Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Blaðsíða 4
Aðalfundur
Aðalfundur Hótels ísafjarðar h.f.
verður haldinn miðvikudaginn 11.
okt. 1989 kl. 14.00 á Hótel Isafirði:
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillaga stjórnar um aukn-
ingu hlutafjár.
3. Önnur mál.
Stjórnin
ísfirðingar - nágrannar!
Heimsókn frá Reykjavík.
Samkomur verða í sal hjálpræðishersins
um næstu helgi sem hér segir: Föstu-
dags - laugardags - og sunnudagskvöld
kl. 20.30. Garðar Ragnarsson talar.
Allir velkomnir.
Hvítasunnusöfnuðurinn
Bæjarfógetinn á ísafirði
Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu
Héraðslögreglumenn
Héraðslögreglumenn vantar nú þegar til
starfa, tvo á Þingeyri og einn á Flateyri. Um
er að ræða hlutastarf með góðum tekju-
möguleikum. Leitað er að traustum
mönnum, sem unnið geta sjálfstætt. Yfir-
lögregluþjónn veitir nánari upplýsingar.
22. september 1989
Bæjarfógetinn á ísafirði
Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu
Pétur Kr. Hafstein.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
VESTFJÖRÐUM
BRÆÐRATUNGA
400 ÍSAFJÖRÐUR
ATVINNA!
Starfsmaður óskast á kvöld— og helgarvakt-
ir nú þegar. Starfshlutfall 60 — 70%. Mögu-
leikar á 6 eða 8 tíma vinnuvöktum .
Einnig er óskað eftir starfsmanni í 100%
stöðu frá og með 1. nóv. n.k. Vaktavinna.
Störf þessi fela í sér umönnun og meðferð
þroskaheftra einstaklinga.
Upplýsingar hefur forstöðumaður í S" 3290
OKKAR SÍMI ER 688888
Ifá Aá/um/fa/óftsi'S&M'vastZdA/.
ACYC1D Bflaleiga
VE I VIPE Car rental
SUÐURLANDS8RAUT16 (Vsgmúlarrwgin), REYKJAVÍK. SÍMI 91688888.
ÞÚ TEKUR VIÐ BlLNUM Á FLUGVELLINUM ÞEGAR ÞÚ KEMUR OG
SKILUR HANN EFTIR Á SAMA STAÐ ÞEGAR ÞÚ FERÐ.
vestlírska
TTABLADID
Magnús Guðmundsson, Patreksfirði:
Hættum að úthluta
kvóta í selinn
Magnús Guðmundsson.
Nú hefur þjóðinni verið tilkynnt
um áframhaldandi niðurskurð á
fiskveiðum. Er það verjandi, að
ráðherra láti „fiskifræðinga“ sem
dvelja árlangt innan fjögurra
veggja draga sig á asnaeyrunum og
úthluta andstæðingi okkar og
keppinaut 30 þúsund tonnum af
fiski á næsta ári? Við erum ekki að
keppa við sjálfa okkur í fiskveið-
um. Takmörkuð sókn og lokanir
fiskimiða er það besta sem við
getum gert fyrir selinn, en hann
drepur meiri fisk en fullkomnustu
skuttogarar. Selurinn verður ekki
lengi að éta upp 30 þúsund tonnin
á næsta ári. Hér er ég ekki að tala
um líkur, því að það er staðreynd
að í byrjun þessarar aldar varð ör-
deyða á íslandsmiðum og í Bar-
entshafi, og var þá ekki tækninni
um að kenna, heldur komust vís-
indamenn að raun um að offjölgun
á sel í norðurhöfum hafði valdið
því að fiskur gekk ekki á þessar
slóðir.
Er ekki kominn tími til að huga
að öllum þáttum lífríkisins í hafinu
og stjórna veiðum samkvæmt því?
Hættum að úthluta kvóta í
selinn, það er betra að drepa
nokkra seli og efla fiskistofnana.
Falskt núgildandi kvótakerfi í
stjórnun fiskveiða verður að nema
úr gildi strax.
Patreksfirði, 27. sept. 1989.
Magnús Guðmundsson,
Strandgötu 3.
Frá Sunnukórnum á ísafirði:
Beáta Joó æfir söngfólkið líka
fyrir tónleika með Sinfóníunni
Til Vestfirska fréttablaðsins, ísa-
firði.
Fyrir hönd Sunnukórsins vil ég
þakka skrif Vestfirska fréttablaðs-
ins um hljómleika þá sem kórinn
tók þátt í hér fyrir vestan á dögu-
num ásamt Sinfóníuhljómsveit
íslands. Það er því miður allt of
sjaldan sem bæjarblöðin skrifa um
þá hljómleika er kórar á staðnum
halda; vonandi er þetta vitnisburð-
ur um að breyting sé að verða á
því.
Þó viljum við láta koma fram,
að það var stjórnandi Sunnukórs-
ins, frk. Beáta Joó, er hafði allan
veg og vanda af því er kórarnir
sungu með Sinfóníunni. Það vill
gleymast, þegar Sinfóníuhljóm-
sveitin kemur í heimsókn, að Be-
áta hefur jafnan æft kórinn áður
en stjórnandi hljómsveitarinnar
kemur inn í dæmið, en hann hefur
yfirleitt eina til tvær æfingar. Þetta
viljum við endilega láta koma
fram.
Þá vill Sunnukórinn þakka
félögum úr kirkjukór Bolungar-
víkur og félögum úr Karlakór ís-
afjarðar, en því miður kom þátt-
taka þeirra ekki fram í auglýsing-
um. Og meira að segja gerðu tveir
félagar sér lítið fyrir og komu alla
leið frá Flateyri. Hafi þeir þökk
fyrir.
Bestu þakkir fyrir góða og
skcmmtilega samvinnu. Vonandi
verður áframhald á henni.
Reynir Ingason, formaður.
DANS!
Innritun stendur yfir núna
og yfir alla helgina og fram
á mánudagskvöld
Hjónatímar! Látið það loksins
eftirykkuraðskellaykkur í dans
Tímar fyrir einstaklinga
Tímar fyrir hópa
(þið getið tekið ykkur saman
og fengið lokaðan tíma)
Tímar fyrir unglinga
Barnatímar
Gamlir dansar — jassskóli —
Salsa — nýir dansar
Dirty Dancing fyrir þá sem þora
Hringið í síma 4433
Ræktin
Sólgötu 9, ísafírði