Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Síða 8

Vestfirska fréttablaðið - 28.09.1989, Síða 8
BOKAVERSLUN JÓNASAR TÓMASSONAR SÍMI 3123 - ÍSAFIRÐI Orðabækur: Ensk/þýsk eða frönsk-íslensk kr. 2.850,- Vasaorðabækur Ensk-frönsk eða spænsk kr. 1.595,- Stafsetningarorðabækur Ný réttritunarorðabók kr. 960, Vestfirska fréttablaðið er best — ískalt Aðlögunar- hæfileikar hjá Vinnuveitenda- sambandinu Ásgeir Hannes Eiríksson al- þingismaður hringdi til okkar á Vestfirska í gær og bað um að fá blaðið sent. Hann sagði þá litla sögu varðandi Einar Odd Krist- jánsson, sem við megum til með að taka hér upp: Ásgeir Hannes kvaðst fyrir stuttu hafa hitt Þórarin V. Þór- arinsson og spurt hvort það væru ekki mikil og erfið viðbrigði hjá þeim hjá Vinnuveitendasamband- inu að vera allt í einu komnir með normal mann í stöðu formanns. „Nei“, svaraði Þórarinn V., „við höfunt svo mikla aðlögunarhæfi- leika“. „Sínum fagnar kvóta“ M.Ó. hringdi til okkar eitt kvöldið, og sagði að eftirfarandi vísa hefði orðið til þegar hann sá mynd af Sigurði Sveinssyni kunn- ingja sínum á forsíðu Vestfirska fyrir hálfum mánuði: Sigurð lífið leikur við, lítur allt til bóta. Safnar auði og sálarfrið, sínum fagnar kvóta. „ ísfirðinga sjáum senn sinna okkar þörfum“ Um það leyti sem blaðið var að fara í prentun í dag fengum við þessar vísur frá ónefndum hagyrð- ingi í Bolungarvík, þar sem hann fjallar um væntanlegan lögreglu- missi þeirra Víkara (sbr. frétt hér á síðunni): Leysa skal hér löggumenn líklega frá störfum. ísfirðinga sjáum senn sinna okkar þörfum. Vitið þið það, Víkarar, að völdin eru að missa. Er þett' ekki allsherjar ógn, og mesta skyssa? Nýi skólastjórinn erhagvanur í Reykjanesi Þorkell Ingimarsson tekur við af Skarphéðni Frystiskipið Þór Pétursson ÞH sem smíðað var hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar h.f. á ísafirði. Skipasmíðastöð Marsellíusar hf.: Mikil verkefni og bjart framundan Skarphéðinn Olafsson, sem ver- ið hefur skólastjóri í Reykjanesi við Isafjarðardjúp um allmörg ár, er farinn í ársleyfi, eins og fram hefur komið í fréttum. Við stöðu skólastjóra hefur nú tekið Þorkell Ingimarsson. Hann er hagvanur í Reykjanesi, því að hann kenndi þar um þriggja ára skeið, frá hausti 1981 til vors 1984. Þorkeil er kennari að mennt, en undanfarin fimm ár hefur hann verið verslun- arstjóri í Rafbúð Sambandsins í Reykjavík. I stuttu spjalli við Vestfirska fréttablaðið sagði Þorkell að þetta hefði borið mjög brátt að, og hefði hann fengið sig lausan úr sínu fyrra starfi með litlum fyrirvara. Hann kom snögga ferð vestur um síðustu helgi, en kemur síðan alkominn núna um þessa helgi. Eiginkona Þorkels er Gunnþóra Önundardóttir, og eiga þau tvö börn. Gunnþóra starfaði í Reykja- nesi á sínum tíma ásamt manni sínum. Hún vinnurnúáTollstjóra- skrifstofunni í Reykjavík og mun halda því áfram; Þorkell verður því án fjölskyldu sinnar fyrir vest- an í vetur. Ráðið hefur verið í allar stöður í Reykjanesi í vetur. Margrét Karlsdóttir tekur við starfi skóla- bryta af Heiðari Guðbrandssyni; Ingólfur Kjartansson frá Unaðsdal kennir íþróttir, líffræði og íslensku að hluta; Hallur Karlsson kennir Þorkell Ingimarsson. ensku, dönsku og íslensku að hluta (hann hefur áður verið í Reykja- nesi, þó ekki síðasta vetur); og Guðbjartur Kr. Kristjánsson úr Reykjavík kennir stærðfræði, eðlisfræði, bókfærslu og vélritun. Sverrir Kristinsson mun annast kennsluna í barnaskólanum sem fyrr, en Þórunn Jósefsdóttir kona hans verður stundakennari og kennir heimilisfræði og handa- vinnu stúlkna. EinnigverðurPétur Bjarnason stundakennari og kennir sjóvinnu, siglingafræði og handavinnu pilta. Kristján Péturs- son í Svansvík verður staðarráðs- maður eins og löngum áður. Skipasmíðastöð Marsellíusar hf. á ísafirði hefur fengið góða dóma hjá viðskiptavinum í blöðum að undanförnu. Er þar skemmst að minnast frystiskipsins Þórs Péturs- sonar ÞH 50 sem afhent var nú í sumar. Þykir stöðin hafa staðið sig vel hvað smíðatíma skipsins áhrær- ir og eins er verðið talið sambæri- legt við það sem lægst gerist í Vestur-Evrópu. í samtali við blm. Vestfirska sagði Sævar Birgisson fram- kvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Marsellíusar hf., að mikið væri að gera um þessar mundir. Nú væru þeir að bíða eftir því að Fiskveiði- sjóður fjallaði um smíðasamning á 20 tonna bát fyrir feðgana Magn- ús Þorgilsson og Halldór Magnús- son á ísafirði. Ef þetta næðist fljót- lega í gegn, þá gerði Sævar ráð fyrir að smíði bátsins entist þeim fram á fyrstu mánuði næsta árs. Þá sagði Sævar að þeir hefðu verið að fá nokkuð stórt verk sem byrjað yrði á í næsta mánuði, en þar er um að ræða breytingar á millidekki og aðrar lagfæringar á Gylli frá Flateyri. I þessari viku er svo verið að byrja vinnu við lag- færingar á millidekki og uppsetn- ingu á færiböndum í togaranum Framnesi frá Þingeyri. Þá hafa þeir verið að klára vinnu við Dagfara ÞH sem verið hefur hjá þeim í slipp. Þegar veður gengur niður er svo meiningin að taka Egil BA frá Patreksfirði inn í hús og skipta um stýrishús á honum. Þessu til viðbótar hefur Skipa- smíðastöð Marsellíusar verið mikið í skipaviðgerðum og fram- leiðslu á ýmsum hlutum, eins og rækjudælum, en þrjár slíkar dælur er einmitt verið að setja upp hjá Niðursuðuverksmiðju K. Jónsson á Akureyri. Löggæsla í Bolungarvík til ísafjarðar til reynslu — Skiptar skoðanir um ágæti þeirrar ráðstöfunar Nú er ljóst að löggæslan í Bol- ungarvík verður færð undir lög- regluna á Isafirði um næstu áramót til reynslu, en Vestfirska skýrði frá því í síðustu viku að uppi væru hugmyndir um það. Tveir lög- reglumenn eru nú starfandi í Bol- ungarvík, undir stjórn bæjarfóget- ans þar. Þeir munu væntanlega ganga inn í lögregluliðið á ísafirði. Embættismenn úr dómsmálaráðu- neyti, Hjalti Zophoníasson og Gísli Guðmundsson, komu vestur í vikunni og héldu í gær fundi með yfirmönnum lögreglu á báðum stöðunum, bæjaryfirvöldum í Bol- ungarvík og starfsmannafélagi lög- reglunnar á Vestfjörðum. Skiptar skoðanir eru um ágæti þessarar ráðstöfunar. Bæjaryfirvöld í Víkinni munu ekki setja sig gegn því að þetta verði reynt um ákveðinn tíma, nokkra mánuði eða jafnvel eitt ár, að því tilskildu að veginum milli ísafjarðar og Bolungarvíkur verði haldið opnum alla daga eins og milli ísafjarðar og Hnífsdals, en það hefur ekki verið gert undan- farna vetur. Það er jafnframt forsenda þessara skipulagsbreyt- inga, að þær hafi verulegan sparnað í för með sér, án þess að þjónustan versni eða minnki. Ef reynslan af þessu verður ekki góð, munu bæjaryfirvöld í Bolungarvík áskilja sér allan rétt til þess að hverfa til fyrra fyrirkomulags. Viðmælendur blaðsins í Bolung- arvík voru ekki ánægðir með að smátt og smátt væri verið að „reyta af embætti bæjarfógetans hér þangað til hann verður lagður niður“ og minntu í því sambandi á flutning tollafgreiðslunnar þaðan til ísafjarðar ekki alls fyrir löngu. Þeir áttu ekki heldur gott með að samþykkja þann boðskap að lög- gæslan í Bolungarvík mundi batna og aukast við það að verða flutt til ísafjarðar; fullyrt var að tilraunir Þannig sagði Sævar Birgisson eitt og annað vera á döfinni og í raun miklu meira að gera en þeir hefðu átt von á. Hjá stöðinni starfa nú um 35 manns, en hann sagði að þá vantaði 5 til 10 menn til viðbót- ar. Taldi hann nokkuð bjart fram- undan og verkefni tryggð til næstu mánaða. bolvísku lögreglunnar til samvinnu við ísafjarðarlögregluna hefðu gengið heldur stirðlega. UTSALA! Erum að rýma fyrir nýjum vörum. Útsala á borðlömpum og ljósum. Einnig örbylgjuofnamót í mörgum stærðum á gjafverði. 15 - 25% afsláttur. Líttu inn og gerðu góð kaup. PÓLLINN VERSLUN RAFÞJÓNUSTA SÍMI3092 © Bætt vöruúrval og þjónusta STEINIÐJAN HF. Steiniðjan h/f Timbursala S* 3472

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.