Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Page 5

Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Page 5
vestíirska Malla af stað með föndurskóla og búð: Föndurloftið skal það heita Málfríður Halldórsdóttir (Malla) cr að byrja með föndur- skóla og föndurverslun á ísafirði. Þessi starfsemi verður á efri hæð- inni í Vinnuvershúsinu við Mjall- argötu 5 (gengið inn á bakvið), húsinu þar sem Þorvaldur læknir bjó í gamla daga. Og eins og bein- ast liggur við, þá á staðurinn að heita Föndurloftið. Eins og menn vita, þá var Malla forstöðumaður Félagsstarfs aldr- aðra á ísafirði, en hefur nú látið af því starfi. Undanfarið hafa Arnór Stígsson maður hennar, sonur þeirra og tcngdasonur og systir Möllu verið önnum kafin við að standsetja húsnæðið á loftinu í Mjallargötunni, en það var heldur illa á sig komið. Einþáttungar hjaLL Aldarfjórðungs- afmæli í vor Vetrarstarf Litla leikklúbbsins (LL) á ísafirði er nú að hefjast. Haustverkefni klúbbsins eru ein- þáttungar cftir Tom Stoppard og Michael Green, og stefnt er að frumsýningu á Bandalagsdaginn 11. nóvember. Árshátíð LL verður haldin 21. október í Sjallanum. Á næsta ári verður LL 25 ára og verður mikið um dýrðir kringum afmælisdaginn 24. aprfl. Meira um það síðar. Stjórn LL hvetur alla þá sem áhuga hafa á því að taka þátt í starfi klúbbsins í haust og/eða í vor, að hafa samband við stjórnar- menn, þ.e. Báru í s. 4361, Guðjón í s. 4737, Rúnar í s. 4535, Vigdísi í s. 3030, eða Þórdísi í s. 3193. Einnig eru allir velkomnir á al- mennan félagsfund sem haldinn verður nú á laugardaginn (30. sept- ember) kl. 20:30 í Gagnfræðaskól- anum. Sjáumst! Bilirí í Víkinni Skjaldan er ein báran stök, sagði amma mín stundum. Pað sannast núna á veiðiskipum Bolvíkinga. Dagrún var að leggja af stað í gærmorgun í sinn fyrsta túr eftir slipp, þegar einhver aðskotahlutur lenti í skrúfunni og braut hana. Skipið bíður nú eftir því að komast aftur í slipp. Sólrún er með úr- brædda Ijósavél. Júpífer var á Ieið- inni heim í gær með bilað spil. Malla ætlar að vera með nám- skeið í föndri og handavinnu af ýmsu tagi, fyrir unga jafnt sem aldna, og reka þarna jafnframt litla verslun með sitthvað sem til þeirra hluta heyrir. Það vill svo skemmtilega til, að einmitt þarna á loftinu byrjaði Málfríður árið 1960 að vinna við föndur fyrir Sjálfsbjörgu, og ekki nóg með það, fyrir nær tíu árum byrjaði hún á þessum sama stað í samráði við bæjaryfirvöld á félags- starfi aldraðra í þeirri mynd sem það er í dag. Föndurloftið verður opnað formlega föstudaginn 6. október, en innritun á námskeiðin byrjar fyrr í síma 3659 eða 3539. Málfríður Halldórsdóttir ásamt smiðunum sínum. Frá vinstri: Jó- hann Sigfússon, Stígur Arnórsson, Arnór Stígsson og Málfriður. JON FR. EINARSSON BYGGINGARVÖRUVERSLUN S 7353 - -'lU£)ErLD, Hvergi á Vestfjörðum er annað eins úrval af byggingarvörum og verkfærum ALLT Á SAMA STAÐ Báta- og bílavörur Fjölbreytt úrval af ýmiskonar vörum í bílinn og/eða bátinn VINNUFATNAÐUR Fjölbreytt úrval af vinnufatnaði frá Max h/f Auk þess ýmisskonar öryggisbúnaður t.d. öryggisskór - hjálmar - gleraugu Heimilistæki: bjóðum þekkt merki eins og: Husquarna - Electrolux - og Rowenta Hljómtæki: Sjónvörp - myndbönd - o.fl. frá Sanyo og Mitsubishi •• HUSGOGN ! Á tveimur hæðum bjóðum við mikið úrval af húsgögnum í allar vistarverur hússins Minnum á laugardagsopnunina kl. 13 -16 næstkomandi laugardag og laugar- daginn 7. október. En frá og með 14. október hættum við að hafa opið á laugardögum að sinni. FERÐ í byggingarvöruverslun J.F.E í Bolungarvík sparar tíma og fyrirhöfn

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.