
símsvari sem bendir á menn á
bakvakt. Vissulega eru þessir
menn mjög misjafnir, en þarna eru
menn innan um sem eru mjög
liprir. Við sinnum því hins vegar
ekki að hringja í leigubíla eða aka
fólki á álagstímum hjá okkur, en
ef við sjáum að fólk er í miklum
vandræðum þá höfum við reynt að
liðsinna því og ntunum gera það
áfram ef svo ber undir“, sagði Jón-
mundur Kjartansson aðstoðar-
yfirlögregluþjónn á Isafirði.
Bakvaktir af hinu góða
Að sögn formanns Fólksbíla-
stöðvarinnar hf. á ísafirði, þá
hefur verið reynt að hafa slíkar
bakvaktir, en það hefur strandað
á því að menn hafa ckki verið sam-
mála um hvernig ætti að leysa
þetta. Taldi Itann slíkar bakvaktir
af hinu góða, en óneitanlega hefðu
menn misnotað þær á sínum tíma,
m.a. með því að kalla leigubíla út
í plattúra. Hann taldi þó nauðsyn-
legt að athuga hvort ekki mætti
taka þetta upp aftur.
Föndurloftið auglýsir:
Opna verslun og aðstöðu til námskeiða að
Mjallargötu 5 (áður Vinnuver), efri hæð,
föstudaginn 6. okt. kl. 13.
Kvöld- og dagnámskeið í skartgripagerð úr fímóleir
og tau- og glermálun.
Innritun í síma 3659 og 3539.
Nánari upplýsingar í sömu símum og á staðnum.
Föndurloftið - Málfríður Halldórsdóttir.
FRA STRÆTO
Ferðinni kl. 11 á fimmtudögum
í Hnífsdal verður seinkað frá
torgi vegna skólabarna.
Farið verður frá torginu kl. 11.07.
Geiri
Eigum ávallt til á lager
ýmsar vörur fyrir loftkerfi s.s. slöngur -
fittings - tékka - magn- og hraðastilla -
olíuskammtara - síur, mæla o.m.fl.
Vélvirkinn s/f
Bolungarvík sími 7348
I ' /estíirska “1
. FRÉTTABLAÐIÐ
ENGIN SPURNING!
ATVINNA
Vegna mikillar vinnu
vantar okkur plötusmiði,
vélvirkja og rennismið til starfa.
Upplýsingar í S? 3899 og 4470.
SKIPASMÍÐASTÖÐ MARSELLIUSAR hf.
Símar; Skrifstofa 3575 - Lager 3790
Pósthólf 371 400 (safirði
3
ÓKEYPIS smá- auglýsingar
FRYSTIKISTA EÐA FRYSTISKÁPUR Óska eftir frystikistu eða frystiskáp, má ekki vera mjög dýr. Uppl. ís. 3155 og 3016.
TAPAÐ Tapast hefur skærbleik úlpa af 6 ára stelpu. Einnig lykla- kippa sem auðkennd er með bókstafnum S og þar undir stendur Benedorm. Finnandi hringi í s. 4204.
STÓR GRÁ verkfærataska tapaðist í Engidal í sumar. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Sigurð Hólm í s. 3026. Fundarlaun.
ÓSKA EFTIR notaðri eldavél, vel með far- inni. Uppl. í s. 3720.
TIL SÖLU Volvo 244 árg. 78 nýupptek- inn, 6 mánaða gamalt lakk, ekinn 130 þús. km. Skipti ósk- ast á Volvo árg. ’81 - ’82. Uppl. í s. 94-2613.
ITC - SUNNA Fundur hjá ITC - deildinni Sunnu á Hótel ísafirði mánu- daginn 2. okt. 1989 kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin.
AÐALFUNDUR Myndlistarfélagsins verður haldinn sunnudaginn 1. októ- ber ’89 kl. 5 í bókasafni ísa- fjarðar. Venjuleg aðalfundar- störf. Stjórnin.
SNJÓDEKK Til sölu eru fjögur ný snjódekk, 185x14. Einnig fjögur snjódekk á feigu undir Mazda, 195x14. Gott verð. S. 7346.
TIL SÖLU Pioneer magnari, Pioneér segulband og Pioneer plötu- spilari. Sími 3398.
TIL SÖLU Britax barnabílstóll. Sími 4587.
HJÓLASKAUTAR Hjólaskautar til sölu, kr. 1225,- Sími 4311.
TAPAÐ - FUNDIÐ Svört verkfærataska með sérhæfðum símaverkfærum tapaðist á leiðinni frá sím- stöðinni á ísafirði inn að Hafrafelli. Sími 3999.
TIL SÖLU Mazda 929, árg. 78, þarfnast viðgerðar, selst ódýrt. Uppl. í s. 3162.
BÍLL TIL SÖLU Mazda 929árg. ’82. Bíll í góðu standi. Uppl. í s. 4416.
TIL SÖLU Subaru station GL Turbo, árg. ’85. Ekinn 67 þús km. Góður, vel með farinn bill með öllum aukabúnaði. Skipti möguleg á eldri Subaru station. Uppl. í s. 3720 á kvöldin.