Feykir - 22.05.1981, Page 5

Feykir - 22.05.1981, Page 5
FcykÍR Abyrgðarmaður: JÓN F. HJARTARSON. Blaðstióm: HILMIR JÓHANNESSON, HJALMAR JÓNSSON, JÓN F. HJARTARSON. Uppsetnlng: REYNIR HJARTARSON. Prentverk Odds Björnssonar h.l. Akureyri Þegar leiðarar landsmála- blaða eru lesnir í útvarpi heyrist lítið frá Norðurlandi vestra einu kjördæma. Hvar eru málefnl þess rædd? Tími er kominn til að raust Norðurlands vestra kveði sér hljóðs. Útgáfa Feykis er til- raun f þá veru, en fyrst og fremst tilraun tii að opna umræðuvettvang um málefni byggðarinnar. Allir sem um gildi blaðaútgáfu hugsa sjá hversu mikilvæg hún er. Mikið veltur á að hver og einn leggi blaðinu lið, t.d. með því að kaupa það og jafnvel að eignast hlut í því, eða leggja því til greinar. Tvö hundruð kr. framlag (hlutur, atkvæði) er í raun mun meira en tvö hundruð kr. í því felst hinn stóri galdur. Annar vettvangur um- ræðna um sveitarstjórnar- málin er Fjórðungssamband Norðurlands sem hefur mörgu góðu komið áleiðis og mun gera um ókomna fram- tíð. Miklu skiptir fyrir dreif- býlið að samstarf sveitar- félaga sé sem best, á þann hátt ætti hlutur þess að vera minna fyrir borð borinn. Oft hefur verið bent á að dreif- býlið eigi í vök að verjast gagnvart áhrifum höfuðborg- arsvæðisins. Þar vilja margir staðsetja „steinullarverk- smiðjur", „blönduvirkjanir“ og skóla svo dæmi séu tekin. Ef heimamenn sýna ekki frumkvæði, framtak og ein- ingu í eigin málum má frekar búast við að sjónarmið þeirra verði látin víkja. Málin séu ákveðin „fyrir sunnan“ og ekki taki því að skipta sér af þeim. Því er hætta á að veigamikil hagsmunamál kunni að daga uppi eða nái ekki fram vegna þess að þau eru ofviða einstökum sveit- arfélögum. Hins vegar er Ijóst að sveitarstjórnarmenn hafa það í höndum sínum að stofna samband sín á milli nokkurs konar „Áttungsþing sveitarfélaga á Norðurlandi vestra“ þar sem byggðamál kjördæmisins væru rædd og leitað eftir einingu „heima- manna“ um nýsköpun at- vinnulífs og fl. Ef kjördæmið á sér fréttablað og málþing hlýtur vegur þess betur að vaxa en ella. Því má segja að skyldleiki sé með Feyki og hugmyndinni að Áttungs- þingi Norðurlands vestra. IL i i i I I I | ? □ □L □ □RRI !□□□![□□□ □□□ □□□ □□□ □□□ □MDÍZZlDllDlZZlDl|pizzln|ln[ZZln||alZZigi|niZZlo||nrzzinl IdCZIdIIDIZZIId ^ÖÁR** Hvert skal halda að haustnóttum? Nú er skólafólk sem óðast að ljúka prófum sínum. Vetrarstarfið er á enda og sumarið bíður með ný störf og tilbreytingu. Námsbækur ryk- falla um stund. Áður en sagt er skilið við skólamálin þurfa nem- endur þó að huga að næsta vetri. Umsóknarfrestur um skólavist að hausti stendur fram til 5. júní. Nemendur sem nú skipta um Fjölbrautarskólinn á Sauðárkróki Jafn réttur dreifbýlisins til skólahalds aukinni framhaldsmenntun í kjör- dæminu. Nefnd skipuð af þáver- andi menntamálaráðherra, Ragn- ari Arnalds, hafði skilað áliti vorið 1979, þar sem meðal annars sagði: „Lagt er til að á Sauðárkróki verði miðstöð skólahalds á Norð- urlandi vestra. Þar verði starfrækt- ar allar helstu iðnnámsbrautir til loka og síðan meistaraskóli, enn- fremur almenn bóknámsbraut, viðskiptabraut, heilsugæslubraut, uppeldisbraut o.fl.“ Norðurland vestra hafði borið Verknámshús skólans. Vonandi verflur flutt Inn I þafl næsta haust. skóla þurfa því senn að gera upp við sig hvað gera skuli. Hvert skal halda að haustnóttum? Suður — norður — austur eða vestur? Þetta á ekki síst við um þá sem nú eru að ljúka langþráðu grunnskólaprófi. Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki þykir rétt að kynna í stuttu máli þá starfsemi er þar fer fram, nemendum og aðstandendum þeirra til nokkurrar glöggvunar. Afskipt kjördæmi í framhaldsskóla- málum Það var 22. september árið 1979 að Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki var settur í fyrsta sinn. Þá hafði um hríð verið mikið rætt um þörf á mjög skarðan hlút frá borði í fjár- veitingum til skólamála. I öllum landshlutum öðrum höfðu verið stofnaðir framhaldsskólar áður en röðin kom að Norðurlandi vestra. Að vísu höfðu framhaldsdeildir verið reknar um skeið á Reykjum í Hrútafirði (tveggja ára nám), á Sauðárkróki (eins árs nám) og á Siglufirði (eitt ár). Einnig hafði Iðnskóli starfað á Sauðárkróki allar götur síðan 1946. En stórátak vant- aði, þó að vissulega hefðu margir góðir menn barist lengi fyrir fram- gangi málsins. Fyrstu tvö árin - námsbrautir - heimavist Strax haustið 1979 hófu um 90 nemendur starf við Fjölbrauta- skólann á eftirtöldum brautum: Viðskiptabraut, málabraut, heilsu- gæslubraut, uppeldisbraut, samfé- lagsbraut, raungreinabraut og á iðnbrautum raf-, tré- og málmiðna. Nemendur skiptust á 1. og 2. námsár. Vorðið 1980 útskrifuðust nokkrir nemendur með almennt verslunarpróf. Einnig brautskráð- ust allmargir sveinar i raf-, málm- og tréiðnum. Síðastliðið haust hafði nemend- um fjölgað í rúmlega 140. Þar af voru í iðnnámi um 40. Skiptust nemar nú á 1., 2. og 3. ár. (Það verður því næsta vor sem fyrstu stúdentar brautskrást frá skólan- um). Auk þeirra brauta sem fyrr voru taldar, skal nefna tæknabraut sem er undirbúningsnám að Tækni- skóla íslands, fiskvinnslubraut sem veitir bóklegt nám undir Fisk- vinnsluskólann í Hafnarfirði, skip- stjórnarbraut, sem veitir réttindi á 70 tonna bát. Þá er ótalinn meist- araskóli í húsasmíði og múrsmíði sem hófst í janúar s.l. Hann er ætlaður þeim sem lokið hafa sveinsprófi en hyggjast ná fullum meistararéttindum. Þrettán „meistarar" stunda nú þetta nám sem taka mun þrjár annir. Kennsla hefur farið fram kl. 17-20 á kvöld- in. Auk iðnnema mun í vor útskrif- ast álitlégur hópur á tveggja ára námsbrautunum; heilsugæslu-, uppeldis- og verslunarbraut. Enn ein nýjung er óupptalin, sem undirbúin hefur verið í vetur. Þar eru svokallaðar iðnaðarbrautir, stuttar námsbrautir. Verður vikið að þeim síðar. Nemendur í vetur voru víða að, úr öllum landshlutum, en eðlilega langflestir úr kjördæminu, frá Siglufirði, Skagafirði oe Húna- þingum. Aðkomumenn rúmuðust flestir á hinni glæsilegu heimavist, sem framsýnir menn höfðu staðið fyrir að reisa áður en Fjölbrautaskólinn var stofnaður. Unnið hefur verið í vetur að stækkun heimavistar og í haust verða tilbúin 54 vistarrými. Matsalur heimavistar rúmar um 200 manns í sæti. 1 sjónmáli er ný heimavistarálma, sem rúma á, ein sér, 70-80 nemendur fullgerð. Einnig er húsnæðismiðlun á vegum skólans. Sauðárkróki og fá það að nokkru metið til eininga við Fjölbrauta- skólann. Margir nemendur hafa notfært sér þetta. Þá hefur kór- Meistaraskólinn á Sauðárkróki, nemendur og kennari. Kvöldskóli - Öldungadeild Skólinn hefur frá upphafi staðið að kvöldkennslu með „öldunga- deildar“-sniði. Námsefni öldunga- deildar samsvarar því sem er í dág- skólanum og er metið til eininga á sama hátt. Þá hafa ýmis námskeið, bæði stutt og töng, verið haldin utan hinnar eiginlegu öldunga- deildar, m.a. í saumaskap, mat- reiðslu, fundarsköpum og ræðu- mennsku. Fjölmargir hafa notfært sér kvöldkennsluna, enda hefur mátt sjá ljós, jafnvel í mörgum gluggum á hverju kvöldi. Sú „útvíkkun" á starfsemi skól- ans sem námskeiðahald og öldungnadeild orsaka, hefur fært skólann nær bæjarlífinu en ella hefði orðið. Tónlistarskóli - Leikfélag Þó að tónlistarkennsla fari ekki fram innan veggja skólans, er nemendum opin leið að stunda 1 slíkt nám við Tónlistarskólann á Or mtttuneytinu starfsemi og hljómsveitarlif verið í skólanum í vetur, hið fyrrnefnda undir handleiðslu kennara Tónlist- arskólans, og væntanlega verður framhald á slíku. Þá er vænst góðs samstarfs við Leikfélag Sauðárkróks, sem hófst í vetur þegar Elsa Jónsdóttir leik- stýrði einþáttungnum Jóðlíf eftir Odd Björnsson. Var hann sýndur við góðar undirtektir á árshátíð skólans. Samstarf viðaðra framhaldsskóla Þegar skólinn hóf starfsemi sína haustið 1979 fékk hann heimild til að fara eftir reglugerð Flensborg- arskóla eins og fjölbrautaskólarnir á Suðurnesjum og Akranesi. Einnig var tekin upp námskrá þessara skóla sem þá var nýsamin. Samþykkt var strax um haustið að Reykjaskóli og framhaldsdeildir á Siglufirði og Blönduósi tækju upp þessa sömu námskrá. Hið sama gerðu Menntaskólinn á Egilsstöð- um, framhaldsdeildir á Austur- landi og framhaldsskólinn í Vest- mannaeyjum. Haustið 1979 tók til starfa nefnd, sem menntamálaráðuneytið hafði skipað, til að gera samræmda námskrá fyrir skólana á Norður- landi eystra og vestra (11 skólar á því svæði standa að framhaldsnámi að meira eða minna leyti). Starfaði sú nefnd allan s.l. vetur og tók ný námskrá gildi haustið 1980 fyrir alla nýnema. Kennarar við framhaldsdeildir og skóla á Norðurlandi hittast ár- lega og ræða nám og kennslu og skiptast á skjölum sem málið varða. Þetta samstarf skóla á Norðurlandi má líta á sem áfanga á leið til sam- ræmingar framhaldsnáms á land- inu öllu. Nefnd hefur nú þegar verið skipuð sem ætlað er að und- irbúa þá samræmingu. Þess skal getið að auk samstarfs við aðra áfangaskóla landsins, er Fjöl- brautaskólinn aðili að sambandi iðnfræðsluskóla á íslandi. Samningur um Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki S.l. haust var gerður nýr samningur milli menntamálaráðuneytisins og bæjarstjórnar Sauðárkróks sem opinn er öðrum sveitarfélögum i fræðsluumdæminu. Menntamála- ráðherra, Ingvar Gíslason, sýndi stórhug og velvilja í garð kjör- dæmisins er hann undirritaði sam- ninginn. Samningurinn kveður á um verksvið skólans (þar er m.a. getið um starfrækslu öldungadeildar og meistaraskóla) og breytt hlutfall kostnaðarþátttöku ríkis og sveitar- félag. Samningurinn er áritaður af Ragnari Arnalds, fjármálaráð- herra. Horft til framtíðar. Fram til aldamóta má búast við að 500 til 600 nemendur úr fræðslu- umdæminu (íbúar 11-13 þús.) sæki framhaldsskóla á ári. í ár ljúka væntanlega 277 nemendur 9. bekk grunnskóla. Með þessar tölur í huga er alls ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að innan örfárra ára verði á Sauðárkróki 350-450 nemendur í skólanum, enda miðast áætlanir við það. Á fjárlögum 1981 eru veittar 90 millj. g.kr. til verknámshússins sem nú er tilbúið undir tréverk. Stefnt er að því að taka hluta hússins undir verknám næsta vetur, en hluta undir bóknám til bráðabirgða. Nýtt bóknámshús sést í hilling-. um, því að á árinu er veitt fé til hönnunar þess. Eins og áður sagði er ætlunin að byrja í sumar á nýrri. heimavistar-. álmu. Síðastliðið haust var tekinn grunnur nýs íþróttahúss og verður af fremsta megni reynt að hraða uPPbygg'ngu Þess- Áf þessari upptalningu sést, að enn er i mörg horn að líta. Við treystum á skilning og velvilja stjórnvalda til að standa vel að málefnum skólans. Fjölbrautarskóli - ” dreifbýli - þéttbýli - í fjölbrautaskóla er hægt að veita fjölþættari menntun en annars væri unnt fyrir sama fjármagn. Hver kennslueining verður hagstæðari. 1 mörgum áföngum eiga flestir framhaldsskólanemendur samleið og ekkert er því til fyrirstöðu að nemandi á viðskiptabraut sitji um hríð við hliðina á nemanda í rafiðn þegar svo stendur á, svo dæmi sé tekið. Líklegt má telja að á þennan hátt Fjölbrautaskólinn á Sauðár- króki og eftirtalin fyrirtæki Bygglngarfélagið Hlynur h.f., Trésmlðjan Borg h.f., Trésmlðj- an Ás h.f., Loðskinn h.f., Borgarmýrl, Sauðastofan Vaka, Bragi þ. Sigurðsson, vélsm., Útgerðarfélaglð h.f., Sláturhús K.S., Mjólkursamlag K.S., Kjötvlnnsla K.S., Skjöldur h.f., Fisklðja Sauðárkróks h.f., Vegagerð ríkisins, Steypustöð Skagafjarðar, hafa unnið að undirbúningi að nýjum möguleika innan skólakerf- isins, svonefndum iðnaðarbrautum. Eru þær hugsaðar sem tenging milli atvinnulífs og skóla og þá einkum fyrir þá aðila ep ekki hafa gert upp hug sinn hvað snertir framtiðarstarf eða hafa ekki áhuga á hefðbundnu iðnnámi eða bóknámi. Þeir sem þegar hafa starfað um skeið á vinnumarkaðinum og hafa í hyggju að breyta til um starf eða auka þekkingu sína á núverandi starfi, fá hér kjörið tækifæri. Á iðnaðarbrautunum verður lögð áhersla á starfsnám í þrem fyrirtækjum sem nemendur velja úr hópi ofangreindra fyrirtækja. Þar fái þeir að kynnast öllum þáttum i starfsemi þeirra undir eftirliti (eins starfsmanns fyrirtækisins í samráði við skólann. Nemendur öðlist þannig skilning á hlutverki einstakra verkþátta í allri framleiðslunni, frá fráefni til fullunninnar afurðar, kynnist jafnframt eiginleika hráefnanna sem unnið er úr og þeim tækjum sem notuð eru við vinnslu þeirra. Starfsnámið mun fara fram i 12 stundir á viku í 2 annir (einn vetur). Samhliða því verður lögð áhersla á greinar eins og vinnu- tækni, þar sem nemendur tileinka sér þekkingu á öryggismálum vinnustaða, skipulagi þeirra, vinnuhagræðingu og vöruvöndun. Alls verður varið 24 stundum á viku í 2 annir í almennt nám. Markmið þessara iðnaðarbrauta er að gera einstaklinginn hæfari f samkeppni um atvinnu og auka möguleika hans til að verða virkur þátttakandi í uppbyggingu atvinnulífs á Norðurlandi vestra. örvist félagslíf nemenda; að hversé ekki sí og æ að bauka í sínu horni. { 350-450 nemenda skóla er unnt að tryggja gæði kennslunnar ekkert síður en í stærri skólum (jafnvel frekar), en slíkt yrði erfitt ef kennslukraftar og fjármagn dreifð- ist í þessu dæmi í 3 til 4 sérskóla. Heyrst hafa raddir ákveðinna skólamanna um að dreifbýlið geti ekki veitt börnum sínum fram- við skipulagningu skóla í þéttbýli sé þess gætt að viðtökuskólar (t.d. ýmsir sérskólar) geti tekið við nemendum úr dreifbýli og veitt þeim kennslu í beinu framhaldi af fyrra námi þeirra án þess að námið lengist. Lög um framhaldsskóla verða að tryggja þetta atriði. Erfitt er að sjá að nokkur rök hnígi að því að fjölbrautaskólarséu fjármagnaðir á aanan hátt en I dönsku tima, takið kartöflurnar út úr ykkur núna og reynið að bera fram orðið först og fremmest. haldsmenntun sem standi undir nafni og senda beri alla unglinga suður fyrir heiðar til sannrar menntunar. Slíkar raddir kveða sig sjálfar niður. Dreifbýlið hlýtur að eiga rétt á að menntaskólar. Lög um framhalds- skóla verða að tryggja rétt byggð- arlaga hvort sem um er að ræða bóknám eða verknám. 1980- ÚR SKOLALÍFINU -1981 4 . Feykir Feykir . 5

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.